Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður ttnMðM 43 árgangur 101. tbl. •— Föstudagur 6. maí 1955 Prentsmið'ja Morgunblaðsins Finnar óttast afskipti Rússa af vörnum landsins Hrefjast Rússar flugvalla og ratsjárstöÖva á finnskri grund? í V.-ÞýzkaSand frjálst og full- valda — eftir tíu ára hernám Sambandsstjórnin mun taka til óspilltra málanna við að sam- eina Þýzkaland í eina heild GREIN, er birtist nýlega í ^ brezka blaðinu „Economist", er því haldið fram, að Ráðstjórnar- ríkin hafi eða muni mœlast til þess við Finna að fá að reisa ratsjár- stöðvar meðfram strönd Botníska flóans og byggja flugvelli á nokkrum stöðum í landinu. — Finnska varnarmálaráðherranum, Emil Skog, var boðið til Moskvu einmitt til að ræða þessi mál, seg- ir blaðið. Rétt er það, að Skog var boðið til Rússlands skömmu eftir nýjár. Ef dæma á af opinberum tilkynn- ingum finnsku stjórnarinnar, hef ur hún ekki álitið, að hér væri um mikilvægan viðræðufund að ræða. Og Skog hefur heldur ekki farið til Rússlands eða svarað boðinu játandi. ★ ★ ★ Segja má, að grein brezka tim.iritsins sé byggS á sögu- sögnuni eingöngu, en því verð- ur þó ekki neitaS, að æ greini- Iegar keniur í ljós, að Rússar bafa vaxandi áhuga fyrir að fá herstöSvar í Finnlandi. I nóvember s. 1. tókst Finnum, með sinni alkunnu samningalip- urð, að komast hjá því að þigg.ia boð Ráðstjórnarinnar um að sitja „allsherjar Evrópuráðstefnu" í Moskvu, og er Mikoyan, sem þá var vMskiptamálaráðherra, heim- sótti Helsingfors og lagði til, að komið yrði á fót finnsk-rússneskri nefnd til að rannsaka hermál begg.ja landanna, stungu Finnar tillögunni undir stól. ★ ★ ★ Það vakti nokkurn óróa með Finnum, cr Rússar skipuðu, fyrir rúmum mánuði, fyrirvara- laust nýjan hermálafulltrúa við sendiráðið í Helsingfors. Nýi hermálafulltrúinn var háttsett- ur hershöfðingi, Vinogradov, fertugur að ahlri. bess eru ekki dæmi, að stórveldi geri hers- höfðingja að liermálafulltrúa -- og þar að auki í litlu landi, sem hefur um 40 þús. manna lier undir vopnum. Margt bendir til þess, að Rúss- ar vilji gjarna efla varnir Lenin- grad, sennilega með því að koma á laggirnar bækistöðvum, búnum sprengjuflaugum á ströndinni við Kyr.jálabotn. Ráðstjórnin veit líka vel, að flugleiðin frá bækistöðvum Bandaríkjamanna í Thule liggur yfir Finnland og því er ekki ólík- legt, að orðrómurinn um ratsjár- Stöðvar við Botniska flóann, sé á nokkrum rökum reistur. ★ ★ ★ Finnar óttast mest, að Ráð- stjórnin kunni að nota sér aðra grein finnsk-rússncska samn- ingsins frá 1948. F.r þar kveð- ið svo á, að hafnar verði um- ræður um gagnkvæmar varnir, er árósarhætta vofir yfir F'inn- landi. Kússar kunna því að nota samþykkt Parísarsamnins- anna um endurhervæðingu V.- Iðnskólafrv. samþykkt sem lög Ríkið tekur að sér rekstur iðnskólanna um allt land Ymis merkileg nýmæli i hinum nýju lögum P'RUMVARPIÐ um iðnskóla, sem Ingólfur Jónsson iðnaðar- * málaráðherra bar fram á Alþingi, var í gær samþykkt endanlega í Neðri deild sem lög frá Alþingi. Með lögum þessum er stigið stórt spor fram á við til að fullkomna iðnfræðsluna. Hefur verið reynt allt frá árinu 1942 að setja heildarlög um iðnfræðsluna, en frumvörp þess efnis hafa ætíð strandað í þinginu og ekki einu sinni komizt í gegnum fyrri þingdeild. Nú hefur loks náðst samkomulag um þetta. RÍKI OG SVEITARFÉLÖG SKIPTA KOSTNAÐI Með þessum nýju lögum er því slegið föstu að riki og bæjarfélög skuli bera stofn- kostnað og reksturskostnað iðnskólanna hver að sínum helming. — Ríkissjóður einn greiðir þó laun skólastjóra og fastra kennara. ~G> Bonn, 5. maí. VESTUR-ÞÝZKALAND er nú sjálfstætt og fullvalda ríki á nýjan leik eftir tíu ára hernám Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Skjöl þau, er endanlega fullgiltu Parísar-samningana, voru lögð fram í Bonn og Briissel í dag. Samtímis gekk formlega í gildi sátt- máli Frakka og V-Þjóðverja um stjórnarfyrirkomulag Saar-hér- aðsins. MEGINREGLA DAGSKÓLAR Sú meginregla er tekin fram um iðnskóla, að þeir skuli vera dagskólar. í>ó er sú heimild sett, að nokkuð af kennslunni megi fara fram að kvöldinu, þar sem húsnæðisskilyrði og kennslu- kraftar gera það nauðsynlegt. Eins og kunnugt er fer mikið af kennslu í iðnskólum nú fram að kvöldi. Þó þeirri reglu sé sleg- ið fastri að þeir skuli nú verða dagskólar, væri mjög kostnaðar- samt og erfitt að breyta skyndi- lega til um kennsluhætti. Þyrfti að koma upp vinnustofum í skól- unum með dýrum vinnutækjum o. s. frv. TII, HAGSBÓTA SVEITUNUM Það nýmæli er í lögunum, að heimilt er að stofna iðn- Framh. á bls. 2 Vegna þess að Þýzkaland hefir ekki enn verið sameinað í eitt ríki, fóru engin opinber hátíða- höld fram í V.-Þýzkalandi í dag í tilefni af fullveldisdeginum. En ýmiss konar hátíðlegar athafnir fóru fram og var þeim útvarpað og sjónvarpað um landið þvert og endilangt. Hernámsstjórar Vesturveld- anna komu saman til fundar í síðasta sinn og lýstu yfir enda- lokum hernámsins í V-Þýzka- landi. Gengu þeir síðan á fund dr. Adenauers og færðu honum heillaóskir frá þjóðhöfðingjum Vesturveldanna þriggja. Her- námsstjórarnir þrír munu nú skipaðir sendiherrar rikja sinna í V-Þýzkalandi. ♦ ♦ ♦ Samhandsstjórn V-Þýzka- lands gaf út yfirlýsingu um, að 50 millj. þegnar v-þýzka lýðveldisins eigi nú fullu frelsi að fagna sem þjóðarheild og hafi jafnframt skipað sér und- ir merki Vestuveldanna þiggja er áður hernámu landið. Lýsir stjórnin yfir því, að nú verði tekið til óspilltra málanna við að leysa milljónir A-Þjóð- verja undan því ófrelsi, er þeir eiga nú við að búa, svo að takast megi að sameina Gjaldeyrissparnaður Áhurbar- verksmiðjunnar 24 millj. kr. á einu ári Fjórvelda- ráðstefna í júli? LONDON, 5. maí — í dag lauk störfum sínum sérstök nefnd sér- fræðinga a vegum stórveldanna þriggja, Bretlands, Bandaríkj- anna og Frakklands, er undan- farið hefir undirbúið orðsend- ingu til Ráðstjórnarinnar um þátttöku í fjórveldaráðstefnu, er fjalla á um heimsvandamál. — Skýrsla þeirra verður lögð fyrir utanríkisráðherra landanna, Mac Millan, Dulles og Pinay í París um næstu helgi. Enn hefir ekki verið skýrt frá því, hverjar voru niðurstöðu' sérfræðinganna um hvernig haga skuli væntanlegri fjórveldaráðstefnu. Talið er, að sérfræðingarnir muni láta utan- Þýzkalands til að þjarma að . ríkisráðherrunum eftir að ákveða Finnum í þessu efni. hvort hér ærði um að ræða ful- Enn hefur ekkert verið upplýst | trúafund eða fund æðstu manna um, hver var tilgangurinn með i ríkisins. Sagt er að brezka stjórn- för Gromykos til Svíþjóðar, er, in sé því fylgjandi, að þeir hann heimsótti Stokkhólm á heim-1 Bulganin, Eden, Eisenhower og Selur til útlanda fyrir um 9 milj. kr. í ár ¥ SÍÐDEGISBOÐI, sem stjórn og framkvæmdastjóri Áburð- * arverksmiðju ríkisins hélt ríkisstjórn og Alþingi í gær, skýrði Vilhjálmur Þór bankastjóri, formaður verksmiðju- stjórnarinnar frá því, að frá því að verksmiðjan hóf fram- leiðslu í apríl árið 1954, hefði hún framleitt tæp 18 þús. tonn af köfnunarefnisáburði. Þar af hefði verið flutt út til Frakklands um 4 þús. tonn og fyrir það hefðu fengist um 5 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Á þessu ári hefði verið samið um útflutning á Kjarnaáburði fyrir um 9 millj. króna. Þýzkaland í eitt frjálst og full- valda riki. Yfirlýsingu stjórn- arinnar Iauk svo: „MarkmiS okkar er: Frjálst, sameinaS Þýzkaland innan vébanda frjálsrar Evrópu, sem er ein heild." ♦ ♦ ♦ í neðri deild sambandsþings- ins fögnuðu þingmenn stjórnar- samvinnunnar yfirlýsingu dr. Adenauers um, að bundinn væri endi á hernámið, með lófataki. Erich Ollenhauer, formaður jafn- aðarmannaflokksins, lét svo um- mælt í þinginu, að engin ástæða væri til þess fyrir V-Þjóðverja, að sleðjast yfir endi hernámsins. Pólitískt frelsi V.-Þýzkalands mundi takmarkast mjög af þeim hernaðarkvöðum, er hvídu á því sem aðilja að Atlantshafsbanda- laginu. ♦ ♦ ❖ V-Þýzkaland hefur nú full- an rétt til að marka stefnu sína í öllum málum, einnig utanríkismálum. Það hefur einnig rétt til að endurher- væðast, en v-þýzka stjórnin hefur ákveðið, að ekki skuli framleidd fjarstýrð vopn eða kjarnorkuvopn og að V-Þýzka land vígbúist innan vébanda Varnarbandalags V-Evrópu ög Atlantshafsbandalagsins. Varnarbandalagið var form- lega stofnsett í dag, er V-Þýzka- land og Ítalía fengu aðild að Brússel-sáttmálanum, sem Bret- ar, Frakkar, Holland, Belgía og Luxemburg gerðu með sér fyrir sjö árum. ♦ ♦ ♦ Ákvæði Parísar-samning- anna ná ekki yfir Berlín. — Hernámið mun vara þar, þang að til samknmulag hefur náðst við Ráðstjórnarríkin. Hafa Vesturve! 15n þrjú gert sér- stakan samning við v-þýzku stjórnina um, að völdd her- námsstjórna þeirra haldizt óbreytt í Berlín. ♦ ♦ ♦ Utanríkismálanefnd franska þingsins lét í dag í ljós óánægju sína yfir því, að franska stjórnin hefði formlega lagt fram þau skjöl er fullgilda Parísarsamning- Framh á bls. 2 leið frá afvopntinarráðstefnunni í Lundúnum. Fullyrt er, að helzta umræðuefni hans og sænskra stjórnmálamanna hafi verið Finn land og afstaða þess til heims- vandamálanna. Faure — æðstu menn ríkjanna — sitji ráðstefnuna. Talið er líklegt, að Vesturveldin leggi til, að fjórveldaráðstefnan verði haldin í júlí. —Reuter-NTB. GJALDEYRISSPARNAÐUR, SEM NEMUR UM 26,5 MILLJ. KR. Formaður verksmiðjustjórnar- innar skýrði frá því, að samtals næmi gjaldeyrissparnaður þjóð- arinnar vegna innlendrar áburð- arframleiðslu um 26,5 millj. brúttó síðan verksmiðjan tók til starfa. Þegar frá væri dregið andvirði umbúða um áburðinn, sem flytja yrði inn væri gjald- eyrisparnaðurinn nettó um 24 millj. kr. Væri hér um mjög merkilegan nýjan þátt í íslenzk- um þjóðarbúskap að ræða. 1500 TONN Á MÁNUÐI Framleiðslan af Kjarnaáburði nemur nú um 1500 tonnum á mánuði. Ráðherrar og þingmenn gengu í gær um öll hús verk- smiðjunnar og skýrðu fram- kvæmdastjóri hennar og verk- fræðingar störfin þar. Rúmlega eitt hundrað manns vinna nú í verksmiðjunni. Fyrirhugað er að auka verk- smiðjuna á næstunni þannig að hún framleiði fosfatáburð. Verð- ur þá fullnægt nær allri áburðar- þörf íslenzks landbúnaðar. Tvisvar sinnum öflugri en Hiroshima-sprcngjan T LAS YF.GAS, 5, rnsi — Kjarn- orkusprengja tvisvar sinnum kröftug' - en sú, er varpað var á.IV-oshima arið 1945, var sprengd á 160 metra háum turni Nevada-eyðimörkinni í Bandaiíkjunum i dag. Kring- um turninn hafði verið reist lítil borg, cr líktist í öllu meðal borg í Bandaríkjunum. Til- gangurtnn var að reyna að gera sé ■ í hugarlund, hvernig helzt mætti koma við vörnum gegn kjarnorkusprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.