Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Laugardagur 14. maí 1955 i =xi=: DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY jFramhaldscagan 36 j|ess að veita viðnám, gaf hann Æftir. Og þess vegna féll hann «»kki niður, heldur þaut aftur á íak, fram hjá Margareti og að ftigagatinu, rétt eins og Morgan Bæri hann. Þetta var óhugnanleg $1 finning að vera borin svona Éjálparlaus aftur á bak, en hon- flm tókst að vera rólegur. Meðan ^ann hann færi ekki niður stig- finn með þetta ferlíki ofan á sér gg meðan Morgan næði ekki taki & hálsi hans, gæti hann ef til vill jáðið við þorparann, sem virtist Ýera eins og risastórt og heila- þust fornaldarskrímsli. S Hanri hafði komizt aftur á lætur. Þetta var rétta augnablik- jþ. Hann sleppti á takinu eitt áugnablik og rétti úr handleggj- pum, en síðan skaut hann ferepptum hnefanum, eins snöggt fig hann gat. Morgan var ekki iiógu fljótur að ná aftur taki á Böndunum og nú hafði Philip losað sig alveg og féll aftur á þak. Hann fór lengra en hann ^afði ætlað sér og rakst nú á feegginn vegna höggs, sem Morg- §n hafði gefið honum á vangann, §vo að honum fannst hann vera Á'5 verða illt. En það var mjög lítið ljós þarna og Morgan skyggði á það litla, sem var. — Hann virtist ekki gera sér almennilega grein fyrir hvar Philip var og hann gekk beint ^ram. Philip sparkaði með öllu í>ví afli, sem hann átti til í Morg- an og höggin hittu einhvers stað- ar milli rifbeinanna á honum svo að hann féll alveg við. — Það heyriðst hér skellur og síðan brot hljóð. Morgan hafði fellt lamp- ann, sem Philip hafði verið að sækja og hann hafði rríölbrotnað. Þetta urðu þá endalok þessa lampa og hann vonaði, að þetta yrðu líka endalok Morgans, sem fiú var ekki annað en lífiaus ■jjirúga. * 1 Philip hallaði sér að veggn- Jjm, sigri hrósandi, en hálfrugl- aður og veikur. Stundarkorn reyndi hann ekki að hrevfa sig, en því næst reyndi hann að staui- ast nokkur skref í áttina til ljóss- ins. Honum var illt í höfðinu og honum fannst eins og hjartað ætlaði að springa. Hann hallaði sér því aftur upp að veggnum og nú lokaði hann augunum. En hann reyndi að opna augun, er hann fann, að Ijósið var að koma hær. Það var Margaret. — Hún lagði handlegginn um háls hans og hallaði sér að honum, og þá komu fram í huga hans atvik frá löngu líðnum dögum og ilmur- inn úr hári Margaretar. | „Það er ég, Phil“, sagði hún. | Hún s*rauk hendinni blíðlega ýfir andlit hans. „Ertu særður?" f Hann opnaði nú augun og hristi höfuðið. „Nei, að minnsta kosti ekki mikið. Aðeins eitt högg. Ég má heita mjög hepp- inn“. Hann brosti til hennar og leit niður á Morgan, sem lá þarna hrevfingarlaus. Hún fylgdi augnaráði hans. „Hann er ekki — ekki dauður, er það?“ Hann tók kertið af henni. — „Nei, það er ekkert að óttast um það. Hann hefur aðeins fallið í yfirlið og hann er það sterkur maður, að það er sennilega ekk- ert að honum. Við skulum at- huga hann“. Hann hélt Ijósinu yfir Morgan, sem hreyfði sig nú lítilsháttar og andaði mjög þungt þg Margaret gægðist yfir öxl ^ans. „Hann er í yfirliði", sagði 3hilip. „Hann verður aftur kom- ..........' ar mínútur, nema að hann sofni, vegna þess að hann er drukkinn". Margaret leit á hann. „Ef hann byriar nú aftur?“ „Hann gerir það ekki. Hafðu ekki áhyggjur út af því“. Philip tók í hönd hennar og leiddi hana burtu. „Þegar hann kemur aftur til meðvitundar, mann hann ekk- ert og þá verður hann sjálfsagt ekki til mikils nýtur“. Margaret tók þéttar um hönd hans. „Ég gat ekki ímyndað mér hvernig þú hefur farið að þessu“. Hann hló. „Þetta er alveg rétt hjá þér og þú ert líka dálítið stolt í röddinni, vina mín. En ég get ekki varizt að mér líður svip- að og Davíð, þegar hann drap Golíat. En satt að segja get ég heldur ekki ímyndað mér hvernig ég fór að þessu. Þau gengu nú hægt fram að stiganum. Skyndilega stanzaði Margaret. „Hlustaðu á Philip. Þú sérð dyrnar þarna, sem ég stóð við?“ „Já. Hvað var það?“ Það var eins og dimma húsið hefði lagzt yfir hann aftur. „Það er einhver þar inni, ég held, að það sé maður. Þegar ég stóð þarna, heyrði ég hann kalla veikri röddu“. „Femm er í einhverju þessara herbergja", sagði hann. „Hann fór frá mér og læsti sig vandlega inni. En það var ekki í þessu herbergi". Hann fór að hugsa um efri ganginn og um herbergið uppi; þetta virtist allt vera eins og martröð. Ætti hann að segja Margareti frá því? Nei, að minnsta kosti ekki strax. „Ég heyrði greinilega í ein- hverjum. Hann virtist vánta eitt- hvað. Það hlýtur að vera hinn bróðirinn“. „Hvaða hinn bróðir?“ Hann hafði gleymt, hver það var. „Sá elzti, sá, sem þau kalla húsbóndann, sir Roderick“, hvísl- aði Margaret. „Manstu ekki eftir þvi, að þau sögðu, að hann væri mjög gamall og veikur? Ég er viss um, að hann vantar eitt- hvað. Og að hugsa sér, að hann skuli liggja þarna, og heyra allan þennan hávaða og vera alveg hjálparvana“. Já, þetta hlyti að vera sir Rod- erick, sem átti húsið, sem þau höfðu leitað hælis í. Oh, hvílíkt hús, og hvílíkt hæli. Hann leit á Margareti og því næst á hurðina. I Nú stóðu þau fyrir framan hana og það glampaði á hana í ljós- , inu. J „Hlustaðu á!“ Margaret lyfti hendinni og hallaði sér fram á við, hann sá hvítu ávölu öxlina, þar sem kjóllinn hafði verið rif- inn og hann fann, að hann elsk- | aði hana, er hann stóð þarna og ! hlustaði. Hún sneri sér að hon- um og leit í augu hans. „Heyr- ( irðu það?“ hvíslaði hún. I Hann kinnkaði kolli. Mjög veik rödd hafði borizt þeim til eyrna. Hann sá það á Margareti, hvað hún ætlaði sér fyrir, og hann varð ekkert undrandi, þeg- ar hann sá hana lyfta hendinni og berja mjög varlega að dyrum. Hin hönd hennar hvíldi á hand- legg hans. * „Kom inn“, var sagt innan frá mjög veikri röddu. Margaret hikaði og Philip fann hvernig hönd hennar þrýsti handlegg hans. Hann setti kertið í hina hendina á henni, hallaði sér fram og opnaði hurðina. — Hann fór inn og Margaret kom á eftir. TIUNDI KAFLI Þau sátu róleg í aftursætinu í bifreiðinni, og nú snerist talið um sir William Porterhouse. Gladys var ákveðin að segja Penderel frá sambandi þeirra, og Penderel varð að játa fyrir sjálfum sér, að hann væri dálítið forvitinn. „Auðvitað geðjast mér að hon- um“, sagði hún, „annars mundi ég ekki hafa farið með honum. Það geturðu verið viss um. En ég er svona álíka mikið ástfangin af honum eins og ég er í Banks gamla, dyraverðinum hjá Alsatia. VILLIMAÐIJRIN2M Kóngssonurinn fór nú út úr skóginum og hélt svo sem leið liggur, þangað til hann kom í stóra borg. Þar leitaði hann fyrir sér um atvinnu, en fékk ekkert að starfa, því að , fiann hafði ekkert verk lært. I Seinast fór hann upp í höllina og spurðist fyrir um það, hvort hann myndi geta komizt þar í vist. Vissu menn ekki hvað þeir áttu að láta hann gera. En vegna þess að hann féll mönnum vel í geð, fékk hann að vera í námunda við höllina. Loks tók matsveinninn hann í þjónustu sína og fékk honum það starf að bera inn vatn cg eldivið og sópa saman öskunni. Einu sinni vildi svo til, að enginn var til að bera matinn til hirðarinnar, og lét þá matsveinninn drenginn gera það. En af því að drengurinn vildi ekki láta neinn sjá gyllta hárið, hafði hann húfuna á höfðinu. Kóngurinn var ekki aldeilis vanur því, að menn hans kæmu með húfuna á höfðinu inn að matborði sínu, og varð honum því starsýnt á drenginn. „Þetta er ekki nokkru lagi líkt, að koma fyrir hirðina með húfuna á höfðinu,“ sagði kóngurinn og hvessti augun á drenginn. „Fyrirgefið þér, herra minn,“ svaraði þá drengurinn. „En þannig er mál með vexti, að ég verð að vera með húfuna á höfðinu, því að ég er með útbrot.“ Þá varð kóngurinn reiður, kallaði matsveininn fyrir sig og spurði hann hvernig honum gæti komið til hugar að hafa sJíkan .pilt í þjónustu. sinni. nfiMí ■ ' A Amerísku straubreftin eru komin aftur. — Vönduð og ódýr „GEYSIR66 h.ff. V eiðarf æradei I di n * • *> !■■■■■■■«] Gólfteppi margar stærðir, mjög falleg og vönduð. Einnig gólfmottur einlitar og mislitar. Nýkomin „Geysir" h.f. Veiðarfæradeildin útevfp Kelloggs RICE KRISPIES er eftirlætisréttur allrar fjölskyldunnar - Fæst í næs>tu verzhm - H. BENEDIKTSSON & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 53 rúmlesta vélbátur til sölu. — Báturinn er byggður 1946 og er með 200 ha. J. M. vél. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Allar nánari uppl. gefur LANDSSAMBAND ÍSL ÚTVEGSMANNA - HOTEL BORG H erbergisþerna óskast. Upplýsingar hjá yfirþernu. Hótel Borg. ...............r......... 3 >M«a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.