Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1955 1 - Túnls - fulLvalda FyEI efiirlattn ekki greidd fyrr en eflir 65 ára aldur Breytingar á lögum um !ífeyrissjé§i ÁL Þ I N G I samþykkti í gær breytingar á reglum um lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna. Er þar um að ræða hliðstæðar breyt- i ígar á þremur lögum: 1) lögum um lífeyrissjóð starfsmanna rikisins, 2) lögum um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra, 3) lögum um lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Hér er ekki hægt að skýra frá i íölmörgum minni háttar breyt- i ígum við þessi lög, en aðalat- I iði breytinganna eru sem hér, s sgir: S 5 ÁRA ALDUR • - STARFSALDXJR Eins og kunnugt er hefur sú i sgla gilt, að þegar samanlagður í Idur og starfstími opinbers em- 1 ættismanns nemur 95 árum, þá t etur hann komizt á full eftir- Jaun, sem nema um 60% af full- um meðallaunum starfsmannsins aíðustu tvö árin, sem hann starf- iði. I ÍIENN BYRJA YNGRI NÚ Þessi regla var eðlileg áður Jyrr, þegar það var venja að nenn hæfu starf í eftirlauna- í kyldum flokkum, er þeir voru um 35 ára aldur. En nú hafa þessi mál tekið þeim breytingum, að alvanalegt er að menn byrji að greiða í lífeyrissjóð, þegar þeir eru 18 til 25 ára. Þetta hefur gert það að verkum, að mehn hafa getað hætt starfi hjá ríkinu á bezta aldri eða á 55 ára aldri. 65 ÁRA, 30 ÁRA STARF í hinum nýju breytingum er 95 ára ákvæðið því fellt niður, en í stað þess kemur ákvæði um það, að menn skuli fá greidd eftirlaun, þegar þeir ná 65 ára aldri. Þá er það ákvæði og í hinum nýju lögum, að menn þurfa ekki að greiða í lífeyrissjóð lengur en 30 ár. Verða þeir þá komnir á full eftirlaun. En fyrir hvert ár sem þeir starfa áfram mun eftirlauna- réttur þeirra hækka um 1%, þó aldrei verða hærri en 75%. Sams konar ákvæði um þetta eru í öllum þremur lögunum. Framh. af bls. 1 myndi hann afla sér óvildar allra franskra manna, er búsettir eru í Túnis — en hann gerði sér einnig Ijóst að færu samninga- umleitanir út um þúfur hæfist að nýju skæruliðahernaður í Túnis — og sú viðureign yrði harðari en nokkru sinni fyrr. Ekki er talið ósennilegt, að harðorð ummæli hins kín verska Chou En-lais á Band- ung-ráðstefnunni um franska nýlenduveldið, hafi haft slík áhrif á franska forsæíisráð- herrann, að hann vildi fram- ar öllu leiða þessi mál farsæl lega ti! lykta. — ★ — Bourguiba er þjóðhetja Túnís- búa — á borð við Nehru í Ind- landi og Nasser í Egyptalandi •— hinsvegar hafa Frakkar alltaf litið á Bourguiba sem „Ho Chi- minh Norður-Afríku“. Frá árinu 1950 hefir hann set- ið svo að segja samfleytt í fang- elsi í frönskum virkjum í Túnis. Mendes-France skarst í leikinni og leysti hann úr haldi — en þó með því skilyrði, að hann færi til Frakklarids — landflótta. Bak við tjöldin hefir Bourguiba mikil ítök og hefir ekki hlifst við „að kippa í ýmsa þræði1' til að hafa áhrif á gang samninganna. Hann ræddi við Faure í tvær klukkustundir og þverneitaði að verða við þeirri kröfu Frakka, að franskir innflytj- endur ættu jafnmarga fulltrúa í hrepps- og bæjarstjórnum og hinir innfæddu — en Frakk arnir sru auðvitað í miklum minnih'uta. Hinsvegar féllst hann á það, að Frakkar og Túnis-búar fengju ríkisborg- ararétt á sama grundvelli. — ★ — Bourguiba féllst jafnframt á að tryggja, -að fulltrúar Túnis samþykktu öll atriði samþykkt- arinnar — og þessa sömu nótt fékk hann fulltrúana til að skuldbinda sig til að standa við þetta loforð, þó að talsverðrar andstöðu hafi jafnan gætt gegn Bourguiba meðal æstustu þjóð- ernissinnanna. Samt sem áður er Bourguiba eini maðurinn, sem hefir nægi- legt áhrifavald til að koma í framkvæmd heima fyrir þeim ákvörðunum, er teknar eru í París. Ætlunin mun vera sú að hefja viðræður að nýju skömmu fyrir 30. maí. Þær munu taka skamm- an tima, svo að franska þjóðþing- ið geti löggilt samþykktina. — ★ — Allt bendir til þess, að Bourg- uiba muni taka við stjórnar- forustunni í sjálfstæðu og full- valda Túnis Heimför hans verð- ur frestað þar til samþykktin hefir verið löggilt, þar sem búist er við, að hún kynni að valda mikilli ókyrrð meðai þjóðernis- sinna — er jafnvel kynni að lykta með blóðsúthellingum — og yrði þetta til þess, að Frakk- ar neituðu að löggilda samþykkt- ina. Það er mjög líklegt, að Frakkar muni nú taka upp sömu stefnu í Marokkó og Túnis — þeir ætla sér áreiðan- lega að afsanna í verki orð Chou En-lais. Vetrarvertíðin brást á Vestijörðum BÍLDUDAL, 11. maí. "í 7ETRARVERTÍÐINNI er nú lokið hér á Bíldudal. Þrír bátar f stunduðu vertíðina og var afli fremur rýr. Heildarafli þess- 3 ra þriggja báta var 898V2 lest. Steinbítsveiðin brást gjörsam- ] 2ga hér, en eitthvað munu Patreksfjarðarbátar hafa veitt af stein- 1 út á syðri miðum. ÉNGIN RÆKJUVEIÐI Engin rækjuveiði hefur verið ^íðustu viku. Einn bátur hefur ieynt við rækjuna, en ekki orðið ■far að heita má. Menn gera sér íó vonir um að veiðin glæðist iieð sumrinu, en aðal rækju- Teiðitíminn er í ágúst. Hrogn- Ifelsaveiði hefur verið treg, og !tið stunduð. Þó hefur nokkuð eiðst af rauðmaga utan til í rðinum, en sjór hefur verið ínjög ókyrr, og ekki gefið til ietja dögum saman. Menn eru Aú að útbúa trillur sínar til landfæraveiða og er ein trilla feegar byrjuð, afli hefur verið íregur. Frú Ingibjörg Hall- fENNTI í MIÐJAR HLÍÐAR Vorið hefur verið kalt það sem af er. Næturfrost er stöðugt 3—4 gtig. í nótt fennti niður í miðj- &r hlíðar, en hefur leyst upp aftur í dag. Oft er héla á jörðu á morgnana. Sauðburður er al- Inennt byrjaður og hefur gengið eftir vonum. Er margt tvílembt. Túnaávinnsla er ekki hafin. MIKILL SNJÓR L HÁLFDÁNI Þessa daga er verið að ryðja vegi eftir veturinn, sem eru lítt Skemmdir. Er nú fært á jeppum Víðast hvar um fjörðinn. Mikill snjór er á Hálfdáni, en heiðin mun verða mokuð og hefluð í næstu viku. — Friðrik. "íjléa \ Fi MARGIR þeir sem farið hafa til Ameríku og orðið að bíða í New York, lengri eða skemmri tíma, eftir skipi eða flugvél, eða í öðr- um erindum, muna vafalaust eftir Mrs. Ingibjörgu Halldórs- son, sem um margra ára skeið hafði íbúð á leigu við Broadway, nokkuð ofarlega. Leigði hún þar herbergi, \ ið sanngj arnri greiðslu og gaf fjölda manna þar nokkurs- konar heimili í heimsborginni. — Hún missti svo þessa íbúð, vegna nýbyggingar á húsinu og hafa margir saknað þess, að eiga ekki lengur kost á því að vera undir hennar þaki. En nú hefir hún fengið íbúð að nýju, með nokkrum herbergjum, á svipuðum stað, þó heldur neð- ar, eða 2642 Broadway, New York, N. Y., sími University 4-3910. Ég hygg að mörgum sé greiði ger, með því að fá að vita hið nýja heimilisfang frú Ingibjarg- ar Haildórsson, svo að þeir viti, að þeir geta átt kost á hennar aðhlynningu eins og áður og vil ég því biðja Morgunblaðið að birta þessar línur. Magnús Jónsson. - Varsiár fMíidnnsin Framh. af bls. 1 Engu að síður gefur þessi op- inberi sáttmáli Ráðstjórninni enn betra tækifæri til að staðsetja hersveitir sínar í leppríkjunum og hafa enn greiðari aðgang að alíri þeirra framleiðslu á her- gögnum og öðru slíku. Enrí hefur ekki verið tilkynnt, hver verður yfirhershöfðingi bandalag.úns, en það er nokkurn •vleginn víst, að hann verður rúss- lieskur— ^ennilega verður það Raköasovsky eða Koniev. Eldsvoði i Meðullandi Kirkjubæjarklaustri, 14. maí. í ELDSVOÐA að bænum Melhóli í Meðallandi hjá Gísla bónda Tómassyni, varð mikið tjón í gær, er stórt geymsluhús brann til ösku á skömmum tíma, ásamt öllu því, sem þar var af vörum, vélum, húsgögnum, varahlutum, olíum o. fl., sem allt var óvátryggt, nema húsgögnin. Eldurinn komst í fjósið og varð að rjúfa gafl þess til þess að. bjarga skepnunum út. Einnig var öll búslóðin borin út úr ibúðaríiiúsi Gísla,, sem þarna býr stórbúi, en íbúðarhúsið tókst að verja, yegna sérstaks dugnaðar fjölda fólks, sem _kom til hjálpar. Tjón Gísla er mjög tilfinnanlegt. — Fréttaritari. íkifkifl! RÍKISÚTVARPIÐ efnir til kirkjutónleika í Fríkirkj- unni næstkomandi sunnudags- kvöld kl. 9. Er orðlð nokkuð langt síðan stærri kirkjuleg kór- j verk hafa verið flutt hér. , Tónleikarnir hefjast á því, að dr. Victor Urbaneic leikur prelú- diu og fúgu eftir austurríska tón- skáldið Franz Schmidt (1874— 1939), en hann var mikilvirkur kennari og ágætt tónskáld. Eng- ar tónsmíðar eftir Franz Schmidt hafa áður verið fluttar hér á landi. — Siðara verkið á efnis- skránni, og aðalviðfangsefni tón- leikanna, er ..Messa í G-dúr“ eft- ir Franz Schubert, sígilt verk og þrungið Ijóðrænni fegurð. Inn í messuna er, að kaþólskum sið, skeytt þremur andlegum lögum eftir Schubert. Þjóðleikhúskórinn flytur messuna með aðstoð hljóð- færaleikara úr Sinfóníuhljóm- sveitinni. Kórinn hefur á undanförnum árum gegnt veigamiklu hlutverki við flutning söngleikja í Þjóð- leikhúsinu, og jafnan hlotið beztu dóma, enda skipaður úrvals söng- fólki. Þetta er í fyrsta skipti að kórinn kemur fram á kirkjutón- leikum. Þessir tíu meðlimir kórsins munu syngja einsöng, tvísöng og þrísöng í messu Schuberts: Ás- laug Sigurgeirsdóttir, Eygló Viktorsdóttir, Inga Markúsdóttir, Sigurveig Hjaltested, Svanhild- ur Sigurgeirsdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Hjálmar Kjartansson, Hjálmtýr Hjálmtýsson, ívar Helgason og Sverrir Kjartans- son. í einu lagi messunnar leik- ur Egill Jónsson einleik á klarín- ettu. Stjórnandi er dr. Victor Ur- bancic, sem verið hefur stjórn- andi Þjóðleikhússkórsins frá því fyrsta, og sem áður hefur unnið hér þarft og mikið starf á vett- vangi kirkjutónlistarinnar. Kirkjutónleikar þessir eru haldnir á vegum Ríkisútvarpsins, sem jafnan heíur sýnt tónlistinni fyllsta áhuga og stuðning. Að- gangseyri er stillt mjög í hóf, og mó gera ráð fyrir að tónleikarnir verði fjölsóttir, en vegna anna margra af flytjendum, verða þeir ekki endurteknir. 75 ára ahnæH FRÚ BJÖRG Stefánsdóttir, kona Árna S. Bjarnasonar, fyrrverandi þinghúsvarðar, á í dag 75 ára af- mæli. Hún er fædd að Bakka í Tálknafirði vestra, en meginhluta aldurs síns hefur hún alið hér í Reykjavík. Frú Björg er hin mesta man.ikostakona, vel gefin og vinsæl meðal allra þeirra, er henni kynnast Hinir mörgu vin- ir hennar og heimilis þeirra hjóna, senda henni í dag hlýjar kveðjur og árnaðaróskir. Heimili þeirra er nú á Skóla- vörðustíg 29. Áffræður Árni Ármmm trésmíðameislari /■'1AGNMERKUR iðnaðarmaður í Akraneskaupstað og aldurs- forseti stéttar sinnar á staðnum, Árni Árnason, trésmíðameistari, er áttræður í dag. Hann á að baki sér langan starfsdag og langa og ötula þótt- töku í merkilegri og viðburða- ríkri þróunarsögu trésmíðaiðnað- arins í landi voru. Enn þá stendur Árni teinréttur, hress og hugglaður við hefilbekk- inn og handleikur nú smíðatól hinnar nýju tækni sem knúin eru með þeim krafti, sem Andakíls- árfossarnir láta í té. Er nú sköp- um skipt frá því sem óður var, þegar handverkið byggðist á lík- amsorkunni einni saman í smáu og stóru, en svo var því lengst af varið hjá þeim, sem eru á líku aldursskeiði og þessi áttræði öld- ungur. Enn ljómar starfsgleðin í svip hins háaldraða völundar, sem og fulltrúa þeirrar kynslóð- ar, sem unnið hefir það afrek að leggja upp í hendur arftaka sinna allar hinar miklu umbætur í verklegri menningu, sem oss eru nú tiltækar. Það er vissulega gott að þau lagaboð, sem dæma sjötuga menn í landi hér frá kjóli og kalli, starfi og stöðu, skuli ekki taka til manna í þeim verkahring, sem Árni hefir gengt köllun sinni í. Því þrátt fyrir það þótt Árni sé hverjum manni löghlýðnari og ræki hinar borgaralegu skyldur sínar við þjóðfélagið af stakri alúð og kostgæfni, þá hefði ekki hjá því farið, ef Árni hefði átt að lúta slíkum lögum, að hann hefði talið slíkan lagabókstaf flein í sínu holdi og risið þar önd- verður gegn og boðið birginn í góðri trú á það, að oss beri að vinna meðan dagur er og kraftar leyfa. Það er birta og heiðríkja yfir lífi og starfi Árna Árnasonar. — Hann hefir verið lánsmaður. — Hann nam ungur trésmíði og hef- ir jafnan verið sverð og skjöldur stéttay. sinnar.. Fyrstu trésmíða- vélarnar flutti hann inn í byggð- arlagið. Árni hefir lifað í sátt og samlyndi við samborgara sína, jafnan virtur og vel metinn af þeim. Hann hefir ‘lagt hverju góðu málefni lið sitt og fulltingi. Tekið hefir hann mikinn þátt í félagslífi í byggðarlagi sínu, grandvar og háttprúður í hví- vetna. Stærsta lán og lífshamingja Árna, er þc við það tengd, að hann er kvæntur ágætri konu, Margréti Finnsdóttur. Þau hafa lifað í ástríku og farsælu hjóna- bandi í fimmtíu ár. Þau hjónin eignuðust fjóra syni, sem allir eru kvæntir- menn og búsettir I Akraneskhupstað: Jón, útgerðar- maður; Finnur, trésmíðameist- ari; Lárus, mólarameistari, og Aðalsteinn, múrarameistari. — Eina stúlku ólu hjónin upp, Gíslínu Kristjánsd.óttur, er hún systirdóttir Margrétar, konu Árna. . Ég, sem þessar línur rita, færi Árna hugheilar árnaðaróskir á þessum merkilegu tímamótum I lífi hans og þakka honum langa og góða kynningu og hugstæðir verða mér jafnan mannkostir hans og vinarþel. .......... .___•_ j Pétur Ottesen,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.