Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. maí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Sá óbilgjarnasti við afgreiðslu fjárlaga krefst nú tekjuafgangs Furðuleg rceða Cylfa Þ. Gíslasonar, þar sem hann krefst hafta, hœrri skatta eða lœgri ríkisútgjalda ÞAÐ mun vera fátítt að kjörnir fulltrúar á Alþingi fari svo blygðunarlaust í gegnum sjálfa sig eins og einn þingmaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, gerði á fundi Neðri deildar í gær. Er ræða, sem hann flutti þar í frásögur færandi, því að svo algerlega stangast hún á við allt sem þessi þingmaður hefur talað í allan vetur. Rögnvaldur Sigurjónsson heldur tvennu tónleiku I Austurríki FORSAGA ÞINGMANNSINS Eins og mönnum er kunnugt hefur enginn þingmanna, sem ! nú sitja á Alþingi, verið öfyrir- | leitnari við afgreiðslu fjárlaga . að bera fram tillögur um auk- in útgjöld ríkissjóðs í allar átt- ir en próf. Gylfi Þ. Gíslason. Samtímis slíknm tillögum um aukin útgjöld bar hann þó ekki fram neinar tillögur um að auka ríkistekjurnar, beldur þvert á móti lagði hann til að tekjustofnar ríkissjóðs væru skertir. Var það m. a. bann sem kom með þá tillögu, að fella niður söluskattinn, en slikt befði þýtt tugmilljóna tekjurýrunun ríkissjóðs. Þannig er þá forsaga þessa þingmanns og öll framkoma gagn- vart fjármálum þjóðarinnar. NÚ ER HANN ÚTHVERFUR En hvað gerðist svo skyndi- lega á fundi Neðri deildar í gær? Gylfi Þ. Gíslason stendur upp og hellir óbótasvívirðing- um yfir ríkisst jórnina fyrir það, að enginn greiðsluafgang ur sé frá fjárhagsárinu 1954. Þetta gerðist í sambandi við um- ræður um það frumvarp ríkis- stjórnarinnar, að verja 35 millj. kr. greiðsluafgangi rikissjóðs á s. 1. ári til ýmissa gagnlegra mála. FÉ TIL STÆRSTU NAUÐSVNJAMÁLA En í frumvarpinu er lagt til að veittar séu 8 millj. kr. til Rækt- unarsjóðs; 8 millj. kr. til Fisk- veiðasjóðs; 4 millj. kr. sem lán til veðdeildar Búnaðarbankans; 3 millj. kr. sem framlag til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæði; 1,5 millj. kr. til greiðslu sparifjár- uppbóta; um 6 millj. til að standa í gkilum með framlög ríkissjóðs til hrúagerða, skólabygginga og hafnargerða og að lokum 6 millj. kr. til atvinnuleysistrygginga. Þeir, sem lesa þennan lista, sjá hve mikil nauðsynja- og framfara mái hér er um að ræða. En Gylfi Þ. Gíslason virtist vera á annarri skoðun. Hann sýndi frumvarpinu hinn mesta fjandskap og sagði að það væri ráðleysa að eyða greiðslu afganginum með þessum hætti. Er það dálítið furðulegt, að þing- maður Alþýðpuflokksins skuli nú þegar hefja fjandskap við t. d. greiðslur til atvinnuleysistrygg- inga, skv. verkfallssamningun- GYI.FI VILL NÚ HÖFT. HÆRRT SK.4TTA. LÆGRI ÚTGJÖLD!! Orðhragð Gylfa í ræðu lians var shkt, aS þaS er illa eftir hafandi. Hann sagSi, aS eng- in ríkisstjórn vestan jámtialds levfSi sér aS hafa ekki greiSsIn afgang. Rikisstjómin safnaSi engum varasjóSum. Hún eyddi öllu og sóaSi. Hún væri versta ríkisstjórn vestan járntjalds. Svo stór orS tók þessi maSur upp í sig. Og tillögur hans til aS hæta þetta: — Setja höft aS gjahl- eyri, fjárfestingu og jafnvel á innflutning. Hafa hemil á út- lánum bankanna og afgreiSa fjárlög meS veralegum tekju- afgangi (þ. e. hækka skatta eSa draga úr öllum opiiiberum framkvæmdum). NÚ ER AF SEM A»UR VAR Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra svaraði með nokkrum orð- um. Hann kvaðst setla að minna Gylfa á þessa ræðu hans við næstu fjárlagaafgreiðslu, því að vísast yrði söngurinn í þessum þingmanni þá að afnema skatta en auka útgjöld ríkissjóðs á alla lund. EIN BF.ZTA RÍKISSTJÓRN V.-EVRÓPU Annars kvað hann alröng þau ummæli Gylfa, að núverandi ríkis stiórn íslands væri versta ríkis- stjórn vestan járntjalds. Þvert á móti væri hún ein hin bezta. Sæist það m. a. af því að ríkisstjórnin hefði síðustu fjögur ár greitt tug- milljónir lausaskulda og um sam- anburðinn varðandi greiðslujöfn- uðinn, benti Eysteinn á það að þegar talað væri um að fjárhag- ur ríkissjóða erlendis væri greiðsluhallalaus, væri fjárfest- ing ríkisins ekki talinn með þar, en það væri gert hér, svo að út- koman hér væri betri. F.INDREGINN STUDNINGUR við framfaramAlin Jón Pálmason snerist til varnnr gegn fólskulegum árás- um Gylfa á frnmvarpiS, um skiplingu 35 nu'IIjónanna. — Undraðist hann framkomn þing mannsins og benti honnm á til hvers fénu væri varið. Það eru frnmlög til Ræktunar- og Fisk- veiðisjóðs. Þessir sjóðir eru hornsteinar allra framfara til sveita og við sjávarsíðnna og æltu að liafa forgangsrétt' fyrir ölhi öðru. Enda settu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þá kröfu að greitt yrði úr fjár- hagsþörf þeirra. Þá er fram- lag til veðdeildar Búnnðarbank ans, sem hefur verið vanrækt stórkostlega í fjölda ára. Með því frainlagi er verið að gera nno'iim mönnum kleift að hefja búskap. Kvaðst Jón Pálmnson því eindregið styðja þetta frumvarp, sem leysti miklar þarfir. Filmía hefur sýning- ar að nýju um þessa helgi SÝNINGAR kvikmyndafélags- ins Filmíu sem legið hafa niðri frá því verkfallið hófst, hefjast á ný um þessa helgi. Þar sem svo langur tími hefur fallið úr, verða myndirnar framvegis sýndar vikulega, þar til 15 myndir hafa verið sýndar á sýningarárinu, en þegar verkfallið hófst höfðu ver- ið sýndar 8 myndir á vegum fé- lagsins. Mynd sú er sýnd verður í Tjarnarbíói í dag kl. 15 og á morgun kl. 13, heitir „Grosse Freiheit nr. 7“ eða La Paloma. Mynd þessi er þýzk og var gerð seint á styrjaldarárunum. Leik- stjóri er Helmuth Kautner, en hann gerði einnig „Nafnlausu myndina“, sem Filmía sýndi í fyrra. „Grosse Freiheit nr. 7“, gerist í hafnarhverfum Hamborgar og er litkvikmynd. Með aðalhlut- verkin fara Hans Albert og Ilse Werner. Um næstu helgi sýnir Filmía „Heilaga Jóhanna“ og um þar næstu helgi frönsku myndina „Elskaði óvinurinn“.. Myndir Filmíu verða sýndar framvegis á sama tíma og verið hefur í vet- ur. — Vín, 18. marz. RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari, sem dvalizt hefir hér í Vínarborg síðan s. 1. vor, hélt tónleika hér í Konzerthaus (Mozartsal) laugard. 12. þ. m. En fyrr í vikunni hafði hann haldið tónleika í Graz, sem er næststærsta borg Austurríkis og einnig mikil tónlistarborg. Hafði Rögnvaldur undirbúið þessa tón- leika af mikilli kostgæfni og að mörgu leyti við stórum betri skilyrði en íslenzkir listamenn eiga að venjast að jafnaði. enda mun hann ekki í annan t:ma hafa verið betur undir tónleika bú- inn. Er það líka skemmst af að segja, að sá sem þessar línur rit- ar hefir aldrei heyrt hann taka viðfangsefni sin jafn óskeikulum listrænum tökum. Efnisskráin var fjölbreytt og mjög óveniuleg eftir því sem tíðkast. Það virðist vera nærri ófrávíkjanleg hefð, hvort sem heimamenn eða aðkomufólk á hlut að máli að helga megin- hluta tónleika hinum miklu Vín- arsnillingum, Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms, og hafa til- tölulega fá verk þessara tón- skálda verið leikin udd aftur og aftur á píanótónleikum hér í vetur. En Rögnvaldur brá alger- lega út af þessari veniu, og vöktu tónleikar hans athygli þegar af þeirri ástæðu. Tónleikarnir hófust með tveim- ur verkum eftir Chopin, Noct- urne, op. 72 nr. 1, og Fantasíu í f-moll, op. 49. Yfir fyrrnefnda verkinu var mikil ró, heiðríkja og fullkomið jafnvægi, sem segja má að auðkenndi þessa tónleika í heild fremur öllum öðrum tón- leikum Rögnvalds, sem undirrit- aður hefir heyrt innan lands og utan. í eina skipti sem nokkuð skorti á þetta var í næsta verki, Fantasíunni í f-moll, og mun þar hafa komið fram sá taugaóstvrk- ur sem eðlilegur má teljast á fyrstu tónleikum í þessari miklu og kröfuhörðu tónlistarborg. Næst á efnisskránni var um- fangsmesta viðfangsefnið, Sónata III, op. 44, eftir Niels Viggo Bentzon. Höfundurinn er tvímæla laust fyrirferðar- og afkastamest- ur hinna ungu tónskálda Dana og vafalítið þeirra mikilhæfastur. Þessi sónata skipar með sóma sess við hlið hinna beztu nútímatón- verka í þessu formi og vinnur ótvírætt á við nánari kynni. Bentzon er sjálfur ágætur píanó- leikari, enda sparar hann hvergi | kröfurnar til túlkandans. Þess gætti þó hvergi, að Rögnvaldur hefði átt við neina örðugleika að J stríða, og hafði hann þetta marg- ! slúngna verk fullkomlega á valdi sínu. Frábær tækni hans, sem aldrei hefir verið jafnari né fjöl- þættari en nú, naut sín hér til I fulls, svo og sérstakur hæfileiki hans til að túlka tónlist samtím- | ans. sem stöðuet kemur skvrar í ljós og á væntanlega eftir að marka að verulegu levti bað starfssvið, sem hann velur sér í framtíðinni. Sónatan mun nú hafa verið flutt hér í fvrsta skinti j opinberlega. Hún hefir vakið verðuga athygli, enda hlaut hún hina ákjósanlegustu kynningu. Gaman hefði verið, ef hér hefði j verið um íslenzkt verk að ræða, en hvar eru þau íslenzk píanó- verk, sem fyllt hefðu sama rúm á efnisskránni jafn myndarlega og þetta verk hins unga Dana og hefðu á sama hátt krafizt at- hygli og viðurkenningar? Þessu næst lék Rögnvaldur Ballade í g-moll og tvær etýður, ■ op. 25 nr. 7 og op. 10 nr. 4, eftir ! Chopin. Meðferðin á fyrstnefnda jverkinu var þrauthugsuð og I skýrt mótuð og bar vott um Lofsamleg blaðaummœli Rögnvaldur Sigurjónsson sanna innlifun í efni þess. Etýð- urnar voru glæsilegar. Síðari hluti efnisskrárinnar var helgaður Debussy, Prokoieff og Schumann. „La Soirée dans Grenade" og prelúdíurnar „Bruyeres" og „General Lavine excentric" voru leiknar með þeim fínleik og nærfærni, samfara til- þrifum og kímni, sem þessum verkum hæfir. — Gavotte, op. 32 nr. 3, og „Suggestion dia- bolique" eftir Prokofieff nutu sín einnig svo sem bezt varð á kosið, og sama má segja um Schumanns-verkin tvö, „Des Abends“, op. 12, og Tokkötuna, op. 7, einkum þó síðarnefnda verkið, sem var meistaralega leik- ið og með glæsilfegum tilþrifum. Aðsókn að tónleikunum var góð eftir því sem gerist, þegar ekki eiga víðfrægir listamenn í hlut. Fagnaðarlæti voru einnig óvenju- mikil og hljóðnuðu ekki fvrr en eftir þrjú aukalög. Stóðu íslend- ingar ekki einir að þeim, enda þótt landar í Vín muni hafa verið viðstaddir tónleikana að undan- teknum nokkrum börnum. Munu þeir allir hafa þótzt eiga nokkuð í húfi að vel tækist og ekki talið sig hafa orðið vonsvikna. Ræðis- maður íslands í Vín, dr. Szenko- vits, sem átt hefir við mikla van- heilsu að stríða í vetur. tók sér ferð á hendur alla leið vestan úr Tirol, þar sem hann hefir dvalizt um tíma sér til heilsu- bótar, til þess að vera viðstadd- ur tónleikana. BLAÐAUMMÆLI Tónlistargagnrýni í Vínarblöð- unum birtist oft seint — ekki síður en í blöðunum í Reykja- vík — og er venjulega stuttara- leg. Dómar um þessa tónleika hafa enn ekki komið nema í tveimur blöðum svo að mér sé kunnugt. í „Weltpresse“ er lögð áherzla á að píanóleikur Rögnvalds hafi auðkennzt af fyllstu nákvæmni en hafi skort tilfinningasemi og hita. í „Wiener Zeitung“ birtist yfirlitsgrein, þar sem þess er getið í upphafi, að 17 píanótónleikar hafi verið haldnir hér á undan- förnum mánuði. Af þessum tón- leikum eru aðeins þrennir nefnd- ir sérstaklega, og eru tónleikar Rögnvalds þar efstir á blaði. Er þar m. a. tekið fram, að tónleik- arnir í heild hafi verið veiga- miklir og vandaðir, þrátt fyrir tæknilega ágalla í smáatriðum, og einkum hafi verið sannfær- andi meðferð listamannsins á sónötunni eftir Niels ViggoBent- zon, þar sem leikni hans hafi komið skýrt í ljós. TÓNLEIKARNIR í GRAZ Eins og áður var getið fór Rögn- valdur til Graz fyrr í vikunni, lék á segulband fyrir útvarpið þar m. a. sónötuna eftir Bentzon og Sónatínu fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson, og hélt auk þess sjálfstæða tónleika með sömu efnisskrá og hér í Vín. Tónléik- arnir í Graz voru haldnir í hin- um glæsilega tónlistarskóla þar í borg, sem dr. Franz Mixa veitir forstöðu, 9. þ. m. við ágæta aö- sókn og forkunnargóðar viðtök- ur. Blaðaummæli um þessa tón- leika voru og með aíbrigðum lofsamleg. Þekktasti tónlistar- gagnrýnandi Graz-borgar, Hans Wamlek, tekur fram í upphaíi ýtarlegrar greinar, um tónleik- ana, að þeir hafi verið sérlega ánægjulegir og borið vott um tónlistarmenningu hinnar „af- skekktu“ eyþjóðar. Síðan segir m. a.: „íslendingurinn, sem utan heimalands síns hefir stundað nám í París og New York, reynd- ist framúrskarandi píanóleikari, sem aldrei leyfði tækninni að verða að aðalatriði. Af hinun. ýmsu verkum Chopins sem hann lék er sérstök ástæða til að nefna Fantasíuna í f-moll, sem flutt var af eldmóði, og etýðurnar í C-dúr og c-moll urðu í flutn- ingnum snilldarlega mótuð lítil meistaraverk. Merðferðin á „Soirée dans Grenade“ og tveim- ur prelúdíum eftir Debussy sannaði að hið franska tónskáld er píanóleikaranum hugstætt. „Suggestion diabolique“ eftir Prokofieff varð sannkallaður djöfladans. Skilningur listamanns ins á „Des Abends“ eftir Schu- mann var viðfeldinn, þótt hann væri nokkuð óvenjulegur, en Tokkatan eftir sama höfund var túlkuð á svo fullkominn hátt, að hún varð að sannri opinberun. Mesti viðburður kvöldsins var þó flutningur þriðju sónötunnar, op. 44, eftir ICaupmannahafnartón- skáldið Niels Viggo Bentzon, f. 1919. Þetta fjögra þátta verk er hlaðið hinum margvíslegustu erfiðleikum og ber vott um sterk, persónuleg einkenni höfundar- ins, sem er fluggáfaður, fer sínar eigin leiðir og telur sig sjálf- menntaðan, en veit þó nákvæm- lega hvað hann vill. Sónatan hafði sterk áhrif. En tónskáldið hefði líka naumast getað óskað sér heppilegri túlkanda til þess að kynna verkið. Af aukalögun- um skal aðeins nefnd „La Campa- nella“ eftir Liszt-Bussni, sem vér höfum í mörg ár ekki heyrt leikna með slíkri fullkomnun. Tónleik- unum í heild var tekið með mikl- um fögnuði, enda voru þeir ánægjulegir í fyllsta máta“. Það má hiklaust fullyrða að tónleikar Rögnvalds Sigurjóns- sonar bæði í Graz og Vín hati orðið honum sjálfum og íslend- ingum til hins mesta sóma. J. Þ. Fimleikaflokkur Ármanns sýnii . TVEIR fimleikaflokkar úr Ár- manni fara flugleiðis til Vest- mannaeyja í dag og munu sýna fimleika í Samkomuhúsl Vest- mannaeyja í dag kl. 4. Er þetta úrvalsflokkur kvenna sem sýnir undir stjórn frú Guðrúnar Niel- sen og úrvalsflokkur karla, sem sýnir áhaldaleikfimi úndir stjórn Vigfúsar Guðbrandssonar. Fim- leikaflokkar Ármanns eru löngu landskunnir og munu Vestmanna eyingar vafalaust nöta þetta ein- stæða tækifæri til að sjá þessa flokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.