Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 1955 1 --- -- - -- - -- -- - -- DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY FramKaldssagan 28 þegar þú hefur lokið henni, skul- um við fara aftur og vita, hvað xaunverulega hefur komið fyrir“. Hann hnipraði sig beíur niður í sætið. Hún fór að segja söguna um ljósin og dyrnar og meðan hún talaði, seig höfuðið smátt og smátt niður, þar til vangi hennar hvíldi á haridlegg hans. Hún var svo einkennilega hamingjusöm hið innra með sér, aðeins vegna þess að þt'U tvö voru að tala um einker.nilega hlutr. j ! SJOUNDI KAFLI I Það leit út fyrir, að Philip ætlaði að fara að ta±a um þetta allt að loktim. Þau höfðu dregið sig frá ölljm öðrum og stóðu nú saman tvö ein við arimnn. Þau hefðu átt að hefja samræðurnar um leit og þau höfðu hætt við leikinn við borðið. Augu þeirra mættust, og Margaret var viss um, að ef Philip væri ekki of stoltur til að tala við hana, var hann að minnsta kosti feiminn. Það leit út fyrir eins og hann a-tlaði að í'ara að segja eitthvað. Hann herpti saman varirnar og hún kannaðist vel við þennan svip, og hann vakti ekki neinar skemmtilegar endurmmningar. — Hann sagði mjög alvarlegur: — „Skildir þú, hvað ég átti við. þeg- ar ég var að tala við borðið, Margaret? Þú veizt, að það er mikilvægf. Ég á við mikilvægt fyrir okkur". j Auðvitað hafði hún skilið hann. Hún beið stundarkor’n, áður en hún svaraði, en það var aðeins til að finna réttu orðin til þess að þau gætu raunverulega orðið sátt. En þá — áður en hún hafði getað svar^ð — kom þetta fyrir. Ljósin höíðu slokknað. Það var eins og húsið vildi ekki leyfa þeim að vera í friði. Hún var einmitt að jafna sig eftir þetta einkennilega atvik í herbergi ung frú Femm, og nú slokknuðu ljós- in. í fyrstunni virtist herbergið vera koldimmt en síðan sást ör- lítill bjarmi frá arninum. Karlmeunirnir fóru að tala um Ijósin og °hilip, sem vissi allt um slíka hluti, bauðst til að reyna að koma Ijósunum í lag aftur, en herra Femm hélt því fram, það það væri ekki til neins. — Margaret hlustaði ekki á sam- talið, en virtist aðeins vera ánægð að heyra raddirnar, en þegar sir William kvcikti á eldskýtu og fór að taia um kerti, mundi hún eft- ir kertinu sem hún hafði tekið með sér úr herbergi ungfrú Femm. Þau kveiktu á kertinu og settu það á borðið, en í sama bili kom ungfrú Ferr.m til þeirra með ann- að kerti. „Ég sé, að þið hafið kerti“, kallaði húr. til þeirra. „En horfið á það, það blaktir, eins og það sé einhveiy, staðar dragsúgur". -—• Hún horfði í kringum sig. „Hurð- in er galopin". Hún gekk að henni og r'ke!lti henni aftur. Því næst setti hún kertið frá sér á borðið, og leit til skiptis framan í aðkomufólkið. „Hlustið þér nú á“, hrópaði sir William, „yetum við ekki feng- ið neitt annað, einhvern lampa, eða eitthvað slíkt. Það er ekki mikið ljós af þessu eina kerti'. „Hvað þá?“ hrópaði ungfrú Femm og leit á bróður sinn, sem útskýrði þetta fyrir henni með hvæsandi röddu. — Margareti fannst hún allt í einu heyra óljóst, að barið væri að dyrum, en hún hélt að sér hefði skjátl- ast, þar sem enginn virtist heyra það nema hún Þá byrjaði ung- frú Femm :;ð tala, og þegar hún gerði það, var ekki hægt að festa hugann við nokkuð annað. „Láttu þau fá stóra lampann", sagði hún. Ungfrú Femm talaði alltaf við bróður sinn um þau, eins og þ vi væru hér alls ekki. „Það er olía á honum. Við not- uðum hanr síðast, þegar ljósin slokknuðu. Við verðum að hafa ljósin hérna niðri, því það er ekki bara til að þóknast þeim. Við verðum að muna eftir Morgan. Farðu og náðu í stóra lampann, Horace, þú veizt, hvar hann er“. Hann hotfði á hana í Ijósinu frá kertinu. Því næst stamaði hann eftir stundar þögn: „Já, — ég — ég held það: En ég man þó ekki hvar hann er. Ná þú í hann, Rebecca". „Nei, það get ég ekki“! hróp- aði hún. „Hann er of stór fyrir mig, og ef þú veizt ekki, hvar hann er, skal ég segja þér það. Hann er á litla borðinu uppi á efri ganginum“. Rödd hennar var 4ra—5 herbergja íbúð ■ í húsi við Mímisveg er til leigu frá 14 maí þ m., ásamt : ■ bílskúr. Tilboð merkt: „Mímisvegur — 382“, sendist afgr. I Mbl fyrir 8. þ. m. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur I er að hefja undirbúning að 24 íbúða sambyggingu á lóð- ■ inni nr. 12 við Kleppsveg. — Þeir félagsmenn, sem áhuga : • ■ hafa á því að fá þar íbúð komi til viðtals í skrifstofu : félagsins í Búnaðarbankahúsinu III. hæð, þriðjudaginn ■ 10. maí kl. 5—7. ■ STJÓRNIN ■ Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúseigenda verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu á morgun föstudag kl. 2 e.h. Stjórnin, RAFGEYMAB í BIFHJÓL Fjórar stærðir fyrirligpjancli iíaii- og talkerfi Fjölmargar opinberar stofnanir • og einkafyrirtæki hafa þegar ■ tekið Autofon-kerfið í þjónustu • ■ sína. — Reksturskostnaður eng- : ■ inn. — 12 númer fáanleg. ■ Allar nánari upplýsingar ; gefa ■ ■ Einkaumboðsmenn ; ■ ■ Ludvig Storr & €©. Slæmt blek getur eyði- lagt góðan penna. Það er ávallt viturlegt að nota Parker Quink. Að eins Quink inniheldur wlv-x, sem hreinsar óhreinindi, varnar tær- ingu og heldur pennan- um hreinum. 6 fagrir litir. GERIÐ PENNA YÐAR ENDINGARBETRI Fkrker Bnmk EINA BLEKID SEM INNIHELDUR sohr-x Verð 2 oz. kr. 4,75; 16 oz. kr. 17,35; 32 oz. kr. 28,85. Einkaumboðsmaður: Sig. H. Egilsson, P.O. Box z83. Rvík. 6016-1 ai frlkka vi(j ftuottimi í húð heilbrigðs æskufólks er efni, sem nefnt er Lecithin. Færir það hörundinu fegurð og mýkt. — Þetta efni er líka í Leciton-sápunni. — Hún freyðir vel, og forðan er létt og geðfeld og ilmur hennar þægilegur. — Leciton-sápan er hvorttveggja í senn, sápa og smyrsl, sem hjálpar hörundinu til að halda svip æsku og fegurðar. HEILDSÖLUBIRGÐIR I. Orynjélfsson & lívaran ■ •■■■■•■■■■■■«•••■■■■■■■»••• ■(! Múraror óskast sem fyrst til að múra hús að utan. Tilboð merkt: ,,Fríðindi“ —373, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi j n. k. miðvikudag 11. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.