Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1955 jjtttMafrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 fi mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. y$k' ÚR DAGLEGA LÍFINU „Sannieikynnn kemst ekki uppí moðreyk fyrir vel prédikaðri lýgi“ í EINU af ritum sínum leggur einn aðalleiðtogi kommúnista hér á íslandi, Halldór Kiljan Lax- ness, söguhetju sinni eftirfarandi orð í munn: „Lýgin gerir yður sízt ó- frjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleik- ur. Það er að segja, illa predik uð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppí moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi“. Engum getur blandast hugur um það, að sú lífsskoðun, sem fellst í þessum orðum æðsta prests kommúnista hér á landi, á sér nákvæmlega sama upp- runa og sú siðfræði, sem mál- fluttningur „Þjóðviljans" bygg- ist á, þegar hann skýrir frá at- burðum íslenzkra stjórnmála og verkalýðsbaráttu. Þar er höfuð- áherzlan lögð á að fela sannleik- ann með „vel predikaðri lýgi“, a. m. k. að áliti þeirra, sem penn- anum stýra. Ef til vill kemur þetta greini-’ legast í ljós þegar um er að ræða frásagnir kommúnista af „árásum Heimdallarskríls og lög- reglu“ á vegahindranir verkfalls- manna í hinu nýafstaðna verk- falli. Allir heilvita menn vita, að ofbeldið á þessum stöðum var í því fólgið, að kommúnistar hindruðu friðsama vegfarendur í því að komast leiðar sinnar. — Hvorki lögregla né ungt fólk í Heimdalli gerði minnstu tilraun til „árása“ á þessi virki komm- únista, sem ekki áttu sér minnstu stoð í landslögum. En kommúnistar snúa sann- leikanum gersamlega við. Eftir að hafa framið lögbrot o% ofbeldi á friðsömum veg- farendum, segjast þeir sjálfir hafa orðið fyrir árás, og sví- virða sjálfa lögreglu landsins og fjölmennasta æskulýðsfé- lagsskap höfuðborgarinnar fyrir ofbeldisaðgerðir gagn- vart sér. Þetta er vissulega að bíta höf- uðið af skömminni. En þessar starfsaðferðir kommúnista eru ekkert nýmæli. Þegar kommún- istastjórnin í Norður-Kóreu réðst á Suður-Kóreumenn, lýsti hún því hiklaust yfir, að fólkið í Suð- ur-Kóreu og Bandaríkjamenn hefðu hafið á"/isarstyrjöld. Þetta er líka nák-'’í”mlega sama að- ferðin og Hitler beitti þegar hann réðist á Pólverja haustið 1939, og hóf þarmeð hræðileg- ustu styriöld mannkynssögunn- ar. Þá héldu nazistarnir því hik- laust fram, að Pólverjar hefðu ráðizt á Þýzkaland. Það verður því auðsætt, að milli Göbbels sáluga, kommún- istanna, sem réðust inn í Suður- Kóreu, Halldórs Kiljans og „Þjóðviljamanna", liggur leyni- þráður. Allir fylgja þeir sömu kennisetningunni, sem Kiljan leggur Steini Elliða í munn í Vef- aranum: „Sannleíkurinn kemst ekki uppí moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi“. Almenningur á íslandi verð ur að gera sér það ljóst að eftir þessari meginreglu heyja kommúnistar baráttu sína. — Hún er alls ekki fundin upp af Halldóri Kiljan, þótt hana geti að líta á blaðsíðum Vef- arans mikla frá Kasmír. Hún er kjarni hinnar kommúnisku siðfræði og lífsskoðunar. Þegar íslendingar vita þetta, verður auðveldara fyrir þá að taka afstöðu til þess aragrúa blekkinga, sem daglega getur að líta á síðum kommúnistablaðsins. Þær eru aðeins staðfesting komm únista á oftrú þeirra á kenni- setninguna um að „lýgi sé að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur". ALMAR skrifar: Góð tónlist o. fl. ÚTVARPSDAGSKRÁIN sunnu- daginn 24. f. m. var fjölbreytt og girnileg til fróðleiks, en því mið- ur gat ég ekki hlustað nema á lítið eitt af því, sem ég hefði kosið að heyra, svo sem leikritið „Draumastúlkan“ eftir Elmer Rice. — Ég veit að leikrit þetta er afbragðsgott og ég hef heyrt mjög vel látið af flutningi þess í útvarpið. Morgun- og miðdegistónleik- arnir voru að vanda mjög skemmtilegir, enda fluttu þar hinir ágætustu listamenn verk ýmissa meistara tónlistarinnar. Þá var og prýðilegur barna- tíminn, sem börn frá Akureyri stóðu að undir ágætri stjórn Jóns Norðfjörðs, leikara. Um daginn og veginn KJARTAN JÓHANNSSON lækn- ir og alþingismaður ræddi mánu- daginn 25. þ. m. um daginn og veginn. Ræddi hann um ýmis at- hyglisverð atriði er snerta störf læknanna og mátti heyra að þar talaði glöggur maður af reynslu og þekkingu. Þá tók hann til at- <Urá átuarpiuiui í óí&uótu vi ím hugunar margt í atvinnulífi þjóð- arinnar, einkum er að sjávarút- veginum lýtur og benti réttilega á hversu miklu varðar að haldið sé uppi ströngustu kröfum um vöruvöndun, þegar um er að ræða aðalútflutningsvöru lands- manna, fiskinn. Voru þau orð vissulega nytsöm hugvekja. Einsöngur o. fl. ÞETTA sama kvöld söng Gunn- ar Kristinsson nokkur lög með undirleik Weisshappels. Gunnar hefur þægilega rödd og karlmannlega, og fer með það sem hann syngur af góðri smekk- vísi, en þó ekki nægilegum þrótti og fjöri. Er söng Gunnars lauk flutti Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur og framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna, erindi þar sem hann gerði grein fyrir samtökum þess- um, tilgangi þeirra og fram- kvæmdum til þessa. — Hafa Endurskoðui* vinnulcggjafðrinnar SÍÐAN verkfallinu lauk hafa bæði dómsmálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra minnzt á það í ræðum, að nauðsyn bæri til þess að endurskoða vinnulöggjöfina. Um það bil 17 ár eru nú liðin síðan þessi löggjöf var sett. Til- gangur hennar var fyrst og fremst sá, að koma í veg fyrir árekstra milli vinnuveitenda og verkafólks og tryggja það að þessir aðilar færu að lögum í viðskiptum sínum. Þegar Sjálfstæðismenn fluttu fyrst frumvarp um þetta efni á Alþingi var því illa tekið af hin- um sósíalísku flokkum. Talað var um að hér væri á ferðinni „þrælalöggjöf", sem fæli í sér freklega „árás á alþýðuna". En þessi andstaða hjaðnaði brátt. Alþjóð varð það ljóst að óumflýjanlegt var að setja lög- gjöf um þessi efni, ekki til þess að „þrælka verkalýðinn" heldur til hins að forða þjóðfélaginu frá ógæfu þeirra árekstra, sem algert skipulagsleysi á viðskiptum verkamanna og vinnuveitenda hefði í för með sér. Vinnulöggjöfin var síðan sett. Að henni hefir orðið mikið gagn. En það er engan veginn óeðlilegt, að nauðsynlegt sé nú orðið að endurskoða hana. Henni var þeg- ar í upphafi áfátt um ýmislegt og gallar hennar hafa komið bet- ur og betur í Ijós eftir því, sem árin hafa liðið. Það þarf ekki að breyta vinnulöggjöfinni nú til þess að beita verkalýðinn og vinnu veitendur kúgun eða þræla- tökum. Það þarf fyrst og fremst að tryggja það betur en áður, að árekstrar um kaup og kjör baki þjóðfélaginu sem minnst tjón, og að vinnu- friður haldist í lengstu lög. Á það þarf að leggja enn aukna áherzlu að öllu úrræði séu reynd til sátta áður en til vinnustöðvunar eða verk- banns kemur. Þegar alls þessa er gætt mun þjóðin áreiðanlega fagna því, ef ríkisstjórnin beitir sér fyrir því að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur verði endurskoðuð hið bráðasta. \Jetvalz andi ólzri^ar: Lítil saga. GAUKUR“ hefir eftirfarandi sögu að segja: „Kæri Velvakandi. Eg ætla að segja þér dálitla sögu, sem þeir kynnu að hafa áhuga á sem eiga smáfugla í búri og þeir jafnvel einnig, sem eiga sér kisu. Sennilega eru þeir fáir, sem eiga hvort tveggja, því að slíkt nábýli hefir löngum reynzt æði hæpið. En hvað um það — s. 1. sunnu- dag kom kisa mín inn — ég á enga fuglana — með smáfugl í kjaftinum, ljómandi skrautlegan páfagauks-stegg. Okkur brá held- ur en ekki í brún og brugðum auðvitað skjótt við til að bjarga veslings fuglinum úr kattar- kjaftinum. Það gekk furðu vel og páfagaukurinn virtist alger- lega ósærður. Aðeins fiðrið á honum hafði ýfzt dálítið öðrum megin. í hjónabúri. EG ÞEKKTI hvorki haus né sporð á páfagaukstetrinu en tók það til bragðs að hringja í einn kunningja minn, sem á páfagaukshjón og biðja hann að skjóta skjólshúsi yfir hinn úr helju heimta páfagauk meðan ég reyndi að hafa upp á hans rétta samastað. Það var auðsótt og ég ók í snatri með skjólstæðing minn á fund páfagaukshjónanna og sleppti honum í búrið til þeirra. Hann reyndist vera ná- kvæmlega eins og steggurinn, sem fyrir var, svo að við töldum vissara að binda spotta um fót hins aðkomandi til aðgreiningar. En páfagauksfrúin virtist ekki í neinum vafa. Hún tók aðkomu- gauknum strax með trompi og var hin altillegasta í viðmóti sínu, svo að makanum þótti aug- sýnilega nóg um. Hvernig kisa fór að. EN ÉG hélt leiðar minnar heim og hugðist hefja eftir- grennslan um heimkynni fugls- ins, sem kisa okkar hafði kló- fest með einhverju móti. — En málið var þá þegar upplýst. Heima hitti ég fyrir drengsnáða, sem bjó í næsta húsi og hann hafjði séð, hvernig þetta allt vildi ■ til. Kisa hafði hreinlega stokk- | ið inn um glugga í kjallara í húsinu á móti, þar sem páfa- gaukshjón eru í búri, síðan gert sér lítið fyrir og opnað búrið hreinlega með loppunni, krækt í páfagauksstegginn og haft hann síðan á brott — beina leið heim til sín, án þess þó að gera fugl- inum frekara mein. Ef til vill ætlaði hún aðeins að sýna heim- ilisfólkinu þetta skrautlega og skemmtilega herfang sitt? Heimilisfriðurinn í hættu. JÁ, KISA er oft slungin og snið- ug, það þekkjum við öll. — En nú þurfti ekki frekar vitn- anna við, og ég fór af stað aftur jafnskjótt að sækja hinn her- numda. Ástandið var þá orðið hið ískyyggilegasta í búrinu. — Hinn rétti eiginmaður sat einn og yfirgefinn útií horni ærið súr á svipinn meðan frúin og hinn aðkomni létu blíðlega hvert að öðru á slánni fyrir ofan. — Heim- ilisfriðurinn var augsýnilega í bráðri hættu. — En svo var öllu kippt í lag og fært í réttar skorð- ur — en tarna var þó æævin- týralegur sunnudagur fyrir páfa- gaukshjónin tvenn! — Þessi litla saga gæti líka verið fólki til ábendingar um, að vissara er að hafa læsingar fuglabúranna sinna í lagi. Það er aldrei að vita nema slungin kisa lúri í leyni þegar og þar sem hennar er sízt von. — Gaukur“. — Að leita betur fyrir sér. U' TVARPSHLUSTANDI skrifar: „Ekki virðist Ríkisútvarpinu enn hafa tekizt að finna sæmi- legan fréttaþul. Sá nýi, sem byrj- aði fyrir nokkru getur því mið- ur ekki talizt þulsstarfinu vax- inn. Viðvaningsleg skóladrengs- rödd, sem í sjálfu sér kann að vera óaðfinnanleg í daglegum samræðum, er þreytandi til lengdar í útvarpi og á þar hreint ekki við. Eg held áreiðan- lega, að ég sé ekki einn um þetta álit mitt og að reynandi væri af hálfu útvarpsins að leita betur fyrir sér. — Útvarpshlustandi.“ Á villigötum. LESENDUR Velvakanda munu hafa tekið eftir, að myndin, sem birtist í dálkum hans í gær, átti þar hreint ekki heima. Hún var þar villuráfandi og réttlaus. Er hér með beðið velvirðingar á mistökunum. —5 MerKlð, klæðir Undlt. samtökin látið nokkuð til sín taka og komið ýmsu góðu til leið- ar neytendum til hagsbóta, en margt eiga þau þó enn ógert á j þessu sviði og þyrftu að herða sóknina að miklum mun, — eink- um að því er lýtur að almennri þjónustu, sem stendur hér langt að baki því, sem er t. d. í ná- grannalöndum okkar. I í Útvarpssagan o. fl. ÞRIÐJUDAGINN 26. f. m. hóf Jónas Kristjánsson cand. mag. lestur nýrrar útvarpssögu „Orlof í París“, eftir hinn kunna enska rithöfund Somerset Maugham. Þessi fyrsti lestur sögunnar bend- ir til þess að hér sé um gott skáldverk að ræða, og Jónas flyt- ur söguna vel. Lárus H. Blöndal hefur nú lok- ið lestri Sverrissögu. Hygg ég að ' margir hafi hlustað á lesturinn sér til mikillar ánægju, enda er I sagan afbragð og Lórus las hana , vel og skilmerkilega, jafnframt I því sem hann gaf góðar skýringar á efni og orðfæri sögunnar, er þess þurfti með. Hafi Lárus þökk fyrir lesturinn. Tvær dagskrár FIMMTTJDAGINN 28. f. m. sá kvennadeild Slysavarnafélags fs- lands um einn þátt daeskrárinn- ar og fórst bað með mikilli prýði. Viðræður frú Guðrúnar Jónas- sonar formanns kvennadeildar- innar og Gils Guðmundssonar fóru vel fram og Ivsti frú Guð- rún í fáum orðum hinu merka og heillaríka starfi kvennadeildar- innar frá því að hún var stofnuð til þessa dags. — Gegnir furðu hversu miklu deildin hefur feng- ið áorkað til eflingar slvsavörn- um landsins á þeim tuttugu og ' fimm árum sem hún hefur starf- iaS' - •• Korsoneur kvennadeildarinnar undir stiórn Jóns fsleifssonar var j miög góður, raddirnar prýðilegar ' o? kórinn vel ætður. — Frú Guð- björg Viefúsdóttir fór'vel með þau kvæði sem h"n las og tví- söneur beirra Eyglóar og Huldu Viktorsdætra var skemmtilegur. Annar dagskrárþáttur þetta sama kvöld var upplestur úr rit- um Helea Péturss. — Var það 1 áeætur þáttur og athvglisvert að ! hlvða á kenninear þessa djúp- | vitra heimspekines og hevra hið ■ meitlaða og fagra ritmál hans, ' sem er í senn rismikið og klið- 1 mjúkt. | Þá var og ánægiuleet að hevra þetta sama kvöld Sinfóníuhljóm- sveitina undir stjórn hins mikil- hæfa hljómsveitarstióra og lista- manns, Olavs Kiellands, leika sinfoníu Brahms, nr. 1 í c-moll, op. 68, — fagurt tónverk. Úr ýmsum áttum ÆVAR KVARAN flutti föstudag- inn 29. f. m. þátt sinn: Úr ýms- um áttum og sagði frá Jóni syni Steins Hólabiskups. — Jón nam læknavísindi í Dan- mörku og eftir að hann kom heim til íslands aftur fór mikið orð af læknislist hans, svo að út af spunnust margs konar þjóð- sögur. — Jón hafði verið glæsi- menni mikið, en foreldrar hans meinuðu honum að eiga stúlku þá sem hann unni og lauk ævi hans með því að hann réð sér bana með eitri, ungur að aldri. — Ævar sagði þessa harmsögu Jóns Steinssonar afbragðsvel og greindi jafnframt nokkuð frá öðrum börnum Steins biskups. Að lokum sagði Ævar í stuttu máli sögu hins mikla rússneska skálds og spekings Leós Tolstojs, sinnaskiptum hans og hörmuleg- um ævilokum, er hann flúði heiman frá sér og dó einmana á járnbrautarstöð. Gamanmál Guðmundar Sigurðssonar GAMANÞÁTTUR þessi eftir * Framh. á bla. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.