Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUiS BL.ÍÐIÐ Þriðjudagur 3. maí 1955 Verzlunarskóla íslands ' slitið í 50. sinn Braufskráðir voru 87 nemendur W VERZLhjNARSKÓLA íslands (verzlunardeild) var slitið með hátíðlegri athöfn í Tjarnar- bíói 30. apríl s. 1. Skólastjóri, dr. Jón Gíslason, lét þess getið, að skólinn yrði á þessu ári fimmtugur. Væri þeg- ar haíinn undirbúningur að af- mælishátíð og minningarriti. Hét skólastjóri á nemendur, eldri sem yngri, að leggjast á eitt með að gera þessa hláfrar aldar minn- ingarhátíð skólans sem vegleg- asta. Hátíðahöldin munu fara framgjj okt. n. k. í samvinnu við skólaajjóra munu þessir aðilar annast undirbúning hátíðarinn- ar: Skólanefnd, nemendasam- bandið og núverandi nemendur skólans. Skráðir nemendur í upphafi slcólaárs voru 327, piltar 220, stúlkur 107. Starfað var í 13 bekkjardeildum. f verzlunardeild voru 285 nemendur, en 42 í lær- dómsdeild. í ráeðu sinni gat skólastjóri Þess,' að nauðsyn bæri til að byggja samkomusal við skólann. Eélagíflíf nemenda gæti ekki konaizt í það horf, sem vera þyrfti, ef aðstæður til slíkrar starfsemi yrðu ekki stórbættar. Raunar yrði góður samkomusal- ur ieigi aðeins félagsstarfsemi að gagíni, heldur mundi hann einnig auðvelda fræðslustarfið á ýmsan hátjt. Fræðslukvikmyndir og fyr- irlestrar mundu þá geta orðið veiganaeiri þáttur í kennslunni en nú yrði við komið. Skólastjóri komsfím. a. svo að orði: „Allir nementíur skólans, er mér nær að þalda, telja sjálfsagt, að skól- inn; sé annað og meira en eins konar strætisvagn, sem skilar þeim að vísu ákveðinn spöl í kapphlaupinu um lífsþægindin, en sinnir ekki að öðru leyti að- kallancli vandamálum ungmenn- anna. Þeir vænta þess að geta fengið tækifæri og ráðrúm til að meþntast og mannast í sem víð- tækustum skilningi, meðan þeir eru nemendur í skólanum. Um leið og þeir öðlast hagnýta þekk- ingú til að inna af höndum ýmis störf og verða sjálfbjarga þjóð- félágsþegnar, vilja þeir jafn- fraint afla sér þeirrar almennu undirstöðu, sem nauðsynleg er til að njóta hins bezta í menning- arlifi voru fyrr og síðar.“ Burtfararpróf þreyttu að þessu sinni 87 nemendur og stóðust all- ir prófið. Hlutu þeir einkunnir sem hér segir: I. ág. 1, I. eink. 43, ’ II. eink. 39 og III. eink. 4. Notaður er einkunnastigi Ör- steds. Hæstu einkunn í burtfararprófi hlaut Sigurlaug Sæmundsdóttir, I. ág., 7.56. Önnur í burtfarar- prófi var Elín Gísladóttir með I. eink., 7.46. Þriðja varð Heba Helena Júlíusdóttir með I. eink., 7.44. í fjórða sæti voru tvær stúlkur, hlutu I. eink., 7.38, þær Erna Kristjánsdóttir og Helga Guðrún Eysteinsdóttir. Taldi skóiastjóri það einsdæmi í sögu skóíans, að stúlkur skipuðu fimm efstu sætin í burtfararprófi. Verðlaunum voru þeir nem- endur sæmdir, sem fram úr höfðu skarað. Sigurlaug Sæmundsdóttir hlaut sérstök verðlaun frá skól- anum fyrir glæsilega frammi- stöðu í burtfararprófi, kr. 1000.00. Hún hlaut einnig verðlaun úr Walterssjóði fyrir hæstu einkunn í burtfararprófi. Sigurlaug Sæ- mundsdóttir hlaut einnig Vil- hjálmsbikarinn fyrir bezta frammistöðu í islenzku í burtfar- arprófi. Elín Gísladóttir, sem var önnur í burtfararprófi, hlaut verðlaun úr „Sjóði kaupsýslu- manna“, kr. 500.00. — Málabik- arinn, fyrir bezta frammistöðu í erlendum tungumálum, hlaut Heba lielena Júlíusdóttir. Hún hlaut ennfremur verðlaun frá Veirzlurfermannafélagi Reykja- víkur kr. 500.00, fyrir ágæta frammistöðu í prófinu. Þær Erna Kristjánsdóttir og Helga Guðrún Eysteinsdóttir hlutu verðlaun úr „Sjóði kaupsýslumanna", kr. 250.00 hvor. Þær voru einnig sæmdar bókaverðlaunum frá skólanum fyrir góða frammi- stöðu í prófinu. Bókfærslubikar- inn, sem árlega er veittur bezta bókfærslumanni skólans í burt- fararprófi, hlaut Gústaf Þ. Tryggvason. Vélritunarbikarinn hlaut Jóhanna Jónmundsdóttir fyrir frábæra vélritunarkunn- áttu. Njáll Þorsteinsson var sæmdur bókaverðlaunum frá skólanum fyrir góða frammistöðu í prófinu. Hann hlaut einnig bók að iaunum fyrir vel unnin hringjarastörf í árdegisdeildum. Efst i millibekkjarprófum voru þau: Margeir Sigurbjörnsson í III. bekk, með I. eink., 7.28, Hulda Friðriksdóttir í II. bekk, með I. eink., 7.37 og Rangheiður Briem í I. bekk, með I. ág. eink., 7.63. Er Ragnheiður Briem jafn- framt efst í vorprófi í verzlun- ardeild að þessu sinni. Allir þess- ir nemendur hlutu bókaverðlaun frá skólanum. Guðmundur Ara- son hlaut einnig bók að launum fyrir hringjarastörf í síðdegis- deildum. Hverjum brautskráðum nem- anda var gefið eitt eintak af afmælisriti frjálsrar verzlunar, íslenzkri verzlun, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Var það hátíðar- nefnd aldarafmælis frjálsrar verzlunar á íslandi, sem sýndi skólanum þessa rausn. Skólastjóri kvaðst vilja nota þetta tækifæri til að flytja Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur hjartanlegar þakkir í nafni skól- ans og nemendanna fyrir hinar stórhöfðinglegu gjafir, sem það hefur nýlega fært skólanum. Kvað skólastjóri Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hafa með gjöf þessari aukið sæmd sína og eflt menntastofnun stéttarinn- ar. Lét hann þá ósk í ljósi, að gjöf þessi mætti verða heillaríkur fyrirboði um gæfuríkt hálfrar aldar afmæli skólans. Að lokum ávarpaði skólastjóri hina brautskráðu nemendur sér- staklega og árnaði þeim allra heilla. Komst hann m. a. svo að orði: „í hinu fámenna þjóðfélagi voru er full þörf fyrir hvern góð- an liðsmann. Það skiptir ekki mestu máli fyrir hamingju yðar, hver staðan er, sem þér hreppið, heldur hitt, hvernig þér rækið hana. Alúð og skyldurækni í starfi tryggja bezt yðar eigin heill. Þá eruð þér í fullri sátt við yður sjálf, og það er ekki lítils virði.“ Lítil! afii í Sfykkishóhni STYKKISHÓLMI, 27. apríl. — Veðurfar hefur verið gott und- anfarið, en gróður lítill enn sem komið er. Lítill afli hefur verið hjá bátunum, og mjög misjafn. Rauðmagaveiði er óvenjulítil, virðist svo sem hann sé ekki farin að ganga á grunninn neitt að ráði. Vegir eru sæmilegir yfirferð- ar, eftir veturinn. Ekki er neitt byrjað að lagfæra þá undir sum- arið. — Ámi. Figl er bjartsýnn.... VÍNARBORG, 2. maí — í dag hófst í Vínarborg fyrsti fulltrúa- fundur fjórveldanna, er fjallar um friðarsamninga við Austur- nki. Sátu fundinn sendiherrar íjórveldanna og austurríski utan- ríkisráðherrann, Leopold Figl. — Vinna þeir að því að ganga end- anlega frá öllum aðalatriðum samninganna. Lýsti Figl yfir því, að aíloknum fjögra klukkustunda viðræðum, að hann væri mjög bjartsýnn á að mikill árangur næðist af þessum viðræðum. — I skýrslu íundarins var tekið í sama streng. Stjórn Austurríkis og Ráð- stjórnin hafa þegar komið sér saman um, hvernig samningun- um skuli háttað, á fundi þeirra Raabs og Molotovs í Moskvu á dögunum. Gangi fulltrúafundur- inn að óskum, má búast við því, að utanríkisráðherrar fjórveld- anna komi saman til fundar til að undirrita friðarsamningana fyrir miðjan maí. — Reuter-NTB. Guðrún Jónanon heiðruð FORSETI íslands sæmdi hinn 28. apríl 1955 ?.ð tillögu orðunefnd- ar frú Guðrúnu Jónasson, for- mann Kvennadeildar Slysavarna félags íslands, stórriddarakrossi fálkaorðunr.ar fyrir störf í þágu slysavarna (F.;étt frá orðuritara). Vongóður um framtíð listdansins á Islandi Norski balletmeistarinn. hverfur héða* Toresen, í DAG hverfur héðan heimleiðis norski balletmeistarinn Otto Toresen, sem tók við kennslu í listdansskóla Þjóðleikhússins eft- ir áramótin í vetur í stað Eriks Bidsted og konu hans, Lisu Kæregaard, sem þá urðu að hverfa til Danmerkur. Toresen er Norðmaður að ætt og uppruna, en hefur um langt skeið verið búsettur í Stokkhólmi þar sem hann hefur starfað við óperuna, sem konunglegur sóló- dansari. S. 1. 4 ár hefur hann verið þar balletmeistari við óper- una. NORÐURLANDAMEISTARI í LISTDANSHLAUPI Áður en Toresen fór til Stokk- hólms hafði hann lagt stund á listdanshlaup og orðið Norður- landameistari í þeirri grein. Þá iðkaði hann og skauta-listdans og setti t.d. upp sérstakan skauta- ballet á síðustu Olympíuleikum. Hann kvaðst hafa tekið með sér skautana hingað og hefði gjarn- an viljað hafa samvinnu við Skautafélag Reykjavíkur, en ekki varð þó af því. — Toresen hefur farið allvíða, hefur m. a. starfað sem listdansari í París, New York og í London, við Sadler-Wells óperuna. Loftleiðir bjóða „Jd eða nei“ til Kaupmannahabiar UTVARPSÞÁTTURINN „Já eða nei“ var tekinn upp í Hafnar- firði núna fyrir helgina og var auglýst að það yrði síðasti þátt- urinn að sinni, en nokkur breyting varð þar á. Sigurður Magnússon, fulltrúi Loftleiða, kvaddi sér hljóðs í lok þáttarins og tilkynnti, að Loftleiðir hefðu ákveðið að bjóða þættinum til Kaupmannahafn- ar, þar sem upptaka færi fram á fundi íslendingafélagsins. Þessu ágæta boði Loftleiða var tekið með miklum fögnuði og er nú ákveðið að Sveinn Ásgeirsson og rímsnillingarnir Helgi Sæ- mundsson, Guðmundur Sigurðs- son, Karl ísfeld og Steinn Stein- ar fari utan um miðjan maí. ís- lendingafélagið í Kaupmanna- höfn hefur þegar hafið undirbún- ing, en formaður þess, J. Söberg Petersen, er einnig fulltrúi Loft- leiða í Höfn. Er upptakan í Hafnarfirði fór fram, skýrði Sveinn Ásgeirsson frá því, að ákveðið hefði verið að gefa út vísur þær, sem orðið hafa til í þættinum og e. t. v. spurningarnar. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda, sem m. a. má sjá af því að honum hafa bor- izt um 800 bréf víðs vegar að. Otto Toresen. í stuttu viðtali við Mbl. í gær- dag lét Otto Toresen í Ijós mikla ánægju yfir dvölinni hér og starfi sínu við listdansskóla Þjóðleik- hússins. Kennslu er þar nú lokið í ár og stunduðu um 300 börn nám þar í vetur. Þá setti Toresen upp barna-ballettinn Dimma- limm, er sýningar voru hafnar á honum að nýju seinni hlutann í vetur. Þá hann einnig hafa byrjað á ?ð semja ballet við tón- list eftir Strauss, sem hann hefði hug á að færa upp hér með nem- endum listdansskólans. Jafnvel hefði honum dottið í hug „Svana- vatnið" „Það má gera mikið með þeim kröftum, sem hér eru fyrir hendi“, sagði hann. — íslenzku börnin eru ótrúlega duglegir og næmir nemendur og gefa fyrir- heit um glæsta framtíð listdans- ins á íslandi. — Og íslendingar, sem fólk, eru ekki síður, svo traustir og vingjarnlegir og að- dáunarverðir fyrir margt. Ég hef unað mér hér með ágætum og þykir vænt um allt og alla, sem ég hef kynnzt, já, jafnvel stræt- isvagnana, sem hafa flutt mig á milli Grenimels og Lækjartorgs! Framh. á bls. 12 Átján Sandgerðisbátar iifa landað fiski fyrir 12 millj. Sandgerði, 2. maí. HÉR er vertíðin enn í full- um gangi og hefur aflinn verið ágætur undanfarnar tvær vikur. Afkoma þeirra sjómanns sem hér hafa verið á vertíð í vetur, mun vera nærri því einsdæmi að því að Héðan róa 18 bátar og nemur verðmæti afla þeirra alls um 12.000.060.00 kr. miðað við verð upp úr bátunum. Hvílíka umsetningu hér er um að ræða í þessu litla sjávarplássi, má af þessum tölum marka. Hér eru íbúarnir 600—700 og JHottptttMssfóð vantar sendil í ritstjórnarskrifstofur strax. — Vinnutími kl. 6—11 á kvöldin, Þeir sem hafa hug á þessu, komi til viðtals í dag kl. 2—5. MORGUNBLAÐIÐ vinna flestir að framleiðslu- störfum. AFLINN SÍÐUSTU VIKUR Síðasta hálfan mánuð hafa gæftir verið hér svo góðar, að bátarnir hafa róið upp á hvern dag. Hafa bátarnir alls landað á þessu tímabili rúmlega 1600 lest- um. Hæstur afli í róðri var rúm- ar 13 lestir hjá Muninn II. og Hrönn, sem var um 100 kg lægri. En þessi bátur var með mestan afla eftir tvær síðustu vikur aprílmánaíar, 139 lestir. HÆSTU BÁTAR Hæsti báturinn hér i Sandgerði á vertíðinni er Víðir með 843 lestir í 93 róðrum og er meðal- aflinn 9 lestir. — Um þetta leyti vertíðar í f v'rra var báturinn með 675 lestir í 65 róðrum, eða með 10,6 lesta meðalafla. Annar hæsti bátur er Muninn II. með 827 lest- ir í 92 róðrum, eða með 9 lesta meðalafla. Hann var með 637 lestir í 67 róðrum í fyrra og hálfu tonni meiri meðalafla. Pétup Jónsson er með 805 lestir á mótl 667 lestum í fyrra og Mummi með 794 lestir á móti 741 lest j fyrra. u 10.000 TONN OG SLÆM IIAFNARSKILYRÐl Nú er heildaraflinn hjá bátun- um kominn upp í 10,406 lestir i alls 1143 róðrum, á móti 6961 lest í 845 róðrum í fyrra. — Nú er meðalailinn talinn vera 7,2 lestir á móci 8,2 í fvrra. Sem fyrr segir, eru aflaverðmætin nú 12 mill. kr. virði upp úr sjó, en voru á sama tíma í fyrra 8 millj. kr. Oft hefur verið á það minnst, hve hafnarskilyrðin hér séu slæm. Vegna þess hve illa stóð á sjávarföllurn í gær, þá komust bátarnir héðan ekki í róður á réttum tima. — Það er krafa sjómanna, úr öllum verstöðvum landsins, að hið háa Alþingi sjái sér nú fært að veita fé til hafn- arbóta hér, svo við verði unað. —Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.