Morgunblaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 16
105. tbl. — Miðvikudagur 11. maí 1955 Víðsýn stjórnarsfefna Sjá ritstjórnargrein á bls. 8. Húsnæðismálafrumvarpið samþykkt sem lög i gær Stórfelld hvatning og styrkur til aukinna íbúðarh úsabygginga + 1 GÆR var húsnæðismálafrumvarp ríkisstjórnarinnar sam- þykkt úr Neðri deild Alþingis sem lög. Eru lög þessi merki- legt umbótamál, sem ætla má að verði til þess að örva íbúðar- húsabyggingar um allt land og leysa þannig húsnæðisvand- ræðin. Xveir stjórnarandstöðuflokkarnir, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar, sýndu þessu mikla framfaramáli fullan fjand- skap á þingi. Greiddu þeir í fyrstu berlega atkvæði gegn því en mættu slíkri andúð almennings fyrir slíkt framferði, að er lauk þorðu þeir ekki að láta bera meira á fjandskap sínum en að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Það þarf ekki að taka það fram, að þessir flokkar höfðu eng- ar tillögur fram að færa frá eigin brjósti til að bæta úr hús- næðisleysinu. Hugsjón þeirra í öllu þessu máli hefur verið sú ein að berjast gegn því að nokkuð sé gert í hinu alvarlega vandamáli, sem húsnæðisskorturinn er. Einn stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðvarnarmenn, greiddi þó jafnan atkvæði með frumvarpinu. STÓRAUKIÐ FÉ TIL ÍBÚÐARHÚSABYGGINGA Það er meginefni hinna nýju húsnæðislaga, að stofnað verður víðtækt veðlánakerfi. Eins og all- ir vita hefur ekki verið hægt að fá veðdeildarlán í bönkunum til íbúðarhúsabygginga. Nú verður bætt úr þessu óþolandi ástandi. Á tveimur árum hefur Lands- bankinn skuldbundið sig til að fryggja kaup á 40 millj. kr. af bankavaxtabréfum og verður f >e3su skyní veitt fé úr sparisjóðs- deildum og verður þetta þannig aukið fjármagn til íbúðarhúsa- bygginga. ALLT AÐ 100 ÞÚS. KR. LÁN Lánaupphæð má nema samtals % hlutum verðmætis íbúðar. Þó aldrei meiru en 100 þús. kr. út á hverja íbúð. En venjulega skal lána 70 þús. kr. út á hverja íbúð. 15 MILLJ. KR. TIL tfTRÝMINGAR HEILSU- SPILLANDI ÍBÚÐA Þá eru ákvæði í lögunum um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. í þeim er kveðið svo á, að ríkis- sjóður leggi næstu fimm árin fram árlega 3 millj. kr. í því skyni að útrýma heilsuspillandi húsnæði. Verður þetta fé greitt af hendi móti jafnháu framlagi tfrá sveitarfélögum. Með þessu er bi. a. ætlazt til að takast megi á fáum árum að útrýma bragga- íbúðum. YFIRSTJÓRN HÚSNÆÐISMÁLA Stjórn húsnæðismála skal fal- in svonefndri húsnæðismála- stjórn en í henni skulu vera 5 menn, sem ríkisstjórnin skipar til 6 ára í senn, þar af einn eftir tilnefningu Landsbanka íslands. Þessi húsnæðismálastjórn ákveð- tlr hverjum skuli veita bygging- arlán og hún mun standa fyrir ýmiskonar rannsóknum og um- bótum á byggingarmálunum. Er álitið að í byggingarmálum okk- Tveir menn endur- skoða fssteignamat í GÆR voru kosnir tveir menn og tveir varamenn í landsnefnd til þess að endurskoða fasteigna- mat. í nefndina voru kosnir: Jón Pálmason og Páll ^ophonías- eon, en varamenn voru kosnir Pétur Gunnarsson og Gunnar Árnason. Voru þeir allir sjálf- kjörnir, þar sem ekki komu fram tfleiri uppástungur en um var beðið. . _ j. J ar íslendinga hafi viða verið pottur brotinn og að takast megi að lækka byggingarkostnað veru- lega með fjöldaframleiðslu á ýmsum húshlutum og með því yfirleitt að innleiða ýmsar nýj- ungar á sviði byggingartækni. ÓBURÐUG STJÓRNARANDSTAÐA Frumvarpið var að lokum samþykkt með 21 samhljóða at- kvæðum. En þessir þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og sýndu þar með algert úrræða- leysi sitt gagnvart húsnæðismál- unum: Einar Olgeirsson, Gunnar Jóhannsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimarsson, Gunnar M. Magnúss, Eggert G. Þorsteinsson. Mun skömm þessara þing- manna hinnar óburðugu stjórn- arandstöðu lengi uppi. Sfjórnarkjöri í Hreyfli lýkur í kvöld STJÓRNARKOSNINGIN í Hreyfli heldur áfram í dag í skrif stofu félagsins í Borgartuni 7. Kosningin hefst í dag kl. 1 e.h. og lýkur kl. 9 s.d. Tveir listar eru í kjöri: A-listi lýðræðissinna og B-listi kommúnista. Bifreiðarstjórar vinnið ötul- lega að sigri A-Iistans og tryggið örugga forustu í félagssamtökum ykkar. Ræðumenn á fundinum i Sjclfsfz ðishúsinu í kvöld Sr. Sigurður Pálsson Guðm. G. Hagalín Kristmann Guðmundsson j Áróður kommúnista í íslenzku menningarlífi Almennur Heimdallarfundur í kvöld Nokkrar skemmd- ir í trésmíðaverk- stæði af \ öldnm elds í gær LAUST fyrir klukkan hálf eitt í gær, kom upp eldur í litlu tré- smíðaverkstæði Viggós Bald- vinssonar o. fl., Finnbogahúsi við Kringlumýrarveg. Urðu skemmdir þar nokkrar á verkstæðinu, sem er í tveim á- föstum timburútbyggingum við íbúðarhúsið og einnig skemmd- ist nokkuð af efni. Var eldurinn magnaður orðinn er slökkviliðið kom á vettvang og það tók um eina klukkustund að ráða niður- lögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn talin, en sýnilegt þótti brunavörðum að þau hefðu orðið í námunda við kolaofn, sem verkstæðismenn telja, að ekki hafi iogað í eidur. Þeir voru nýlega farnir í mat er eldsins varð vart og verkstæðið því mannlaust. IKVÖLD verður hinn almenni fundur Heimdallar, þar sem rætt verður um áróður kommúnista í íslenzku menningarlífi. Þessi fyrirhugaði fundur hefir þegar vakið mikla athygli og umtal manna á meðal. Þykir vel til fallið, að Heimdallur skuli taka þetta umræðuefni fyrir á almennum fundi. Þá leikur mönnum mikill hugur á að heyra mál hinna ágætu frummælenda, rithöf- undanna Guðmundar G. Hagalín og Kristmanns Guðmundssonar og séra Sigurðar Pálssonar í Hraungerði. ffalskur nánmtyrkur RÍKISSTJÓRN Ítalíu hefur á-1 kveðið að veita íslendingi styrk til náms á Ítalíu frá 1. nóvem- ber 1955 til 30. júní 1956. Nemur styrkurinn 50 þúsund lírum á mánuði nefnt tímabil, auk 10 þúsund líra í ferðakostnað innan Ítalíu. Styrkþegi þarf ekki að greiða innritunar- óg skólagjöld. Við veiting styrk þessa koma þeir til greina, er loKÍð hafa stúdentsprófi og vilja nema við háskóla á Ítalíu, og listamenn, sem lokið hafa undirbúnings- námi og vilja stunda framhalds- nám í listgrein sinni. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. júní n. k. Skal þar tekið fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda og við hvaða skóla. Staðfest afrit af prófskírteinum fylgi. Ennfremur upplýsingar um störf síðan námi lauk og staðfest afrit af meðmælum, ef til eru. DregiÖ í Háskéla- happdrætílnu í GÆR var dregið í 5. flokki Happdrættis Háskóla íslands, en í þessum flokki eru alls 752 vinn- ingar, og kom hæsti vinningur- inn, 50 þús. kr., á 'A miða nr. 19569. Eru þrír þeirra austur á Seyðisfirði og einn hér í Reykja- vík, hjá Pálínu Ármann. Þá kom 10 þús. kr. vinningurinn á heil- miða, 25817, í umboði Ragnhild- ar Helgadóttur, Laugavegi 66 og 5000 kr. vinningur á miða á ísafirði, Bíldudal, Borðeyri og hér í Reykjavík, í umboðinu Þingholtsstræti 1. — Á öðrum stað í blaðinu er birt skrá yfir hærri virmingana. Hillary var á undan NEW YORK, 10. maí — í tíma- ritsgrein hefir Norkay Terising skýrt frá því, að það hafi verið Hillary, sem fyrstur steig fæti á hæsta tind jarðar, Mount Everest. Tensing fylgdi í fótspor hans. * MISNOTKUN VERKA- LÝÐSSAMTAKANNA Tvennt er það, sem mestu hef- ir valdið um vöxt og viðgang kommúnista hér á landi. Annars vegar hefir þeim tekizt að beita verkalýðssamtökunum fyrir sinn pólitíska plóg, og hins vegar tek- izt að vissu leyti að koma ár sinni fyrir borð í andlegu lifi þjóðarinnar. Þannig hafa þeir getað notað hluta verkalýðsins og suma andans menn í baráttunni fyrir því þjóðskipulagi, sem bannar frjáls verkalýðssamtök og Deildir Alþlngis luku slörfura í gær BÁÐAR deildir Alþingis luku svo til samtímis störfum í gær, um klukkan hálf þrjú. Forseti Efri deildar, Gísli Jónsson þakkaði deildarmönnum ánægjulega sam- vinnu við rig sem forseta á þing- inu, árnaði utanbæjarþingmönn- um góðrar heimferðar og heim- komu, og öllum þingdeildarmönn um alls farnaðar. Haraldur Guðmundsson þakk- aði forseta árnaðarsókir hans svo og góða fundarstjórn og let þá ósk í ljós, að þingmenn mættu hitta hann heilan á komandi hausti. Risu þingmenn síðan úr sætum til virðingar við forsetann. í Neðri deild þakkaði forseti deildarinnar, Sigurður Bjarna- son, þingmönnum ánægjulegt samstarf á vetrinum.Árnaði hann utanbæjarþingmönnum góðrar heimferðar og öllum þingdeildar- mönnum gleðilegs sumars. Einar Olgeirsson flutti forseta kveðjur og árnaðaroskir þing- deildarmanna og óskaði honum gleðilegs sumars. Risu þingmenn síðan úr sætum sínum til virð- ingar við forseta. hneppir andlegt frelsi í fjötra. Menn hafa lengi gert sér grein fyrir, hvernig kommúnistar mis- nota verkalýðssamtökin, en miklu síður áttað sig á áróðri þeirra í menningarlífi þjóðarinn- ar, en þó er sá þáttur engu þýð- ingarminni í flokksstarfi þeirra. ★ „ANDLEG YFIRSTÉTT“ Kommúnistar hafa um langt skeið reynt að spila sig sem út- valda andlega yfirstétt í þjóð- félaginu. Þeir hafa þótzt vera hinir einu og sönnu forverðir ís- lenzkrar menningar. En í menn- ingarmálum hafa þeir mælt allt og vegið á hinn marxistiska mælikvarða og vog. Allt, sem hefir þjónað stefnu þeirra og áróðri í bókmenntum og listum, hefir verið hafið til skýjanna, en allt annað hefir verið dæmt einskis nýtt. Handbendum þeirra hefir verið hossað og hampað, þótt ekki væri fyrir að fara öðr- um verðléikum en þjónslundinni við kommúnismann. I ★ ÁRÓÐUR f SKÓLUM Þá hafa kommúnistar gert séj? sérstakt far um að ná áhrifura í skólum landsins og lagt þar meiri áherzlu á að innræta æsku- lýðnum kommúnistiskt hugarfar en hinar fornu dyggðir. Enn hafa kommúnistar staðið að umfangsmiklum bókaútgáfum, þar sem á skipulagsbundinn og lævísan hátt hefir verið dreift pólitískum áróðri þeirra undir fölsku yfirskini. Hér er aðeins lítið upptalið, en þannig hefir kommúnistura tekizt að halda uppi hinum marg- þætta áróðri fyrir stefnu sinni. Fundur sá, sem Heimdallur efnir til í kvöld, er haldinn til að fletta ofan af og vekja athygli á þessari starfsemi kommúnista. Allir andstæðingar kommúnista ættu því að fjölmenna á fund þennan, sem verður í Sjálfstæð- ishúsinu og hefst kl. 8,30 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.