Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Dagur verkalýðsins til Olc HINN 1. maí ár hvert heldur verkalýðurinn um víða veröld, einnig hér á landi, hátíð. Þann dag minnust verkalýðsstéttirnar liðinnar baráttu um leið og hug- anum er rennt yfir viðfangsefni líðandi stundar og takmark starfs og baráttu í framtíðinni. Sem betur fer getur íslenzk alþýða til sjávar og sveita minnst margra merkilegra áfanga, sem náðst hafa í baráttu hennar á undanförnum árum. Lífskjörin hafa batnað og menntun og menning blómgvast. Ástæða er tíl þess að ætla, að sú staðhæf- ing byggist ekki á oflæti, að íslendingar séu meðal bezt upp- lýstu og jafnmenntuðustu þjóða heimsins. En menntun er mátt- ur. Vel upplýst og menntað fólk verður ekki kúgað. Fáfræðin og menntunarleys- iS eru þeir fjötrar, sem marg- ir einræffisherrar hafa reynt aff halda fólkinu sem lengst í. í skjóli vanþekkingarinnar er til dæmis hægt að æsa upp hatur þjóða í milli og stétta. í hverju er kjarabaráttan fólgin? Sú spurning, sem íslenzkur verkalýður þarf í dag fyrst og fremst að leggja fyrir sig er á þessa leið: í hverju er baráttan fyrir raunverulega bættum lífs- kjörum, bættri aðstöðu í lífs- baráttunni, fólgin í dag? Á svarinu við þessari spurn- ingu veltur það mjög hvort í^- lendingar geta haldið áfram að byggja land sitt upp, eða hvort hér rennur upp tímabil kyrrstöðu og erfiðleika. Á undaniörnum áratugum hef- ur kjarabarátta verkalýðsins lengstum verið í því fólgin að fá kaupgjald sitt hækkað. En því aðeins hefur verið hægt að hækka kaupgjaldið að þjóðin hefur sí- fellt verið að eignast ný og af- kastameiri framleiðslutæki. Arð- urinn af starfi fólksins hefur stöðugt verið að aukast. Þess vegna hefur meira komið til skiptanna í hlut hvers og eins. Það er meginblekking sem kommúnistar halda fram, að hver nýr áfangi sem verkalýðurinn hefur náð hafi unnizt með harð- vítugri baráttu við vinnuveitend- ur eða þjóðfélagið í heild. Þvert á móti hafa friðsam- legir samningar miklu oftar tekizt, um aukna hlutdeild vinnunnar í arffi framleiðslu- tækjanna. Vinnuveitendur og verkamenn, sjómenn og iffn- aðarmenn hafa mætzt viff samningaborff og samiff friff- samlega u’ i kaup og kjör. Og þannig á þetta einnig aff vera í framtíffinni. Stéttabaráttan óþörf Það er rétt, sem Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra sagði í ágætri ræðu í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í fyrra- kvöld, að í okkar litla þjóðfélagi á stéttabaráttan að vera óþörf. Hagsmunir vinnuveitenda og verkamanna eru sameiginlegir en ekki andstæðir, eins og komm únistar vilja vera láta. Atvinnu- rekendur verða að skilja, að sem bezt afkoma verkamannsins er einnig þeirra hagur. Verkamenn hljóta hinsvegar að gera sér Ijóst, að blómlegir atvinnuvegir og efnahagslega sjáifstæðir at- vinnurekendur er frumskilyrði góðra lífskjara þeirra sjálfra. Hvorki verkalýðsfélög né vinnu- veitendasamtök eiga að vera ein- ráð í þjóðféiaginu. Samtök þess- ara aðila eiga að vera öflug og heilbrigð. En hvorug þeirra má ná þeirri aðstöðu að geta drottnað og ráðið ein öllu um þróun efnahagslífsins. Gagnkvæmur samhugur og skilningur Sjálfstæðismenn leggja megin- áherzlu á það í verkalýðsmála- stefnu sinni, að verkalýður og vinnuveitendur efli með sér sam- hug og skilning á hvers annars aðstöðu og starfi. Það er leiðin til réttlátiar skiptingar á þeim arði, sem nugur og hendi skapar í okkar litla íslenzka þjóðfélagi. Þess vegna er kjörorð Sjálfstæðis manna, stétt með stétt. Kjörorð kommúnista er hinsvegar stétt gegn stétt Eitur stéttabaráttunn- ar er það ráð sem þeir þekkja vænlegast til þess að eyðileggja iýðræði og persónufrelsi. Það á að sýkja alia máttarviði þjóð- félagsins, rkapa þar fúa og spill- ingu. í kjö.far þess ástands gera kommúnistar sér von um hatur og byltingu. Aldrei hefur þaff verið Ijós- ara en í dag, aff þeir sem unna þróun og framför í hinu ís- lenzka þjófffélagi eiga enga samleiff meff kommúnistum. Þeir hafa sýnt þaff á ótvíræff- an hátt undanfarnar vikur að þeir hika ekki viff aff beita ofbeldi og yfirgangi til þess að koma fram skemmdaráform- um sínum. Þetta þekkir ís- lenzka þjóffin nú af eigin sjón og raun. Um þaff þarf ekki aff segja neinar sögur frá öðr- um löndum. Hið sameinandi afl Sjálfstæðisflokkurinn heitir ís- lenzkum verkalýð því, hvort sem hann starfar til lands eða sjávar, að hann mun halda áfram baráttu sinni fyrir raunverulegum kjara- bótum til handa alþýðu manna í landinu. Sú barátta er í því fólgin, að fá fólkinu stöðugt betri og afkastameiri tæki, bæta aðbúð þess í starfinu og tryggja félagslegt öryggi þess í skjóli blómlegs atvinnulífs og fram- leiðslustsaarfsemi. Á þann hátt einan, að arður framleiðslunnar aukist, er hægt áð tryggja bætt lífskjör og atvinnuöryggi í land- inu. Um baráttuna fyrir því að það takist verða allar stéttir ís- ienzks fólks að sameinast. Á grundvelli góðvildar og skilnings á störfum og þörfum hinna ýmsu stétta og starfshópa verða sigrar framtíðarinnar í baráttunni fyrir bættum lífskjörum unnir. Sjálfstæffisflokkurinn kveff- ur alla íslendinga til þátttöku í þessari samvinnu. Hann er í dag hiff mikla sameinandi afl þessarar þjóffar. Undir forystu hans hefur þjóðin sótt fram til þroska og manndóms. Þeirri sókn verffur hún að halda áfram. Morgunblaffiff flytur íslenzk um verkalýff og launþegum árnaffaróskir á hátíffisdegi þeirra. ÞAÐ er ekki ofmælt aff Sinfóniuhljómsveitin sé óskabarn tón- listarunnenda bæjarins. Ekki affeins nokkrir, heldur hundruð, jafnvel þúsundir manna, sem á ýmsum sviffum hafa lagt öðrum meira fram til þess aff gera bæinn aff menningarmiffstöff landsins, hafa fylgzt með þróun sveitarinnar í aldarfjórffung og stutt hana meff ráffum og dáff. Þaff er gamall draumur Páls ísólfssonar og félaga hans að hér væri til fullkomin Sinfóníuhljómsveit á 25 ára afmæli Tónlistar- skólans og mun mörgum finnast aff sá draumur hafi nú aff veru- legu leyti rætzt, að afloknu fjögra ára harffri skólun Olavs Kiel- lands. Margir hinir ágætustu menn hafa unnið ómetanlegt starf fyrir hljómsveitina á undanförnum árum, og er hér ekki stund til þess aff þakka þeim öllum, en það reginátak, sem Olav Kielland hefur gert hér í hljómsveitarmálunum nálgast sannarlega ævintýri, sem ekki verður fullþakkað. í dag er Olav Kielland kveffur í bili vini sína og samstarfsmenn, fylgja honum hlýjar kveffjur og hjartanlegar þakkir okkar og bæjarbúa. Björn Ólafsson Sigurffur Þórffarson Ragnar Jónsson Björn Jonsson Þórarinn Guffmundsson Árni Kristjánsson %Liuahancii ihrifar: 1. maí IDAG, 1. maí, eru liðnir tveir dagar, síðan eitt hið lengsta og harðvítugasta verkfall, sem runnið hefir upp yfir íslenzkan verkalýð, leystist. — Um hina endanlegu lausn þessarar vinnu- deilu eru vissulega skiptar skoð- anir, — um réttmæti hennar og tilgang, en að öllum hinum sund- urleytu sjónarmiðum til hliðar lögðum, er það víst, að allir að- ilar vörpuðu öndinni léttara, I þegar hin langþráða lausn var loks fengin. — Það hefði orðið dökkur og dapurlegur 1. maí, sem haldinn hefði verið í verk- falli, og þar að auki verkfalli, sem búið var að standa í heilar sex vikur og allur almenningur var orðinn þreyttur og svekktur á, auðvitað fyrst og fremst þeir, sem stóðu í sjálfu stríðinu og höfðu beðið stórkostlegt efna- hagslegt tjón. E Osk og von N sem betur fer kom ekki til þess. Enda þótt þröngt muni í búi hjá margri verkamannafjöl- skyldunni þessa dagana af völd- um hinnar langvinnu vinnu- stöðvunar að undanförnu, þá er þó allur munurinn að eiga vísa vinnu að morgni og starf og iðju, sem bæta megi upp það sem tap- azt hefir. — Það er því ósk og von allra velviljaðra manna að ís- lenzkur verkalýður megi á þess- um degi, sem honum er tileink- aður, horfa mót komandi vori og sumri vongóður um farsælt ár- ferði, nóga vinnu — og vinnu- frið. Starf og annir á ný ÞAÐ var töluvert annar svipur á Reykjavík í fyrrad. frá því, sem verið hefir undanfarnar verkfalls-vikur. Athafnalífið var leyst úr dróma, höfnin iðaði af starfandi höndum og stritandi vélum, sem kepptust við að skipa upp varningnum, sem legið hefir í þúsunda tonna tali óhreyfður í kaupskipunum, bundnum við hafnarbakkana. — Já, þar verð- ur nóg um verkefni næstu daga og vikur. Maður einn, sem leið átti niður að höfn fyrir hádegið lýsti með velþóknun þeirri 1 ánægjukennd, sem hann hafði fundið til, er hann sá hvern kaffi- : pokann eftir annan drifinn upp á bryggjuna. — Hann átti hálfan kaffipakka eftir heima — það ' mátti ekki tæpara standa! j Á Austurvelli var unnið að því að sópa og hreinsa skarn og rusl, sem þar hefir fengið að liggja óhreyft að undanförnu til augna-angurs vegfarendum, í húsagörðum bisuðu sorphreins- unarmenn bæjarins með ítroðn- ar sorptunnur — og húsmæðurn- ar vörpuðu öndinni af feginleik. —- Götuborarnir hvinu og urguðu á ný — og í verksmiðjum og iðju- verum gengu hjól, ásar og hend- ur með s;num venjulega sam- stillta hraða. Það hafði létt yfir öllu, bærinn og fólkið hafði varp- að af sér farginu. Gangandi fólk og umferffarljósin BÍLSTJÓRI vekur athygli á ó- varkárni og kæruleysi gang- andi fólks á götum Reykjavíkur og því einnig, hve sumir virðast alls ekki kunna að fara eftir um- ferðarljósunum. Gangandi mað- ur á að líta eftir rauðu ljósi til hliðar við sig en ekki á móti á gagnstæðu horni. — Þetta er að vísu atriði, sem liggur í augum . ■■>■(.... .„■aaf./. .... . 'J uppi en margir virðast ekki átta sig á því samt sem áður. — Það er full ástæða til að minna al- menning á, að varúð og aðgætni frá hendi hinna gangandi er engu síður sjálfsögð en frá hendi bif- reiðarstjóra. Gagnkvæm tillits- semi og samvinna milli þessara aðila er nauðsynleg og ómissandi i eigi vel að fara. r ÚT ER KOiMIÐ 8. bindi af Sögu íslendinga — fyrri hluti, •— sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur út. Nær það yfir tímabiiið 1830—1874, og samið af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Þetta timabil er mesta vakning aröld íslenzku þjóðarinnar. — Á fyrra hluta þess drottnaði róman- tíska stefnan í andlegu lífi Ev- rópu og vakti frelsisöldu víða um lönd. Boðberar þeirrar stefnu hér á landi voru Bjarni Thorarensen skáld og Fjölnismenn, þeir Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmunds- son, Konráð Gislason og Brynjólf ur Pétursson. Laust fyrir miðja öldina hlaut konungur Danmerkur og íslands að afsala sér, því einveldi, sem for- feður hans höfðu haft á hendi í tvær aldir. Fáum árum áður hafði alþingi verið endurreist. og Jón Sigurðs- son gerzt forustumaður í stjórn- málum Isiands. Hann stýrði freis- isbaráttu Islendinga í rúman ald- arfjórðung, og beitti á þeim vett- vangi meðal annars tímariti sínu, Nýjum Félagsritum. Þjóðhátíðarárið 1874 urðu þátta skil, þegar Kristján 9. færði Is- lendingum nýja stjórnarskrá, og skömmu síðar lýkur starfsdegi Jóns Sigurðssonar. Bók þessi hefst á frásögn af dönskum stiórnmálum á þessu tímabili, einkum að því leyti er þau varða málefni íslands. Síðan eru þættir um kirkju- og skóiamál, skáld og rithöfunda, vísindi, list- ir, blöð og tímarit, einkum Fjölni og Ný félagsrit. 1 síðari hluta þessa bind- is verður meðal annars lýst dóms- málum, heilbrigðismálum, sam- göngum, landbúnaði, útvegi og viðskiftum og bindinu lokið með nánari frásögn af frelsisbarátt- unni og svo af athöfnum Jóns Sig urðssonar. Fyrri hluti 8. bindis, sem nú er kominn út, er 464 bls., prýtt 84 myndum. — Af þessu ritverki eru áður út komin 4 bindi, hið 4., 5., 6., og 7., og ná þau yfir tímabilið 1500—1830. Heildðrafli Grundar- fjarðarbála 3800 lesfir GRUNDARFIRÐI, 30. apríl: — I Hér hefur verið góð veðrátta und j anfarið og hlýindi. Bátarnir hafa j róið daglega alla þessa viku, en ! afli þeirra ekki verið mikill, eða 14—8 lestir. Menn gera sér þó | vonir um að aftur lifni yfir veið- | inni um mánaðamótin, enda sú , reynsla undanfarinna ára, að oít hefur vel aflazt fyrrihluta maí- mánaðar ,Mð Breiðafjörð. Heildaratli báta þeirra, sem héðan róa frá áramótum til þessa dags, munu vera um 3800 lestir og hæsti bátur, Farsæll, með um 720 lestir. Meðalafli á bát mun vera um 630 lestir. —Emil. Farnir á veiðar HAFNARFIRÐI — Togararnir, sem legið hafa hér við bryggj- ui-nar undanfarið, eru nú alhr farnir á veiðar. Ágúst er á ísfisk- veiðum, Júlí og Júni á saltfisk- |veiðum, Röðull á að fara á ís- fisksveiðar og Surprise er vænt- anlegur í i/rramálið. Veiði mun nú vera frekar treg hjá togur- unum almennt. Netjabátarnir hafa aflað sæmi- lega að undanförnu, en þeir eru j nú að flytja sig frá Selvogsbanka ■ inn á Faxaflóa. — Veiði hefur verið með tregara móti hjá línu- bátunum. •. G.E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.