Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður wMtitol 43 árgangur 102. tbl. — Laugardagur 7. maí 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins M.eð góðum bókasöf num skal ef la almenna mennf un Frumvarpið um almenniíKfs bókasöfn orðið að lögum if FRUMVARPIÐ um Almenningsbókasöfn, sem Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi í vetur, var í gær samþykkt endanlega sem lög. ¦fc Með hinum nýju lögum er stigið merkiiegt spor í menningarmálum þjóðarinnar. * Er það meginefni þeirra að skipta landinu niður í 30 bókasafnshverfi og skal í hverju þeirra vera eitt bæjar- eða héraðsbókasafn. -fc Þá er svo mælt fyrir, að í hverju sveitarfélagi utan þeirra kauptúna, þar sem héraðsbókasöfn eru starfandi, skuli vera sveitarbókasafn. Er þetta mikilvægt ákvæði, þvi allt fram til þessa eru þó nokkrir hreppar á landinu, þar sem ekkert bókasafn hefur verið. SKYRAR REGLUR UM FJÁRHAGSGRUNDVÖLL í hinum nýju lögum er fjár- hagsgrundvelli bókasafnanna komið í öruggt horf. Er þar t. d. kveðið skýrt á um, hvert fram- lag ríkis og bæjar eða sveitar- félags skuli vera. Meginreglurnar eru þær, að' bæjarsjóðjr, þar sem héraðs- bókasafn er starfandi, skuli greiða 15 kr. á hvern íbúa sveit- arfélagsins. En á móti þessu greið ir ríkissjóður kr. 7,50 á hvern íbúa. Framlóg annarra aðilja bókasafnshverfisins, sýslufélags eða hluta sýslufélags skulu nema 3 kr. á íbúa og greiðir ríkis- sjóður kr. 2,50 á móti því. Fjárframlög til sveitabóka- safns skulu að meginreglu vera þau að sveitarsjóður greiðir 5 kr. á hvern íbúa hreppsins og jafnhá upphæð skal greidd á móti af ríkissjóði. BÓKASÖFN Á SJÚKRA- HÚSUM O FL. í lögunum eru emnig skýr ákvæði utn að heimilt sé að stofna og reka bókasöfn með styrk af opinberu íé í heimavistarskól- um, sjúkrahúsum, heilsuhælum, elliheimilum og fangahúsum. MEÐFERD BÓKANNA BÆTT ÞaS er e. t. v. einn merkasti ? Haag- dómsins LUNDUNUM, 6. maí — Bret- land hefur skotið deilunni um eignaréttinn yfir Falklands- eyjum til Haagdómstólsins. í tilkynningu frá alþjóða- dómstólnum í dag segir, að Bretland hafi beðið dóminn að viðurkenna rétt sinn til landssvæðisins og jafnframt að lýsa því yfir, að kröfur Argentínu og Chile til eyjanna sé gagnstæðar alþjóðalögum. M. France vinnur sigur PARÍS, 5. maí — Mendes France fyrrv. forsætisráðherra hefur unnið stóran sigur innan flokks síns, — en hann hefur beitt sér mjög einarðlega fyrir því að lög- um flokksins yrði breytt. Aðeins það að flokksþing var kallað saman í þessu skyni er stórsigur fvrir Mendes France, MOSKVU — Utanríkismálanefnd því út af því átti hann í mjög ir æðsta ráðs Sovétríkjanna hafa. harðri deilu við eldri leiðtoga Vesturveldin einlæg í tilraununum til uð komu a 4-veldu fundi ussar segja upp samþykkt tillögu rikisstjórnar- innar um uppsögn vináttusamn- einnig að því að rýra völd hinna ingsins við Frakka. Sá samning ur var gevður 10. des. 1944. — Ástæða uppsagnarinnar er sú, að Frakkar samþykktu Parísarsátt- málana! Tass-fréttastofan segir að sam- þykkt tillögunnar hafi átt sér stað á sameiginlegum fundi beggja utanríkismálanefndanna. flokksins. Lagabreytingin miðar eldri, en fram til þessa hefur höfuðandstæðingur Mendes, Leon M. Deplat, haft nær einræðis- vald í flokksstjórninni. Þegar flokksþingið var sett og Mendes France gekk í salinn dundi við glymjandi fagnaðar- hróp og flokksmenn hrópuðu: „Mendes aftur til valda". w RáÖherrafundur í Paris Undirbúningur í Vmarborg Vínarborg, París, 6. maí. — Frá Reuter-NTB. Ú HILLIR undir að þrætumálið mikla: Friður við Austurríki. leysist. Fulltrúar fjórveldanna hafa í tvo daga setið á við> ræðufundum ásamt utanríkisráðherra Austurríkis og rætt um eini- stök atríði friðarsamninga. Skýrsla þeirra verður lögð fyrir fund utanríkisráðherra Vesturveldanna í París um þessa helgi. í Parísarborg koma utanríkisráðherrarnir og sérfræðingar þeirra saman til viðræðna um tvö stærstu stjórnmálavanda- mál Evrópu í dag, — þ. e. undirbúning fjórveldaráðstefntt og Austurríkis-samningana. FUNDURINN I PARIS Dulles flaug í kvöld (föstu- dagskvöld) til Parísar og McMil- lan flýgur frá Lundúnum ár- degis á laugardag. Til fundarins eru einnig boðaðir sendiherrar Frakka og Bandaríkjanna l Moskvu og eru þeir á leiðinni. Ákveðnir eru margir einka- fundir ýmissa stjórnmálamanna Vesturveldanna er þeir koma til Parísar. Þá er einnig boðaður fundur í Evrópubandalaginu og á mánudaginn kemur Atlants- hafsbandalagsstjórnin saman til fundar. ADENAUER MÆTIR Þar sem Parísarsáttmálarnir hafa nú verið staðfestir og öðlast gildi situr Adenauer forsætisráð- Jaint og bróður- lega skippt BONN, 6. maí — Adenauer for- sætisráðherra skýrði þýzka þing- inu í dag frá viðræðum sínum' herra fundi þessa sem fulltrúi við Pinay utanríkisráðherra um Saar-málin. — Hann kvað þýzk- um og frönskum hagsmunum gert jafnhátt undir höfð Evðslusamur keisari 02 mikilhæfur stiórnmálamaður eisast við í Vietnam Bao Dai gefur út filskipanir frá Riviera-sfröndinni — Ngo Dinh Diem berst fyrir liti þjóðar sinnar í Saigon ENNÞÁ sér ekki fyrir endann j á borgarastyrjöldinni í Sað kafli þessara nýju laga, sem. ur.Vietnam og allri þeirri rln: fjallar um rekstur almennings- bókasafna. MeS þeim ákvæS- um er reynt aS hef ja bóka- vörzlu alla í landinu til meiri fullkomnunar, en eins og mönnum er kunnugt hefvir víða verið pottur brotinn í þeim efnuni. Þar er tekið. fram að bóka- söfn skuli geyma í góSum, raka lausum húsakynnum. AHar bæk . ur skal binda í traust band, jafn óSum og því verður við komið. Aldrei má lána út óbundna bók né Iausa í bandi. — Allar bækur skal skrá og tölusetja, flokka þær skipulega og raða. 1 bókasafni skal vcra til hand- hæg bókaskrá. HLUTVERK ALMENNINGS BÓKASAFNA Þarna er einnig ákvæði um það, að hlutverk bókasafna er að efla almenna menntun, með því að gefa mönnum kost á að lesa góð- ar bækur. Til hvers bókasafns skal afla i-inlendra bóka og rita, þjóðlegra iræða, skáldverka og rita um hagnýt efni. Einnig skal leggja áherzJu á öflun merkra erlendra bóka og þá einkum skáld rita, sagnrita og rita um atvinnu- líf og annp.rra rita er stuðla að því að efla almenna menntun. Framh. á bls. 2 ulreið, sem þar ríkir i stjórn málum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum. — Hundruðb manna hafa nú fallið i Saigon forsætisráðherrann og þjóðhöfð inginn setja hvorn annan af ttl skiptis, nýir yfirhershöfðingjar eru skipaðir, og þeir eldri flýja land. í norðurhluta landsins, Vietminh, hrósa kommúnistar happi yfir ringulreiðinni i Viet- nam. í glæsilegu íbúðarhúsi i Rivieraströndinni situr æðsti maður Vietnam í góðu yfirlæti og hefir gert undanfarin ár — þar gefur hann út tilskipanir á báða bógu O—•—O Bao Dai, sem er 41 ára að aldri — nafn hans táknar „vörður göf- uglyndisins", og tæplega er hægt að segja, að nafnið hafi verið vel valið, ef íhugað er, hvernig hann hefir lengst af komið fram — hann var áður keisari í Ann- am. Hann settist í hásætið 13 ára að aldri, er faðir hans, Kai Dinn, lézt. Hann var þá við nám í frönskum heimavistarskóla og var sendur aftur í skólann, er krýningarhátíðinni var lokið. í Evrópu gekk hann að eiga Nam- Phoung — nafn hennar þýðir „hinn suðræni ilmur" — en hún Nío Dinh Diem hafði lagt stund á lækiýsfræði í Sviss. Er hann sneri aftur heim til Annam árið 1932 var hann fullur af evrópskum hugmyndum um þjóðfélagsumbætur. Á næstu ár- um kom hann ýmsu góðu til leið- ar ,en öll viðleitni hans koðnaði niður með innrás Japana. Hann var samt sem áður um kyrrt í landinu, sem, leppur Japananna, en eftir að friðarsamningar höfðu verið gerðir, var Bao Dai neydd- ur til að segja af sér, en leið togi Vietminh, Ho Chi-minh, tók völdin í sínar hendur og lýsti yf- ir stofnsetningu lýðveldis. Bao Dai var frá upphafi úthlutað stöðu sem rágjafi hins unga lýð- veldis, en fór brátt til Hong kong og þaðan til Riviera-strand- arinnar. O—#—O Eftir að ófriður brauzt út í Indó-Kína þurftu Frakkar nauð- synlega á þjóðhöfðingja að halda og Bao Dai varð fyrir valinu. Er samningar höfðu staðið yfir í 18 mánuði milli hans og frönsku stjórnarinuar, féllst hann loks á að fara til Vietnam, er stjórn- in hafði orðið við miklum kröf- um, er hann gerði á hendur Frökkum. Hann varð síðan þjóð- höfðingi og var það staðfest með Genfar-sáttmálanum. Hann var ekki um kyrrt í landinu — held- ur hefir hann lengstum dvalið á Riviera-ströndinni innan um kappakstursmenn, fjárhættuspil- ara og fagrar kvikmyndadisir. O—•—O Forsætisráðherrann, Ngo Dinh Diem, hefir árangurslaust barizt gegn ofstækisfullum sértrúar- flokkum, sukki embættismanna og undirróðri kommúnista, en öll þessi öfl verða þess ef til vill valdandi, að algjör óstjórn verð- ur Vietnam að fjörtjóni. Diem tók við forsætisráðherraembætt- inu af föðurbróður Bao Dais, Buu Loc. Bao Dai hefir alltaf verið hatrammur andstæðingur Diems og neyddi hann til að fara í út- Frh. á bls. 12. Þjóðverja, sem nú eru jafnrétt- háir Vesturveldunum í varnar- málum Evrópu. í AUSTURRÍKI í Vínarborg sitja sendiherrar Vesturveldanna og utanríkisráð- herra Austurríkis á fundum og ræða ýmis atriði friðarsamninga við Austurríki. Hefur þeim orðið vel ágengt og í rauninni var að- eins eitt atriði enn óleyst — en það er það ákvæði sem Rússar vilja setja í samningana, að Aust- urríki megi ekki eiga atomvopn, kafbáta og önnur sérgreind vopn. Niðurstöður þessa fundar sendi herranna og utanríkisráðherran3 verða til umræðu á fundum ráð- herranna i París. Þingslit ... hofáfta LUNDÚNUM, 6. maí. Brezka þinginu var slitið í dag. Var ræða drottningar lesin í báð- um deilðum þingsins — fyrst í lávarðadeildinni, siðan í neðri málstofunni. ^W Var í ræðunni lýst ánægjtt yfir staðfestingu Parísarsátt- málanna og sagt að þeir mynda vera grundvöllur samningavið>- ræðna sem stjórnin vonaðist til að komast í við Rússland. f ræðunni var einnig drepið á þann áfanga. sem náðst hefðl í sambandi við friðarsamninga við Austurríki. ^^ Með bingslitunum er kosn- ingabaráttan i Englandi hafin — og mun standa í 3 vikur ejða til 26. maí. AUir flokkarn- ir skipuleggja nú kosninga- fundi um gervallt landið. —¦ íhaldsflokkurinn og verka- mannaflokkurinn b.ióða fram í nær öllum kjördæmum og Frjálslyndi flokkurinn á rúm- lega 100 stöðum. Kommúnist- ar sem ekki hafa átt fulltrúa í þinginu síðan 1950 bjóða fram í 70 kjördæmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.