Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1955 ] r 4 í dag er 136. dagur ársins. 14. maí. Vinnuhjúaskildagi. ÁrdegisflæSi kl. 11,22. SíSdegisflæSi kl. 23,50. Læknir er í læknavarðstofunni, eími 5030, frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Helgidagslæknir verður Hjalti Þórarinsson, Leifsgötu 25. — Sími 2199. — | NælurvörSur er í Reykjavíkur- alpóteki, sími 1760. Ennfremur eru I [olts-apótek og Apótek Austurbæj sr opin daglega til kl. 8 nema á láugardögum til kl. 4. Holts-apó- tek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. HafnarfjarSar- og Ke.flavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. • Messur • A MORGUN: Dómkirkjan: — Hinn almenni híænadagur. Messa kl. 11. Biskup Islands prédikar, séra Jón Auðuns tjjónar fyrir altari. — Síðdegis- guðsþjónusta kl. 5. Séra Óskar J. í>orláksson. Hallgrimskirkja: — Hinn al- Tpenni bænadagur. Messa kl. 11 árdegis. Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 e.h. Séra Jakob Jónss. 'Nesprestakall: — Messað í kap- | <>llu Háskólans kl. 11 árdegis. — (Bænadagurinn). — Séra Jón íliorarensen. r ElliheimiIiS: — Guðsíþ.jónusta kl. 10 árdegis. (Bænadagurinn). ólafur Ólafsson kristniboði pré- (jtikar. | i Hóteigsprestakall: — Messa . Ilátíðasal Sjómannaskólans kl. 2 é. h. (Almennur bænadagur). — Séra Jón Þorvarðarson. , Laugarneskirkja: — Messa kl. , 2 e. h. (Bænadagurinn). Barna- I guðsþjónusta kl. 10,15 f.h. — Séra Garðar Svavarsson. i Bústaðaprestakall: — Messa Kópavogsskóla kl. 2. (Bænadagur- öin). Ath. breyttan messutíma. _— géra Gunnar Árnason. : Fríkirkjan: — Messað kl. 2 síðd. Bænadagur. Séra Þorst. Björnss. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn: —- Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e.h. £j?ænadagurinn). — Séra Emil Bj örnsson. Kaþólska kirkjan: — Hámessa j)g prédikun kl. 10 árdegis. Lág- messa kl. 8,30 árdegis. — Lág- ijnessa er alla virka daga kl. 8 árd. i Hafnarf jarðarkirkja: — Messa kl. 2, ferming. Séra Garðar Þor- kteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Vegna breytinga á kirkjunni falla hiður guðsþjónustur þangað til á Hvítasunnu. — Séra Kristinn (Btefánsson. Mosfellsprestakall: — Brautar- holt: Messa kl. 2. —■ Lágafell: — Messa kl. 4. Altarisganga. — Séra Bjarni Sigurðsson. Reynivallaprestakall: — Messa að Saurbæ kl. 11 f.h. og að Reyni- völlum kl. 2 e.h. — Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja: Messa kl. 2 (bænadagur). — Innri-Njarðvík: Messa kl. 5 (bænadagur). Séra Björn Jónsson. Útskálaprestakall: — Messað að Útskálum kl. 2 e.h. og að Hvals- I uesi kl. 5 e.h. — Sóknarprestur. Grindavík: Bænadagsguðsþjón- usta kl. 2 e.h. — Hafnir: Bæna- dagsguðsþjónusta kl. 5 síðdegis. Sóknarprestur. « A f m d© 1 i * 90 ára er í dag, 14. maí, Ólafur Sigurðsson frá Hamri í Borgar- hreppi, nú til heimilis að Vestur- braut 1, Hafnarfirði. 73 ára er í.dag frú Soffía Jóns- dóttir, Mánagötu 3. Hún dvelur nú að vistheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Sjötugur er í dag Pétur Hraun- fjörð fyrrv. skipstjóri, Rauðag. 17. * fírúðkaup * 1 dag verða gefin saman í hjóna þand af séra Gunnari Árnasyni íingfrú Ólöf Hraunfjörð, af- greiðslumær, Rauðagerði 17 og Karl Árnason, bifvélavirki, Kópa- • •vogsbraut 48. j Þann 6. maí s.l. voru gefin sam I •n í hjónaband af séra óskari Þor I Málfundafélagið Óðinn Stjórn Óðins biður þá félags-i menn, sem geta aðstoðað við hluta veltuna, að mæta á morgun kl. 1,3Q e. h. í Listamannaskálanum. I Kvennadeild Slysavarnafélagsins Engum er alls varnað ÞJÓÐVILJINN hefur orðið ókvæða við að gefið var í skyn í Vísi og í kvæði hér í blaðinu að Guðlaugur Rósinkranz væri í nokkru vinfengi við kommúnista. Teiur Þjóðviljinn þetta argasta níð um þjóðleikhússtjórann og ómaklegt. Að Þjóðviljanum geti stundum ratast rétt á munn, þótt af rógburði og lygum séu skrif hans einkum kunn, svo skemmtilega í dálkum hans á daginn komið hefur, því dagsönn er sú játning, sem ritstjórinn þar gefur: Að bæði sé það fúlmennska og blygðunarlaust níð að bendla saklaust fólk við hinn kommúniska lýð. R. lákssyni ungfrú Júlíana Þorfinns- dóttir, Hverfisgötu 83 og A/IC Roger Raymond Calvin, Sterling- ton, Lauisiana, U.S.A. Þann 9. maí s.l. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Jóni Thor- arensen Jóhanna Jóhannesdóttir og Magnús Guðmundsson. Heimili brúðhjónanna er í Trípólíkamp 25. • Hjónaefni • 5. maí opinberuðu trúlofun sína Anna Ingvarsdóttir, Drafnarstíg 2 og Torfi Tómasson, Skólavörðu- stíg 18. • Skipafiéttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Reykjavík 12. þ.m. til Vestur-, Norður- og Aust urlandsins. Dettifoss fór frá Rvík í gærkveldi til Akraness og Hafn- arfjarðar. Fjallfoss fór frá Rott- erdam 12. þ.m. til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 12. þ.m. til ísafjarðar, Tálknafjarðar og Faxaflóahafna. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag til Leith og Reykjavíkur. —- Lagarfoss fór frá Stykkishólmi í gærdag til Grundarfjarðar, Sands og Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Akureyri 10. þ.m. til Antwerp- en og Rotterdam. Selfoss fór frá Reykjavik 12. þ.m. til Vestur- og Norðurlandsins. Tröllafoss fór frá Reykjavík 4. þ. m. til New York. Tungufoss fór frá Vestmannaeyj- um 12. þ.m. til Bergen, Lysekil og Gautaborgar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja kom til Reykjavíkur í gærkveldi að austan úr hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill var væntanleg- ur til Fredrikstad í Noregi, í gær- kveldi. Skaftfellingur fór frá Rvík í gærkveldi til Vestmannaeyja. Skipadeild S. í. S.: Hvassafell kemur til Reykjavík ur í dag. Arnarfell losar á Eyja- fjarðahöfnum. Jökulfell fór frá Reykjavík í gær vestur og norður um land. Dísarfell er á Hornafirði Litlafell er í olíuflutningum á ströndinni. Helgafell er í Oskars- hamn. • Flugferðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Sólfaxi fór til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08,30 í morgun. Flugvélin er vænt anleg aftur til Reykjavíkur kl. 20,00 á morgun. Gullfaxi er vænt- anlegur til Reykjavíkur frá Stokk hólmi og Osló kl. 17,00 í dag. — Innanlandsflug: I dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja, Ak- ureyrar, Isafjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks, Egilsstaða og Patr- eksfjarðar. — Á morgun er ráð- gert að fljúga til Vestmannaeyja og Akureyrar. — Á mánudaginn er ráðgert að fljúga til Vestmanna ey.ja, Akureyrar, Isafjarðar, Fag- urh'ólsmýrar, Hornafjarðar, Patr- eksf.jarðar og Bíldudals. „Lykií! að leyndarmáK” — Sýning í kvöld Ritdómari Mbl. segir: — Leikurinn er afar spennandi frá upphafi til enda, og svo meistaralega á efninu haldið, að enda þótt áhorf- endum sé snemma í ieiknum gefið til kynna hver hinn seki sé, þá slaknar samt aldrei á spennunni eitt andartak, þar til yfir lýk- ur. — Mátti og heyra það á frumsýningunni, hversu föstum tök- um leikurinn tók áhorfendur, því í salnum ríkti djúp þögn, milli þess sem áhorfendur klöppuðu leikendum lof í lófa. — Þetta er atriði úr leiknum: Gísli Halldórsson og Jón Sigurbjörnsson. Keflvíkingar Styrkið líknarsjóð Kvenfélags- ins og drekkið eftirmiðdagskaffi í Tjarnarlundi á sunnudaginn 15. þessa mánaðar. Farsóttir í Reykjavík vikuna 1.—7. maí 1955, samkv. skýrslum 21 (22) starfandi lækna: Kverkabólga ........... 55 (61) Kvefsótt .............. 98 (93) Iðrakvef .............. 10 ( 7) Gigtsótt ................. 3(0) Hettusótt ................ 7(9) Kveflungnabólga .......... 8(4) Munnangur................. 1(0) Hlaupabóla ............... 1(0) Málfundafélagið Óðinn heldur lilulaveltu í Listamanna- skálanum n.k. sunnudag kl. 2. — Eitthvað fyrir alla á hlutaveltu Óðins í Listamanna skálanutn n.k. sunnudag kl. 2. — Sjálfstæðismenn Fjölmennið á hlutaveltu Óðins n.k. sunnudag í Listamannaskál- anum. Fundur verður í Sjálfstæðishús- inu á mánudaginn kl. 8,30 e.h. Til skemmtunar verður: Upplestur, Gunnar Gunnarsson rithöfundur, Einsöngur og sagðar verða frétt- ir af 25 ára afmæli félagsins. i Garðræktendur Rvík Áburðar- og útsæðissalan opin í áhaldahúsi hæiarins, Skúlatúni 1, kl. 3—7, síðdegis, laugardaga 4—6 síðdegis. 1 Kvenfélag Óháða safnaðarins Félagskonur skoða listasafn Ein ars Jónssonar myndhöggvara kl. 4 á morgun (sunnudag). Gengið inn fi'á Frey.jugötu. Ferðafélag íslands fer n. k. sunnudag. 15. maí, tvær stuttar ferðir. Esjuferð og suður með sjó. Ekið verður suður með sjó, út á Garðsskap-a og Stafnes, en gengið þaðan í Hafnir. Komið við í Keflavík og Sandgerðj. Styrktarsjóður munaðar- lausra bama. — Simi 7967 10 þúsund númer, ekkert happdrætti, á hlutaveltu Óðins í Listamannaskálanum. Á hlutaveltu Óðins er síðasta tækifærið á þessu vori til að fá mikið fyrir litla peninga. Frjálsíþróttakeppni Kl. 3 í dag fer fram sameigin- legt innanfélagsmót íþróttafélag- anna. Verður kennt í 100 m. hl., kúluvarpi, kringlukasti og spjót- kasti. Stúdentar Menntaskólans í Reykjavík 1940 Reynið að mæta í Iþöku mánu- daginn 16. maí kl. 8,30 e.h. Endan- leg afstaða tekin um ferðalag. Kvenréttindafélag íslands heldur fund mánudaginn 16. maí kl. 8,30 að Aðalstræti 12. —- Lára Sigurbiörnsdóttir segir frá starfi og tillögum námsefnis nefndar- innar. Minningarspjöld Krahbameinsfél. íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðuia í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apóteKum), — Re- æedia, Elliheimilinu Grund og ikrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, síml 6947. — Minningakortin eru afi greidd gegnum síma 6947. • Ú t v a r p • 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisút- varp. 12,50 Óskalög sjúklinga — (Ingibjörg Þorbergs). 15,30 Mið- degisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,00 Tómstundaþáttur harna og unglinga (Jón Pálsson). — 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Kórsöngur — (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Tónleikar (plötur). 20,50 Úr Rangárþingi: Samfelld dagski'á, húin til flutnings af Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. Ekkert skrítið við það. — Hesturinn er ágætur, en hann virðist vera hjólfættur. — Ætlist þér kannske til þess að hestur sé innskeifur? ★ Já nægir. Dóttirin ætlaði að fara að gifta sig í annað sinn, og móðir hennar var að gefa henni góð ráð á leið- inni til prestsins. — Mundu nú eftir því, sagði gamla konan, að þegar présturinn spyr þig, þá segðu bara já, en ekki já takk, eins og í fyrra skipt- ið. — I ★ Hunn borgar ekki sjálfur. j — Nefnið mér dæmi um óbeinan t skatt. — Hundaskatt. — Hvað meinið þér með því — Það er ekki hundurinn sjálf- ur sem borgar skattinn. ★ Hvernig er hann á réttunni. Umferðaprédikari nokkur í Dan mörku, Stubkjær að nafni, fékk orð fyrir að vera fljótur að koma fyrir sig orði. — Einu sinni hitti hann prest á götu, að kvöldlagi, og himininn var stjörnubjartur og fagurt veður. — Fagur er guðs himinn, sagði présturinn. — Já, víst er um það, svaraði Stubkjær, en hversu guðdómlegur hlýtur hann ekki að vera á rétt- unni, fyrst hann hefur alla þessa fegurð til að bera á röngunni. fer3, en hreyfingu verSur þú að fá!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.