Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 14
1laiwHi' 14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1955 1 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR /. B. PRIESTLEY Framh’aldssagan 27 svo að það verði notalegra hérna“. „Við skulum setjast inn í bif- reiðina“, sagði hún ákveðið „Það er alveg rétt. Fram- eða aftursætinu?“ spurði hann og hneigði sig og veifaði hendinni glæsilega í áttina til dyranna. Hún hló. Hann sneri þessu öllu í gaman. „Auðvitað aftursætið!“ hrópaði hún. Hann hélt hurðinni opinni og hún fór inn í bifreið- ina og kom sér vel fyrir í sætinu. Hann settist niður við hliðina á henni og fór að taka tappann af flej'gnum. „Jæja, þau hafa þá lokað okk- ur úti“. Hann hellti whiskyinu í h'tinn boila. „Jú, það er svo sem ekkert nýtt, er það? Við erum alltaf lokuð úti“. „Ekki ég“. Hún tók við bollan- um, sem hann rétti henni. Hann hló. „Ert þú það ekki? Það er ég. Drekktu nú og byrj- aðu svo á byrjuninni. Bíddu ann- ars. Ég ætla að fá mér sopa fvrst. Ég held, að ekkert sé að, þó rafmaganið hafi farið og hurðin hafi lokast. Ef eitihvað hefði verið að, blýtur það að vera eitt- hvað hræðilegt. Jæja, þína skál, Gladys". Hann drakk úr bollan- um. „Ég v:.na, að ég megi kalla þig það, bví að við erum úti í sameiginíegu æfintýri, lokuð úti og villt í mvrkrinu og erum að drekka síðustu löggina". „Þú mátt það, mér þykir vænt um það“. Henni var orðið nota- legt, og þegar hún hallaði sér upp að honum, fann hún aukna vellíðan. „En hvað áttir þú við með eitthvað hræði!egt?“, hélt hún áfrarr. „Ertu að reyna að liræða mig?“ Hann var alvarlegur núna. — „Nei, ég er ekki að gera það. Ég sagði þér, að ég héidi, að ekkert væri að. En ég endurtek það, ef eitthvað er að, þá er það hræðilegt“. „Þú ert að gabba mig“, hróp- aði hún. ,,Þú veizt ekkert meira en ég. Þú ert að reyna að gera þetta æsandi, svona til þess að drepa tímann. Ég þekki þig“. „Kannske ég sé að því. En hlustaðu nú á mig. Til að byrja með, hérna er gamli sir Roder- ick“. „Hver er það?“ „Já, hver er hann? Þú hefur aldrei heyrt neitt um hann getið. En hann er þarna. Hann er hús- bóndinn og var einu sinni mikill maður, en nú er hann rrijög gam- all og veikur einhvers staðar uppi á lofti, ósýnilegur og ósnertan- legur. Þegar maður fer að hugsa um hann, er hann eins og guð‘. Hún þrýsti handlegg hans. „Þú mátt ekki“, sagði hún og meinti það. „Þá er það konan Femm“, hélt hann áfram. „Þú hefur séð hana og heyrt í henni. Hún getur feng- ið kast allí í einu, ég er ekki viss um nema að hún hafi hrætt Margareti Waverton. Svo er það Morgan. Þú hefur séð hann rétt áðan —“ „Ég hef það“, greip hún fram í fyrir honum með sannfæringu. „Og ég vona, að þau hafi lokað liana inni“. „Svo er það hinn karlmaðurinn Femm, sem lögreglan hefur ver- ið á hælunum á. Hvað skyldi hann hafa gert af sér? Það var einkennilegt, hvað hann var hræddur við eitthvað í húsinu. Ég tók eftir því, að hann sagðist vera hræddur, ef Morgan yrði drukkinn —“ „Ég er ekkert hissa á því.“ Hún var mjög áköf „En það er ekki það, sem hann Húsvarzla hann var hræddur við, það er ég viss um. Hann var-hræddur við eitthvað eða einhvern í húsinu. Ef til vill er það Sir Roderick.1 Hún þrýsti handlegg hans betur. „Við skulum ekki tala meira um þetta. Ég vil geta kom- ist aftur ínn í húsið“. „Já. En fyrst ætturðu að segja þína sögu. Nú skaltu byrja, og Stúlka óskast ■ > ■ • » til afgreiðslustarfa nú þegar. —'Uppl. á veitingastofunni I I • | ADLON, Aðalstræti 8, frá kl. 2—6. IBUÐ OSKAST Hefi verið beðinn að útvega tveggja til þrigga her- ■ berga íbúð með eldhúsi, 14. maí eða síðar. Árs fyrirframgreiðsla. Sími 2424. •mtaauaiaaiMMaBasMMtiaiiMiMUiiaimiBaiMiMMMaaaiMiMMMi maueummmm «-«•••■■ •■■£*■■■■■■■■■■■■■•■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■■■a^aMaium : i Hús á Akranesi ■ • m m * ■ ■ • til sölu með mjög vægum borgunarskilmálum. Laust til ■ ■ íbúðar strax. — Upplýsingar gefur Valgarður Kristjáns- ; ■ ■ ; son, Akranesi. I ■I Maður óskast til húsvörzlu og annarra starfa. Húsnæði ■! fylgir. Æskilegt að um hjón væri að ræða. Fyrirspurnum í svarað daglega frá kl. 1—5, en ekki í síma. ■ Sjóklæðageið íslands hf jl Skúlagötu 51. :! BÁTAVÉL 8 hestafla BOLINDER glóðarhausvél með skiptiskrúfu til sölu. Vélin er notuð, en ný upp gerð og í góðu lagi. Verðið mjög hagstætt. — Til sýnis á staðnum. Columbus h.f. Brautarholti 20 — símar 6460 og 6660. fc Atvinna Maður, sem gæti tekið að sér umsjón með veitinga- rekstri, getur fengið atvinnu strax eða 1. júní. Umsókn ásamt mynd, og meðmælum ,ef til eru. sendist blaðinu merkt: „Framtíð" —fyrir laugardag. Viljum ráða til okkar 2 UNGÞJONA Uppl. hjá yfirþóninum. Leikhúskjallarinn, Stúlkur Tvær vanar og duglegar saumastúllcur óskast nú þegar. — Uppl. í síma 7142. {■■■■■■■■■■■■■■•■■■■••■■•■■■••■■■■■BsaaaaaaaaaBaBaBaaaaavaaaau '••••••••••■■•■■•■■•••••■■■■■■■■■■■■■■■■b■■■■■■■■■■■■■■■■* ■■■■•■«•< Skrifstofustúlku vantar nú þegar í eina af stærri heildverzlunum bæjar- ins. Þarf að kunna vélritun og ensku. Tilboð merkt: „Flugpóstur —357“, sendist afgr. Mbl. AFGREIÐSLUSTÖRF Ungan, röskan og ráðvandan mann vantar oss nú þegar til afgreiðslu í reiðhóla- og véladeild vorri. Æskilegt að hann hafi verzlunarskóla eða aðra hlið- stæða menntun. Fálkinn Laugavegi — Sími 81670. Fæst nú aftur — hvarvetna SVALT OG HRESSANDI iiiinuiiHMHUiuini .................................................. fri ■*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.