Morgunblaðið - 05.05.1955, Page 1

Morgunblaðið - 05.05.1955, Page 1
16 síður Fullveldi V-Þýzkalands Þessi mynd er af risaflugvirki „B-36-Convair“ en þær eru allmjög líkar risaflugvélinni XC-99. Til dæmis er vænghafið hið sama og hreyflar, en skrokklagið er ekki hið sama. Hæðin á stélum flug- vélanna mun nokkuð svipað eða 17 m af efri brún þess niður á jörðina. Stærsta flugvél heims á líeflavíkiirflugvelii Gelur flull 400 hermenn í einu Keflavíkurflugvelli, 4. maí. ÞAÐ VILL svo undarlega til, að til er ein flugvél, sem er örugg- lega sú stærsta, sem í notkun er. — Þetta er herflugvél, sem flutt getur 400 hermenn. — í morgun var þessi flugvél hér á flug- vellinum og var nokkrum starfsmönnum á flugvellinum gefinn kostur á að skoða þenna ægilega dreka. Margar þjóðir vinna að vopnahléi á Formósasundi . Washington, 4. maí. Íj’ISENHOWER sagði á blaðamannafundi í dag, að Banda- J ríkin hefðu tekið þá afstöðu að bíða og sjá hverju fram vindur að því er varðar tilraunirnar til þess að koma á samn- ingum um vopnahlé á Formósasundi. Ekkert nýtt hefði gerzt í málinu, en margar þjóðir hefðu þetta mál til athugunar. Eisenhower sagði að engar tillögur hefðu verið fyrir sig lagðar um að gera Formósu að Bandaríkjaherstöð né heldur um að senda landher til eyjarinnar, Spurður að því hvernig hægt væri að vita hvort árás á eyjarnar Quemoy og Matsu væri upphaf að árás á Formósu, sagði forsetinn að ef birgðasöfnun til árásarinnar færi fram úr því, sem hæíilegt þætti til töku eyjanna, væri augljóst að annar og meiri tilgangur lægi að baki. Flugvél þessi var smíðuð árið * 1947, en flugher Bandaríkjanna hefur átt hana frá því árið 1949 og er hún í vöruflulningum. Hún er óvopnuð. Hún var byggð í Convairverksmiðjunum og hlaut þar nafnið XC-99. ÆGILEGT BÁKN Þar sem hún stóð á flugvéla- stæðinu gnæfði stél hennar við himinn, en frá efri brún þess og niður á jörð eru hvorki meira né minna en 17 metrar. Vakti bákn- ið eðlilega mikla athygli vegfar- enda. Vænghaf flugvélarinnar er 70 m, en skrokkurinn sem er í mjórra lagi er 55 m. — Þar inni geta rúmazt 400 hermenn, eða 300 sjúkrabörur ásamt sjúkraliði, eða 100.000 pund af varningi. — Fullhlaðið vegur báknið 120 lest- ir. Hún þarf ckki langa flug- braut til að lenda á né hafa sig til flugs. Undir henni eru 10 stór hjól. REYKJAVÍK — BOMBAY Þessa stærstu flugvél heims knúa áfram 6 hreyflar og eru þeir aftan á vængjunum. Hún getur flogið 13.000 km í einum áfanga, eða álíka langt og frá Reykjavík austur til Bombay. — Hún flýgur með 480 km hraða á klukkustund. Hún er lík skip- um að því að í henni eru for- og afturlestir tveggja hæða. Hingað kom flugvélin frá Bandaríkjunum með vörur og fór hún vestur aftur. — BÞ. Danskt blað segir tréttir: Vélbyssur frú íslundi til Klukksvíhur KHÖFN í gærkvöldi — Viggo Kampmann, fjármálaráðherra Dana, flaug síðastliðna nótt til Prestvíkur í Skotlandi. í Glasgow steig hann um borð í herskipið Holger Danske, sem flytur hann til Færeyja. Ráð- herrann er væntanlegur til Þórs- hafnar í fyrramálið og hefjast samningaumleitanir strax og hann er kominn í land. Bæði ráðherrar og formenn helztu stjórnmálaflokkanna tóku þátt í fundinum, sem haldinn var í gær, er skýrsla Kampmanns var rædd. Kaupmannahafnarblaðið ,,Dag- ens Nyheder“ ræðir í dag um „ógnir óróaseggjanna í Klakks- vík við andstæðinga Halvorsens“. Blaðið segir að „óróaseggirnir" hafi í höndum allmargar vélbyss- ur og að nokkrar þeirra hafi þeir fengið frá mönnum á íslandi, sem hafi samúð með þeim. Hátíðleg' athöin í Bonn í áagi BONN, 4. maí — Stjórnlaga- rétturinn í Karlsruhe kvað upp þann úrskurð í dag, að fransk þýzki sáttmálinn um Saar færi ekki í bág við stjórnarskrá sambandslýðveldisins. Með því var síðustu hindrun rutt úr vegi fyri” því, að Sambands- lýðveldið Þýzkaland gæti hlot- ið aftur fullveldi sitt. Á hádegi í dag ganga hernáms- fulltrúar Breta og Frakka, þeir Frederick Hoyer Millar og Francois Poncet, fyrir Adenauer kanslara í Palais Schaumburg í Bönn og afhenda honum full- gildingarskjöl í tveimur atriðum Parísarsan.ninganna, atriðinu um fullveldi Þýzkalands og um að hernámi Þýzkalands sé lokið. (Hernámsfulltrúi Bandaríkjanna hafði afhent skjöl sín fyrir nokkr um dögum). Um það leyti, er Þýzkaland hlýtur fullveldi sitt aftur verða rétt tíu ár liðin frá því að herir Hitlers gáfust upp skilyrðislaust á Liineburger heiði. Athöfninni, en hún verður mjög stutt verður útvarpað um allar stöðvar í Vestur-Þýzka- landi. UMMÆLI EISENHOWERS Er afhending fullgildingarskjal anna hefir farið fram er hlut- verki hernámsfulltrúanna þriggja í Þýzkalandi lokið. Ganga þeir þá á fund Theodors Heuss, for- seta Sambandslýðveldisins og afhenda honum embættisskilríki sín, sem sendiherrar landa sinna í Vestur-Þýzkalandi. Eisenhower forseti lét þau orð falla á blaðamannafundi í Washington í dag að hann von- Framh. á bls. 2 Meslu hálíðahöld í sögu Dana KHÖFN, 4. maí — Mikið hefur verið um dýrðir hér í tilefni af því að tíu ár eru liðin í dag frá því að Danir losnuðu undan ánauð Þjóðverja, og eru ekki dæmi til annara eins hátíðahalda í sögu landsins. Nokkrir kaldir skúrar megnuðu ekki að draga úr gleði fólksins. H.C. Hansen, forsætisráðherra, flutti ræðu í hófi í ráðhúsinu og þakkaði þar bandamönnum og einnig Svíum. í morgun söfnuðust saman 10 þúsund börn á torginu fyrir framan konungshöllina og þar flutti Friðrik konungur stutt ávarp. Þarna voru m.a. 150 börn, sem fæddust fyrir réttum tíu ár- um. — Á meðal ræðumanna á Ráð- hústorginu í dag voru, auk for- sætisráðherrans, H.C. Hansens, Gustav Möller, fyrrum félags- málaráðherra Svía, Dewing, her- foringi úr her Breta, en hann var fyrsti herstjóri Bandamanna í Danmörku, og Diðrik Seip frá Noregi. FYRSTU undirtektir Banda- ríkjastjórnar undir það tilboð Chu En Lains, að hefja beina samninga við Bandaríkin með það fyrir augum að draga úr viðsjám á Formósusundi, var á þá lund, að Chiang Kai Shek yrði að eiga fulltrúa við samningaborðið. Síðar gaf Eisenhower skýringu á þess- ari afstöðu og sagði að Banda- ríkin væru fús til þess að hefja samninga við Kínakommún- ista með það fyrir augum að draga úr viðsjám. En — bætti hann við — jafnskjótt og far- ið verður að ræða málefni er varða stjórn þjóðernissinna á Formósu, þá verður óhjá- kvæmilegt að fulltrúar þjóð- ernissinnastjórnarinnar verði kvaddir til ráða. o----•----o UM LÍKT leyti og orðaskiptin fóru fram milli Bandaríkja- stjórnar og Kínakommúnista, voru tveir fulltrúar Banda- ríkjastjórnar, Radford, yfir- maður herráðs Bandaríkjanna og Robertson, varautanríkis- ráðherra, staddir á Formósu. Menn þessir eru báðir nánir einkavinir Chiang Kai Sheks. Á meðan þeir dvöldu á For- mósu var þeim valið aðsetur í sumarhúsi aðeins tíu mín- útna gang frá heimili Chiangs. Radford og Robertson eru nú komnir heim til Washing- ton og ætluðu að gefa skýrslu til Eisenhowers forseta í gær, þriðjudag. Ekki er vitað um erindi þefrra, en hugsanlegt er, að þeir hafi reynt að telja hinum aldna kínv. hershöfð- ingja hughvarf, að því er varðar ákvörðun hans að verja eyjarnar Matsu og Que- moy, hvað sem það kostar. — Almenningsálitið í Bandaríkj- unum virðist nú vera orðið því fráhverft að Bandaríkin tefli á þá hættu, að atomstyrjöld hefjist út af þessum eyjum. o-----------•----o NÚ UM mánaðamótin var talið að Kínakommúnistar hefðu verið búnir að Ijúka að fullu undirbúningi sínum undir her töku Quemoyeyjar. Þeir hafa undanfarna mánuði unnið að því nótt og dag að gera flug- velli við ströndina — gegnt Quemoy — og inni í landi og er gert ráð fyrir að landtaka á hinni sendnu strönd Que- moys muni heppnast, ef þjóð- ernissinnar fá enga hjálp frá sjöunda flota Bandaríkjanna. Chiang hefir 60 þús. manna lið til varnar og um 500 flug- vélar, gegn 300 þús. manna árásarliði Kínakommúnista og um 1500 flugvélum þeirra. — Hertaka Matsueyjar mun að líkindum einnig takast, þótt sendin strönd sé þar aðeins á tólf stöðum, en hitt háir hamraveggir. o----•-----o EN JAFNVEL þótt Chiang Kai Shek beygði nú af og féllist á að flytja herlið sitt frá þess- um umdeildu •eyjum, þá er langt bil enn sem fyrr milli afstöðu Bandaríkjastjórnar og Kínakommúnista, að því er varðar framtíð sjálfrar For- mósueyjar. Á fyrsta maí kröfuspjöldum kínverskra kommúnista nú síð ast, var að vísu ein krafan um að vinátta megi takast milli Kínverja og Bandaríkja- manna. En önnur krafan, sem ekki var síður áberandi, var um það, að kínverski herinn verði á allan hátt að vinna að því að Formósa verði „leyst úr ánauð“. Adlai Stevenson, forseta- efni demókrata í Bandaríkj- unum, hefir lagt það til, að margar ríkisstjórnir komi sér saman um að ábyrgjast ör- yggi Formósu og að síðar verði her þjóðernissinna flutt- ur frá Quemoy og Matsu. Enn- fremur hefur Stevenson lagt til, að Formósa verði sett und- ir umboðsstjórn Sameinuðu þjóðanna og að síðan fari þar fram atkvæðagreiðsla. — Dulles hefir látið orð falla á þá lund, að Bandaríkajstjórn sé ekki fráhverf þessari hug- mynd. o----•-----o Á BLAÐAMANNAFUNDI síðast- liðinn miðvikudag, sagði Eis- enhower forseti, að „sjötta skilningsvitið“ segði sér að bjartara væri á lofti“ í heims- málum. Á þessum sama fundi gaf forsetinn áðurnefnda skýr ingu á afstöðunni til samnings fundar við Kínakommúnista, án þátttöku þjóðernisstjórnar- innar. Forsetinn sagði frá þessu um sjötta skilningsvitið, en bætti því við að sjálf at- burðarásin benti i allt annað en friðarátt og er talið að hann hafi þar átt við liðssam- drátt Kínakommúnista á meg- inlandinu, handan við Que- moy og Matsu og viðsjárnar í Suður-Vietnam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.