Morgunblaðið - 10.05.1955, Side 1

Morgunblaðið - 10.05.1955, Side 1
16 sáður * RússiEm boðið til 4-veldaráðstefnu Ríkisstjórnin gaf stór fyrir- heit og hefur efnt jbau Stnngið upp ó Sviss sem fundaistað PARÍS, 9. maí — frá NTB-Reuter. VESTURVELDIN hafa ákveðið að bjóða Rússum til fjórvelda- ráðstefnu, þar sem rædd verði öll þau vandamál, sem í dag er mest aðkaxlandi að leyst verði. Var þetta samþykkt á fundi ráðherranefndar Atlantshafsbandalagsins í dag. Voru á síðdegis- fundi ráðsins fáir mættir — ráðherrarnir 15 og einungis helztu ráðgjafar þeirra. Var því hægt að tala opinskátt og hreint út um það hvernig mönnum fannst slík fjórveldaráðstefna eiga að vera. * SENT STRAX & A Það sem fram kom af þeim T umræðum var að sameining Þýzkalands væri mál málanna. Samstarfshugur var í mönnum og mjög sennilegt er, að hægt verði að senda boðið til Rússastjórnar áður en fundi er slitið. Að minnsta kosti verður mál þetta rætt við Molotof utanríkisráð- herra, er ráðherrar þríveldanna hitta hann í Vínarborg í viku- lokin. ★ í SVISS dk Það er skoðun fundar- ^ manna, að rétt sé að Eisenhower, Eden, Bulgan- in og Faure komi fyrst saman og dragi upp stefnu- línur. Síðan komi utanrík- isráðherrarnir til skjalanna og vinni í samræmi við „línuná“ sem æðstu menn- irnir drógu upp. Búizt er við að stungið verði upp á því að einhver bær í Sviss verði valinn sem fundar- staður. rófusf lifancU ® NEW YORK 9. maí. — Hópur byggingarmanna mun að öllum líkindum hafa grafizt undir tug- um tonna steinsteypu og stáls, er stórbygging ein, sem er i smíðum hrundi skyndilega í dag. Bygg- ingin er hið stóra „New York CoIoseum“ ® Björgunarmennirnir segja, að stálbitar í neðstu hæðunum þremur hafi brotnað með þeim afleiðingum að öll byggingin hrundi. Svæðið þar í kring — þ. e. við Kolumbusartorg, leit út, seni þar hefði afómsprengja sprungið. s Björgunarmennirnir áætla að 40—50 manns hafi grafizt undir steypu- og stálhrúgunni. Ólafur Thors forsætisráðherra. Bulganin fer í ferð MOSKVU 9. maí — Bulganin leggur land undir fót á þriðju- dagsmorgun og heldur til Var- sjár. Þar mun hann sitja ráð- stefnu Járntjaldslandanna, en á þeirri ráðstefnu á að stofna varn- arbandalag Austur-Evrópu •— Tiliaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins: Aðalvegir landsins verði gerðir úr varanlegu efni Með þvi yrði dregið úr viðholdskostnaði og fylgt hinni örn þrónn í samgöngnmnlnm vj FIMM þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Jóhann Haf- ^ stein, Sigurður Ó. Ólafsson, Sigurður Bjarnason, Ingólfur Flygenring og Jón Pálmason lögðu í gær fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um að gera aðalvegi landsins úr varan- legu efni. Er það orðið aðkallandi vandamál að bæta aðalvegi landsins. Ör þróun í samgöngutækni veldur þessu. Flutningar land- leiðina eru að verða hagkvæmari og ódýrari með miklu burð- armeiri ökutækjum en áður og umferð öll eykst stórlega á hverju ári. u Kostnaðurinn við vegaviðhaldið hefur einnig stöðugt farið vaxandi og er nú margfaldur á við kostnaðinn af nýbygg- ingu vega. sí Þessvegna bera þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þessa tillögu. Það verður að gera aðalvegi landsins úr varanlegu efni. Lækka þannig hina gifurlegu byrði af viðhaldskostnaði og gera þjóðvegina svo að þeir samsvari hinni stórauknu um- ferð stærri og þyngri ökutækja. UNDIRBUNINGUR VERÐI ÞEGAR HAFINN Þingsályktunartillaga Sjálf- stæðismanna er á þessa leið: Alþingi ályktar að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar að láta nú þegar undirbúa og fram- kvæma rannsóknir á því, í sam- ráðði við vegamálastjóra, með hverjum hætti sé hagkvæmast að gera aðalakvegi landsins úr var- anlegu efni og af þeirri gerð, er svarar til stóraukinnar umferðar með stöðugt stærri og þyngri ökjutækjum. Skal rannsókninni hraðað með það fyrir augum, að sem fyrst sé hægt að hefjast handa um slíkar framkvæmdir og koma þar með í veg fyrir þá óhóflegu sóun fjármuna, sem felst í hinum gíf- urlega og sívaxandi kostnaði af vegaviðhaldi ríkisins og rekstrar- kostnaði ökjutækja meðan ekki er úr bætt. VIÐHALDSKOSTNAÐUR MEIRI EN NÝBYGGINGAR- KOSTNAÐUR í greinargerð með tillögunni er fyrst lýst hinum mikla kostnaði j af viðhaldi vega í landinu. Hefur j hann orðið margfaldur á við nýbyggingu vega og þarafleið- j andi hindrað hinar bráðnauðsyn- legustu framkvæmdir við ný- byggingar. Vegna þess, hve fjölförnustu vegirnir ganga fljótt úr sér, eru þeir oft tímum saman í lítt færu ásigkomulagi og valda þannig stöðugt auknum kostnaði við rekstur samgöngutækjanna. Verð Framh. á bls. 12 Úr ræðum Ólafs Thors forsætisráðherra oi Ingólfs Jónssonar viðsbiptamálaréð- herra í eldhúsumræðunum í gærkvðldi. FYRRA kvöld eldhúsdagsumræðnanna í gærkvöldi bar fyrst og fremst svip jákvæðs málflutnings ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, þeirra Ólafs Thors forsætisráðherra og Ingólfs Jónssonar við- skiptamálaráðherra. Gerðu þeir báðir glögga grein fyrir þeim fjöl- þættu framfaramálum, sem ríkisstjórnin hefur unnið að fram- kvæmdum í, eða undirbúið þau þrjú misseri, sem hún hefur setið að völdum. Munu útvarpshlustendur áreiðanlega hafa fundið hinn mikla mun, sem var á hinni raunhæfu málsmeðferð Sjálfstæðis- manna og hinu neikvæða nuddi kommúnista, krata og Þjóð- varnarmanna. Ólafur Thors og Ingólfur Jónsson ræddu það einarðlega og opinskátt, hvað stjórnin hefði gert og hvað hún hygðist gera í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar, hverju hún hefði lofað og hvað hún hefði efnt. Stjórnarandstæðingar töluðu nær eingöngu um það, hverju þeir væru mótfallnir. Hver þeirra eigin stefna væri i stærstu málum landsmanna kom hinsvegar mjög lítið fram í umræðunum. RÆSA FORSÆTISRÁDHERRA Ólafur Thors, forsætisráðherra, flutti fyrri ræðuna af hálfu Sjálf- stæðismaniia. Ræddi hann í upp- hafi máls síns fyrirheit ríkis- stjórnarinnar og varpaði fram þeirri spurningu, hvað hún hefði efnt af þeim. Þess væri þá fyrst að geta, að það loforð sitt að tryggja lands- mönnum sem öruggasta og bezta Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra. afkomu, hefði stjórnin efnt þannig, að íslendingar hefðu aldrei búið við „jafn mikla vel- sæld og í dag. Um fjárhag ríkissjóðs væri það að segja, að stjórninni hefði ekki aðeins tekizt að tryggja greiðslu hallalausan ríkisbúskap. Á s.l. ári hefði greiðsluafgangur orðið 35 millj. kr. Því fé hefði nú verið varið til margvíslegra umbóta og framfara í landinu. Framkvæmdafrelsi hefði verið aukið, bygging íbúðarhúsa gefin frjáls, verzlunarfrelsið aukið, skattar lækkaðir, og sparifé gert skattfrjálst. RAFORKUMÁL OG HÚS- NÆÐISMÁL Ólafur Thors ræddi því næst tvö höfuðmál stjórnarsamn- ingsins, raforkumálin og hús- næðismálin. í báðum þessum málum hefði ríkisstjórnin staðið við fyrirheit sin. Áætl- un hefði verið gerð um raf- væðingu landsins og fjár aflað til framkvæmdar henni. Ný og merkileg síefna hefðl verið mörkuð i byggingarmál- unum og fé tryggt til þess að framkvæma hinar nýju leiðir. VINSTRI STJÓRNAR- KVILLINN Forsætisráðherrann ræddi því næst nokkuð um vinstri stjórn. Komst hann þá m. a. þannig að orði, að það væri með vinstri stjórnar kvillann líkt og mæði- veikina. Hann leyndist alltaf með einstika manni, eins og mæðiveikin með kind og kind. Rakti hann síðan nokkuð um- ræðurnar um vinstri stjórn í vetur og komst að lokum að þess- ari niðurstöðu: Vinstri EÍjórn yrði stefnulaus og ráðlaus, sjálfri sér sundur- þykk og því dáðlaus og mátt- laus, hreint stjórnmálavið- undur. AFLEIÐINGAR VERK- FALLSIN^ Ólafur Fh^rs ræddi í síðasta hluta ræðu sinnar um afíeiðingar verkfallsins Hann kvaðst óttast þær. í áramótaávarpi sínu hefði hann beðið þjóðina ag slá skjald- borg um verðgildi krónunnar. —■ Stjórnarandstæðingar hefðu svar að því með illyrðum einum. Síð- an hefði verkfallsóveðnð skollið á. Rakti hnnn síðan aðdraganda þess, atburðarás og niðurstöðu. Krónan hefði rýrnað í verði, en verkamenn hefðu litlar kjara- bætur fengið aðrar en þær, sem felast í atvinnuleysistryggingun- um. Ríkisstjárnin myndi reyna aS DRAGA ÚR ÁHRIFUM KAUPHÆKKANANNA OG FORÐAST SVO LENGI SEM UNNT VÆRI að breyta skráðu gengi krónunnar. Hitt hlytu allir að skilja. að stjórn- in gæti ekki fengiö framgengt minnkandi álögum og lækk- uðu verðlagi einmitt samtímis því, sem allur tilkostnaður hækkaöi vegna hækkandi kaupgjaids. AFSTAÐA SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Forsætisráðherra ræddi að lok- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.