Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 1
ititM& 16 síður 43 árgangur 99. tbl. — Miðvikudagur 4. maí 1955 Frentsmiðja Morgunblaðsins GONG I FYRIR GRÆNLANDSÍS JÁRNBRAUTIR Halvorsen til Islands? Samningar halda áíram REUTERSFREGN í gærkvöldi hermdi að Halvorsen hinn færeyski myndi fijótlega leggja af stað frá Klakksvík áleiðis til íslands. Fregnin kemur frá Klakksvík, en samkvæmt henni á Halvorsen að hafa fengið hjá færeyskum gjaldeyrisyfirvöldum íslenzkan og brezkan gjaldeyri, samtals nokkrar þúsundir. Fregnin frá Klakksvík segir að Halvor.íen eigi að dvelja fjar- vistum fri Færeyjum í þrjá mánuði, en þá muni hann koma aftur og taka upp sín fyrri störf. En á meðan hann er fjarverandi verður læknisstaðan auglýst til umsóknar. Klakksvíkingar segja að það sé skilyrði fyrir samkomu laginu að Halvorsen verði veitt staðan eftir að búið er að aug- lýsa hana. Viggo Kampmann fjármálaráð herra Dana. er lagður af stað frá Kaupmannahöfn um London og Glasgow til Færeyja. Frá Glas- gow fer hann með dönsku her- skipi til Þórshafnar. Hann rat ráðuneytisfund í Kaupmannahöfn í gær og fer til Færeyja „til frekari samninga" þar. FYRIR/ETLANIR BANDARÍKJAHERS Washington, þriðjudagskvöld. yARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Washington hefur gert » Uppdrætti að fjölda gangna gegnum ísinn í Norður- Grænlandi. í göngum þessum verður komið fyrir rafmagns- járnbrautum og verður á þenna hátt hægt að greiða fyrir samgöngum á milli hinna ýmsu herstöðva Bandaríkjamanna í Norður-Grænlandi. í tilkynningu, sem varnarmálaráðuneytið birti í dag segir, að 180 verkfræðingar úr hernum og sextíu vísindamenn séu lagðir af stað til Grænlands til þess að gera þar rannsóknir í sambandi við hin væntanlegu göng. Tilraunirnar verða gerðar austan við herstöðina í Thule og eiga þær að hefjast í sumar, samkvæmt samkomulagi, sem gert hefur verið við dönsku stjórnina. «^ Fjölbreyft trjáfræ Sla! kméÆ þúsund ráira — með lefkfa vopni GAUTABORG, 3. maí — 30 ára gamall Óslóbúi, Einar Klokseth, var handtekinn á járnbrautar- stöðinni í Arvika í morgun og hafði hann þá í höndum hand- tösku, sem hafði inni að halda 80 þús. sænskar krónur. Einar játaði, að hafa með leikfangs- byssu í annari hendi og leikfangs sprengju í hinni, neytt aðalgjald- kerann í útibúi Skandinavíska bankans í Gautaborg til þess að afhenda sér eitt hundrað þúsund sænskar krónur. Tuttugu þús- undum tapaði Klokseth er hann hljóp á reiðhjól, sem hann hafði geymt við bankann. Sænsku lögreglunni varð fljótt Ijóst af lýsingu, sem gefin var af manninum, að hér var um Ein- ar Klokseth að ræða. Sá hinn sami hafði hinn 26. apríl stolið bíl í Gautaborg og selt bílinn síðar í Stokkhólmi. Eftir ránið í Gautaborg hélt Klokseth til Trollbattan og var þar í nótt og fór þaðan áfram til Arvika í morgun. Þaðan ætlaði hann til Óslóar. Lögreglan fékk vitneskju um ferðir Klokseth frá kaupmanni, sem seldi Klokseth Citroen-bil. Vildi Klokseth borga bílinn með smáseðlum, en kaupmaðurinn heimtaði stærri seðla. Tók Klok- seth þá fram fjölda hundrað- krónuseðla úr vösum sínum. — Samkvæmt uppdráttum ráðu-^ neytisins er gert ráð fyrir göng- um í allt að 30 metra dýpi undir ísyfirborðinu. Göngin verða jafn- breið og venjulegir vegir. Ástæð- an til þessarar ráðstöfunar varn- armálaráðuneytisins er sú að I jafnan gerast flutningar í Norður Grænlandi örðugir vegna stór- hríða. Vísindamennirnir eiga m. a. að rannsaka hreyfingar íssins, og gerð hans, einnig ýmis vandamál í sambandi við vegagerð á ísn- um, byggingu vöruskemma og flugskýla í ísnum. Um margra ára skeið hafa verkfræðingar hersins haldið opnum minni háttar göngum, í ísnum. í sumum tilfellum hafa þeir byggt göng allt niður í 50 metra dýpi, til þess að rannsaka gerð íssins og þrýstings hans. í tilkynningu varnarmálaráðu- neytisins segir að snjögöng þrengist um sex þumlunga á ári. Verður þess vegna að höggva úr þeim við og við. En ókostur þessi varðar litlu, segir í tilkynningu ráðuneytisins, samanborið við þann hagnað sem fæst við það að hægt verður að flytja her og hergögn á skömmum tíma um langar vegalengdir í ísbreiðunni. Jón Pálmason Skógrækt ríkisins hefur fengið meira og fjölbreyttara trjáfræ til Iandsins á þessu vori en nokkru sinni áður. Hér sjást þeir Sig- urður Blöndal og Vilhjálmur Sigtryggsson taka upp sitkagreni- og þallarfræ frá Alaska. Á borðinu eru auk þess tilraunafræ í minni pokum og frímerkti pakkinn kom hingað loftleiðis fullur af blá- grenifræi. Undir borðinu er íslenzkt birkifræ. Síberiska lerki- fræið var búið að senda þegar myndin var tekin. — Fræið, sem er á litla borðinu, kostar um kr. 35.000,00 í innkaupi. Ný vegaiög samþykkt iWerkilegar breytingar á jarðrækfarlögum Stóiielld hvatning til fromræslu og byggingar súgþurrkunurkerfa --------------------------------------------------------------------------------------------------------------<s> Þúfna heyskapurlni! er ekki lengur framkvæman! N ÝJU vegalögin voru samþykkt úr Efri deild Alþingis í gær sem Voru það samgöngumálanefndir beggja deilda Alþingis, sem höfðu samvinnu um að ganga frá nýjum vegalögum. MIKILL FJOLDI VEGA- FRUMVARPA S. 1. haust skömmu eftir að Alþingi kom saman báru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir Gísli Jónsson og Magnús Jónsson fram sitt í hvorri deild frumvörp um breytingar á vega- lögum. Eftir þeim komu síðan flestir eða allir þingmenn dreif- býlisins með sínar breytingatil- lögur, þar til samgöngumála- nefndir beggja deilda urðu ásátt- ar um að bera fram heildarbreyt- ingar á vegalögunum byggðar á óskum þingmanna sjálfra. SAKKOMULAG NÁBIST Framsögumenn samgóngumála nefnda í báðum þingdeildum, sem voru Sigurður Bjarnason í Neðri deild og Sigurður Ó. Ólafsson í Efri deild, gerðu grein fyrir I frumvarpinu og lögðu mikla áherzlu á það hve þýðingarmik- ið væri að allsherjarsamkomu- lag hefði nú náðst, sem flestir þingmenn gætu sætt sig við. ÞYÐINGARMESTU VIÐBÆTURNAR Fjöldi nýrra vega og við- bóta við eldri vegi eru í lög- unum. Þýðingarmestar munu þó ef til vill vera þrjár breyt- ingar. Þnð er vegur úr Arn- arfirði á Barðaströnd, vegur fyrir Stráka til Siglufjarðar skv. tillögu Einars Ingimund- arsonar og vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla skv. tillögu Magnúsar Jónssonar. Frumvaipið var í gær sam- þykkt í Efri deild sem lög með 13 samhrjóða atkv. V Samfal v/ð Jón Pálmason alþingismann ALÞINGI samþykkti í fyrradag lagabreytingar á jarðræktar- lögunum, sem fela í sér verulega aukin framlög rikissjóðs til jarðræktarframkvæmda og einnig sérstaklega til bygging- ar súgþurrkunarkerfa í hlöðum. + í tilefni af því átti Mbl. tal við Jón Pálmason þingmann Austur-Húnvetninga um þessar breytingar, en hann var fram- sögumaður landbúnaðarhefndar Neðri deildar í þessu máli og fylgdi því vel eftir. •£ Hann komst svo að orði, að þýðingarmestu breytingarnar væru á framlagi ríkisins til vélgrafinna skurða úr 50% í 65%, nýmælið að veita verulegt framlag til súgþurrkunarkerfa og ákvæðið um að greiða 350 kr. grunnframlag á hektara ný- ræktar á jörðum, sem hafa undir 10 hektara tún. HÉRAÐSRÁÐUNAUTUM FJÖLGAB Jón Pálmason rakti helztu breytingarnar, sem nú eru gerð- ar á jarðræktarlögunum. Hann sagði m. a.: í fyrsta lagi er ráðgert að fjölga héraðsráðunautum úr tólf í fimmtán. Starf þessara manna er að mæla jarðabætur og leið- beina um undirbúning þeirra. Eru þeir starfsmenn búnaðarsam- bandanna og á starfi þeirra bygg- ist að ekki séu greidd lán eða styrkir á jarðrækt nema vel sé frá henni gengið. STÓRFELLD HÆKKUN TIL VÉLGRAFINNA SKURÐA Þá er að nefna eina aðalbreyt- inguna í frumvarpinu, sagði J$n Framh. á bls. 2 L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.