Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 4. maí 1955 — Samtal v/ð Jón Pálmason Framh. af "bla. 1 Pálmason, en það er að framlag ríkissjóðs til vélgrafinna skurða hækka með lögum þessum úr 50% í 65% af kostnaði og má bú- ast við að það hafi í för með sér verulega hækkun á ríkis- framlagi, því að áhuga meðal bænda á að auka framræzluna fer stöðugt vaxandi. Hefur fram- ræzla aukizt stórkostlega á síð- ■ustu árum og má vænta þess að hið nýja lagaákvæði verði enn til að örfa þá heillavænlegu þróun. FJÁRFESTING FYRIR FRAMTÍÐINA Það hlýtur að teljast eðli- legt að framlag til þessara framkvæmda sé hækkað, sagði Jón Pálmason, því að þar er verið að vinna merkilegt starf fyrir langa framtíð, en afnot- í in koma ekki alveg á fyrstu árunum eftir að ráðizt er í i slíka fjárfestingu. Framræslan er að öðrum þræði og aðallega vegna tún- ræktar, en að hinu leytinu 1 einnig til að gera mýrar arð- \ vænlegri og vallendi til beit- ar. Framræslan hefur verið aukin almennt um allt land, ’ að undanteknum Austfjörðum * og Vestfjörðum, þar sem að- t stæður eru verstar. FRAMLÖG TIL TÚNRÆKTAR OG GRJÓTNÁMS Þá er ákveðið i lögunum, að vinnsla og jöfnun lands til tún- ræktar skuli styrkt með 200 kr. grunnframlagi á hektara, en með núgildandi vísitölu er það um 900 kr. pr. hektara. Þó er grunn- framlagið 50 kr. lægra á sand- jörð. mörgum opnaðar nýjar leiðir I í þessu efni. í þessu sambandi er rétt að taka það fram, að tillaga lá fyrir um að láta ríkið veita framlag til byggingar verkfærageymslna, en landbúnaðarnefndir beggja deilda þingsins, kusu heldur að fá framlagið til súgþurrkunar. TVÖ MERKILEG ÁKVÆÐI Næst kom Jón Pálmason að tveimur bráðabirgðaákvæðum, sem fela í sér mjög mikilvæg framlög. Það fyrra er, að framlag til handgraíinna skurða hækki úr 1 kr. í 3 kr. í grunn á rúmmetra á þeim stöðum, þar sem ekki er talið fært að koma við skurð- gröfu vegna flutningsörðugleika að dómi Búnaðarféiags íslands. STUÐLAÐ AÐ STÆKKUN MINNSTU JARÐANNA Hitt atriðið er að mjög er hækkað framlag til jarðrækt- ar á þeim býlum, þar sem tún eru minni en 10 hektarar, en talið er að tún séu minni en 10 hektarar á fullum 2000 býl- um af um 6000 á öllu landinu. Skal grunnframlag til jarð- ræktar á slíkum býlum vera 350 kr. á hektara, en með nú- gildandi verðlagi jafngildir það 1575 kr. Gildir þetta þar til túnið er orðið 10 hektarar. Þessi ákvæði bæði eru eink- um sett fyrir afskekktar byggðir landsins svo sem Vestfirði og Austfirði, þar sem jarðrælctin er skemmst á veg komin og örðugast hefur ver- ið nota sér vélgröftinn. Gildir þar um sama eins og með hækkun á framlaginu til grjót námsins. MJÖG ÁNÆGJULEG AFGREIÐSLA Hefur nokkur ágreiningur ver- ið um þessi lög? spyr ég Jón Pálmason. — Nei, svarar hann. Frumvarp- ið er upphaflega til orðið fyrir áskoranir bænda og eftir um- ræður á Búnaðarþingi og í Stétt- arsambandi bænda. Það er und- irbúið af Búnaðarfélagi íslands og flutt af Landbúnaðarnefnd Neðri deildar eftir tilmælum land búnaðarráðherra. Að framgangi málsins hafa báðar landbúnaðar- deildir Alþingis unnið í eindreg- inni samvinnu og ágreiningslaust. Framgangur málsins hefur þannig verið með mjög ánægju- legum hætti. Byggist það á því að alþingismönnum er fullkom- lega ljóst, hve afar áríðandi bændum er að auka jarðræktina og að geta tekið allan sinn hey- feng á vélfæru, ræktuðu landi. ÞÚFNA-HEYSKAPUR IIEYRIR FORTÍÐINNI TIL En það er ein helzta vörnin, sem bændur nú hafa gegn þeim stórkostlega vanda, sem fólkseklan hefur skapað. Má telja, að óframkvæmanlegt sé nú að verða að lifa á land- búnaði á annan hátt, þ.e.a.s. útengja og þúfna heyskpurinn er ekki Iengur framkvæman- legur nema sem ýtrasta neyð- arúrræði. Sú breyting jarðræktarlag- anna, sem hér hefur verið lýst, er því að þessu leyti þýðingarmikið bjargráð og um leið vísar hún fram á leið til fullkomnari búskaparhátta og geta allir fagnað því, sagði Jón Pálmason að lokum. Þ. Th. ORLOFSFERÐ vestur um haf ^KVEÐIÐ hefur verið að ferðaskrifstofan Orlof gangist fyrir ferð til Vesturheims. Áætlun ferðar þessarar hefur verið samira rarið verður í Vesturheimsför Orlofs víða utn Montanafylkið og þar m. a. skoðað Hungry Horse-orkuverið, en þar er þriðja hæsta stífla heims. Framlag ríkisins til grjótnáms er með lögunum hækkað úf 2 kr. í grunn (þ. e. 9 kr.) í 4 kr. í grunn, þ. e. 18 kr. á rúmmetra, þar sem grjótið er ekki seljan- legt. Mun þetta aðallega koma Vestfirðingum og Austfirðingum til góða. SÚGÞURRKUN VERÐI ALMENN UM LAND ALLT? • Þá er merkilegt nýmæli í hinum nýju lögum um fram- lag ríkisins til súgþurrkunar- kerfa í þurrheyshlöðum og er það 5 kr. í grunn á hvern 1 fermetra af gólffleti hlöðunn- ! ar, sem með núgildandi verð- lagi gerir nær 23 kr. á hvern ’ fermetra. 1 • Þetta ákvæði er sett inn 4 til að hvetja menn til að taka 1 upp þessa heyverkunaraðferð 1 og létta undir með þeim í því efni. Víða um land hefur súg- 4 þurrkun gefizt mjög vel og i gefur hún vonir um að bænd- ! ur verði miklu óháðari tíðar- 1 fari en áður. i • Það er von okkar, sagði - Jón Pálmason, að þetta á- kvæði verði til þess að bænd- ! ur almennt taki upp þá reglu, 4 þegar þeir byggja nýjar hlöð- i ur, að búa þær súgþurrkunar- kerfi og einnig ætti það að ýta undir það að súgþurrk- unarkerfi séu sett í eldri hlöð- ur. Þess ber að geta í þessu sambandi, að til súgþurrkun- ar eru menn mjög háðir raf- magni. Með útvíkkun raf- veitukerfisins skv. raforku- áætlun ríkisstjórnarinnar eru Auglýsingor «em birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt tyrir kl. 6 á föstudag $$lovQtmhliibib í þrem liðum. Verður lagt af stað 12. juii u.k. og þá sennilega flogið beint til Winnipeg. Ásbjörn Magnússon forstjóri ferðaskrifstofunnar Orlofs skýrði fréttamönnum frá því í gær að Orlof hefði ákveðið að gangast fyrir ferð til Vesturheims 12. júní n.k. Kvað hann för þessa hafa verið lengi í undirbúningi og svo virtist, sem áhugi fólks fyrir slíkri för væri mikill. Á s.l. ári var hafinn undirbúningur að þessari för, en henni slegið á frest af ýmsum ástæðum. í vet- ur var svo aftur hafizt handa við | undirbúning og honum nú að mestu lokið og vestra er undir- búin ferð hingað heim. Réttarsenan í 2. þætti. (Ljósm. Hörður Sigurgeirsson) AFMÆLISSÝNING Á FJALLA- EYVINDI í VESTMANNAEYJVM NÝLEGA var sjónleikurinn Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sig- urjónsson sýndur í Vestmanna- eyjum. Leikstjóri var Höskuldur Skagfjörð, leikari. Sýning þessi var í tilefni af 45 ára afmæli Leikfélags Vestmannaeyja. Var sýningunni mjög vel tekið og þótti hún takast prýðilega vel. Helztu hlutverk voru leikin af frú Unni Guðjónsdóttur, sem lék Höllu, Loftur Magnússon lék Kára, Jóhann Björnsson lék Björn hreppstjóra, Sigurgeir Scheving lék Arngrím holds- veika, Guðfinnu lék frú Jónheið- ur Scheving og Höskuldur Skag- fjörð lék Arnes. í umsókn um leikinn í Vest- mannaeyjablaðinu Fylki segir m.a.: ,,Ég hafði ekki látið mig dreyma um, að fært myndi að setja Fjalla-Eyvind, þetta mesta og tígulegasta verk íslenzkra leik bókmennta, á svið hér í Vest- mannaeyjum, hvað þá með þeim glæsibrag, er raun varð á. Var flutningur leiksins frá upphafi til enda heilsteyptur og með því- líkri reisn að lengi verður í minn- um haft.... í hlutverki Höllu kom skýrt í ljós, að hún (frú Unnur Guðjónsdóttir) er áfburða mikiil leikari og óhætt muni að trúa henni fyrir hinum stærstu hlutverkum.... Loftur Magnús- son fer með hlutverk Kára.... Leikur hans er prýðilega áferð- arfallegur. Hann er mikill að vall arsýn, og verður leikur hans þróttmikill og sannur og tilþrifa- mikill, þegar mest á reynir, einkum í síðasta þætti. Björn hreppstjóra, hið heimaríka sjálfs- byrgingslega yfirvald, er finnur meira til sín en efni standa til, leikur Jóhann Björnsson og tekst mætavel að túlka hann. Arngrím- ur holdsveiki er ágætlega leikinn af Sigurgeir Scheving. Er gerfi hans alveg sérstaklega gott Um önnur hlutverk má segja að vel séu leyst af hendi.... Höskuldi Skagfjörð hefur tekizt sviðsetn- ingin með ágætum. Heildarsvip- ur leiksins er ágætur og dettur hann hvergi niður. — Leikur Höskuldar í hlutverki Arnesar er prýðilegur svo sem hans var von og vísa. Virðist mér túlkun hans á þessari persónu hin skemmti- legasta, og er einkum hið áhrifa- mikla samtal þeirra Höllu í 3. þætti leikið afbragðsvel. — Sá kafli er líka einhver fegursti kaflinn í leikritinu. ... Leiktjöld málaði Sigfús Halldórsson og tókst það vel, einkum baðstbfári í 1. þætti“. 3 ÁÆTLANIR Svo sem fyrr segir hafa verið samdar 3 áætlanir í sambandi við för þessa, þar eð ekki er vitað hve löngum tíma fólk vill og get- ur eytt í förina og einnig þar sem I búast má við að margir vilji hafa nokkurn tíma aflögu til heim- sókna ættingja og vina vestan- hafs. I FLOGIÐ TIL WINNIPEG EÐA NEW YORK | Héðan verður, svo sem fyrr segir, lagt af stað 12. júní í flug- vél og farið annaðhvort beint til Winnipeg eða til New York. — Stendur þannig á því að ef flug- vélin fæst fullfermd farþegum frá Winnipeg aftur hingað heim verður flogið beint þangað. Ann- ars verður farið með áætlunar- flugvél Loftleiða til New York og þaðan án viðstöðu, um Min- neapolis til Winnipeg. i 4—5 VIKNA FERÐ HÉR er ekki rúm til þess að segja nákvæmlega frá áætlun- unum, en t.d. verður farið um íslenzku byggðirnar í Mani- toba og síðan gefið nokkurra daga frí svo fólkið geti heim- sótt vini og ættingja, eða far- ið til fjarlægari byggða. Síðan er safnast saman aftur í Winnipeg og farið með Grey- hound-vagni suður um Banda- ríkin og fjölmargir frægir og fagrir staðir skoðaðir. M.a. verður komið til Chicago, Detroit, Niágara Falls og Washington. _ Samkvæmt áætlununum mun förin taka 4—5 vikur. [ FERÐAKOSTNAÐUR UM 15 ÞÚS. KR. Orlof hefur ekki enn fengið endanlegt fast verð fyrir förina, en reikna má með að hún kosti um 15 þús. kr., þ.e.a.s. styzta ferðin. Eðlilega verður nokkru dýrara að fara alla leiðina vest- ur að Kyrrahafi. Þátttakendur geta valið um það áður en þeir fara héðan í hvaða áætlun þeir taka þátt í og að hve miklu leyti og verður það, sem þeir ekki taka þátt í eðlilega dregið frá ferða- kostnaðinum. r SKIPTIFÖR VIÐ VESTUR-ÍSLENDJNGA Vesturheimsför þessi verður skiptiför, þar sem áætlað er að álíka stór hópur Vestur-fslend- inga komi heim með flugvélinni sem flytur hópinn vestur. Hefur verið skipulögð fyrir þá 5 daga ferð hér og svo geta þeir að sjálf- sögðu tekið þátt í öðrum áætl- uðum ferðum hér innanlands. : í 30 MANNS SKRÁÐIR í sambandi við hópferð þessa verður sýnd bæði hér í Revkja- vík og úti á landi kvikmynd frá Kanada og Bandaríkjunum. Verð ur kvikmyndin sýnd nú næstu daga á Sauðárkróki, Laugum og Akurevri og n.k. miðvikudag hér í Revkjavík og verður öllum heimill aðgangur á sýningar þess- ar. Rösklega 30 manns hefur þeg- ar látið skrá sig hjá Orlofi með þátttöku í huffa. — Fararstjóri verður Gísli Guðmundsson, toll- vörður. SAIGON, þriðjudag — Á vígvelln inum virðist Ngo Dinh DienS vera að vinna á. Her Binh XuyerS hörfar úr borginni austur á bóg-i inn til strandar. Á stj órnmálasviðinu keppir nö hið nýskipaða byltingaráð uní völdin við Ngo Dinh Diem. Við« skipti Ngo Dinh Diems og bylti ingaráðsins fara fram áf mikilH varkárni aí beggja hálfu. .jd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.