Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. maí 1955 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVIK Tilboð óskast í 2 herbergi og eldhús, er greini mánaðar- leigu og fyrirframgreiðslu. íbúðin verður laus um mán- aðamót. Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. í Reykjavík eða Keflavík, merkt: „Mán aðamót — 417“. Nýr trillubátur til sölu, 25 feta langur, með stýrishúsi, sjóþéttu vélar- húsi og '7 ha. F.M.-vél. — Uppl. í síma 80982 frá hád. til kl. 6 á sunnudag n.k. 2ja herbergja ÍBÚÐ í kjailara, stór og rúmgóð, er til sölu. Ibúðin er í góðu standi. Nánari uppl. gefur: Sig. Reynir Pétursson Laugav. 10. Sími 82478. Tapazt hefur rautt Lyklaveski s. 1. miðvikudag, í Barma- hiíð. Upplýsingar í síma 4344. — Eídhúsinnrétting ásamt stórum stálvaski, til sölu fyrir aðeins kr. 3.500. Uppl. í síma 4638 í dag og á morgun frá kl. 12 til 6 eftir hádegi. íbú<l til leigu Tvö herb. og eldhús á hæð 1 nyju húsi ti! leigu 1. júlí. Fyrirframgreiðsla eða lán nauðsynlegt. Tilb., er greini fjölskyldustærð, sendist af- greiðslu blaðsins fyrir hád. á sunnudag, merkt: „Smá- íbúðahverfi — 603“. Góður bíll Til sölu er mjög góður bíll, Dodge 1947, hefur alitaf verið einkaeign. Keyrður 64 þús. km., vel útlítandi. Mið- stöð, útvarp og stefnuljós. Tilboð sendist Mbl., fyrir n. k. mánudag, merkt: „Dodge 1947 — 563“. KEFLAVÍK Tilboð óskast í 3ja herb. í- búð, neðri hæð. Söluverð kr. 130 þús. Útb. kr. 30—35 þús. Hitt eftir samkomu- lagi. Tilboðum sé skilað til afgr. Mbl. í Reykjavík eða Keflavík fyrir 25. maí, — merkt: „Húsnæði — 418“. Kjristján Guðlaugsson bæstaréttarlögmaður. Anst.urstræti 1. ~~ Sími 8400. Hik-rfV! in—i* ^ -s — Skattamat búpenings Framh. af bls. 2 uðum, og er það bæði lægra en uppeldi þeirra kostar, og lægra en gangverð þeirra er, því þegar veit maður um samninga um fjársölur milli manna í vor og hefur söluverðið þar sem til hef- ur frétzt verið frá 600 og upp í kr. 800 á ánni. Skattmatið er því lægra en gangverðið og lægrh en uppeldis- kostnaðurinn. Af þessu mætti það auðskilið vera að ærverðið er sízt of hátt. Mjög svipað má segja um skattmat nautgripanna, enda er viðurkennt í bréfinu að það sé við hóf, en það er mismunandi eftir héruðum, eða á kúm 2400 til 3000 kr. framgengnum á vori. Um hrossin gegnir nokkuð öðru máli en um sauðfé og naut- gripina. Kemur það til af því, að uppeldi þeirra í hrossahéruðum, þar sem þau ganga mest úti, kost- ar oft lítið, svo þar hefur bónd- inn ekki fengið tilsvarandi kostn- að dreginn frá tekjum sínum varðandi uppeldiskostnað hross- anna og við uppeldi hins búf jár- ins. Verður því þar frekar að taka tillit til gangverðsins, en kostnaðarverðsins, enda þó að víða á landinu sé uppeldiskostn- aður hrossanna svo mikill, að ekki komi til mála að virða þau til eignar í samræmi við hann, því gangverðið er til mikilla muna lægra. Síðastliðið haust lögðu folöld sig á 700—1100 kr. Veturgamla tryppið framgengna er metið á 500 kr. Tvævetra tryppið á kr. 650 og það þrevetra á 800 kr„ eða jafnt og hrossin sem eru yfir 15 ára. Allt er þetta mjög mikið lægra en uppeldiskostnaðurinn er víða, og lægra en niðurlags- verð var síðastliðið haust. 4—15 vetra hryssurnar eru metnar á 1400 kr„ og mun engin hryssa á þeim aldri fáanleg neins staðar á landinu fyrir það verð. Hestarnir — notkunarhestarnir — eru metnir á 2000 kr. á aldr- inum 4^—15 vetra. Það má vera að í hrossasveitum, þar sem fleira er til af hestum á þessum aldri, en bóndinn þarf vegna heimilis- starfa, þyki þetta verðlag hátt, en víðsVegar um landið vantar menn hesta og vilja kaupa, og er vitanlegt að fyrir 2000 kr. fá þeir þá hvergi, enda er það ekki nema afsláttarverð. Þegar tillit er tekið til þess ennfremur að hér er um meðalverð að ræða, að í þessu eru reiðhestar sem seldir eru manna á milli á fleiri þúsund krónur, dráttarhestar, sem seldir eru fyrir tvöfalt þetta verð og meira, þá verður mönn- um væntanlega ljóst að verðlag- ið á hestunum, er sízt of hátt, en það má þó helzt deila um, vegna þess að horfið var að því ráði að hafa það alls staðar eins, enda þótt uppeldiskostnaðurinn sé ákaflega misjafn og kostnaðar- verð bóndans sem elur upp hest, því mjög breytilegt. Að þessum upplýsingum fengn- um og vel athuguðum, er þess vænzt að heiðraðar félagsstjórnir skilji afstöðu Ríkisskattanefndar, og skilji að skattmatið er við hóf og sízt of hátt eins og verðlag á j búfé er nú. Hitt er svo annað mál, hvern- ig verðlag á búfé breytist á næstu j árum, og hvernig beri að snúast I við því, og verður það að athug- ast þegar ástæða er til þess. Virðingarfyllst í Ríkiskattanefnd, Gunnar Viðar (sign). Páll Zophoníasson (sign). Baldvin Jónsson (sign). Viðvíkjandi gagnrýninni á greinargerð nefndarinnar skal þetta tekið fram: Gagnrýnendur hafna því sem óraunhæfu að tala um gangverð eða söluverð á búfé og telja að niðurlagsverð sé hið eina sem til greina komi. ‘Þetta fær ekki stað- izt. Meðan það tíðkast af einum og öðrum ástæðum að búfé sé selt lifandi, er um gangverð eða J söluverð að ræða. Hitt er frekar ' óraunhæft að um niðurlagsverð sé að ræða á búfé á vissum aldri og á vissum árstímum, þar sem því er þá ekki lógað, nema að um óhöpp sé að ræða. Við þetta bæt- ist svo að ekki verður gengið fram hjá uppeldiskostnaði, því ' eftir 19. grein skattalaganna, b- lið, „skal búpening telja svo sem hann væri framgenginn í fardög- um næst á eftir“ þ. e. a. s. hann skal telja hærri en hvort sem er, hugsanlegt gangverð, eða niður- lagsverð um áramót, sem svarar fóðurkostnaði til vorsins. Ríkis- skattanefndin hefur þó ávallt far- ið svo varlega í mati sínu að hún mun aldrei hafa náð þeirri ströngu reglu, sem hér hefur ver- ið lýst, og svo er enn. Ýmsar aðrar athugasemdir mega teljast litils virði. Það er rétt að þetta mat er hátt saman- borið við mat á fasteignum. En það er vegna þess að það mat er nú orðið alrangt, af því að það byggist á fasteignamati, sem ekki hefur verið endurskoðað frá því síðasta verðbylting byrjaði. En það er ekki sök Ríkisskatta- nefndar heldur löggjafaratriði. Sama máli gegnir um undanþágu sparifjár og sparifjárvaxta frá eigna- og tekjuskatti. Þessi und- anþága er sett af löggjafanum, en þó af ástæðum, sem taldar eru þyngri á metunum, en samræmis- sjónarmið skattalaganna. Það er lögð mikil áherzla á það af gagnrýnendum að matshækk- I anir þær, sem nefndin hefur gert, séu stórt stökk. Það er rétt, en j vart verður hjá því komizt á ' verðbreytingatímum meðan svo ‘er fyrir mælt í lögum að matið skuli aðeins endurskoða á nokk- j urra ára fresti. Ríkisskattanefnd sér ekki ástæðu til að hafa þetta mál j lengra þó að nokkrar fleiri at- hugasemdir mætti gera. Reykjavík, 12. maí, 1955. í Ríkiskattanefnd, Gunnar Viðar Baldvin. Jónsson Páll Zophoníasson ATVINNA Okkur vantar 2 röska karlmenn til vefnaðarvinnu. Gott kaup. —- Uppl. hjá verkstjóranum. K-jolf teppaaerom n. Barónsstíg Byggtngameislarar Ungur maður óskar eftir að komast að sem húsasmíða- nemi. Hefur gagnfræðapróf. — Tilboð sendist til Mbl. fyrir n. k. miðvikudagskvöld merkt: ,,Nemi — 578“. Barnamúsikskólinn heldur LOKAÆFINGU sína í Sjálfstæðishúsinu sunnu- daginn 15. maí, kl. 5, að loknu síðdegiskaffinu. ASgangur heimill án endurgjalds. Þak- og innanhússpappi Mjög góður enskur pappi, fyrirliggjandi í 20 fermetra rúllum. Jötunn h.f. byggingavörur, Vöruskemmur við Grandaveg. Sími 7080. Veiðiréttisr í Hítará fyrir löndum jarðanna Flesjustaða og Krossholts, er til leigu. — Semja ber Við landeigendur. — Simi um Haukatungu. Bilasala — Bílaleiga Höfum kaupendur að vörubílum, model 1947—1953. Höfum 6 og 4ra manna bíla með afborgunum. Einnig jeppa og sendibíla með stöðvarplássum. BILAMIÐSTÖÐIN s.f. Ilailveigarstíg 9 i •• f 4 •••••••••■•••■■••••••^••••■■••■■» •»» •«••»•••■••«» 4. ■ •••Wv*-r iglfirðingamót verður haldið í Sjálfstæðishúsinu, Reykjavík, föstudag- I inn 20. maí klukkan 8,30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu miðviku- daginn 18. og föstudaginn 20. þ. m. kl 5—7. Nefndin. Piói í pípulögnam Pípulagningameistarar, sem ætla að iáta nemendur sína ganga undir verklegt próf í maí og' júní, sendi skriflega umsókn til formanns prófnefndar: Jóhanns Pálssonar, Efstasundi 56, fyrir 25. þ. m. Umsóknmni skal fylgja: I. Námssamningur. II. Fæðingar- og skírnarvott- orð nemandans. III. Vottorð frá meistara um að nemandi hafi lokið námi. IV. Burtfararskirteini frá Iðnskóla. V. Prófgjald kr. 500,00. Prófnefndin. Verzlnn til söln Verzlun, á einum bezta verzlunarstað bæjarins, er til sölu ef um semst. Lítill en góður lager. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Þeir, sem vildn athuga þessi við- skipti, sendi nafn sitt og heimilisfang til afgr. blaðsins merkt: „Hagstætt tækifæri — 570“. ATVINNA Iðnfyrirtæki hér í bæ óskar eftir að ráða tii sín mann, sem getur séð um daglegan rekstur fyrirtækisins. Eigin- handarumsókn ásamt uppl. um fyrri störf, sendist blaðinu fyrir hádegi á mánudag, merkt: „Atvinna — 567“. ■ » mm mmm ■juwuuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.