Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. maí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Skattamat á búpensngi Tónlistarfélag Hafnarfjarðar: RÍKISSKATTANEFNDIN hefir hækkað skattmat á búpeningi fyrir árið 1955, og sennilega á það skattmat að gilda næstu ár. Þessi hækkun á skattmati bú- fjárins hefir valdið mikilli óá- nægju meðal bænda um allt land. Er það ekki að ástæðulausu, þar sem hækkunin . nemur 20— 166% miðað við skattmat bú- penings í Borgarfirði og því fremur veldur það óánægju að stóreignir hafa verið felldar und- an eignaframtali, tekjuskatti og útsvari, þ. e. spariféð. Síðasta Búnaðarþing mótmælti hækkuninni svo og stjórn Stétt- arsambands Bænda. Þegar sýnt þótti að Ríkisskattanefndin, eða sérfræðingur hennar í landbún- aðarmálum, ætlaði að hafa að engu mótmæli Búnaðarþings og stjórnar Stéttarsambandsins, gengu tveir menn úr stjórn Búnaðarfélags íslands, þeir Pétur Ottesen og Gunnar Þórðarson og tveir menn úr stjórn Stéttarsam- bandsins, þeir Einar Ólafsson og Sverrir Gíslason og ennfremur Sæmundur Friðriksson á fund Ríkisskattanefndarinnar og ræddu um málið við hana. Varð niðurstáðan af þessum umræð- um að form. nefndarinnar Gunn- ar Viðar bankastjóri óskaði eftir skriflegum tillögum frá fyrnefnd- um mönnum. 1. ÁLYKTUN BÚNAÐARÞINGS „Með því að skattmat búpen- ings hefir nú verið ákveðið hærra en væntanlegt söluverð, og með tilliti til þess, að flest öll eigna- verðmæti til framleiðslu í land- inu eru ekki talin til eigna í skattaskýrslu, nema sem brot af raunverulegu söluverði, þá vill Búnaðarþing leyfa sér að láta í ljósi, að skattmat búpenings sé ákveðið allt of hátt. Búnaðarþing skorar því á Ríkisskattanefnd að falla frá þeirri ákvörðun að hækka skattmat búpenings. Enn- fremur að leggja svo fyrir, að mismunur í skattmati og sölu- verði búpenings verði ekki tal- inn til tekna, þegar búfé hefir verið 5 ár eða lengur í eign selj- anda, og felur stjórn Búnaðar- félags íslands og fylgja málinu fram við Ríkisskattanefnd.“ Bréf frá stjórn Stéttarsam- bands bænda til Ríkisskatta- nefndar dags. 25. marz 1955. „í tilefni af tilkynningu, er Rikisskattanefnd hefur á þessu ári sent yfirskattanefndum og þær skattanefndum um hækkun á skattmati búfjár, vill stjórn Stéttarsambands bænda taka þetta fram: Svo sem kunnugt er hefur verð á landbúnaðarafurðum staðið því nær óbreytt um nokkur undan- farin ár. Þrátt fyrir það gerir Ríkisskattanefndin ráð fyrir að skattmat á búfé hækki nú, sem I hér segir: Kýr um 20%, ær 67%, gemlingar 80%, hrútar 166%, hestar um 67% og hryssur um 100%. Stjórn Stéttarsambands bænda getur ekki séð, að til sé grund- völlur fyrir slíkri hækkun og mótmælir henni fyrir hönd bændastéttarinnar sem óeðlilegri og ranglátri." Bréf dags. 6. apríl 1955 frá Stjórnarnefndarmönnum Búnað- j arfél. íslands og Stéttarsambands bænda til Rikisskattanefndar: „Með skírskotun til viðtals er við undirritaðir áttum í gær við hina háttvirtu Ríkisskattanefnd og með tilvísun til bréfs stjórn- ar Stéttarsambands bænda dags. 25. marz og bréfs Búnaðarféi. íslands dags. 28. marz, viljum við taka fram eftirfarandi: Eins og í nefndu viðtali kom ! fram teljum við óviðunandi að gerðar séu jafn stórar breyting- ar á skattmati búfjár og þær, er Ríkisskattanefndin hefur nú ákveðið. Hækkunin veldur því að hlutfallslega meiri gjóld (skatt- ar og útsvar) koma nú á búpen- ing en áður, og var þó sízt á það Greinorgerð írá Bánaðarfélagi | tslands og Stéttarsambandi bænda i ■ bætandi, þar sem sparifé fellur að mestu undan gjaldskyldu fyr- ir aðgerðir löggjafans og fast- eignamat stendur óbreytt. Síðasta breyting á skattmati búfjár, á undan þeirri, sem hér um ræðir, var gerð 1951, þá vafa- laust miðuð við verðlag hausts- ins 1950. Nú höfum við athugað verð á sláturfé það haust og geng ið úr skugga um að verðhækkun sláturfjárafurða frá þeim tíma þar til s. 1. haust er rétt um 40%. Einnig höfum við aðgætt breytingu á verðlagi líflamba, sem seld hafa verið til fjárskipta frá haustinu 1950 til haustsins 1954 og er hún tæplega 36%. Við sjáum hreint enga ástæðu til að hækka verð á sauðfé meira en þessu nemur og það sé alveg það fyllsta, sem til greina komi, í stað þess að Ríkisskattanefnd- in ákvað hækkun á fénu 67% til 197%. 1. Því teljum vér hæfilegt að skattmat á sauðfé verði sem hér segir: Ær ............... kr. 400.00 Gemlingar ....... — 300.00 Hrútar .......... — 500.00 2. Við getum eftir atvikum fallizt á að kýr verði hækkaðar í mati, eins og Ríkisskattanefnd- in hefur ákveðið, þ. e. úr kr. 2500.00 í kr. 3000.00 og annar nautpeningur í hlutfalli við það. 3. En með tilliti til þess að hross hafi verið of hátt metin 1951 svo og hins að mjög slæmt útlit er nú með markað fyrir hross og hrossakjöt, teljum við enga hækkun réttmæta á skatt- mati hrossa og leggjum til að það verði óbreytt frá því, sem verið hefur að undanförnu, þ. e.: á hverju eigi að byggja matið I og kemur það þá helzt til gang- ; verð — söluverð — uppeldis- J kostnaður. ; , ■ Hvað er gangverð? Fyrr a tim- ; um og fram á þessa öld, var fast I gangverð á búpeningi. Á þeim * tíma, sem að ýmsar greiðslur fóru fram í fríðu, t. d. jarðaraf- * gjöld, sem voru um land allt ; greidd með ám loðnum og lembd- ; um í fardögum 2ja—6 vetra. Á 5 þeim tima er um 60% bænda ; voru leiguliðar og greiddu lands- í skuldir í ám, var fast gangverð ; ; á ánni. Nú sem betur fer er lítið l orðið um landsskuldargreiðslur í jj fríðu. ; a Búfé er ekki söluvara, nema ; þegar að bændur bregða búi eða j þegar að búféð verður að fella • vegna aldurs. Það er tæki til þess ! að breyta grasi í mjólk, kjöt og *■ ull. Niðurlagsverðið er því hið * þekkta verð. Þær sölur, sem eiga • sér stað nú árlega á sauðfé, er ; ekki hægt að miða við, því þær l bygjast á óvenjulegum ástæðum ; — niðurskurði og þar af leiðandi ; mikilli eftirspurn og kapphlaupi ; um að fjölga kindunum. Sölu- ; verð lamba til lífs á haustin hef- j ir verið ofan við niðurlags- ; verð. • Þá er sú skoðun Ríkisskatta- nefndar að rétt sé að taka veru- . legt tillit til uppeldiskostnaðar, ; og sé ekki of í lagt að reikna ; lambið að haustlagi á kr. 300. j Þar við bætist svo vetrarfóður, ; það mun vera selt á 180—-250 ; kr. og enn bætist við fóður vet- j urgömlu kindanna þar til að kind ; in er 2ja vetra. Tvævetra kind- j in ætti þá að kosta 660—800 kr. ; Þetta er eftir því sem bezt verð- ! ur séð hugsanagangur sérfræð- ; Hestar og hryssur 16 v. og eldri kr. 600—700 (800) Hestar 4—5 v — 1200 (2000) Hryssur 4—15 v — 700 (1400) Tryppi 3 v — 550 (800) — 2. v — 400 (650) — 1. v — 300 (500) Aftan við í svigum eru settar til samanburðar tölur þær um mat á hrossum, sem Ríkisskatta- nefndin hefur nú lagt fram. Á það hefur verið bent að ó- hagstætt sé þeim, sem fækka bú- fé sínu eða hætta búskap að skattmatið sé lágt, sökum þess að niðurlags- og söluverð geri meira en bústofnsrýrnuninni nemur, er komi fram sem óeðli- legur tekjuauki. Með því mati, sem við hér leggjum til, álítum við að ekkert sé að óttast í þessu efni, auk þess sem það virðist á allan hátt eðlilegra að taka frem- ur tillit til þeirra, sem við bú- skap eru, en hinna, sem eru að hverfa frá honum. Við orðlengjum þetta ekki meira, en treystum því að hátt- virt Ríkisskattanefnd sjái sér fært að gera þær breytingar á nýútgefnu skattmati búfjár, sem hér er farið fram á og tilkynni þær nú þegar yfirskattanefndum. Málið þolir ekki bið, þar sem skattanefndir eru nú ýmist tekn- ar til starfa eða í þann veginn að hefja störf. Virðingarfyllst, Gunnar Þórðarson, Sverrir Gíslason, Pétur Ottesen, Einar Ólafsson, Sæm. Friðriksson. Ofanritaðar tillögur um skatt- mat á búpeningi eru miðaðar við þær breytingar, sem orðið hafa á verði landbúnaðarafurða frá siðasta skattmati. Þessum tillögum hefir ríkisskattanefnd- in með bréfi dags. 22. apríl al- geriega hafnað, en er með, eða sennilega öliu heldur sérfræð- ingurinn í nefndinni í landbún- 'aðármálum, bollaleggingar úm, . ■ ings nefndarinnar í landbúnaðar- ; málum. j Meðal fallþungi dilka s. 1. ; haust var 14.13 kg. Ef bændur I fá greitt það verð, sem þeim j er ætlað að fá samkvæmt verð- ! grundvellinum, gerir meðallamb- ■' ið ekki nema kr. 275.00. Það er ** ekki ástæða til þess að ætla að ásettu gimbrarnar séu verulega ; vænni en þau lömb, sem slátrað j er. Það eru flest hrútar og hafa ; þeir oftast þyngra fall. Að ! minnsta kosti mun hér ekki muna , ; meiru en því, sem kann að vanta ' á að bændur fái áætlað grund- ; vallarverð fyrir sláturféð. ! a Þá er uppeldiskostnaðarleiðin, ; að láta uppeldiskostnaðinn skapa j verðið. í sambandi við það mætti ; gjarnan athuga, hvaða eignir eru I metnar með kostnaðarverði til •« skatts eða söluvefði. Hvernig er ; það t. d. með húseignirnar. Það i er ekki ófróðlegt að bera það j saman að meta búféð með sömu ; reglu og t. d. húseignir í Rvík. j Rúmmetrinn í íbúðarhúsi er met- ; inn á kr. 42.00 til skatts. Það er ) talið að rúmmetrinn í nýju húsi ; kosti 700—800 krónur. Skattmat- ! ið er þá 5—6% af kostnaðarverði j nýrra húsa, matið er það sama ; til hvers sem húsið er notað, þó : rekin sé í því arðsöm verzlun. '• En hvernig er svo með vélar, V veiðarfæri o. fl. o. fl. Eru þessir ; hlutir metnir til skatts með ! kostnaðarverði eða söluverði? j Hvernig mundi matið á tvævetru ; ánni lita út ef hún væri met- j inn eftir sömu reglu og hús í ; Reykjavíl^. Kostnaðarverð ærinn- j ar eins Ög fyrr segir kr. 660— ; 800. Átta hundruð krónur er ! sama og einn rúmmetri í nýju j húsi metinn til skatts á kr. 42.00. ! Franah. á bls. 10 j^óm nn ^S. ókanvióÁóttlr j ■ m Píagiófónfeifkar i « * fyrir styrktarfélaga, mánudaginn 9. maí kl. 9,15 síðd. j í Bæjarbíói, jHafnarfirði. HÓTEL BORG otsalurinn opinn í kvöld til klukkan 11,30 Hófel Borg Átthagafélag Kjósverja I m • áminnir félaga sína um að tilkynna þátttöku í sameigin- ; * legu.m fundi 12. maí, með heimamönnum, í síma 3008, ; fyrir 10. maí. i HAFNFIRÐINGAR — REYKVÍKINGAR Gömlu dansarnir í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði í kvöld kl. 9. Góður dansstjóri — Góð hljómsveit Borðpantanir í síma 9273 Ath.: Hafnarfjarðarbílarnir ganga á hálftíma fresti frá klukkan 8 til 12,30. NEFNDIN Kveniélag Kóteigssóhnar heldur SKEMMTIFUND þriðjudaginn 10. maí kl. 8 í Sjó- : mannaskólanum. — Öldruðum konum í sókninni er boðið ! á fundinn. • STJÓRNIN BERKLAVÖRN m ■ Félagsvist og dans í kvöld klukkan 8,30 e. h. í Skáta- ! heimilinu. — Ilcildarverðlaun afhent. : m STJÓRNIN ■ Aðventkirkjan Erindi sunnudaginn 8. maí kl. 5 e. h. E f n i : Boðberar sannleikans, Allir velkomnir. Júlíus Guðmundsson. • Werzhsn fil sölu ■ ■ Skartgripaverzlun til sölu, neðarlega við Laugaveginn, j ■ ef viðunandi tilboð fæst. — Útborgun kr. 75—100 þús. — j > ■ Tilboð merkt: „Verzlun — 461“, sendist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.