Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUnBLAm& Þriðjudagur 3. maí 1955 2 piHar valdir að eldsvoðanum í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Nú er upp- lýst hverjir voru valdir að elds- vioðanum í geymsluskúr Frið- finns Stefánssonar, fyrir helgina, en þar brann m. a. jeppi, drátt- arvél og sláttuvél. Það voru tveir piltar um tvítugt, sem voru að næla sér í benzín. Voru þeir þarna að verki skömmu eftir mið- nætti og kveiktu á eldspýtum, en fóru heldur ógætilega, þannig að eldur kviknaði. Mun þeim hafa gengið heldur greiðlega að slökkva þann eld, en þegar því verki var að verða lokið, snart annar pilturinn brúsa, sem stóð á gólfinu og þeir höfðu sett benzín á. Rann benzínið þá út um gólfið og í eldglæðurnar. Myndaðist þegar mikið eld- haf, en piltarnir forðuðu sér sem mest þeir máttu út úr skúrnum. Forvitni piltanna kom upp um þá. Þeir voru að kynna sér verks- ummerki á staðnum, þegar mann bar þar að sem þótti þeir heldur grunsamlegir. Grunur mannsins minnkaði ekki heldur við það, þegar þeir tóku til fótanna, og hlupu allt hvað af tók frá bruna- rústunum. Tilkynnti maðurinn lögreglunni frá þessu undarlega háttalagi piltanna. Voru þeir handteknir og játuðu þegar á sig brotið. —G. E. — Listdans Framh. af bls. 2 ÞAKKIR OG KVEÐJUR Balletmeistarinn bað að lokum fyrir sérstakar kveðjur og þakk- læti til þjóðleikhússtjóra, Guð- laugs Rósinkranz fyrir skilning hans og vinsemd í samstarfinu við listdansskólann, sömuleiðis til frú Emelíu Borg, sem sá um undirieik á æfingum og var um leið túlkur við kennsluna, og til Ragnars Björhssonar tónlistar- manns. „Ég hef með mér elskulegan minjagrip frá íslandi," sagði Otto Toresen að lokum: „Fallega bók um ísland, sem nemendur mínir færðu mér að skilnaði, með nöfn- um þeirra rituðum á titilsíðu. — Það var kærkomin gjöf, þegin af hræðrum og þakklátum hug.“ Kaffi Nýbrennt og malað, í loft- þéttum sellophanumbúðum. Verzl. Halla Þórarins Vesturg. 17. Hverfisg. 39. 3447 — sími 2031. BEZT AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐUSU HÓTEL BORG Matsvein vantar Þeir, sem vildu sinna þessu, tali við yfirmatreiðslu- manninn, Friðrik Gíslason. Haffræðingafélag fslands heldur fræðslu- og skemmtifund í Naustinu, í salnum uppi, miðvikudaginn 4. maí kl. 8,30 e. h. Jakob Gíslason flytur erindi um hagnýtíngu vatnsafls á íslandi og Skúli Ágústsson sér um spurningaþátt. STJÓRNIN Verzlunarstörf Tvær stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í matvörubúð. Einnig óskast tveir piltar. — Æskilegt væri, að annar gætl tekið að sér verzlunarstjórn. Hinn þyrfti helzt að vera vanur kjötbúðarstörfum. — Tilboð, er greini aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Verzlunarstörf —317“. Opið í kvöld frá klukkan 9—11,30. Sjálfstæðishúsið. Gömlu dansamír í kvöld kl. 9 BINGO Glæsilegir vinningar. Hljómsveit Svavars Gests leikur. | l l | I * Miðasala klukkan 8. F^Q=<C=^Q=<6=^Q==<G='Q=^cF^Q=<C^Q=^6:=*Q=<C^Q=<<í='<i=<6:='Q-=<C=><Q=<ö:=“CQ=<íi GLÆSILEGASTA KVÖLDSKEMMTUN ÁRSINS REVÍ U-KABARETT ISLEIMZKRA TOIMA (Á vœngjum söngsins um víða veröld) Vegna þess, hve margir urðu frá að hverfa 1. maí, verður Revíukabarettinn sýndur í 9. sinn í Austurbæj- arbíói í kvöld klukkan 11,30. — Kynntir verða 4 nýir dægurlagasöngvarar: Sigurður Karlsson, Hallbjörn Hjartar. Þórunn Éálsdóttir, Ásta Einarsdóttir. Ennfremur syngja hinar vinsælu Tónasystur. Jakob Hafstein og Agúst Bjarnason syngja gluntana. Sigurður Ólafsson syngur 2 ný lög eftir Jónatan Ólafs- son. — Soffía Karlsdóttir syngur nýjar gamanvísur. — Inigbjörg Þorbergs syngur nýtt lag eftir Óðinn Geirdal. Notið þetta einstæða tækifæri, þar sem revíukabarettinn WM er á förum úr bænum. — Aðgöngumiðar í DRANGEY Laugavegi 58 og TÓNUM Kolasundi Vörður — Hvöt — Heimdallur — Óðinn Spiíakvöld og Vorfagnaður halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík í Sjálfstæðishúsinu og að Hótel Borg miðvikud. 4. maí kl. 8,30 stundvíslega 1. Félagsvist 4. Gamanþáttur 2. Ávarp: Sigurður Bjarnason alþm. og 5. Happdrætti Friðleifur Friðriksson, bifreiðastj. 6. Einsöngur: Guðm. Jónsson óperusöngvari 3. Afhending verðlauna 7. Dans til kl. 1 Húsið opnað klukkan 8 Húsinu lokað klukkan 8,30 Ath.: Sætamiðar verða afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins eftir klukkan 5 í dag. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm Ieyfir. — Mætið stundvíslega SÍDÁSTA SPILAKVÖLDIÐ Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.