Morgunblaðið - 12.05.1955, Side 14

Morgunblaðið - 12.05.1955, Side 14
14 Fimmtudagur 12. mai 1955 MORGVNBLAÐÍ1Ð VOLKSWAGEN Framhaldsoagan 34 legur. Þér er,uð ef til vill trúað- ur eins og systir mín. Guð er ef til vill með ykkur“ „Nei, ég er það ekki sérstak- lega“, svaraði Phiiip stuttlega. Honum var farið að leiðast þetta. Það var eitthvað móðgandi við manninn, eitthvað, sem ekki var hægt að álíta að væri eingöngu sérvizka. „Heyrðuð þér þetta?“ hrópaði hann. Honum fannst hann hevra niðurbælt óp ein- hvers staðar. Kertið titraði nú í höndum herra Femm, sem hafði orðið mjög bilt við og var nú enn föl- ari en áður. Hann svaraði Philip að lokum. „Ég heyrði eitthvað". „Það skyjdi ég nú halda“, sagði Philip. Þetta var ekki kurteíst, en hann gat ekki að því gert. „Hvað var það?“spurði hann. Hann hallaði sér fram. „Þetta hlýtur að hafa verið Morgan. Þér vitið, að hann er drukkinn. Hann er ef til vill að gera einhvern liávaða í eldhúsinu". En hljóðið hafði alls ekki virzt koma frá eldhúsinu, en Philip vildi ekki halda því til streitu, þótt hann gæti ekki hætt að hugsa um það. Þeir voru aðeins að eyða tímanum. „Jæja, hvað um lampann?" Herra Femm beit á vörina og leit því næst. afsakandi í kring- um sig. „Hlustið þér nú á mig“, byrjaði hann, „þér verðið að af- saka mig, þótt ég komi ekki með yður. Ég er þreyttur og ég er heldur ekki sterkur. Ég get ekki farið upp fleiri stiga. Ég hefði átt að segja yður það fyrr, en það var aðeins af hégómagirnd, sem ég gerði það ekki. Ég held, að þér vitið, hvar hann er. Hann er á litiu borði, rétt við stigagatið hérna uppi....“ hann benti upp „.... alveg við stigabrúnina". Maðurinn var svo augljóslega að skrökva, að Philio hefði getað hlegið upp i opið geðið á honum. Þessar afsakanir voru hreinn uppspuni. Það var eitthvað ein- kennilegt við þetta allt, en það var ekkert við þessu að gera. ,.Já, ég skil“, sagði hann og leit í augu hans. „Ég býst við, að ég verði að fara og ná í hann“, bætti hann við og mundi nú eftir athugasemdum félaga sinni niðri, ,,en er hann ekki of þungur fyrir mig?“ „Nei, alls ekki“. var svarað. Svo að það hafði þá einnig verið lygi. Þessi maður var fullur af lygum. Það er einmitt það, sem að honum er, það er þess vegna, sem mér hefur aldrei geðjast að honum, sagði Philip við sjálfan sig: ,.Hann er fæddur lvgari“! „Ég þarf að fá þetta“. Philip rétti höndina út eftir kertinu — Herra Femm bað hann að bíða og hvarf inn í sitt herbergi. Þegar hann kom út aftur var hann með brennandi olíulampa og rétti Philip kertið án þess að segja nokkurt orð, en stóð í dyrunum í herberginu sínu, meðan Philip gekk í áttina til næsta stiga. Hann var ekki kominn hálfa leið upp, er hann heyrði að hurð var lokuð fyrir aftan hanri. — Herra Femm hafði líklega farið inn í herbergið sitt. Á næsta augnabliki heyrðist eins og hurð væri læst með lás. Það var eins og herra Femm væri ákveðinn í að búa örugglega um sig. Þetta var allt mjög einkennilegt. og Philip hætti að segja sjálfum sér það, og reyndi nú aftur að hlusta. Einhvern veginn geðjaðist hon-, um ..itkki:4ð þéssum hávaöáz Það var einkennilegt, hve svona smá- atriði eins og þetta geta vakið öryggisleysi hjá manni, næstum því eins og maður væri skilinn eftir nakinn. Hann hélt áfram og gekk nú léttilega upp stigann. Nú voru þrepin mjórri og engin teppi á þeim, svo að það brakaði í þeim löngu eftir að maður var búinn að stíga á þau. Nú vár hann kominn upp stig- ann og sá nú borðið, sem lamp- inn var á. Lampinn var gamal- dags tvöfaldur olíulampi og ef hann færi varlega ætti hann að geta haldið á honum í hægri höndinni. Ljósið frá kertinu féll á koparstungu, sem hékk fyrir ofan borðið og hún var af liðs- foringja, sem stóð með sverð í hönd fyrir framan fallbyssu. — Nokkur augnablik stóð hann og horfði á hina einkennilegu mynd, sem var augsýnilega af einhverri hetju úr kínverska stríðinu. Því næst tók hann upp lampann og flýtti sér eftir ganginum til stig- ans. Hann hafði flýtt sér svo mikið að leita að borðinu og lampan- um, að hann hafði ekki tekið eftir hurð á vinstri hönd. Nú, þegar hann gekk hægt aftur, tók hann eftir henni. Það var svo sem ekkert einkennilegt við þessa hurð; það var aðeins stór, þung hurð, næstum ómáluð; en það var eitthvað einkennilegt við lokurnar á henni. Þá sá hann, hvað það var. Fyrir henni voru tvær stórar járnslár. Og þær voru lokaðar að utanverðu. Hvers vegna skyldu þau hafa gert það? Héldu þau ef til vill, að einhver reyndi að brjótast inn á þann hátt? Meðan hann var að velta þessu fyrir sér, hafði hann farið fram hjá hurðinni, en þá vakti eitthvað athygli hans. Honum fannst hann heyra eitthvað þarna innan frá. Það var einhvers kon- ar rödd, eitthvert muldur ekki langt í burtu. Það gat aðeins komið frá þessari hurð. Það var einhver inni í þessu herbergi, bak við þessar læstu hurðir. En hvað var þá með þetta niður- bælda óp og höggin, sem hann hafði heyrt áðan? Honum fannst hann verða allt í einu veikur og hann var dauðhræddur. Hann hafði ekki beðið eina mínútu, þegar honum barst ann- að óp til eyrna, og í þetta sinn að neðan, úr öðrum heimi. Mar- garet. Var það ábyggilegt, að hún væri að kalla á hann? Eða var þetta aðeins hugarburður. Nú var þögn og hann gekk feti framar og heldur var hann efa- fullur. Nei, þetta var engin mis- heyrn. „Philip! Philip!" Þetta voru örvæntingaróp. Hann hélt fast á lampanum í annarri hend- inni og í hinni hendinni hélt hann á kertinu, svo að hann gat ekki haldið sér í handriðið, er hann þaut niður stigann, og það var hreinasta mildi, að hann féll ekki niður; og nú hvarf allt í einu sálarangist hans og ótti, en einkennileg reiðitilfinning greip hann. Hann hafði skilið hana eft- ir ánægða og brosandi, en nú var hún lent í þessu. Hún hafði ekki fengið að vera í friði. Jafnskjótt og hann kom á neðra ganginn, setti hann lamp- ann frá sér og flýtti sér fram. Hann sá eitthvað blátt og Ijóst hár og hún þrýsti sér að honum og greip fast í hann. Hún reyndi að ná andanum. „Morgan — drukkinn •— gat náð í mig — kemur núna“. Það var allt og sumt, sem hann skildi, en það var nóg. Á næsta augnabliki hafði maðurinn sjálfur birzt, ótrúlega risavaxinn í ljósinu, en hann snarstanzaði/þegar hann sá kerta ljósið og hjónin standa saman. Margaret sneri sér snögglega | við og togaði í jakkann hans. VILLIMAÐURIIMN 1 6. ekki verið stundinni lengur hjá mér,“ mælti villimaður- inn. Snemma morguninn eftir fór drengurinn aftur út að brunninum. Og þá varð honum á að strjúka hárið á sér aftur með hendinni. Þegar villimaðurinn kom heim um kvöldið, vissi hann þegar hvað komið hafði fyrir. „Aftur skal ég hlífa þér. En ef það kemur-fyrir aftur að þú snertir brunninn, getur þú ekki verið lengur hjá mér.“ Þriðja daginn sat drengurinn enn við brunninn og r.eyndi nú að hafa gát á sjálfum sér, að láta ekkert falla ofan í brunninn. En að langri stundu liðinni fór honum að leiðast og varð það þá á að lúta fram yfir brunnbarminn til þess að spegla sig í vatninu. Féll þá hár hans fram yfir andlit honum og snerti vatnsílötinn. Hann reis upp logandi hræddur, en þá var hárið orðið logagyllt. Þá tók hann upp vasaklútinn sinn og batt honum um höfuðið til þess að fela hárið. En þegar villimaðurinn kom heim um kvöldið, vissi hann þegar hvað komið hafði fyrir. „Taktu af þér klútinn,11 sagði hann við drenginn. En þegar hann gerði það hrundu logagylltir lokkarnir niður um vanga hans. Og nú þýddi ekki að vera með neinar afsakanir. „Úr því að þú hefir ekki gert eins og ég skipaði þér, getur þú ekki lengur dvalizt með mér. Farðu nú út í víða ver- öld, og muntu þá komast að því hvað það er að vera fátæk- ur. En vegna þess að þú ert góður drengur, ætla ég að reyn- ast þér vel. Ef þú verður einhvern tíma í nauðum staddur, þá skaltu kalla á mig og mun ég þá koma þér til hjálpar. Kg .het meiri völd cn þú hefdur, og af gulli og silfri á ég Volkswagen sendiferðabílarnir eru burðamiklir, rúm- góðir, traustir og sparneytnir. Nú má opna bílinn afturúr. — Loftræsting um allan bílinn. — Verð með öllum aðflutningsgjöldum ca. kr. 40.700,00. — Getum einnig útvegað sæti fyrir sex farþega aftur í. Nánari upplýsingar gefur Heildverzlunin HEKLA H.f. Hverifsgötu 103 — Sími 1683 Ný sending Jaeger frakkar GULLFOSS Dragtir mikið úrval qjifoss ^l&afótrœti „Hann er hérna. Við skulum • reyna að fara héðan“. j Philip hirsti höfuðið og leit í Bifreiðaeigendur Gjaldfrestur á iðgjöldum fyrir hinar lögboðnu ábyrgð- artryggingar (skyldutryggingar) bifreiða er útrunninn 14. þ. m., og eru bifreiðaeigendur alvarlega áminntir um að greiða iðgjöldin nú þegar. Þeir, sem sögðu upp ábyrgðartryggingum fyrir bif- reiðar sínar 1. þ m., en hafa eigi tekið tryggingu á ný, eiga á hættu, að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir þeim tjónum, er þeir kunna að valda. BIFREIÐATRYGGINGAFELÖGIN Amerískir somarkjólnr í ; Dag-, kvöld-, eftirmiðdagskjólar úr silki, nælon og nælon ■ j acetate, tjull, organdie. Verð frá kr. 295—395. Stórar og ; litlaT stærðir. Einnig smekklegir barnakjólar og kven- j ; silkisloppar, hentugir til ferðalaga. j Sigurður Guðmundsson Laugavegi 11, II. hæð til hægri, sími 5982. I! IÐIMAÐARHUSIMÆÐI Verulega vandað og gott iðnaðarhúsnæði er til leigu nú þegar. Hentar bæði léttum iðnaði, þungaiðnaði og hverskonar framleiðsluiðnaði, eða allt frá saumastofu til bifreiða eða járniðnaðarverkstæðis. — Væntanlegir leigu- takar geri svo vel að leggja nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt „Vandað iðnaðarhúsnæði — 526“. — Bezi að auglýsa í Morgunblaðinu -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.