Morgunblaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. maí 1955 1 Eldhúsdagsumræðurnar i Framh. af bls. 1 ínn og Framsóknarflokkurinn liefðu orðið til og hvernig Komm- únistaflokkurinn og Þjóðvarnar- flokkurinn hefðu klofnað út úr J>eim. Þannig hafa þessir menn sundrazfe, sagði dómsmálaráð- herra, og sundrungin er meiri en flokkafjöldanum nemur, því að Sumir þeirra, ef ekki allir, væru margklofnir. Allur þessi klofningur og sundrungur væri engin tilvilj- un. Annað hvort hefðu flokkarn- ir 'sundrazt af málefnalegum á- greiningi eða af persónulegri tog- streitu. ÞJÓÐLEG UPPBYGGING Síðan spurði Bjarni Benedikts- son hvort nokkuð það væri fram komið, sem gerði það að verkum, að þessum mönnum væri mál- efnalega eða persónulega auð- veldara að vinna saman en áður var. Þjóðin hefði fengið nokkra mynd af samvinnuviljanum af lýsingum þeirra hver á öðrum í sjálfum útvarpsumræðunum. Sannleikurinn væri sá, að sameiningartalið væri innan- tómt, og það væri miklu meira, sem aðskildi þessa flokka innbyrðis heldur en það, sem aðskildi kjósendur í tveimur stærstu flokkum þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkn um og Framsóknarflokknum. Með þeim hóp mætti raunar telja flesta kjósendur Alþýðu- flokksins. Það væri áreiðan- legt, sagði ráðherrann, að yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga vildi áframhaldandi þjóðíega uppbyggingu í sama anda og nú væri unnið að. Þjóðin vildi ekki þá kyrr- stöðu, sem leiða myndi af valdatöku hinnar sundruðu hjarðar, heldur stöðugar framfarir landi og lýð til hags- bótar. — KÆÐA JÓHANNS HAFSTEINS Jóhann Hafstein, 5. þingmaður Iteykvíkinga, var annar ræðu- maður Sjálfstæðisflokksins í um- irfunum í gærkvöldi. Svaraði hann ýmsum ásökunum stjórnar- andstæðinga, m.a. þeirri, að í ýið núverandi stjórnar hefði dýrtiðin hækkað stórkostlega. Sannleikur- inn væri sá, að þegar stjórnin tók við haustið 1953, hefði vísi- talan verið 159 stig. Nú væri hún hinsvegar 162 stig. Það væri því hrein fjarstæða, þegar stjórnar- andstæðingar héldu því fram, að dýrtíðin hefði stór vaxið í tíð nú- verandi stjórnar. Jóhann Hafstein ræddi því næst um skattaiækkun ríkis- st j órnarinnar, greiðsluhallalaus- an ríkisbúskap og stór bætt ástand í verzlunarmálum þjóðar- innar. BYGGINGARFRELSI OG HÚSNÆÐISUMBÆTUR Ræðumaður gerði því næst stefnu ríkisstjórnarinnar í hús- næðismálum að umræðuefni. — Kitt fyrsta verk hennar hefði verið að afnema Fjárhagsráð og innleiða byggingarfrelsi til íbúða bygginga. Á s.l. ári hefði lána- deild smáíbúða verið aflað 20 millj. króna til aukinna útlána. Nú hefðu verið samþykkt lög um varanlegar úrbætur. En í þeim Tælist milljónatuga aukning láns- fjár til íbúðabygginga, og ákveð- in væru opinber framlög til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði. Hann kvað það hreina f jar- stæðu, sem stjórnarandstæð- ingar héldu fram, að ríkis- stjórnin sýndi enga viðleitni til þess að hjálpa þeim efna- rninni í þessum efnum. f því s.imbandi mætti benda á, að á næsíu fimm árum myndi sam- kvæmt áætlunum bæjarstjórn ar Reykjayíkur og hinni ný- settu húsnæðismálalöggjöf, verða til ráðstöfunar samtals um 75 milljónir króna til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði, en það væru fyrst og fremst braggarnir. BYGGING ARSJOÐI VERKA- MANNA I.ÁNAI) Jóhann Hafstein benti á, að í 7. grein hinna nýju lánalaga væru ákvæði um, að byggingar- sjóði verkamanna skyldi lánað aukið starfsfé frá hinu nýja veð- lánakerfi. En tilgangur þess sjóðs væri einmitt að lána þeim lægzt launuðu. Þvrfti að vísu að tryggja það betur, en gert hefur verið, að sú yrði raunin á. Hann ræddi því næst nokkuð staðhæfingar kommúnista og Þjóðvarnarmanna í landvarnar- málum. Kjarni málsins væri sá, að varnarbandalag hinna vest- rænu þjóða hefði skapað frið- vænlegri horfur en áður. Menn skildu nú, að aðeins aukinn styrkur frjáisra þjóða hindraði áframhaldandi ofbeldisaðgerðir kommúnista i í lok ræðu. sinnar rakti Jóhann Hafstein hið fjölþætta umbóta- starf Sjálfstæðisflokksins á und- ’ anförnum árum og þær fram-1 kvæmdir sem framundan væru.' Loks minntist hann á hinn mikla' kosningasigur Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Sjálfstæðis- menn skorti nú aðeins örfá at- kvæði til þess að vinna mörg kjördæmi. Væri hann nú öflugri og samstilltari en nokkru sinni fyrr. stjórnarandstaða í VÖRN Stjórnarandstaðan var mjög í vörn í öllum þessum umræðum. f gærkvöldi vakti það helzt athygli, sem að vísu er engin nýlunda, að Bergur Sigurbjörns- son fór með persónulegan skæt- ing og róg. Er það gjarnan hátt- ur þessa þingmanns þjóðvarnar- flokksins, sem þó segist vera boð- beri velsæmis og sanngirni í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu. Karl Guðjónsson í Vestmanna- eyjum gerðist ber að þeirri van- þekkingu, að vita ekki, að Sölu- samband ísl. fiskframleiðenda eru frjáls samtök útvegsmann- anna sjálfra en alls enginn „ein- okunarhringur." Er það leiðinlegt fyrir þingmann úr Vestmanna- eyjum að vita þetta ekki. Þessi sami kommúnistaþing- maður fór einnig með rakalaus- an þvætting í sambandi við skaðabætur vegna fisksölu til ítalíu. Haraldur Guðmundsson og Kristinn Gunnarsson töluðu fyr- ir Alþýðuflokkinn, Hermann Jón- asson, Eysteinn Jónasson og Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrir Fram- sóknarflokkinn, Gils Guðmunds- son og Bergur Sigurbjörnsson fyrir Þjóðvörn og Lúðvík Jósefs- son og Karl Guðjónsson fyrir kommúnista. Guðfræðideild Há- rausn- arieg gjöf Frá guðfræðideild Háskóla íslands. HINN 4. mní afhenti frú Magn- ea Gísladóttir, ekkja Gísla Gísla- sonar steinsmiðs, guðfræðideild Háskólans til varðveizlu og af- nota safn nótnahandrita manns síns, samtals 10 bindi. Hefur það inni að halda fjölda laga eftir Gísla, mestmegnis sálmaiög, svo og mörg lög eftir aðra, er hann heíur raddsett. Kom frú Magn- ea í Háskólann ásamt bróður manns síns Jóni H. Gíslasyni og Sigurði Isólfssyni organleikara, en kennarar guðfræðideildar veittu gjöfinni viðtöku. Lék Sig- urður að lokum nokkur af lög- um Gísla í Háskólakapellunni. Gisli Gísl.ason ”ar fæddur 17. júlí 1879 að Lambastöðum í Hraungerð'°hreppi og lézt í Reykjavík hinn 19. janúar 1954. Hann er af listelsku kyni úr Ár- nessýslu, og má meðal náinna frænda hans nefna Einar Jóns- son myndhöggvara, Ásgrím Jóns- son iistmálara og Jónas Jónsson þinghúsvörð, sem unni mjög tón- list og gaf út mörg tónlinstar- verk. Snemma lærði Gísli að spila á harmóníum, og aflaði sér einnig góðrar þekkingar í tón- fræði. Full 30 ár söng hann í kirkjukór Fríkirkjunnar í Reykja vík, og naut ágætrar vináttu org- anleikara l'irkjunnar, svo sem þeirra bræðra dr. Páls og Sigurð- ar ísólfssona, og annarra merkra tónlistarmpnna. Hann unni sér- staklega kirkjulegri tónlist, og hefur samið mikinn fjölda sálma- laga og annarra kirkjulegra laga, eins og hið mikla safn, sem eftir hann liggur, ber vitini um. Er safn þetta Lið merkasta, og senni- legt, að ýms af lögum Gísla eigi eftir að komast inn í sálmasöng- bók kirkjunnar eða viðbæti við hana. Guðfræðideild Háskólans þakk- ar þessa rausnarlegu gjöf, sem henni var færð samkvæmt ósk tónskáldsins. og væntir þess, að hún verði til þess að glæða tón- listaráhuga og smekk deildar- innar fyrir góðri kirkjulegri tón- list, jafnframt því, sem mörg af lögum höfundarins munu vænt- anlega verða sameiginleg eign allrar íslenzku kirkjunnar. F. h. deildarinnar, Björn Magnússon. í ÞJÓÐVILJANUM í gær voru frambjóðendur kommúnista í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli að býsnast yfir ástandi því, sem þeir telja að ríki í félaginu und- ir minni stjórn. Telja þeir að vægast sagt sé allt í upplausn í félaginu. Mér er satt að segja ekki ljóst hvað mennirnir eru að fara, því það er staðreynd að Bifreiða- stjórafélagið Hreyfill hefur aldrei verið öflugra og samein- aðra en einmitt nú og ættu komm únistar ekki að þurfa að fara í neinar grafgötur um' það, eftir útreið þá er þeir fengu á fundi félagsins í fyrrakvöld. Annars verður að virða frambjóðendum kommúnista það til vorkunnar, þótt þeir þekki ekki betur til starfsemi félagsins, því þeir skifta um frambjóðendur á hverju ári, kasta hinum þekkt- ari kommum fyrir borð og taka nýja óþekkta menn í þeirra stað, því þeir virðast hafa komizt að þeirri niðurstöðu að því minna sem frambjóðendur þeirra hafa starfað fyrir félagið, því fleiri atkvæði sé hægt að véiða á þá! Reynslan er hinsvegar sú að fylgi kommúnista í félaginu stórhrak- ar ár frá ári. Eg sagði að félagið hafi aldrei staðið betur saman en nú, það byggist meðal annars á því, að fylgi kommúnista fer þverrandi í félaginu, og því minna fylgi sem þessir ofbeldismenn hafa í félaginu, því farsælla verður allt starf félagsins til aukinna hags- bóta fyrir stéttina. Kommúnistum svíður það hve vel okkur hefur orðið ágengt í félagsmálum hin síðari ár, og þá alveg sérstaklega á síðasta ári. En á því ári fengu félagsmenn á annað hundrað nýjar bifreiðar. Sett voru lög um að allar leigu- bifreiðar skyldu franivegis hafa afgreiðslu á bifreiðastöð. Reglu- gerð um notkun gjaldmæla var breytt þannig, að- aðeins þær bif- reiðar, sem hafa afgreiðslu á bif- reiðastöð hafa nú rétt til gjald- mæla. Loks hafa nú verið sett lög á Alþingi um að heimila tak- mörkun leigubifreiða í Reykja- vík. Þessi upptalning er ekki nema fátt eitt af því sem áunnizt hef- ur á síðasta ári. Kommúnistar eru að þvæla um að samningur félagsins við bif- reiðastöðvarnar hafi runnið út í sandinn. Sé svo, þá er það þeirra verk, því þeir hafa gert allt sem þeir hafa mátt til þess að greind- ur samningur næði ekki tilætluð- um árangri. Hvað viðkemur ‘ Strætisvagna- stjóradeildinni, þá liggur það i hlutarins eðli, að þeir gátu ekki, eftir að þeir gerðust opinberir j starfsmenn, haldið áfram að vera ; meðlimir í stéttarfélagi. Loks víta þeir forustumenn fé- lagsins fyrir það, að ekki skyldi j vera hægt að hindra stofnun nýrrar bifreiðastöðvar. Það mál hefur verið rætt ítarlega á fund- um félagsins og verður ekki rætt á opinberum vettvangi að svo komnu máli. Kosningin, sem nú stendur yf- ir í Bifreiðastjórafél. Hreyfli, snýst um það að efla félagið með því að fylkja félagsmönnum saman til baráttu gegn skvaldri og dugleysi hinna kommúnistisku I ofbeldismanna og tryggja lýð- áframhaldandi ! ræðissinnum starfsfrið til þess að vinna að vel- gengni og aukinni hagsæld bif- reiðastjóra. Rvík, 10. maí 1955. Bergsteinn Guðjónsson. Happdrætti !ans 50,000 kr. 19569 10,000 kr. 25817 5000 kr. 12503 2000 kr. 1813 2965 7763 23547 25697 28429 Aukavinningar 2000 kr. 19568 19570 ’ 1000 kr. Sjö manna milll- þínganefnd selzf á rökstóla í GÆR var kosin á Alþingi 7 manna milliþinganefnd til að gera tillögur um nýjar atvinnu-". greinar og hagnýtingu náttúru- auðæva, samkvæmt þingsálykt- un, sem nýlega var samþykkt þess efnis. ( Fram voru bornir í Sameinuðu þingi fjórir listar með jafnmörg- um mönnum og sitja skyldu í nefndinni og voru þeir því sjálf- kjörnir. Þeir voru þessir: Eggert G. Þorsteinsson, Hermann Jónasson, Vilhjálmur Þór, Einar Olgeirsson, Magnús Jónsson, Davíð Ólafsson og Jóhann Jakobsson. T^amnwi liunh' KR — Þróttni 1:0 ANNAR leikur Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu fór fram s.l. mánudagskvöld og áttust þá við KR og Þróttur. Almennt mun hafa verið búizt við, að KR-ingar myndu sigra Þróttara auðveld- lega, ef nokkuð mark er tekið á æfingaleikjum, en þessi lið hafa leikið tvo slíka leiki í vor og sigr- aði KR í bæði skiptin (2:0, 7:0). En sigurinn varð harðsóttari í þetta sinn. Það var ekki fyrr en á 36. mínútu síðari hálfleiks, sem Þorbirni tókst að skora þetta eina mark leiksins og tryggja þannig KR bæði stigin í þessum leik. Bæði liðin byrjuðu vel og sýndu góðar tilraunir til að ná í gang stuttum samleik. Fyrsta marktækifærið kom er um 6 mín. voru af leik, er miðframherji Þróttar var í góðu færi innan vítateigs, en spyrnti fram hjá markverði og í þVerslá. Hörður Felixson og Þorbjörn fengu tvö ágæt tækifæri hvor, innan víta- teigs í fyrri hálfleik, en mistókst í bæði skiptin og einu sinni bjarg- aði bakvörður Þróttar á mark- línu. Á 15. mínútu skall hurð -nærri hælum er Hörður Guð- mundssón spyrnti föstum knetti að KR-markinu úr frísparki, en sá knöttur strauk þverslá að of- anverðu. KR-ingar sýndu öruggari sam- leik á vellinum, en ótrúlega margt fór út um þúfur hjá báð- um, en það er eins og gengur og gerist fyrst á vorin og ekki er ástæða til annars en að spá báð- um liðunum, KR og Þrótti, góðu í sumar, því úthaldið virtist í ágætu lagi, og gildir því mestu að halda því við, og leggja ríka áherzlu á að æfa upp samleikinn og leikformið. í liði KR-inga átti Sigurður Bergsson ágætan leik. Einnig sást margt fallegt til vinstri sókn- arvængsins (Reynir, Gunnar). Hins vegar virðist vörnin nokkuð laus í rásinni og skapaði beinlínis nokkur hættuleg tækifæri fyrir andstæðingana. í liði Þróttar bar mest á Sher- iffs, Herði og Þorsteini Stein- grímssyni, sem lék miðfram- herja. Hann hefir ágætt úthald, en er of þungur enn og vantar hina nauðsynlegu snerpu. Nái hann snerpunni koma mörkin um leið. Lið Þróttar hefir sennilega aldrei komið jafn vel æft út í vorkeppni sem nú. — Hans. 725 2379 9205 11211 11784 13536 13964 15428 17229 18161 20703 21229 21624 22147 24259 25351 25482 25702 31970 32317 33113 33358 33430 33963 34827 500 kr. 131 605 711 913 1523 1573 1654 1714 2479 2660 2781 3272 3440 3735 3869 3893 4308 4519 4592 4800 4905 5017 5178 5240 5401 5530 5585 5750 5786 5859 6146 6152 6202 6272 6623 6647 6936 7063 7158 7180 7261 731)2 7481 7559 7770 7867 7968 8084 8283 8415 8657 8679 9260 9355 6415 9478 9542 9767 10443 10657 10815 10839 11076 11141 11369 11526 11653 12122 12128 12186 12206 12391 12681 12699 12740 12951 13035 13099 13645 13799 13948 14191 14413 14417 14713 14862 15339 16424 16793 16861 17297 17460 17670 16678 17744 17936 18024 18744 18855 18972 18131 19318 19384 19433 19627 20240 20789 20869 21077 21184 21520 21676 21769 22786 22914 23152 23673 24154 24230 24291 24301 24352 24449 24511 24649 24892 24984 25087 25684 25716 25777 25857 26109 26753 26789 29813 27429 27495 27825 27896 28157 28438 28964 29060 29312 29386 29526 29611 29922 30044 30508 30862 30907 30979 31026 31281 31372 31534 31651 31749 31903 31919 32187 32300 32883 32915 33015 33051 33505 33907 34200 34398 34588 34727 34806 (Birt án ábyrgðar). fslandsc 22. maí n.k. ÍSLANDSGLÍMAN 1955 verðu háð í Reykjavík sunnudaginn 21 maí n.k. Öllum meðlimum innai ÍSÍ er heimil þátttaka. Tilkynn ingar um þátttöku skulu senda til Hjartar Elíassonar, Kam; Knox C 21, Reykjavík, fyrir 17 þ. m. — Glímufélagið Ármam sér um keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.