Morgunblaðið - 03.05.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.1955, Síða 1
16 síður 43 árgangur 98. tbl. — Þriðjudagur 3. maí 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fá KEakksvíkingar sénu Sramgengt? Alísherjarverkfalli frestað — Siglinga- leiðin inn á Klakksvíkurhöfn opnuð í síðustu fréttum frá Kaupmannaliöfn i kvöld var skýrt svo frá, að Kampmann hefði komið heim frá Færeyj- um síðdegis í dag. — Gekk hann þegar á fund H.C. Hans- ens, forsætisráðherra, og gaf honum skýrslu um för sína. FRÁ fréttaritara Mbl. i Khöfn, 2. maí — í morgun lýstu verkalýðssamtökin í Færeyjum yfir því, að alls- herjarverkfalli yrði frestað um óákveðinn tíma. Klakks- víkingar haía þar að auki fall- izt á að taka burtu allar hindr- anir — skip og sprengjm’utl — er komið hafði verið fyrir i hafnarmynninu. Tilkynní hefir verið, að „Parkeston*1 verði um kyrrt í Skálafirði, meðan frekari samningaum- ræður fara fram. Búizt er við, að Kamp- mann haldi heimleiðis í dag, og er ekki talinn nokkur vafi á, að liann beri fram málamiðl unartillögu, er sé Klakksvík- ingum í hag, annars hefði állsherjarverkfalli ekki verið □- -□ Boksefiimgym frestað í Svífsjóð ★ WASHINGTON, Stokk- hólmi og Lundúnum, 2. maí. — Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákvéðið, að slá skuli á frest bólu- setningu 120 þús. skólabarna. Átti að bólusetja börnin með bóluefni af Salk-gerð, er framleitt hefur verið í Svíþjóð. Bólusetningin átti að fara í byrjun þess- arar viku, en heilbrigðisyfirvöld- in kváðust ekki hafa gengið úr skugga um, að bóluefnið væri fullkomlega hættulaust. ^ í dag ræddi brezki heil- brigðismálaráðherrann í neðri deild brezka þingsins um þær til- raunir, er gerðar hefðu verið með Salk-bóluefnið í Bretlandi. Sagði hann, að Bretar hefðu ekki fengið bóluefnisbirgðir frá Cutter-stofn- uninni í Kaliforníu í Bandaríkj- unum, er nú verið að rannsaka þetta bóluefni til að ganga úr skugga um, að það sé hættulaust. Lýsti heilbrigðismálaráðherrann yfir því, að bólusetningar í Bret- landi færu ekki fram, fyrr en víst væri, að bóluefnið væri hættu- laust og bæri virkan árangur. f Bandaríkjunum er haldið áfram að bólusetja börn með Salk-bóluefninu, þar sem vísinda- menn og læknar telja víst, að þau þrjátíu lömunarveikistilfelli, er orðið hafa eftir að bólusetn- ingin hófst, orsakist fyrst og fremst af smitun fyrir bólusetn- inguna. Bandariski heilbrigðis- máiastjórinn, er hvað mest hefur hvatt til þess, að bólusetningu barna yrði haldið áfram, gekk í dag á undan með góðu fordæmi og lét bólusetja sjö ára gamlan son. sinn. — Reuter-NTB. aflýst eða Klakksvikingar ver- ið fáanlegir til að draga úr viðbúnaði sínum. Á morgun mun danska raöuneytið og lormenn stjórn- málaflokkanna koma saman til íundar um málið. — Fær- eyska landsstjórnin hefir látið í ljósi ótta um, að miðlunar- tillögu Kampmanns sé þannig háttað, að landsstjórnin verði að láta í minni pokann fyrir Klakksvikingum. Hafa Klakksvíkingar þeg ar fallizt á miðlunartillögu þess efnis, að Halvorsen láti af störfum í þrjá mánuði, og munu tveir danskir læknar, sem nú eru um borð í „Parke- ston“ taka við störfum hans til bráðabirgða. Verður staðan siðan auglýst laus til umsókn- ar, og Halvorsen skipaður í embættið. — Við endanlega ákvörðun verður tekið tillit til þess, er danska læknafé- lagið hefir fram að færa í mál- inu. Blaðið „Berlinske Tid- ende“ bendir á, að Djuurhus lögmaður njóti stuðnings meiri hluta lögþingsins. Telur blaðið ógerlegt að mynda nýja landsstjórn, ef Djuurhus læt- ur af störfum, en það er við- búið, ef Klakksvíkingar fara með sigur af hólmi í lækna- deilunni. Landsstjórnin hefir þegar lýst yfir því, að hún telji dönsku stjórnina hafa brugðist sér með því að beita ekki umsvifalaust lögreglu- valdi til að framfylgja stefnu landsstjórnarinnar í lækna- deilunni. Danska stjórnin hef- ir Iagt allt kapp á að fara samningaleiðina. — Telur „Berlinske Tidende" þetta vera vatn á myllu þeirra Fær- eyinga, er vilja fullan aðskiln- að við Dani. Danski fjármálaráðherrann, Viggó Kampmann, sést hér stíga um borð í Katalina-flugbátinn, er flutti hann til Fæeryja. Klakksvíkingar á verði Mynd þessi gefur nokkra hugmynd um þann viðbúnað, er Klakksvikingar höfðu til að taka á móti danska lögregluskipinu. Parkesu... . Innsiglingin í höfnina var lokuð með ónothæfum togurum, og voru stálvírar strengdir milli skipsskrokkanna og lands. Þar að auki var komið fyrir sprengjuduflum í hafnarmynninu. íbúarnir stóðu á verði, búnir byssum og stálhjálinum, er voru brezkur arfur frá stríðsárunum. Eins og sjá má liggur einn hjálmanna í fjöruborðinu við hlið mannsins lengst til vinstri. Baksvipur þessara þriggja ungu manna er all vígalegur, og sjá má, að Klakksvíkingar hafa ekki ætlað að láía sinn hlut að óreyndu. Kópavogur orðinn kaupstaður að lögum Var samþykkt endanlega af Alþirgl í gær IGÆR samþykkti Alþingi endanlega sem lög frá Alþingi frumvarpið um stofnun kaupstaðar í Kópavogi. Var það samþykkt óbreytt í Efri deild Alþingis með 11 atkv. gegn 2. Með þessu er orðið að vilja um 820 kosningabærra manna í Kópavogi, sem sendu Alþingi áskorun um málið á þeirri forsendu að það væri óframkvæmanlegt lengur að stjórna 4000 manna byggð sem hreppi. Meirihluti hreppsnefndarinnar í Kópavogi, barðist gegn þessu máli með mikilli stífni. Er það óvenjulegt, þegar kaup- staður er stofnaður að sjálf hreppsne ndin skuli ekki fyrir löngu og það fyrst allra hafa séð nauðsyn þess að hreppur- inn fái kaupstaðarréttindi. Byltinpráðiil hefir tiijji og hagldir............ ★ SAIGON, 2. maí — Forsætis- ráðherra Suður-Vietnam, Ngo | Dinh Diem, ræddi í dag við sér- I stakan erindreka brezku stjórn- ! arinnar í S.A. Asíu, Maleolm MacDonald, og fulltrúa Eisen- howers forr.eta í Suður-Vietnam, Lawton Collins. Nánari fregnir hafa ekk. borizt af viðræðum þeirra, en þeir munu hafa rætt um, hvað skyldi til bragðs taka til að binda endi á borgarastyrj- öld þá, er nú geisar í Vietnam. ★ í dag kom enn til bardaga milli hers,'eita stjórnarinnar og hers Binh Xuyen-sértrúarflokks- ins. Náði stjórnarherinn á sitt vald aðalbækistöðvum Binh Xuyens í kínverska borgarhlut- anum. Binh Xuyen stendur nú einn í baráttunni gegn stjórn landsins, og búizt er við, að þess verði ekki langt að biða, að her- i sveitir hans gefizt upp. Eldar loga enn víða í borginni. ★ Keisarinn í Suður-Vietnam, Bao Dai, er dvalizt hefir undan- farin tvö ár í Frakklandi, lýsti yfir því í Cannes í dag, að hann mundi hve; fa heim, undir eins og tekizt hefAi að koma á friði í landinu. Kvaðst hann þá rnundu hafa meðferðis fyrirætlanir um, hversu stjórn Suður-Vietnam vrði hagað í framtíðinni ★ Byitingaráðið, sem styður stiórn Diems, lýsti yfir því í dag, að keisarn.n hefði verið rekinn frá völdum. Hefir byltingaráðinu tekizt að styrkja aðstöðu sína mjög, og er nú talið hafa töglin og hagldirnar í Saigon. STOKKHÓLMI, 2. maí. — Fjórar þrystiloítsflugvélar úr sænska hernum fórust í dag og munu flugmennirnir allir hafa beffið bana. Flugvélarnar voru að æfingum yfir Miff-Svíþjóff. Ekki er vitaff, hver var orsök slysanna. ALLUR KÓPAVOGSHREPPUR Það er ákveðið í hinum nýju lögum, að Kópavogshreppur skuli vera kaupstaður og sérstakt lög- sagnarumdæmi. Skal verzlunar- lóð kaupstaðarins vera lands- svæði allt innan núverandi tak- marka Kópavogshrepps. BÆJARSTJÓRN OG BÆJARFÓGETI Málefnum kaupstaðarins skal stjórnað af bssjarstjórn. Hún skal kjósa bæjarstjóra. Síðan eru í lögunum, eins og venja er um kaupstaðarlög strangari ákvæði en gilda um hreppa, að skýrslu- gerðum öllum skuli ljúka á til- settum tímum. En einmitt hin strangari ákvæði bæjarstjórnar- laga ættu að verða til þess, að óreiða sú sem einkennt hefur hreppsstjórn Kópavogs, lagist. Skipaður verður sérstakur bæ.jarfógeti í Kópavogskaupstað. BÆJARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Það ákvaeði er um stundarsak- ir, að hreppsnefnd Kópavogs- hrepps fari með stjórn kaupstað- arins, þangað til bæjarstjórnar- kosningar hafa farið fram. En til bæjarstjórnarkosninga skal efna svo fljótt sem kostur er. Þá eru ákvæði um það hvernig fara skuli um dómsmál, sem varða Kópa- vog, en eru óútkljáð, þegar lögin öðlast gildi. SkÍDti á eignum Gullbringu og Kjósarsýslu skulu fara fram hið fyrsta. . Berlín, 2. maí. í DAG sendu hernámsstjórar Vesturveldanna embættisbróður sínum í A -Þýzkalandi orðsend- ingu þess efnis, að þeir ættu með sér i'und n. k. laugardag til að ræða þá miklu hækkun flutn- ingsgjalda, er austur-þýzka stjórnin kom nýlega á, á leiðinni frá V.-Be”lin til V.-Þýzkalands. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.