Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. maí 1955 MORGUNBLABE® 9 StöBugt verðlag skiptir launfyega mestu máli IKVÖÞDDAGSKRÁ útvarps ins 1. maí, flutti prófessor Óíafur Björrisson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, athyglisverða ræðu um kaupgjalds- og kjaramál- in. — Fer ræða hans hér á eftir. ÞEGAR við að þessu sinni höld- um hátíðlegan hinn alþjóðlega hátíðadag launþegasamtakanna hér á íslandi, hvíla yfir þeim há- tíðahöldum skuggar og alvara. ■— Nýlokið er hinu lengsta og strang asta verkfalli, sem nokkru sinni hefur verið háð í sögu verka- lýðshreyfingarinnar hér á iandi. Lausn verkfallsins varð sú, að samið var um nokkrar kaup- hækkanir til handa þeim, sem verkfallið háðu. Hefðu þær kaup- hækkanir vissulega verið veru- legar kjarabætur launþegunum til handa, cf þær hefðu náðst án verkfalls og án þess að leitt hefði til verðhækkana á vörum og þjónustu, er launþegarair þurfa að kaupa. Hvorugu hessu er því miður að heilsa, sem allir vita, og ríkir því um það mikil óvissa hvort hægt er að telja það, sem áunnist hefir sigui í baráttunni fyrir bættum kjörum launþegunum til handa. Skal það þó ekki gert að frekara umræðuefni hér, en hvaða hugmyndir, sem menn annars hafa um það og hvaða skoðanir sem menn annars kunna að hafa á því, með hverju móti hagur launafólks verði bezt tryggður, þá munu allir vera sammála um það, að nauðsyn beri til þess að fyrirbyggja það, að slíkir atburðir, sem gerst hafa, hér undanfarnar vikur, endurtaki sig. Kosrnaðurinn, sem kjara- baráttan hefir í för með sér má ekki verða svo mikill, að með því sé fyrirfram gerður að litlu eða engu sá árangur sem næst. Um leiðir þær. sem færar séu í því efni greinir menn hinsvegar á, og er margt, sem þann ágreining varðar nátengt hinum viðkvæm- ustu deilumálum þjóðfélagsins, sem mér finnst ekki viðeigandi að rædd séu á þessum vettvangi. LAUNA- OG KJARAMALIN VERÐA EKKI LEYST MF.Ð SLAGORÐUM Þeim, sem krafizt verður af, að hafi einhverja þekkingu á lög- málum efnahagslífsins, er þó Ijóst,, að launa- og kjaramálin, þessi mikilvægu þjóðfélagsvanda mál, eru tiókin og margt er þar öðru vísi en virðast kann, ef byggt er einvörðungu á daglegri reynslu og yfirborðslegri athug- un. Þessi vandamál verða ekki leyst með einum saman slagorð-' um. Ég hefi einhvern tímann heyrt sagt að lýðskrumarar fái hvergi slíkan hljómgrunn mál- flutningi sínum sem innan laun- 1 þegasamtaKanna, ummæli, sem vissulega eru samtökunum og okkur, sem um lengri eða skemmri tíma höfum gegnt þar trúnaðarstórfum, lítt lofsamleg.' Og felist : þessu einhver sann- i leikskjarni, þá er það víst, að ástæðan er ekki sú, að launþeg-) um almennt séu kjaramálin ekki alvörumál, þannig að þeir óski ekki fyrst og fremst eftir raun- hæfum úrræðum þeim til lausn- ar. En til þess að hægt sé að ræða þessi mál og leita úrlausn- ar þeirra á málefnalegum og friðsamlegum grundvelli þarf tveim skilyrðum að vera full- nægt. Hið lyrra er það, að þeir, sem um þessi mál fjalla af hálfu launþegasamtakanna annars veg- ar, en atvmnurekenda og ríkis- valds hinj vegar, hafi í senn til að bera nauðsynlega þekkingu þeirra grundvallarlögmála og staðreyna, sem hér skipta máli og vilja til þess að beita þeirri þekkingu, en í öðru lagi þurfa að vera fyrir hendi þær upplýsingar, er xnáli skipta, verðandi lausn F^r&ast verður verðhólguþróun — Launa- og kjaramálin verða ekki leyst meó slagorbum LtvGrpsTœða p~cf. Ólafs Björnssonar formanns BSRB 1. maí Próf. Ólafur Björnsson. þeirra ágreiningsmála er á döf- inni eru hverju sinni. UPPLÝSINGAR, ER BYGGJA MÁ Á RAUNHÆFA ÚRLAUSN, NAUÐSYNLEGAR Ég mun hér ekki gera það að umræðuefni að hve miklu leyti fyrra skilyrðinu, nægri þekkingu og góðum vilja, þeirra er um mál- in fjalla, er og hefur verið full- nægt. Ég vil aðeins á það benda, að enda þótt svo væri að þetta væri fyrir hendi, þá mundi slíkt ekki vera næg trygging þess, að hin ákjósanlegasta lausn deilumál anna fengizt hverju sinni, ef seinna skilyrðinu, nefnilega því, að þær upplýsingar séu fáanleg- ar, sem fyrir hendi þurfa að vera til þess að byggja á raunhæfa úrlausn, er ekki fullnægt. En þessu atriði hefur að mínu áliti verið mjög ábótavant i okk- ar þjóðfél .gi að undanförnu, og að því leyti, sem um er að ræða tilraunir þvi til úrbóta, þá er jafn an fyrst hafizt um þær handa, er málin eru komin á það stig, að rólegar og málefnalegar rök- semdafærslur fá ekki nema að takmörkuðu leyti hljómgrunn, en hér er við það átt, að upplýs- ingunum er að jafnaði þá fyrst byrjað að safna, þegar verkalýðs- félögin hafa boðað uppsögn samn inga og jafnvel verkföll að und- angengnum meiri eða minni æs- ingum. NEFND AFLI UPPLÝSINGA UM AFKOMU ATVINNUVEGANNA Sú hugmynd kom fram, er verk fall það, “em nú er nýlokið var vfirvofand: að atvinnurekendur og verkalýðsfélögin tilnefndu fulltrúa i í-ameiginlega nefnd til þess að afia upplýsinga um af- komu atvinnuveganna og hag al- mennings, þannig að leita megi rökstudds álits nefndarinnar, þegar ágreiningur verður um kaup og Viör. eða ætla má, að til slíks ágreinings komi. Hefir Alþingi nylega gert þingsályktun þess efnis, að hugmynd þessari skuii kom;ð í framkvæmd, og mun því bafa verið vel tekið af báðum aðilum. Hugmynd þessi og ákvörðun um framkvæmd hennar er vissu lega góðra gjalda vert. En ég get ekki látið hjá líða að minna á það, að hér er ekki um nýja hugmynd að ræða. Fyrri hluta ársins 1951 var eins og flestum er í ferskii minni mikill órói á vinnumarkaðinum, og var háð víðtækt verkfall í maímánuði það 1 ár, þótt það verkfall stæði stutt. Svipuð hugmynd kom fram um það leyti og var komið á fót samstarfsnefnd Alþýðusambands ins og Vinnuveitendasambands- ins, og mun hún hafa átt svip- uðu hlutverki að gegna og nefnd sú, er nú hefur verið ákveðið að stofna, þó mun hlutverk gömlu nefndarinnar hafa verið eitthvað þrengra. | Samkvæmt upplýsingum, er ég hefi fengið og tel áreiðanlegar, mun nefnd þessi hafa haldið einn fund, en sofnað að því búnu svefninum langa. Þegar vinnu- deilunum var lokið dofnaði áhug inn fyrir ráðstöfunum til þess að varðveita vinnufriðinn og fyrir- byggja v nnudeilur, og hann vaknaði ekki aftur fyrr en búið var að boða til allsherjarverkfalls að nýju, en það var sem kunn- ugt er í desember 1952. Þá var að nýju haíizt handa um margs- konar útreikninga og gagnráð- stöfun, en verða mætti vinnudeil- unni til lausnar, en auðvitað var það of seint til þess að verk- fallinu og pví mikla tjóni, sem bað olli yrði afstýrt. Meðan á vinnudeilunni stóð og fyrst eftir hana, var mikið um það rætt, hversu mætti koma í veg fyrir það, að slíkt endurtæki sig aftur, en brátt f ögnuðu þær raddir, þannig, að ekki var á málið minnst næstu tvö árin, eða þang- að til verkalýðsfélögin höfðu að nýju ákveðjg að leggja til verk- fallsbaráttu nú á þessum vetri. ENDURTEKIN SAGA . .. Ég er ekki að rekja þessa sögu hér í því skyni að gera lítið úr þeirri hugmynd að stofna til sam- starfs heildarsamtaka verkalýðs- ins og atvinnurekenda á þann hátt, sem getið hefir verið. Þvert á móti má telja það skilyrði þess, að góðs árangurs sé af þessu að vænta, að það sama sé ekki látið endurtaka sig, eins og sífellt að undanförnu að allar málefna- legar umræður um launa- og kjaramál, og söfnun gagna er greitt gætu fyrir skynsamlegri lausn þeirra sé látið liggja í lág- inni nema þegar svo er komið að búið er að stofna til stórfelldra vinnudeilna og boða verkföll, en þegar það andrúmsloft ríkir, sem þá hefir skapazt, er almenningur eðlilega langtum ónæmari en ella fyrir skynsamlegri röksemda- færslu í þessum málum. En við skulum nú vona hið bezta í því efni, að sú saga sem hér hefir verið rakin, endurtaki sig ekki einu sinni enn, það myndi verða þjóðfélaginu dýrt. LAUNÞEGAR ÞURFA AÐ GETA TREYST VÍSITÖLUNNI Eg ætla þá að verja þeim mín- útum, sem ég á eftir til þess að drepa á nokkrar þær upplýsing- ar, sem nauðsynlegt er að séu fyrir hendi, ef grundvöllur á að j vera fyrir málefnalegum umræð- um um launamál, þannig að um- mæli þau, sem ég áðan gat um þess efnis að lýðskrumið réði ríkjum innan launþegasamtak- anna eiga ekki að verða sann- mæli. í fyrsta lagi þurfa launamenn að geta treyst vísitölunni, sem er eini mælikvarðinn, sem til er á þær breytingar, sem verða á framfærslukostnaðinum. En eins og nú standa sakir fer því mjög fjærri að svo sé, og það síður en svo að ástæðulausu. Stafar þetta bæði af því, að grundvöllur vísi- tölunnar er frá því fyrir stríð og því mjög úreltur sökum breyttra neyzluvenja, svo og af hinu, að mjög valt mun vera að treysta ýmsum þeim upplýsingum um verðlag, sem vísitöluútreikning- urinn er byggður á, og hefi ég þar einkum í huga þann stóra lið í framfærslukostnaðinum, sem húsaleigan er fyrir allan þorra fólksins. Afleiðing þess, að launamenn treysta þannig ekki vísitölunni verður sú, að þeir trúa mjög auð- veldlega fullyrðingum um aukn- ingu dýrtíðar og skertan kaup- mátt launa, hvort sem þær full- yrðingar eiga við rök að styðjast eða ekki. AFKOMA ATVINNUVEGANNA Annað atriði, sem máh skiptir í þessu sambandi er afkoma at- vinnuveganna. Öllum þorra launamanna er það án efa ljóst, að hækkanir kaupgjalds, sem eru meiri en svo, að þær verði bornar af atvinnurekstrinum öðru vísi en með því að velta þeim yfir á almenning með hækk uðu vöruverði, bæta ekki kjör þeirra. En óvéfengjanlegar upp- lýsingar um það, hvernig af- koma hinna ýmsu atvinnugreina er, eru vægast sagt af mjög skornum skammti, og meðan svo er, verður launamönnum ekki láð það, þótt þeir vantreysti almennum fullyrðingum atvinnu- rekenda um það, að þeir geti ekki borgað hærra kaup. Úr þessu þarf að bæta, ef von á að vera til þess, aö launadeilur sé hægt að leysa á skynsamlegum grund- veili. SAMBANDIÐ MILLI KAUP- GJALDS OG VERÐLAGS Þá má nefna enn eitt atriði, sem jafnan ber miög á góma í sambandi við kaupdeilur, en það er sambandið milli kaupgjalds og Verðlags. Stendur hér að jafn- aði hver staðhæbngin gegn anp- arri. annars vegar sú, að kaup- gjaldið hafi engin áhrif á verð- lagið, þannig að Iaunadeilur snúizt raunverulega um það hvernig tekjuskiptingin eigi að vera milli atvinnurekenda og launbega, hins vegar sú. að kaup- gjald og verðlag brevtizt ávallt í . sömu hlutföllum, þannig að kaupi?jaldsbreytingar hafi að- eins áhrif á verðlagið, hins vegar ekki á tekiuskiptinguna. Þótt ekki verði að vísu sýnt nákvæmlega fram á það með út- reikningum. h"ersu miklar verð- hækkanir tilteknar kauphækkan- ir muni hafa í för með sér, væri hó hæet að safna margvísleeum eögnum og gera um bað útreikn- inea. hverjir hafi hér á réttarg að standa. Það pr t d. hægt að r«=ikna út hlutdeiM vinnunnar í bamleíðsiukostnaði vmissa vara og bíónustu oe byggja á bví nið- urstöður er ætla má. að séu nærri ’aei um áhrif kaupgjaldsbreyt- inga á verðlagið. vn"ö*>TTOT VFKhlAG SKTT»T'U MESTTT MÁTJ Hér hehir verið getið nokkurra hejrra a+riða. e” ég tel mestu varða. að unnlúc-íngar séu fvrir hendi um. ef finna á skynsam- leyg lansn vinnudeilna, en nú sk"T látið staðar numið. Frá haasmunasiónarmiði okk- ar enirKoj.ra starfsmanna skiptir bað öPu öð"u mei’-a Tvláli, að iipT’iTTafí J TorfTjnu sé S + Öðuet. Qg ferð°ð 1'VT.ði Tio"ðVól ejjijróun h.i’ert VieiriuT. cú Viró’m á sér stað vem VaT.r,r,Tfuir.o qc ve rð'rrfc; rða ncfl öð”U mófi. Og r r* V"TT f'-)1i'íS oÓtoI púq pqfppQ^ fi1 rfo>’o GlÍv^'Yiíff lYíaqcj POál að umtalsefni við þetta tækifærí. Skolæfinsar SKOTÆFÍNGAR varnarliðsins ,x landi Voga á Reykjanesi eru nú að hefjast Munu þær standa næstu sex vikur. Þá verður gert hlé á æfing- unum þar til 1. ágúst, að þær hefjast að nýju og standa til 15. september (Frá utanríkisráðunej’tinu). ,JóIaannir“ í maí Frá því verkfallið leystist hafa verið „jólaannir" í Pósthúsinu. Þar hafa póstmenn unnið langt fram á kvöld til þess að koma póstinum til skila. Önnur myndin er tekin af póstmanni að lesa sundur bréfa- póst í póstboxunum, en hin af póstmanni þar sem hann er við háau bunka af Kaupmannahafnar-dagblöðum. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.