Morgunblaðið - 12.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1955, Blaðsíða 16
 Veðurútlii í dag: NA-kaldi. Léttskýjað. wgtsit Skógrækf Sjá blaðsiðu 8. 106. tbl. — Fimmtudagur 12. waí 1955 _________________________________________ ¦'. Kommúnistar stórtapo i HreyðiSskesniiigarani Bergsteínn Quðjónsscn endurkjörinn formaður Fyrsti ósigur kommiinista eftir verkfallið IGÆRKVÖLDI urðu kunn úrslitin í stjórnarkjöri til Bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils, innan deildar sjálfseignarmanna. Lýð- ræðissinnar undir forustu Bergsteins Guðjónssonar unnu glæsi- legan sigur, á sama tíma sem listi kommúnista tapaði tæplega 40 atkvæðum. Lýðræðissinnar í sjálfseignar-^ mannadeildinni buðu fram til stjórnar auk Bergsteins, Friðrik Guðmundsson og Berg Magnús- son. Hlaut listi lýðræðissinna 214 atkvæði, en við síðustu kosning- ar hlaut listinn 213 atkv. Það mun vera talandi tákn, að listi kommúnista fékk 102 atkv., en við síðustu stjórnarkosningar í Hreyfli hlaut hann 139 atkv. Þykir sýnt að kommúnistar gjalda nú framkomu sinnar í verkfallinu mikla. Er Hreyfill fyrsta verkalýðs- félagið, sem kosið er í eftir verk- íallið og gefur það athyglisverð- ar ábendingar um það að straum- Brinn liggur nú úr röðum komm- BÚista. í vinnuþegadeild Hreyfils var listi lýðræðissinna sjálfkjörinn, þar eð kommúnistar komu ekki lista fram vegna fylgisleysis. Kuldinn EKKERT lát er á inni köldu norðan átt, sem haft hefur í för með sér meira og minna nætur- frost um land allt undanfarna daga. í gærkvöldi klukkan 9, var frost komið á Norðurlandi og norðaustur. Var 1 stigs frost þá á Akureyri og fleiri veðurathug- unarstöðvum nyrðra og á Rauf ar- höf n var 3 stiga frost. Austur á Dalatanga var 2 stiga frost. í gærkvöldi var 3 stiga hiti hér í Reykjavík. Voru horfur taldar á næsturfrosti hér í bæn- um. f gærdag var hitinn hér í Reykjavík mestur 6 stig. í Ósló var hitinn 8 stig um hádegið. Á Solaflugvelli í Stavangri var snjókoma í gær. íslenzku flugfé- lögin og SAS ræðast við Á LAUGARDAGINN kemur munu í Stokkhólmi hefjast við- ræður milli íslenzku flugfélag- anna tveggja og fulltrúa Skandi- naviska flugfélagsins, SAS. Er hér um að ræða fund þann, er hin sænsk-íslenzka nefnd mæltist til að haldinn yrði, cr viðræður um endurnýjun loftferðasamn- ingsins milli Svía og íslendinga fóru fram hér í Reykjavík. Frá Flugfélagi íslands taka þátt í viðræðunum þeir Örn Johnsen framkvæmdastjóri og Sigurður Otiatthíasson yfirmaður utanlandsflugdeildarinnar. — Af hálfu Loftleiða mæta þar: Krist- ján Guðlaugsson formaður utjórn arinnar, Alfreð Elíasson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Helga- son stjórnarmeðlimur. í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. — Á myndinni sjást nokkur beð með sitkagreni, sem dreifsett var í fyrravor. — (Ljósm. Ól. K. M.) GróBur sölnar DALVÍK, 11 maí. S í Ð A N um sumairmál hef- ur verið hin mesta kuldatíð hér um slóðir. — Norðan steytingur með 4—10 stiga frosti um nætur. Er gras tekið að sölna, en tún voru farin að grænka. Síðastl. nótt snjóaði hér alveg í sjó fram. — sipjo. jrfjén af vöSdu bruna I StykkishóSm! Beinn skaði vegna brunans lalin nema um 400 þús. IGÆRMORGUN brann til kaldra kola stórt geymsluhús í Stykk- ishólmi. Voru í því geymd beitingaverkfæri, veiðarfæri og ýmsar aðrar vörur. Húsið var eign Sigurðar Ágústssonar alþing- ismanns og útgerðarmanns í Stykkishólmi og er beint tjón af brunanum talið nema um 400 þús. krónur. Bankahús við Laugaveginn Á HORNI Laugavegs og Frakka- stígs, er nú verið að rifa nokkur gömul hús, sem víkja eiga fyrir bankabyggingu, sem Landsbanki Islands ætlar að reisa á lóðunum 47—49 við Laugaveginn og fyrir hornið níður Frakkastiginn. Mun þetta verða allmikið hús. Heimilt er að bygg;!a fjögurra hæða hús við Laugaveginn. Þannig mun verða frá bvggingunni gengið, að unnt verður síðar að taka undir gangstétt j_.augavegs, sem svarar 4 m breið? sneið af lóðinni. Fiðlusveit barna og viðkvæmnasta hljóðfærið SÍÐASTL. sunnudag voru haldnir nemendahljómleikar Laugar- nesskólans. Gerðust þar þau tíðindi, að fiðluhljómsveit 18 barna í skólanum kom þar fram í fyrsta skipti. Þarna var einnig óvenju vel vandaður kórsöngur barna og einnig vakti einleikur barna á fiðlu og píanó mikla athygli. FJOLBREYTT EFNISSKRA Ekki er hægt að rekja hér alla efnisskrá tiemendahljómleikanna, en hún var fjölbreytt. Kórsöngn- um stjórnaði Ingólfur Guðbrands son, söngkennari skólans, en Ruth Hermanns hefur æft alla hina mörgu ungu fiðluleikara og bár- ust henni blóm, sem þakkir fyrir vel unnið starf. VIöKVÆMASTA HLJÓÐFÆRIÐ í lok nemendatóníeikanna ávarpaði Inpólfur Guðbrandsson áheyrendur. Hann sagði Htillega frá þeim hætti. sem hafður væri á söngkennslunni og gat þess, að af ágóða af slíkum nemendatón- leikum væri varið m. a. til kaupa k hljóðfærum fysir nemendur. Um söngkennsluna sagði hann ¦ m. a. að barnsröddin væri mjög viðkvæmt hijóðfæri, sem gæti Ibeðið þess óbætanlegt tjón, ef .henni væri misþyrmt. Kvaðst hann sjálfur miða sína söng- kennslu við, að fara mjúkum höndum um raddir barnanna og vildi hann ekki þóknast áheyr- endum með því, að láta þau syngja hátt. Tónmagnið skiptir heldur ekki máli, heldur rétt með ferð í tónvísi. ÞAKKIR FRÁ FORELDRA- FÉLAGI Að lokum tók til máls Friðgeir Grímsson, sem er í stjórn For- eldrafélagj Laugarnesskólans. — Mælti hann nokkur þakkarorð til barnanna og annarra, sem lagt hafa sitt fram til að halda slíka nemendaMjómleika. litl ENGU BJARGAB Það var um fimmleytið í gær- morgun, er beitingamenn komu til starfa í húsið, að þeir sáu reyk leggja upp úr því. Var þeg- ar brugðið við og slökkviliðið kallað á vettvang. Er það kom á staðinn var mikill eldur kom- inn í húsið. Ekki reyndist unnt að bjarga húsinu tié neinu af því, sem í því var. Töldu menn það hafa orðið alelda á 10 mín. Veður var hvasst, og var með naumindum hægt að verja nær- liggjandi hús og sprungu rúður í nokkrum þeirra. Húsin voru varin með því að breiða vot segl á þau og vatn látið þar á ganga. BYGGT 1882 Hús þetta var gamalt timbur- hús, 140 ferm. að stærð, byggt 1882. Var það tvær hæðir og ris. Var á neðstu hæð þess beit- ingastöð. Á miðhæð þess voru geymd veiðarfæri ýmiskonar, svo sem net og síldarnætur báta Sigurðar Ágústssonar. í rishæð- innivoru einnig geymd veiðar- færi fjögurra báta, auk varnings- ins á rishæðinni. Svo sem fyrr segir er beinn skaði vegna brunans talinn nema 400 þús. kr. Er það svo sem aug- I lljóst er, geysimikill skaði fyrir j útgerð Sigurðar Ágústssonar. — Húsið og verðmæti þess voru vá- tryggð, en ekki nægilega fyrir skaðanum. Alhvíl jörð á Akur- eyri í gærmorpn ! AKUREYRI, 13. maí: — Undan« farið hefnr verið hér kuldatíð. Lítilsháttar var byrjað að grænks hér um sumarmál, og leit þá út fyrir, að sæmUega ætlaði að vora, en síðan hefur verið frost eða allt að f rostmarkl hver j» ngttt. . Fef gróðri nú ekkert fram og frost minnkar ekki í jðrðu. Tré voru byrjuð að springa út, en framfór á þeim er engin vegna kuldanna. f morsrun var alhvíl jörð hér á Akureyri og frost um 2 stig. í dag hefar verið hér sólskin en kalsaveður með norðan þétt- ingsgolu. —Vignir. \ ».i r NATO-fulitrú koma í kynnisför Á LAUGARDAG munu koma hingað í kynnisför fulltrú- ar Atlantshafsríkjanna (NATO) fimmtán. — Þeir koma hingað á leið sinni vestur um haf í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna og Kanada. Flugvélin, sem flytur fulltrúana, kemur til Keflavíkurflugvallar eftir hádei?ið á laugardaginn. — Gert var ráð fyrir því, að farar- stjóri yrði Ismay lávarður, fram kvæmdastjóri NATO, en vegna veikina getur hann ekki komið. Dr. Kristinn Guðmundsson, ut- anríkisráðherra mun taka á móti fulltrúunu'". á flugvellinum. — Hingað til Reykjavíkur koma þeir um kvöldið, og heldur ut- anríkisráðherra þeim kvöldverð- arboð í nafni ríkisstjórnarinnar. Seint á laugardagskvöldið munu fulltrúarnir halda förinni áfram vestur um haf. ¦ ¦ Krían komin í Tjarnarhólmann ÞAÐ var kuldaleg aðkoman í Tjarnarhólmanum í gærkvöldi fyrir fyrstu kríurnar, sem þang- að komu til að taka sér bólfestu á nýbyrjuðu sumri. Norðangjóst- ur og aðeins þriggja stiga hiti. Það var klukkan rúmlega 10, sem maður einn, sem býr við Tjarnargötuna, hringdi til Mbl. og tilkynnti komu þessa harð- snúna og einbeitta fugls. Fregn- ina fékk blaðið síðan staðfesta. Brunaverðir staðfestu hana og bættu því við að fjórar kríur væru á sveimi yfir Reykjavíkur- tjörn. Krian var komin. Ágúsf aflaði ve! HAFNARFIRÐI — Togarinn Ágúst kom núna í vikunni með: um 290 tonn af ísfiski eftir að eins 10 daga útiveru. Er þetta prýðileg veiði, a ekki lengri tíma. Hann fór aftur á veiðar í gærkvöldi. — Júní og Júlí eru á saltfiskveiðum. Surprise og Bjarni riddari eru væntanlegir á föstudag og Röðull á mánudag. Þessir togarar fiska aðallega í ía og sömuleiðis eitthvað í salt. Vélbáturinn Stjarnan hefir fengið um 1350 skippund á ver- .íðinni, en ekki 1250 eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Hún er nú um það bil að hætta róðr- um. —G.E. Ðalvíkinpr aSla ve! DALVÍK, 11. maí — Undanfarn- ar þrjár vikur hefur ekkert verið róið vegna ógæfta og beituleysis. Bátar hafa verið á færaveiðum með góðum árangri, 2—8 skip- pund á dag af vænum fiski. Fyrst framan af var veiðin mest í sund- inu milli lands og Hríseyjar og er það einsdæmi. í gær reri héð- an einn bátur og var með mikinn afla, 10—12 skippund. Orðsending Þórunni Jóhanns- dóffur fagnaS ' í Þjóðlelkhysinu HÚSFYLLIR var á tónleikunv Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þjóð leikhúsinu í gærkvöldi. Var þeim feðginunum, Jóhanni Tryggva- syni, sem var stjórnandi hljóm- sveitarinnar, og Þórunni, dóttuc hans, sem var einleikari hennar, tekið með mikilli hrifningu og ánægju ábeyrenda. Á efhisskránni voru kaflar ÚB óperunni „Fáráðlingurinn frá- bæri" eftir Gustav Holst, píanó- konsert í a-moll eftir Schumann og Sinfónía nr. 2 í d-dúr eftir Sibelius. j frá Bílhappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. — Miðar í bilhapp- drættinu eru seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—12 og 1—6. Pantanir óskast sóttar hið fyrsta. | Seldir verða aðeins 5000 miðar. Kaupið miða strax i dag. I ! Námskeið í Axels- á BÍLDUDAL, 11. maí: — Fyriíl nokkru var hér á Bíldudal Axel Andréssor., sendikennari ÍSÍ, k vegum íþróttafélags Bíldudals. —* Dvaldist hann liér í þrjár vikuí og hélt námskeið, svo nefnt AxelS kerfi, í handboltaleik fyrir stúlk* ur, en fótboltaleik fyrir pilta, 127 nemendur tóku þátt í nára^ skeiðunum á aldrinum 4—14 ára. Fjórar sýningar voru haldnaí hér, áður en Axel hélt suður aft- ur og var «nikil aðsókn að öllunai sýningunum. —Friðrik. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.