Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: Hægviðri, smáskúrir, en bjart á milli. 102. tbl. — Laugardagur 7. maí 1955. Skógræktin Sjá grein á bls. 8. Fleetwood-togari tekinn í annað sinn í landheki f: GÆKD.4G kom björgunar- og cftirlit.sskipið Sæbjörg hingað til Keykjavíkur með Fleedwood-togar ann Wyre Gleamer, sem tekinn var í marzmánuði hér við Jand fyr- ir landhelgisbrot og dæmdur í 75000 kr. sekt. Þegar skipstjórinn á togaran- um, en hann heitir Jamés Harper, var tekinn af Sæbjörgu, var hann að veiðum 1,3 sjóm. fyrir innan fiskveiðitakmörkin, út af Stafnesi. í FYRRA SKIPTIÐ Þegar togarinn var tekinn í fyrra skiptið, var hann við Vest- mannaeyjar að veiðum um 0,4 «. ) sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna. Var Mr. Harper þá einnig skip- stjóri. | Klukkan var að verða átta í gær morgun, er Sæbjörg kom að togar anum. Voru skipverjar að taka inn vörpuna. Er skipherrann á Sæ- björgu, Jón Jónsson, tilkynnti Mr. Harper togaraskipstjóra, að hann væri fyrir innan landhelgina, kvað skipstjórinn það hafa verið óviljaverk og myndi togarinn hafa rekið inn fyrir línuna. — Skip- stjórinn kvaðst hafa verið sof- andi. — Um klukkan 5 í gær hófst rann sókn í máli togaraskipstjórans, en i hann er rúmlega fimmtugur. Fyrsla hópferðin á Yatnajökul hefsl um hvífasunnuna Þá verður og farin rannsóknarför fil Grímsvalna og skálabygging hefsl FORMAÐUR og stjórn Jökla- rannsóknarfélagsins skýrði blaðamönnum frá því í gær, að hin fyrsta almenna hópferð á jökul hér á landi, muni hefjast hér í Reykjavík, laugardaginn fyr ir hvítasunnu. Fer þá íiópurinn úr bænum. — En ferðinni er heitið upp á Vatnajökul til Grímsvatna. En í þessum leiðangri verða emn- ig nokkrir félagsmenn úr Jökla- rannsóknarfélaginu, sem fara í Tungnaárbotna til að reisa þar afskekktasta hús á Islandi. Jöklarannsóknarfélagið var stofnað í febrúar 1951. Aðalverk- cfni þess er að stuðla jöfnum hönd um að rannsóknum og ferðalög- um á jöklum hériendis. Nú hefur íélagið í undirbúningi leiðangur, sem á að sinna báðum þessum verkefnum í einu, og er förínni heitið austur á Vatnajökul. MÆLINGAR Rannsóknir eru fyrirhugaðar þykkt jökulsins í Grímsvötnum og umhverfis þau, en þar varð mikið umrót í fyrra sumar í sambandi við jökulhlaup í Skeiðará. — Um þetta verk höfum við samvinnu við Expedition Polaires Francai- ses, sem leggja til bæði áhöld og sérfræðing til mælinganna líkt og 1951. En dr. Sigurður Þórarins- son mun verða fararstjóri við Grímsvötn. SKÁLINN í öðru lagi mun verða reistur skáli í Tungnaárbotnum. Er verið að hefja smíði hans hér í bænum þessa daga. Mörg fyrirtæki og ein stakir velvildarmenn hafa lagt félaginu lið til þess að kaupa efni, en nokkrir dugnaðarmenn hafa heitið að reisa skálann. — Hefur Árni Kjartansson verzl.stj. aðal- umsjón með því verki. JÖKLAFERÐIN I þriðja lagi býður nú félagið til almennrar þátttöku í ökuferð og skiðaferð á Vatnajökul. Geta ailt að 25 manns tekið þátt í þeirri för, en fararstjóri þeirra verður Guðmundur Jónasson. Tilhögun ferðarinnar verður þannig í stuttu máli: 28. maí, laugardag fyrir hvíta- gunnu, verður farið frá Reykja- vík að Tungnaá. Verður farið með snjóbíia, skálaefni, fólk og far- angur í einni 5 bíla lest. 29. maí verður ekið yfir Tungna á og inn undir jökul í Tungnaár- botnum. — 30. verður skipt liði. 5—7 menn taka til við skálabyggingu, en hin- ir leggja á jökul og halda beina leið til Grímsvatna, en sú ferð get- ur tekið tvo daga. Farangri er ek- ið í bílunum og á sleðum, en menn eru yfirleitt á skíðum og halda sér í dráttarbönd frá bílunum. 8 DAGA Á JÖKLI í Grímsvötnum taka þeir Sig- urður ti! við mælingar og hafa yfirbyggðan sleða og vistir til sinna nota. Guðmundur Jónasson mun hins vegar fara með sinn hóp í snjóbíl sínum annað hvort til Kverkfjalla eða Esjufjalla og dveljast á jökli til 6. júni, eða 8 daga. Þá heldur sá hópur aftur til Tungnaárbotna og heimleiðis næsta dag, eða 8. júní. Tekur ferð in 12 daga. Ef þátttaka fæst, má gera ráð fyrir að annar hópur skíðamanna leggi upp frá Reyk.iavík 7. júní og mæti hópnum, sem heimleiðis fer, við Tungnaá og ætti að ná upp í Tungnaárbotna samdægurs. Verður síðan ekið til Grímsvatna og Kverkfjalla og dvalizt á jökli til 15. júní eða 8 daga. en þá munu mælingamenn einnig koma frá Grímsvöt.num. 16. júní verður dvalizt í Tungnaárbotnum og komið t.il Reykjavíkur að kveldi þ.ióðhátiðardaginn, 17. júní. Þeir, sem hafa hug á að taka bátt í þessum ferðum eru beðnir að gefa sig fram við Guðmund Jónasson (síma 1515 eða 5584) fyrir 21. þ.m. Mun hann siá mönn um fyrir matarvist í ferðinni, og tiöldum. Svefnnoka, skíði, hlífðar- föt og mataráhöld verður hver og einn að hafa með sér. Þátttakend- ur þurfa að vera undir það bún- ir að lenda í 'misiöfnum veðrum þarna upni á iöklinum. Kostnað- urinn er áætlaður allur um 1.800 kr. á mann. Söngvarínn varð lasinn TÓNLEIKUM Fischer-Diskau og Gerald Moore, sem áttu að vera í Austurbæjarbíói í gærkveldi fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, varð að fresta á síðustu _stundu. Kenndi söngvarinn sér lasleika, en hann mun að öllu forfallalausu syngja n.k. mánudagskvöld kl. 7. Þá gilda miðar þeir, er gilda áttu í gærkveldi. Sjómenn ló gæðnverðlnnn ÍSAFIRÐI, 3. maí — Á sumar- daginn fyrsta skýrði Morgun- blaðið frá ágætum árangri, sem náðst hefði með gæðamati á salt- fiski upp úr togaranum Sólborg frá ísafirði. En við gæðamat á afla skipsins hefur um og yfir 90% aflans reynzt t 1. flokki. Togarinn ísborg hefur nú land- að þrem saltfiskförmum á ísa- firði, samtals um 370 lestum. í fyrstu veiðiferðinni reyndist 65% í 1. flokki, í annari veiði- ferðinni 60%, en í síðustu ferð- inni, sem skipið landaði á föstu- daginn, reyndist 81.5% í 1. flokki og er það mjög góður árangur. Nema aflaverðlaun hvers háseta í þessari veiðiferð um 180 kr., ; sem jafngildir um 6.5% kaup- hækkun, sem skipverjar fá fyrir vöruvöndun og verðmætari út- flutningsvöru. Skipshafnirnar á togurun- um ísborg og Sólborg hafa þannig báðar tryggt sér 6.8% kauphækkun samkvæmt hinu stórmerka ákvæði togarasamn inganna um sérstök gæðaverð laun af saltfiski, ef 70% afl- ans í hverri veiðiför reynist í 1. flokki. — Betri útflutnings- vara skapar auknar gjaldeyr- istekjur fyrir þjóðina og skap- ar því heilbrigðan grundvöll til kauphækkana. Skipstjóri á ísborg er Ólafur Karvelsson, en 1. stýrimaður er ísleifur Gíslason. — Jón Páll. 69 nýir * Islendingar á einu bretfi i FRUMVARPIÐ um veitingu rík- isborgarréttar var í gær samþykkt frá Neðri deild sem lög. I Samkvæmt þeim hljóta 69 út- lendingar íslenzkan ríkisborgara- 1 rétt. Er aðalreglan að þetta fólk hafi getið sér gott orð og dvalizt hér á landi í 10 ár. Þó er dvalar- : tími heimilaður styttri ef um Norð urlandabúa er að ræða, sem eru skyldari okkur en aðrar þjóðir. Miklar annir eru nú við höfnina í Reykjavík eftir verkfallið. Eitl var það sem bændurna í sveitum landsins var farið að skorta mjög, en það var fóðurbætir. Á myndinni hér að ofan sést þegar verið er að hlaða geysistóran flutningsvagn af fóðurblöndu. Vagninn, sem er fjórhjóla er festur aftan í kraftmikla dráttarbifreið, sem siðan ekur fóðurblöndunni austur í sveitir. Ferðafélag Islands á 3 sælu- hús í óbyggðum landsins ! Um 70 ferðir verða farnar í sumar á vegum þess 1 AKOMANDI sumri mun Ferðafélagið, eins og að undanförnu, efna til fjölmargra ferðalaga um landið. Hefur félagið nú gert áætlanir um þessar ferðir sem munu vera um 70. Munu ferðalögin skiptast í tvo meginþætti, stuttar ferðir og langar. Þær skemmstu standa aðeins yfir einn dag en sú lengsta 12 daga. Leiðir félagsina liggja því nær um landið þvert og endilangt, um allar fegurstu byggðir landsins og eins um mörg öræfasvæði þess. Áttu frétta- menn viðtal við stjórn Ferðafélags íslands í gær í þessu tilefni. REYKJANESFERÐ Á MORGUN Ferðafélagið hefur þegar hafið helgarferðir sínar og hefur þátt- taka verið góð. Komið hefur ver- ið heim samdægurs. Á morgun verða farnar tvær ferðir á Reykjanes. Hefur ein ferð þang- að verið farin áður í vor. BETRI HÚSAKOSTUR í sumar verða farnar fleiri ferðir á vegum félagsins en áður hefur verið. Kvað Lárus Ottesen framkvstj. félagsins það að þakka betri húsakosti félagsins en ver- ið hefur. Til dæmis verða flest- ar ferðir : Þórsmörk, en þar reis af grunni nýtt ferðamannahús ■ s. 1. sumar. Kvað hann það mark- I mið félagsins að vekja meiri áhuga á innanlandsferðum meðal fólks, en verið hefur undanfarin ár. „KOMA BETRI ÍSLENDINGAR TIL BAKA“ Þá ræddi Pálmi Hannesson rektor nokkuð um hugsjón og starf félagsins, sem hann kvað vera að fá fólk til þess að kynn- ast landinu. Sá háttur væri nú hafður á, að flestir stefndu skút- um sínum frá landinu, sagði Pálmi Hannesson, en fólk legði ekki mikið kapp á að kynnasf sínu eigin landi, sérstaklega ekki yngri kynslóðin. Hann áliti hins- vegar að þeir sem einu sinni hefðu komizt í náin kynni við há- lendi íslands og legðu á sig ferða- lög til að kynnast þeim, kæmu betri íslendingar til baka. Rannsóknir við Kötlu hefjast í júnímánuði IJÚNÍMÁNUÐI í sumar munu hefjast rannsóknir austur við Kötlu í Mýrdalsjökli. Eru þær framkvæmdar í sambandi við Kötlugos, sem menn óttast að jafnvel sé yfirvofandi í ár. I Eins og kunnugt er, nálgast nú sá tími, er búast má við eldgosi úr Kötíugjá. Þingmaður Vestur- Skaftfellinga Jón Kjartansson hefur beitt sér fyrir því að gos- stöðvar þessar yrðu rannsakaðar eftir föngum, ef hugsanlegt væri að sjá gosið fyrir og draga þann- ig úr hættu sem af því leiðir. — Ráðgert hafði verið að gera þykktarmælingar á Mýrdalsjökli nú í maí-mánuði, en vegna verk- fallsins var ekki hægt að koma rannsóknatækjum hingað í tæka tíð. HLJÓÐBYLGJA FRÁ SPRENGINGU MÆLD Þessar mælingar eru fram- kvæmdar með amerískum mæli- . tækjum. Þau eru sett í samband I við litlar dynamitsprengjur, sem j sprengdar eru á jöklinum, en i mælitækið mælir nákvæmlega i hljóðbylgjuna er hún fer í gegn- um jökulinn. Hún breytir sér eft- ' ir því í gegnum hvað hún fer, ís, . berg eða vatn. Franskur mælingamaður verð- ur með tækið en fyrir íslend- ingum þeim, sem þátt taka í mæl- ingum þessum, verður dr. Sigurð- ur Þórarinsson. Fjárhagsáællun Sauðárkróks SAUÐÁRKRÓKI, 28. apríl. — Nýlega samþykkti bæjarstjórn Sauðárkróks fjárhagsáætl. kaup- staðarins fyrir árið 1955. Útsv. eru áætluð kr. 1.086.300.00 en tekjurnar alls kr. 1.296.300.00. Helztu gjaldaliðir: Til mennta- mála 190 þús. kr., heilbrigðis- mála 173 þús. kr., þar af 100 þús. kr. til endurbyggingar sjúkra- hússins. — Framkvæmdasjóðuf (togarakaup) 165 þús. Almánna- tryggingar 140 þús. Sundlaugar- bygging 100 þús. Stjórn kaupstað arins 146 þús. kr. Niðurstöðutölur og áætluð út- svör eru líkt og var s.l. ár. — jón. 8 SÆLUHÚS ’ Ferðafélagið á nú 8 vönduð sæluhús 4 fjölium uppi. Eru þaU I Hvítámesi, í Kerlingafjöllum, Hveravöllum, Þjófadölum, við Hagavatn, við Snæfellsjökul, I Landmannalaugum, og svo hið nýja sæluhús í Þórsmörk, sem efi helgað minningu Kristjáns Ó. Skagfjörðs. í öllum þessum stöð- um er félagsmönnum heimil gist- ing, eftir reglum þeim sem þaC eru birtar Til þess er ætlast a3 ferðamenn leggi hæfilegt gjald fyrir gistingu í fjórhirzlur hús- anna eða afhendi það gjaldkera félagsins við heimkomu, i Til þess að gera ferðir Ferða- félags íslands sem ódýrastaf verða höfð meðferðis tjöld í flest- um eða öllum ferðum fyrir þá sem spara vilja kostnað í gisti- húsum. Eins geta þeir sem vilja, haft sjálfir með sér ýmissan út- búnað að meira eða minna leytl og ferðast á þann hátt ódýrara en ella. -------------------- I Orðsending ' frá bílahappdrætti I Sjálfslæðisflokksins ’ Skrifstofa happdrættisins er op- in daglega í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 9—12 f. h. og 1—6 e. h. — Pantaðir miðar óskast sóttir liið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.