Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1955 Oheiðarlegur málfiulningur !H hai Verkamenn njóta góðra byggingakjara, en hækkantli kostnaður vegna verkfallslausnar- innar veldur þeim stórfelldum erfiðleikum AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið nokkrar umræður á þingi um Váxtahækkanir hjá opinberum byggingarsjóðum. Hefur verið lagt til að vextir hjá byggingarsjóðum bæði í kaupstöðum og sveitum yrðu hækkaðir úr 2% í 3%%. Hefur þessi hækkun verið talin ðhjákvæmileg einfaldlega vegna þess að allir innlánsvextir hafa hækkað verulega, svo að byggingasjóðirnir geta nú ekki fengið lán mpð betri vaxtakjörum en 6%%. efnið að beita öðrum eins mál- TiMMÆLI HAR. GUÐMUNDSSONAR Þessi; vaxtahækkun hefur nú orðið bæði í byggingarsjóðum •sveitanna og kaupstaðanna. En í sambandi við það birti Haraldur GuðraUhdsson þingmaður Al- þýðúflokksins nefndarálit, sem fól í sér óvenju rakalausan áburð. Sagði hann að sveitunum og kaupstöðunum væri nú mjög mismunað sveitunum í hag. — Kæmi -þetta m. a. fram í því að í húsnæðismálafrumvarpinu væri sveitunum tryggðar 12 milljónir kr. en byggingarsjóðum í kaup- stöðum-ekki tryggt neitt fé. Taldi Haraldur að þetta sýndi að þing- meirihluti mismunaði stéttum þjóðfélagsins og vildi ekki skilja nauðsyn verkamanna og kaup- stáðarþúa. TIU SVEITA EÐA BÆJA Lárus Jóhannesson, sem var framsögumaður meirihluta fjár- hagsnefndar, vísaði þessum áburði hjá Haraldi algerlega á bug. Hann væri rakalaus, og mætti einfaldlega benda á það að obbinn af öllu fé sem ætlað •væri til húsbygginga, gengi til kaupstaða og þorpa. Ákvæðið um 12 milljónirnar til byggingasjóðs sveitanna væri því aðeins sett til þess að allt féð færi ekki til bæj- anna. HAGSMUNAMÁE> ALLRA Lárus benti einnig á það, að með því að tryggja sveitun- um nokkuð fjármagn, væri unnið að því að takmarka straum fólks úr sveitunum tii kaupstaðanna. Það er því ekki síður hagsmunamál kaupstað- anna, að fólki sé gert lífvæn- legt að búa í sveitunum með því að veita að minnsta kosti nokkru af húsbyggingafénu þangað. BÆTIR EKKI UM FYRIR MÁLINU Gísli Jónsson lét einnig í ljós vindrun yfir þeirri frekju og óskammfeilni, sem hefði birzt í orðum Haraldar. Er það að vísu góðra gjalda vert, að styðja góð málefni eins og byggingársjóð í kaupstöðum og kauptúnum. En það er sízt til góðs fyrir mál- Fullreldi Framh. af bls. 1 aðist til þess að fullveldi Vestur- Þýzkalands myndi leiða til þess að Frakkar og Þjóðverjar myndu láta fornan fjandskap niður falla. F'ullgilding Parísarsamninganna á að vera upphaf nýs tímabils velfarnaðar í Evrópu, sagði for- setinn. Á morgun fer fram í Brussel og Washington afhending á full- gildingarskjölum um þátttöku Þjóðverja í Bandalagi Evrópu og í Atlantshafsbandalaginu. Á lapgardaginn koma utan- xíkisráðherrar landanna sem eru aðilar að Atlantshafsbandalag- inu saman í París og þar verða Þjóðverjar teknir í bandalagið við hátíðlega athöfn. Adenauer kanslari hóf þegar í dag undirbúning að næsta áfang- anum í sjálfstæðisbaráttu Þjóð- verja — sameiningu alls Þýzka- lands. Ræddi hann þetta mál í heila klukkustund við Ollenhau- er, leiðtoga sósíaldemókrata. flutningi og þessum. SAMANBURÐUR Á BYGGINGARKJÖRUM VERKAMANNS OG SVEITA- MANNS Því næst gerði Gísli lítillega samanburð á þeim kjörum til byggingarlána, sem verkamenn og sveitamenn njóta. Ef verka- maður byggir íbúð sem kostar 200 þúsund krónur, fær hann 75% eða 150 þús. kr. að láni úr sjóðnum. — Ef sveitamaðurinn byggir sér íbúð fyrir sama verð, fær hann aðeins 60 þús. kr. að láni úr byggingarsjóði sveit- anna. Þessi lán fá þeir báðir með þeim góðu kjörum að greiða 314% vexti. En síðan verður verkamaðurinn að afla sér 50 þús. kr. til viðbótar, en sveitamaður- inn 140 þús. kr. og þá með miklu hærri vaxtakjörum. Gísli rakti þetta aðeins til að sýna fram á hve ummæli Harald- ar hefðu verið öfgakennd og ó- sanngjörn. AFLEIÐING VERKFALLSINS STÓRHÆKKAÐUR BYGGINGARKOSTNAÐUR Þá kom Gísli Jónsson næst að öðru atriði viðvíkjandi bygging- armál verkamanna. Hann benti á það, að með krónutöluhækkun kaupsins hefði þröskuldur verið lagður í veg fyrir þá verkamenn, sem ætluðu að byggja sér íbúð. Það væri undarlegt að Haraldur Guðmundsson, sem þættist bera hag byggingarsjóðs verkamanna fyrir brjósti, þætti það engu máli skipta þótt byggingarkostnaður allur hefði nú stórhækkað eftir kauphækkanir í lok verkfallsins. Sú lausn á kaupdeilunni væri geysimikið áfall fyrir þá sem hefðu verið að undirbúa bygg- ingu íbúðar fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Væri enn ekki útséð um það, hve byggingarkostnaður almennt hækkaði, en allar slíkar hækkanir kæmu einmitt harðast niður á launþegunum. Hljémleiknr Siníóníu hljómsveitarínnnr 1. maí hátíðahöld HÚSAVÍK, 2. maí — Verkalýðs- félögin héldu 1. maí hátíðlegan hér á Húsavík, með kvöldsam- komu. Fluttu þar ávörp í tilefni dagsins, frú Guðrún Pétursdóttir og Páll Kristjánsson, bæjarritari. Þá skemmtu með söng Jóhann Konráðsson frá Akureyri og tvær dætur hans. Skemmtunin fór hið bezta fram. — Fréttaritari. ÞRIÐJU hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar undir stjórn Olavs Kiellands að þessu sinni, voru í Þjóðleikhúsinu 22. apríl s.l. og aðstoðuðu þeir Guðmund- ur Jónsson, söngvari og Nicanar Zabaleta. Fyrst var leikið „Síðdegisævin- týri skógarpúkans" eftir De- bussy, yndislegt verk, ríkt af náttúrustemningu, en með köfl- um mjög dreymandi. Var með- ferð hljómsveitarstjórans og hljómsveitarinnar með því allra bezta, sem afrekað hefir verið hér á tónleikum sveitarinnar, leikurinn ilmandi af mildri stemmingu og dreymandi lífsfró- un. Hefi ég aldrei áður heyrt hér svo fagran samleik. Átti hörpu- leikarinn sinn þátt í því hve verkið naut sín vel. Þá var konsertþáttur eftir Saint-Saens, og naut einleikar- inn, hörpusnillingurinn Zaba- leta, sín þar til fullnustu. Stráði hann hörpuhljómunum eins og „englahári" yfir tónaflóðið. Verk- ið er ákaflega aðgengilegt og mjög fallegt. Þriðji þátturinn voru sex söngvar eftir hljómsveitarstjór- ann, Olav Kielland, við ljóð eftir Per Sivle, fyrir einsöng og hljómsveit. Lögin sverja sig öll í ætt við höfund sinn, skiptast á sterk ljós og djúpir og dökkir skuggar, heillandi kæti og sár vonbrigði. „Dei mjuka Ord til Hjarta gjekk“. Olav Kielland mun áreiðanlega skilja hér eftir sig djúp og óafmáanleg spor í hjarta reykvískra tónlistarunn- enda, og fagna því allir að fá einnig tækifæri til þess að kvnn- ^ ast enn nýrri hlið á þessum j óvenjulega og stórbrotna per- | sónuleika. En hann er nú viður- kenndur sem eitt af höfuðtón- skáldum Norðmanna, svipað og gamli Kielland, frændi hans, var í hópi fremstu skálda sinnar tíð- ar. Guðmundur Jónsson söng lögin af næmum skilningi og kunnát.tu. eins og alltaf er hon- um tekst bezt upp. Síðasti hluti tónleikanna var 7. siníónía Beethovens. Var sin- fónían leikin af eldmóði og kyngikrafti. Með köflum, og alveg sérstaklega í öðrum þætt- inum, var leikurinn mjög áhrifa- mikill og þrunginn af hrifningu og æðri krafti. Eins og allir stór- ir listamenn er O. Kielland mjög misjafn, en þegar hann er beztur er eins og sjálf máttarvöldin haldi um tónsprotann með hon- um. O. K. hefir nú starfað hér í tæp fjögur ár og breytt, eins og komizt hefir verið að orði, hljóm- sveit okkar úr draum og síðar trú nokkurra bjartsýnna manna, og hinna alvarlegustu úr hópi hljómsveitarmannanna, í list- rænan veruleika, sem gefið hefir fjöldanum trúna á mátt hennar til þess að gegna sínu mikilvæga hlutverki í listuppeldi þjóðarinn- ar. Nú þegar O. K. hverfur aftur heim fylgja honum innilegar þakkir fyrir hið mikla starf hans, sem aldrei verður metið til fulls, vegna þess að ekkert verk er jafn vanþakklátt og það að takast á hendur að þvinga fram þann kraft, sem liggur yzt við mörk þess ógerlega, en einmitt þar skeður það, sem við höfum gefið nafnið list. O. K. hefir ekki dreg- ið af sér þau ár, sem hann hefir verið hér. Þegar hann var spurð- ur að því á sínum tíma hvort hann vildi takast á hendur að þjálfa hljómsveit hér í þrjú ár, svaraði hann með þeirri spurn- ingu, hvort við værum við því búnir að kosta útför hans að því stríði loknu, og var því lofað. En þrátt fyrir hinn ævintýralega ár- angur, sem orðið hefir af þessu þriggja ára starfi, eru ekki mikl- ar líkur til þess að það komi í Framh. á bls. 9 Námskeið fyiir norræna ■' r skólakennara NORRÆNA félagið í Finnlandi efnir til námskeiðs fyrir norræna búnaðarskólakennara á Trá- skánda dagana 17.—23. ágúst í sumar. — Frá Helsingfors verð- ur farið árdegis 17. ágúst via Ábo til Tráskánda. — Hinn 19. ágúst verður Sjökulla-skólinn heimsóttur, 20. ágúst Joensuu- búgarðurinn í Sibbo og Borgá, 21. ágúst m. a. skóli mjólkur- fræðinga í Aulanko og Hattula- kirkja. 22. ágúst verða eftirtald- ir staðir heimsóttir: Stjárnsund, Saris-þjóðgarður, Mustiala, Fors- sa, Koski, Pemar, og 23. ágúst verður svo farið frá Pemar til Ábo með viðkomu á Karvetti- búgarðinum og húsmæðraskóla 1 Egentliga-Finland. Kostnaðurinn verður 4000 finnsk mörk. — Norræna félagið í Reykjavík veitir nánari upplýs- ingar. Ferðir Útsýnar til London og Pnrisnr FERÐAFÉLAGIÐ ÚTSÝN var stofnað í þeim tilgangi að gefa almenningi kost á vel skipulögð- um hópferðum erlendis fyrir hóf- legt verð. Sumaráætlun félagsins er nú fullgerð og vandlega und- irbúin, og verður áherzla lögð á það, að þátttakendur njóti hvíld- ar, fræðslu og skemmtunar. Tveir hópar fara utan í sumar á veg- um Útsýnar, og hefst fyrri ferð- in frá Reykjavík 5. júlí. Farið verður flugleiðis til London og dvalizt á góðu hóteli við Picca- dilly Circus í vikutíma. Á þeim tíma gefst kostur á að heim- sækja stórverzlanir borgarinnar og söfn, s. s hið fræga vaxmynda- safn Madame Tussauds, mál- verkasafnið National Gallery of Art, Tower of London, útvarps- byggingu EBC og fleiri merkar byggingar, — dýragarð Lundúna, Kew Gardens, þar sem sjá má sýnishorn af öllum trjátegund- um og jurtum, sem þekktar eru á jörðinni, — og skemmtigarðinn Battersea Park. •— Frá London verður farið til Brighton, hins kunna baðstaðar við Ermarsund og dvalizt þar á góðu hóteli frammi við sjóinn í tvo daga til hvíldar og hressingar. YFIR ERMARSUND Frá Brighton heldur hópurinn til Parísar, og verður dvalizt þar í sex daga. Þótt dvölin í borg- unum sé vandlega undirbúin og skipuiögð, er áætlunin ekki bind- andi, og geta þátttakendur notið fyllsta frjálsræðis. í París gefst kostur á að heimsækja söfn og merka staði og kynnast sögu og menningu Frakka. Dvalizt verð- ^ur á hótelí í Montmartre-hverf- Nokkrar myndir frá París. Skammt frá Sacre Cæur á Montmartre neðst til vinstri er hótelið, sem gist verður á í ferðum Útsýnar í sumar. Spölkorn frá er Rauða myllan og margir frægustu skemmti- staðir Parísar. inu, skammt frá Rauðu myllunni og helztu skemmtistöðum borg- arinnar. Hið fræga listasafn Louvre verður skoðað, Notra Dame dómkirkjan og margar fleiri byggingar og söfn, ef þátt- takendur óska. Farið verður upp í Eiffelturninn og í ferðir út úr boi-ginni til Versala og hins fagra staðar Fonfainebleau, um 90 km fyrir sunnan París. Að morgni hins 19. júlí verður haldið heim- leiðis með flugvél og stendur ferðin alls 15 daga. % - SEINNI FERD ÚTSÝNAR Síðari ferð Útsýnar hefst fra Reykjavík 16. ágúst. Verður þá farið flugleiðis til London og höfð viðudvöl bar, en síðan haldið til Parísar og verður tilhögun með líku sniði og lýst var í fyrri ferð- inni, en frá París verður ferðazt með bifreið til Kaupmanna- hafnar. Farið verður um BelgíU og gist í Brussel, þaðan um Ant- werpen og Haag til Amsterdam og gist þar, en síðan um Norður- Þýzkaland og gist í Hamborg. Til ferðarinnar verður notuð nýtízku langferðabifreið, búin öllum þæg-< indum, og auk fararstjórana verður þerna farþegum til að- stoðar og leiðbeiningar. Til Kaupmannahafnar verðufl komið 30. ágúst. og dvalizt þan til 3. sept., en þá munu sumip þátttakendur halda heimleiðia með Gullfossi, en aðrir fara síðar með flugvél. ALLAR FERÐIR TIL OG FRÁ ÍSLANDI INNIFALDAR Kostnaður við fyrri ferðinaí verður 5—6000 kr. en þá síðarl 6—7000 kr. Innifalin í því verðl eru öll fargjöld, gisting á góð- um hótelum og allar máltíðir, þjónustugjöld og aðgangur aá öllum stöðum, sem heimsóttifl verða, og auk þess leikhússferð í London og París. Framkvæmdastjóri Útsýnar, Ingólfur Guðbrandsson, murS sjálfur stjórna ferðunum, en hanrí er nýlega kominn heim úr ferð tii London og Parísar og hefur lok- ið undirbúningi ferðarinnar er- lendis. Fáein sæti eru enn laus í ferð- um Útsýnar, en þeim, sem ráð- gert hafa ferð með félaginu árí þess að fastráða þátttöku sína, er ráðlagt að gefa sig fram hið allra fyrsta í sínrn 2990. Ráðgert er, að Útsýn efni tij fræðslufunda og tungumálanám- skeiðs með þátttakendum á næst- unni. ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.