Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVHBLAÐIB Þriðjudagur 3. maí 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR /. B. PRIESTLEY Kr FramKaldssagan 26 Henni varð svo hverft við við hvellinn, að hún varð hálfrugluð og hallaði sér að hurðinni til síuðnings. Það var eins og hún heíði íengið högg. Vindkviða hefði ekki getað lokað hurðinni; einhver inni hafði lokað henni; og hún var lokuð úti. Nú var enn dimmara en áður og nú heyrðist ekki annað en hávaðinn í regn- inu og það var óhugnanlegur og einkennilega einmanalegur há- vaði. Hvers vegna kom hann ekki með fleyginn? Hvers vegna mundi ekki einhver eftir, að þau voru úti og opnaði hurðina? Það hafði aðeins verið tilviljun, að hún hafði lokast. Hún ætlaði að herja að dyrum, og láta þau vita, að hún var þarna úti. En jafnvel þótt hún væri ákveðin að berja að dyrum, virtust hendur henn- ar ekki vilja hlýða henni strax og hún hikaði dálitla stund með aðra höndina á hurðarhúninum, en hina reidda til höggs. Hún varð óþolinmóð við sjálfa sig. Hvað var að? Þetta mundi allt komast í lag við eitt eða tvö högg. En samt sem áður, þegar hún að lokum barði að dyrum var það heidur hikandi og aumingjalegt högg. Hún beið augnablik og barði síðan aftur, og í þetta sinn ákveðnara. Ekkert skeði. Hin þunga hurð leit. út fyrir að hafa lokast fyrir fullt og allt. Hávaðinn af regn- inu virtist alltaf hækka og myrkrið luktist enn þéttar um liana. Hvað hafði komið fyrir inni i húsinu? Hvað hafði orðið af Penderel? Hún gat ekki beðið lengur eftir honum, a!it hafði orðið eitthvað svo undarlegt í kringum hana. Ef hún stæði leng- ur fyrir framan dyrnar, mundi hún fara að æpa og öskra og beria með báðura hnefum á hurðina. Hann vissi ekkert um, hvað var að ske off hann var að- eins rétt við hornið. Það var léttir að gera eitthvað, jafnvel þótt það væri að ösla úti í regninu og storminum og nátt- myrkrinu. Hún fór fyrir hornið, þar sem ljósið frá vasaljósinu hafði horfið, en þar var ekkert vagnskýli. En á vinstri hönd var Ijós og hún flýtti sér þangað og hélt nú, að þar' fyndi hún Pend- erel. En nei, það var aðeins húsið sjálft. Ljósið kom frá glugga, þar sem engin gluggatjöld voru fyrir á neðstu hæð hússins. Hún kom nær og sá nú að ljósið kom frá kerti og einhver sat hiá því. Gat það verið Penderel? Nei, það var ekki hann. Hún kom nú að glugg- anum með mikilli varkárni og gægðist inn. Þar var kerti á auðu borði og fram á það lá maður með koníaks flösku fyrir framan sig og glas. Það var hinn irsastóri, mállausi maður, sem hún hafði fyrst séð, þegar hún hafði komíð ipn í hús- ið, maðurinn, sem þau sögðu að væri að drekka, það var Morgan. Hún sá hann ekki mjög greini- lega, því að regnið strevmdi nið- ur rúðurnar, en hún sá, að höf- uðið vaggaði til og frá og hann lagði annan hramminn á borðið til að styðja sig. Hann leit út fvrir, að vera orðinn mjöe drukk- inn, og hann gæti orðið mjög liættulegur, ef hann sofr.aði ekki von bráðar. Hún hafði séð slíka menn áður, — venjulega með tvo eða þrjá lögregluþjóna hangandi á sér, áður en hægt var að ráða við þá — og það var augljóst að liann var af slíku taginu og einnig geysilegt ruddamenni. — Hann mundi eflaust þurfa fjóra , lögregluþjóna, ef hann yrði vit- laus. Fólkið ætti að læsa hann inni í hc- berginu, en það virtist vera eldhúsið. Það gat vel verið að það væri búið að því. Nú sá hún hann lyfta höfðinu og hún | varð máttlaus af ótta, þegar hún ■ sá, að hann leit í áttina til glugg- i ans. En hún taldi sér trú um, að : hann gæti ekki séð hana og hún | var kyrr, þar sem hún var og , horfði á hann eins og dáleidd. . Nú hafði hann komið sér á fæt- * ur og leit í kringum sig. Hann gekk áfram nokkur skref, en stanzaði síðan, riðaði lítilsháttar og virtist vera að mulda eitthvað við sjálfan sig. Það var augljóst að hann var ekki enn kominn á það stig, að hann gæti ekki geng- ið, eins og hún hafði þó haldið, því að nú gekk hann stvrkari áfram, cn hann var drukkinn, hættulega drukkinn, reiðubúinn til að gera einhvern miska eða jafnvel eitthvað enn verra. ' Hún sneri sér við og gekk fyrir næsta horn. Hvar gat Penderel verið? Nú var hún alveg rugluð í myrkrinu, en allt í einu heyrði hún einhvern hávaða. Það hljóm- aði eins og að hestur væri að brölta í hesthúsinu. Hún flýtti sér í áttina til hljóðsins og stund- arkorni síðar sá hún slamna í ljósið frá vasaljósinu. Hún hafði fundið hann. ,.Ert það þú?“ kallaði hún hik- andi. „Já!„ hevrðist í honum og hún flýtt sér áfram. ,,Ég var rétt að koma aftur“, hélt hann áfram. „Fyrirgefðu, hvað ég er búinn að vera lenei, en fyrst gat ég ekki fundið bifreiðina og bví næst gat ég ekki fund.ið fleveinn. Ég leit- aði alls staðar í aftursætinu og að lokum mundi ég eftir. að ég hafði gefið Waverton úr honum, en hann hafði lagt hann frá sér og glevmt honum, og þá fann ég hann í framsætinu. Fvrirgefðu, hvað ég hef látið þig bíða“. ! Hún hlustaði varla á hann. — Þau voru í einhvers konar skýli og hún stóð við hliðina á honum og hallaði sér að honum. Hún var alveg máttlaus núna. „Augna- blik“, sagði hún og saup hveljur og rétti síðan úr sér. Hann lagði höndina á hand- legg hennar og lýsti skýlið upp með vasaljósinu með hinni hend- inni. „En hvað er að?“ Hún beið stundarkorn. Það virtist ekkert vera að núna. — Hann mundi halda, að eitthvað væri að henni. „Það er eiginlega ekkert að“, sagði hún. „En þetta er allt svo undarlegt. Meðan ég stóð í dyrunum og beið eftir þér, slokknuðu ljósin allt í einu í hús- inu“. „Það er ekkert“, greip hann fram í fyrir henni. „Þau hafa blaktað síðan við komum. Ég hef alltaf verið að búast við, að þau slokknuðu". j „Jæja, herra alvitur. Ég hef einnig verið að búast við því. En það er meira en þetta. Skömmu eftir að ljósin slokknuðu, var hurðinrSrskellt á nefið á mér. Ég var lokuð úti“. „Það er sannarlega einkenni- legt“, sagið hann. „Ef til vill hefur það verið vindurinn... . “ „Nei, það var ekki vindurinn. Ég barði að dyrum, en enginn anzaði. Ég varð leið á að bíða þarna og lagði af stað til að finna þig og á leiðinni sá ég Morgan inni í eldhúsinu blindfullan. — Hamingjan góða. Mig langar til að setjast niður“. „Auðvitað viltu það“, hrópaði hann, „og þú vilt líka eitthvað að drekka. Jæja, hvort viltu það inni eða úti? “ „Hvað áttu við? Ef það er drykkurinn, þá vil ég hann inn í mig“. Hann stjakaði við henni og lýsti fram fyrir þau. Þarna var bifreiðin, sem hafði verið sett inn í skýlið. „Við getum farið inn í hana og spjallað saman yfir whiskyinu. Bíddu augnablik“, bætti hann við og gekk fram. „Ég ætla að kveikja á ljósunum, VILLIftfAÐURIIMN i 4. „Þú mátt ekki fara, þú mátt ekki fara, því að ef þú ferð, verð ég flengdur,“ kallaði drengurinn, sem var orðinn dauðhræddur. Maðurinn sneri þá við, lyfti drengnum upp á herðar sér og flýtti sér síðan til skógar. Þegar kóngurinn kom heim og sá, að búrið var tómt, spurði hann drottninguna, hvernig á því stæði. Hún vissi það ekki, en lykillinn var horfinn. Og þegar hún fór að svipast um eftir syni sínum, var hann líka horfinn og hvergi að finna. Kóngurinn sendi þá menn sína í allar áttir að leita að drengnum, en hann fannst ekki. Gátu menn nú getið sér til, hvernig í þessu lá, og varð mikill harmur í höllinni yfir j hvarfi hins unga og efnilega pilts. Þegar villimaðurinn kom út í skóginn, lét hann drenginn niður á jörðina og sagði við hann: „Foreldra þína muntu ekki sjá framar. En þú hefir nú bjargað mér og fyrir það er ég þér þakklátur. Skaltu fá að vera hjá mér, og skal ég sjá um að þér líði'vel, það er að i segja ef þú verður mér hlýðinn. Ég á nefnilega meira afi gulli og dýrgripum en nokkur maður annar í heiminum.“ ! Síðan bjó hann um drenginn í mosafleti, og sofnaði dreng- urinn brátt. Morguninn eftir vakti villimaðurinn hann og fór með hann að gylltum brunni og mælti: I „Líttu á, hversu vatnið er hreint og tært í þessum brunni, | það er alveg eins og kristall. Hér átt þú nú að standa á verði og gæta þess vandlega að ekkert falli ofan í brunninn, sem ’ geti óhreinkað hann. Ég kem hingað á hverju kvöldi til þess að líta eftir því hvort þú rækir þetta starf dyggilega." Ef þér aðeir.s hugsið limþað, þá er það yður í hag að kaupa hláu Gillette blöðin í handhægu málm- hylkjunon. Og þrátt fyrir þi ssar hentugu umbúðir hækka Möðin ekkert í vcrði. BLUE Gillette BLADES Þessir eru kostirnir: Bláu Gillette Blöðin með heimsins beittustu egg, eru tilbúin til rakstursins, án pappírsum- búða, án fyrirhafnar. Blöðin eru olíuvarin og halda því fullkomlega bitinu. Á málm- hylkjunum er hólf fyrir notuð blöð. Þessar umbúðir hækka ekki verð blaðanna. 10 Blá Gilette Blöð í málm- hylkjum Kr. 13,25. Bláu Gillette blöðin Þér eigið oð frákka v/ð jbvottinn í húð heilbrigðs æskufólks er efni, sem nefnt er Lecithin. Færir það hörundinu feg urð og mýkt. Þetta efni er líka í 'Leciton- sápunni. Hún freyðir vel, og er froðan létt og geðfeld og ilmur hennar þægilegur. — Leciton-sápan er hvort tveggja í senn sápa og smyrsl, sem hjálpar hörundinu til að halda svip æsku og fegurðar. Heildsölubirgðir: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN IXÍýlenduvöruverzluti Til sölu nýlenduvöruverzlun á góðum stað við mið- bæinn. — Tilboð, er greini útborgun, leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Nýlenduvöruverzlun —303“. JUUULJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.