Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1955 iroðflntMafófr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vifur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson- Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 6 mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. „BLÁI ENGILLINN“ KVIKMYNDIN þýzka, sem Tripolibíó sýnir nú, var tekin árið 1929 og fór þá sigurför víða um heim, enda er myndin frá- bær, bæði að efni og leik. Hún er djúpur og áhrifaríkur harm- leikur, byggður á sögunni um prófessor Unrath, eftir Heinrich MUm A Skipstjórinn á Uranusi sýknaður í Hæstarétti I FYRRADAG kvað Hæstiréttur upp dóm í máli gegn Heiga Kjartanssyni, skipstjóra á togaranum Úranusi, sem var sak- Þonnig vinnur Sjnlfstæðis- flckknrinn nð bættum lífskjörum þjóðnrinnnr EITT HIÐ heilbrigðasta í mann- legu eðli er sjálfsbjargar- hvötin. Af henni leiðir það, að hver einstaklingur keppir jafnan að því að bæta kjör sín og að- stöðu í lífsbaráttunni. í kjölfar þessarar viðleitni einstakling- anna rennur svo framför og þró- un í þjóðfélagi þeirra. Ef við athugum afstöðu hinna andstæðustu flokka íslenzkra stjórnmála, Sjálfstæðisflokksins og kommúnista, til þessa atriðis kemur þetta í ljós: Kommúnistar leggja fyrst og fremst áherzlu á það, að hæð kaupgjaldsins skipti öllu máli fyrir lífskjör fólksins. Þess vegna felist hin eina sanna kjarabar- átta í því, að fá það hækkað sem mest. í því sambandi skipti það ekki máli, þótt sannað sé að framleiðsla þjóðarinnar geti ekki mætt auknum tilkostnaði og hljóti jafnvel að stöðvast ef hann yrði aukinn. Sjálfstæðismenn telja að sjálfsögðu, að hæð kaupgjalds- ins skipti mjög miklu máli fyrir launþegana. Það eigi þessvegna að vera eins hátt og atvinnutækin á hverjum tíma geta borið, án þess að hætta skapist á stöðvun þeirra eða hallarekstri. Leiðin til þess að hækka kaupgjaldið sé fyrst og fremst sem fullkomnust framleiðslutæki og mest framleiðsla. I Á þessum grundvelii hafa Sjáifstæðismenn byggt af- stöðu sína til kaupgjaldsmál- anna í stórum dráttum. Og í skjóli þessarar stefnu þeirra 1 hefur atvinnureksturinn í landinu orðið þess megnugur á undanförnum árum að greiða launþegum sínum stór- hækkað kaupgjald. Mörg önnur ntriði koma til greina En sú kjarabarátta, sem ein- göngu miðast við kaupgjaldið eitt er mikils til of þröngsýn. Fjölmörg önnur atriði hafa áhrif á lífskjörin. Ber þar fyrst og fremst að nefna húsnæðið. Öll líðan og aðbúnaður fólks, hvort sem það býr í sveitum eða kaup- stöðum er ákaflega háður hús- næði þess. Fjárhagsleg afkoma þess fer og mjög eftir því, hvað það verður að borga fyrir hús- næði sitt, og hvort það býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Stuðningur við umbætur í húsnæðismá’um aimennings er því ein raunhæfasta leiðin til þess að bæta lífskjör þess. Á þessu hafa Sjálfstæðismenn, ekki sízt hér í Reykjavík, þar sem flokkurinn hefur ráðið mestu haft glöggan skilning. Þá er félagslegt öryggi ein- staklinganna ekki síður þýðing- armikið fyrir lífskjör þeirra og alla aðstöðu. Gildandi félags- málalöggjöf ræður því miklu um það á hverjum tíma, hvernig kjörum almennings er háttað. Ellilaun, fjölskyldubætur, slysa- tryggingar og sjúkrabætur hafa fyrst og fremst þann tilgang að vera samhjálp þjóðfélagsins í heild, koma í veg fyrir að sjúk- dómar og slys, elli eða ómegð valdi fátækt og skorti. En til þess að þjóðfélagið geti rekið þessa samhjálp þarf það sjálft að vera rekið á efna hagslega heilbrigðum grund- velli. í þjóðfélagi þar sem all- ur atvinnurekstur væri rekinn með tapi og atvinnuleysi og kyrrstaða rikti, væri óhugs- andi að skapa og viðhalda til lengdar félagslegu öryggi. Kjarabarátta á breiðari ; Mann. Prófessorinn, sem er vel agur um ag hafa verið að veiðum innan landhelgi út af Svörtu- metinn kennari við shoia ,elno loftum á Snæfellsnesi. Skipstjórinn var sakfelldur í undirrétti, en hinfr ungu^nemendur sÍóíans Hæstiréttur sýknaði hann á þeim forsendum, að með staðarákvörð- tíðka komur sínar á „kabaret"- un sem Serð var væri eiSi fengin næg sonnun fyrir því, að tog- j sýningu í borginni, heillaðir af arinn hafi verið að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna. | ungri dansmær þar, Lulu að ' nafni.Bregst prófessorinn reiður við þessu athæfi piltanna og fer í kabarettinn til þess að fá vissu um það, sem þar er á seyði. Hitt- ir hann þar fyrir hina ungu og . . . . , , . glæsilegu Lulu og fellur sjálfur >ahafnar tvelr starfsmenn land- gæzlumenmrmr grundvelli Sjálfstæðismenn byggja þann- ig baráttu sína fyrir bættum lífs- kjörum fólksins á allt öðrum og breiðari grundvelli en kommún- istar, sem aðeins einblína á tíma- kaupið eitt og láta sig engu skipta þótt athafnalíf þjóðarinnar lamist og atvinnuleysi og vandræði berji að dyrum heimilanna. Hinn mikli muiiur, sem er á þeirri kjarabaráttu, sem Sjálf- stæðismenn beita sér fyrir og ,,kjarabaráttu“ kommúnista kem- ur mjög greinilega í ljós þegar litið er yfir verk þessara tveggja andstæðu flokka á s.l. vetri. Sjálf stæðismenn hafa á þessum tíma haft forgöngu um setningu lög- gjafar, sem á fjölmarga vegu miðar að bættri aðstöðu þjóðar- innar í lífsbaráttunni. Er þar fyrst að geta ráðstafana til stór- aukins stuðnings við íbúðabygg- ingar í landinu. í stað þess að 25—30 þús. kr. lán hafa verið veitt tiltölulega fáum einstakling- um út á íbúð undanfarin ár er nú gert ráð fyrir að 70—100 þús. kr. lán verði veitt hundruðum fjölskyldna á næstu árum. Auknu fjármagni hefur verið veitt til lánastofnana sjávarút- vegs og landbúnaðar, Fiskveiða- sjóðs og sjóða Búnaðarbankans. Því fé mun verða varið til þess að bæta atvinnutækin til lands og sjávar, auka framleiðsluna og þar með þann arð, sem kemur til skipta milli þeirra, sem skapa hann. Ólíkt hafast þeir að Á þessum vetri hefur ennfrem- ur verið gengið frá áætlunum um hina miklu rafvæðingu landsins. Með framkvæmd þeirra verður hafizt handa um byggingu fjögra raforkuvera, eins við Efra Sog fyrir Reykjavík og Suðvestur- land, tveggja á Vestfjörðum og eins á Austurlandi. Þessi nýju orkuver munu skapa mjög aukið atvinnuöryggi og lífsþægindi í öllum landshlut- um. Enn mætti nefna fjölmörg mál, sem Sjálfstæðismenn og ríkis- stjórnin í heild hefur unnið að á liðnum vetri. Á sama tíma, sem Sjálf- stæðismenn hafa staðið mitt í þessari þýðingarmiklu baráttu fyrir bættum lífskjörum al- mennings í landinu hafa kommúnistar hamazt við að eyðileggja árangur uppbygg- ingarstarfsins. Á sama tíma sem Sjálfstæðismenn beita sér t. d. fyrir aukinni lánastarf- semi til íbúðabygginga bisa kommúnistar við að hækka byggingarkostnað og lækka verðgildi íslenzkrar krónu. fyrir atlotum hennar og fegurð. Hefst þar með hin átakanlegasta harmsaga þessa hjartaprúða manns. Hann gleymir sér í örm- um hinnar heillandi konu, fórn- ar henni stöðu sinni og virðingu samstarfsmanna sinna og kvæn- ist henni. Hann ferðast nú með leikflokki Lulu víða um og nið- urlæging hans verður æ meiri eftir því sem tíminn líður í þessu ; umhverfi, sem er í engu sam- boðið menntun hans og hugarfari. — Hann er fyrir löngu orðinn snauður að fé og selur nú myndir af konu sinni, Lulu, milli borð- anna í gleðisölum „kabarettsins". Að lokum er hann neyddur til þess að leika mannskrípi eða trúð Framh. á bls. 12 Málavextir eru í stuttu máli ingu, sem hann færði út á venju- sem hér segir: | legt sjókort og virtist skipið skv. Mánudaginn 5. april 1954 var henni hafa verið 0,5 sjómílu inn- flugvélin TF-ISH á gæzluflugi an landhelgislínu. við Snæfellsnes. í henni voru auk | Síðar gerðu báðir landhelgis- hornamælingu helgisgæzlunnar, þeir Guðmund- yfir skipinu, færðu hana út á ur Kjærnested og Hörður Þór- hallsson. MEÐ VENJULEGT SJÓKORT Klukkan 12,34 þegar flugvélin var stödd yfir landinu suður af Skarðsvík, sáust allmargir tog- arar úti af Svörtuloftum. Var þá samstundis haldið þangað og stefnt að þeim togara, sem virt- ist vera grynnst. Sögðu land- helgismennirnir, að þeir hefðu flogið yfir þetta skip, sem reynd- ist vera Úranus. Kváðu þeir skip- ið hafa verið í vestlægri stefnu með stjórnborðsvörpu í sjó og beint yfir skipinu gerði Guð- mundur Kjærnested hornamæl- 1Jetvab andi áhrífar: K Svanirnir áreittir ÆRI Velvakandi! Ég hefi orðið þess var, þeg- ar ég hefi gengið fram hjá Tjörn- inni, að blessaðir svanirnir, sem nú eru þangað komnir, eru hafð- ir að bitbeini af börnum og ungl- ingum. Það er kastað að þeim grjóti og alls kyns rusli. — Þetta er afleitt. Þessir fögru fuglar verða að fá að vera óáreittir. Þeir eru bæjar- búum til yndis og skemmtunar og harla hlálegt er, að börnin skuli í staðinn veita þeim svo kaldar kveðjur. Mér finnst, og svo mun flestu ærlegu fólki far- ið, að foreldrar ættu að temja börnum sínum nærgætni við dýr- in engu síður en kurteisi við mannfólkið, eða hvað finnst þér, Velvakandi góður? Björn Bragi“. Hæpin afstaða SVO sannarlega er ég Birni Braga sammála um þetta atriði, og iðulega hefir það verið gert að umtalsefni hér í dálkun- um. Það er furðuefni hverjum venjulega gerðum manni, að i nokkur skuli geta fundið hjá sér 1 löngun til að víkja illu að þess- um góðvinum okkar, fuglunum á Tjörninni. Sumir láta sér nægja | að yppta öxlum og kenna slíkt ungæðishætti og óvitaskap, sem | ekki þýði að fást um. En slík af- staða er vart réttlætanleg. I Óprúttni og stráksháttur, , grimmd og , mannúðarleysi á I hvergi rétt á sér, ekki heldur hjá börnum og unglingum, og for- eldrum ætti að vera það ljóst, hve , háskalegt það er, að börn þeirra | komist upp með neitt af slíku tagi í skálkaskjóli þess, að þau eru börn! Hvert er hlutverk upp- alandans, ef ekki einmitt það að leiða hinum ungu fyrir sjónir, hvað er rétt og hvað er rangt og beina þeim inn á brautir hins góða og fagra með orðum og eftirdæmi? í Omakleg aðfinnsla BRÉFI að norðan segir: „Velvakandi góður! í dálkum þínum 27. apríl s.l. birtir þú bréf frá Hafnfirðingi, sem nefnir sig „Hneykslaður". — Efni bréfsins er, að mínu áliti, ómaklegar aðfinnslur á söng tveggja ungra stúlkna á Akur- eyri — og þó frekar á r.ieðferð þeirra á textum laganna, sem þær sungu. Máli sínu til stuðn- ings skrifar hann brot úr einum texta. Við lestur þess, eftir mis- þyrmingu hins „hneykslaða" virðist mér vera búið að snúa þessu gullfallega kvæði á það mál, sem hvergi er talað hér á landi. Og áreiðanlega mun þessi málvöndunarvinur ekki heyra þennan framburð hér fyrir norð- an. Ég skal játa, að ég hlustaði ekki á þær systur syngja í um- ræddum barnatíma, en ég hefi hins vegar verið svo heppinn að heyra þær syngja þessi lög og um leið, hve látlaust og yndis- lega þær túlka söng sinn. Með þökk fyrir birtinguna. Sjúklingur á Kristnishæli". ,H' Tíeyringur í rúgbrauði VAÐ heldurðu, að ég hafi fundið í brauðinu mínu, lagsmaður, í gærkvöldi annað en beinharðan tíeyring! Já, sem ég lifi var það tíeyringur og býsna harður var hann undir tönninni“, sagði maður nokkur, sem ég hitti á förnum vegi og gaf sig á tal við mig. Hann var öldungis gáttaður á þessu fyrirbæri og velti fyrir sér á marga lund, hvernig tíeyrings-tetrið hefði komizt í rúgbrauðið það arna, sem að öðru leyti var eins og hvert annað hversdagslegt rúg- brauð. „Ég geymi gripinn, svo sannarlega“, bætti hann við, „hver veit nema þetta sé einhver lukku-peningur, kannski til að benda mér á, að ég eigi eitthvað meira í vændum, t d. þúsundir í happdrætti — eða bara í brauð- sneiðinni minni?!“ MerxlB, klæMr UnðlS venjulegt sjókort og reyndist skipið skv. því vera um fiskveiði- takmörkin. SKIPSTJÓRINN KVAÐST HAFA VERIÐ UTAN LÍNU Helgi Kjartansson neitaði að hafa verið að veiðum innan lahd- helgislínu. Skýrði hann svo frá, að er flugvélin kom fyrst að tog- aranum hafi hann verið í 4,2 mílna fjarlægð frá landi. Kvað | hann Radar hafa sýnt þetta og sömuleiðis kvaðst hann ekki hafa togað í vesturátt, heldur í norð- urátt. DÓMUR UNDIRRÉTTAR Undirréttur taldi sannað af skýrslum landhelgisgæzlumann- anna, að togarinn hefði verið að veiðum innan landhelgi og dæmdi skipstjórann í 74 þús. kr. sekt og að afli og veiðarfæri skyldu gerð upptæk. ATHUGUN SÉRFRÆÐINGA En þegar málið kom fyrir Hæstarétt var áfram haldið mikl- um framhaldsrannsóknum. Voru dómkvaddir siglingafróðir menn til að meta sönnunargildi ýmissa atriða í málinu. Við athugun kom það þá í ljós, að hið almenna sjókort sem land- helgisgæzlumennirnir höfðu markað staðarákvörðun á var svo ónákvæmt, að þó þeir fram- kvæmdu rétta merkingu, færðist sá staður um 0,3 sjómílu utar. Ástæða þess er sú, að við kopar- stunguprentun á sjókortum er pappírinn, sem þau eru prentuð á bleyttur. Þegar hann þornar er það algengt að hann skekkist nokkuð til og getur af því leitt ónákvæmni. Nú voru sérfræðing- ar látnir teikna nákvæmara kort og færa út á það staðarákvarðan- ir landhelgisgæzlumannanna. — Reyndist þá fyrri staðarákvörð- unin 0,16 sjómílu innan fiskveiði- takmarkanna (þó forstjóri land- helgisgæzlunnar teldi hana tæp- lega 0,2 sjóm.), en hin síðari 0,35 sjómílu utan þeirra. EKKI HÆGT AÐ BYGGJA Á MÆLINGU Síðar segir Hæstiréttur, að ekki sé hægt að byggja á fyrri mæl- ingunni, þar sem aðeins annar löggæzlumannanna mældi hana. Einnig taldi Hæstiréttur, að ljós- myndir, sem fram hefðu verið lagðar, bentu til þess, að mið í þessari mælingu hefði ekki ver- ið nægilega nákvæmt,. Þykir Hæstarétti þvi þessi staðarákvörðun ekki nægilega örugg til að hún verði talin næg sönnun þess, að ákærði hafi verið innan fiskveiðitak- markanna að botnvörpuveið- um á fyrrgreindum tíma. Ber því að sýkna hann. Orðsending BILAHAPPDRÆTTI Sjálfstæðis flokksins. — Skrifstofa happ- drættisins er opin daglega í Sjálf- stæðishúsinu frá kl. 9—12 f. h. og 1—6 e. h. Pantaðir miðar óskast skttir hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.