Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflitídag: Norðankaldi. Léttskýjað. 0£dptSttf>(ðfrÍÞ 109. — Sunnudagur 15. maí 1955. er á bls. 9. Bænadagur íslenzki þjóiarinnar er í IDAG er bænadagur íslenzku þjóðarinnar. — Prestar landsins munu messa í öllum þeirn kirkjum, sem því verð- ur við komið, en þar sem þeir ekki geta komið, munu leik- menn sjálfir annast bæna- guðsþjónusturnar. Er þetta eina guðsþjónustan á ári hverju, sem ætlast er til að leikmenn annist. Bænadagur þessi er ekki aðeins bundinn við kirkjurnar, heldur og utan þeirra. Biskupinn yfir íslandi, dr. Ásmundur Guðmundsson, mun prédika við guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11 árdegis í dag, en dómprófastur, séra Jón Auðuns, þjónar fyrir alt- ari. ★ í erindisbréfi sínu til presta landsins hefur biskup gert grein fyrir bænarefninu, en það skal vera: Að þakka guði vernd hans og forsjón og biðja hann að vaka yfir þjóð vorri og öllum þjóðum heims, svo að hans ríki drottni og dauð- ans vald þrotni og kærleikur- inn megi lýsa öllum til sátta, friðar og samstarfs. Haylaust með öllu í BorgaríinH Bændur slá upp tjöldum fyrir féð Sauðburðurinn gengur vel þráff fyrir mikla orfiðleika Borgarnesi, 14. maí. IYFIRSTANDANDI vorhreti sem nú herjar landið, heíur algjör- lega tekið fyrir gróður á túnum og úthögum hér í Borgarfirði Og er haglaust með öllu. Hafa bændur gripið til þess ráðs, að slá upp útijötum fyrir sauðfé, undir bæði fóðurbætir og hey. Er svo gð segja allt fé í húsi, en þar sem lambær verða að ganga fyrir rúmi í peningshúsum, verður að hafa þessa aðferð við geldféð til þess að halda í því lífinu. Bændur viijaeink- cm kaupakonur BÆNDUR vilja nú einkum fá til | starfa á búum sínum kaupakon- | ur og drengi á aldrinum 15—16 1 ára, sagði ráðningastofa landbún- aðarins, er Mbl. spurðist fyrir um starísemi hennar í gær. Alls hafa 98 bændur leitað til skrifstofunnar um utvegun á fólki til sumarstarfa. Sumir bænd ur sækja um fleiri en ema kaupa- konu og ungling sarntirms, þann- ig að tala þess verkaíólks, sem þeir sækja um, er þó nokkru hærri heldur en urnsóknarljöld- inn. Káðningastofan taldi nokkra óvissu um það hvort takast myndi að útvega bændum allar þær kaupakonur, sem þeir óska eftir. Öðru máli gegnir um dreng- ina 15—16 ára, því margir hafa gefið sig fram við skrifstofuna. Einnig hafa leitað til skrifstof- ! unndr í hópum saman drengir, | 10—12 ára, en erfiðiega hefur gengið að útvega þeim vinnu hjá bændum. Læknaskipfin í Klakksvík Sýnir á Spáni í GÆRMORGUN fór Gunnlaug- ur Blöndal, listmálari, til Spán- ar, en þar verður haldin sýning á málverkum eftir hann, og verð- ur sýningin opnuð 25. maí. 20 málverk verða á sýningunni, og á hún að standa í 10 daga. Verð- ur hún í helzta sýningarsal Barcelona. Gunnlaugur Blöndal dvaldist á Spáni um þriggja mánaða skeið í fyrra og málaði þá t.d. á eynni Majorka. Mynd þessi var tekin er læknaskiptin fóru fram á Klakksvíkur* sjúkrahúsi fyrir skömmu. Halvorsen læknir afhendir dönsku lækn* unum Jarnum og Jordal dagbók sjúkrahússins. nær s ÆBNAB í HEYHLÖÐUM Til mikilla vandræða horfir með sauðburðinn, vegna rúm- þeysis í húsum. Allar hlöður hafa verið teknar fyrir lambær, eftir því sem rúm hefur verið til, og er víða mjög þröngt um féð. Hér í igorgarfirði gerði ámóta vorhret 1949 og var fé það vor á gjöf þar tjl 10. júní. Var ástandið mjög syipað því sem það er nú. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur sauð- þurðurinn gengið vel, miðað við allar aðstæður, og lambadauði sáralítill. ^ÖMBIN ÞOLA FBOSTIÐ Fyrir hretið, voru nokkrir þændur í Hvítársíðu búnir að sleppa fé sínu, þar á meðal ám pieð lömbum. Telja bændur, að þrátt fyrir frostið sem verið hef- pr allt að 7 stigum, að lömbun- um sé ekki hætta búin í slíku þurrviðri. En fari svo að bregði til úrkomu, sé útlitið verra og þeim lömbum, sem sleppt hefur verið, yngri en vikugömlum, mik- il hætta búin. — F. Þ. Meistarar í \h en hafa ekki leyfi til ú stunda hana LSndarlegt Hœstaréttarmál fjiINKENNIUEgT mál kom nýlega fyrir Hæstarétt. Fjórir útvarps- Lí virkjar fengu dóm fyrir því að Póst og símamálastjórnin yrði að rita titil þeirra í símaskrána. Hins vegar varð Póst og síma- málastjórnin ekki skylduð til þess að taka þessa útvarpsvirkja inn í atvinnu og viðskiptaskrá Símaskrárinnar. Sást síðast í Austurstræti RANNSÓKNARLÖGREGLAN vinnur sleitulaust að því að upp- lýsa mál Sigurðar heit. Sigurðs- sonar járniðnaðarmanns, sem lézt af völdum höfuðkúpubrots í lögreglustöðinni á fimmtudags- morguninn. Er nú síðast vitað um ferðir Sigurðar um klukkan 2 aðfara- nótt fimmtudagsins í Austur- stræti, fyrir utan blaðsölu Morg- unblaðsins. Þar gaf hann sig á tal við mann sem var að fá sér blað. Óskar rannsóknarlögreglan eftir því að ná tali af þessum manni og öðrum þeim er kynnu að hafa séð Sigurð eftir kl. 2 aðfaranótt fimmtudagsins. Hann fannst meðvitundarlaus við Hjálp ræðisherinn um kl. 2.40 um nótt- ina. í SÍMASKRÁ Málavextir eru þeir, að við út- komu símaskrárinnar 1950 voru nöfn þeirra Friðriks A. Jónsson- ar, Georgs Ámundasonar, Ólafs Jónssonar og Jóhanns V. Sigur- jónssonar úr við úr viðskiptaskrá símabókarinnar undir liðunum: Útvarpsviðgerðir og Útvarps- virkjar. í sjálfri símnotendaskránni var felldur niður titill þessara manna sem útvarpsvirkjameistara. Þá var fellt niður úr símaskránni heiti fýrirtækis þessa manns o.fl. HÖFÐU EKKI FENGIÐ LEYFI Þótt útvarpsvirkjameistarar þessir krefðust að Póst- og síma- málastjórnin bætti úr þessu neit- aði hún því og á þeim röksemd- um, að þessir menn hefðu ekki fengið leyfi símamálastjórnar- innar til útvarpsvirkjunar. Fór þetta mál fyrir dómstól- ana og var það mikið mál og var kjarni þess að deilt var um gildi tveggja laga, annað er iðnlöggjöf um útvarpsvirkjun og hitt lög frá 1941 um fjarskipti og fjar- skiptavirki, en í þeim lögum er ákveðið að ríkið hafi einkarétt á að flytja til landsins, selja, leigja eða dreifa út á annan hátt, smíða, breyta eða setja upp hverskonar fjarskiptavirki, hvort heldur er til viðtöku, sendingar eða flutnings. Ráðherra getur heimilað einstökum mönnum að annazt þessi störf. Póst- og síma- málastjórnin annast framkvæmd i á einkarétti ríkisins. FÁ EKKINAFN í VIÐSKIPTASKRÁ Þessir fjórir menn, sem stefnt höfðu Póst- og símamálastjórn- inni og krafizt upptöku nafns síns í viðskiptaskrá símabókar- innar, taldi undirréttur að hefði ekki fengið leyfi til útvarpsvirkj- unar skv. fjarskiptalögunum, enda þótt slíkt sé nauðsynlegt til þess að hafa löglega heimild til útvarpsvirkjunar. Eiga þeir því ekki lögmælt til- kall til að nöfn þeirra verði skráð í atvinnu- og viðskiptaskrá síma- bókarinnar undir liðunum „Út- varpsvirkjar" og „Útvarpsvið- gerðir“. EN TITILINN BERA ÞEIR Hins vegar hafa þessir menn skv. iðnlögum öðlazt með meist- arabréfum í útvarpsvirkjun, tit- ilinn eða nafnbótina „útvarps- virkjameistari“. Þykja þeir því eiga rétt á að fá þann titil eða nafnbót skráða með nöfnum sín- um í nafnaskrá talsímanotenda. Ber því Póst- og símamálastjórn- inni að gefa út leiðréttingu eða viðbót við síðustu símskrá, þar sem orðið útvarpsmirkjameistari verði skráð með nöfnum þessara fjórmenninga. 200 m skyggni í hríðinni norðan lands. 1 IFYRRINÓTT varð kuldinn mestur hér á landi, í yfirstandandi kuldakasti. — Hér í Reykjavík, þar sem jafnan hefur verið einna hlýjast, var frost fram eftir öllum morgni. Mældist 2 stiga frost klukkan níu og komið var nær hádegi er hitinn var kominn upp í 0 stig. í fyrrinótt mældist mest frost í Möðrudal og Eyrar- bakka 11 stig. f veðurlýsingu Veðurstofunnar árdegis í gær, var þess getið, að hinn kaldi loftstraumur lægi allt norðan frá Svalbarða milli Noregs og Grænlands, yfir ísland og suður yfir Bretlandseyjar. Þar var mjög' kalt í gær, miðað við árstímann, 2—6 stiga hiti. Þessi kaldi loftstraumur náði suður fyrir Bretlandseyjar og allt suð- ur undir Spán, en þar var aðeins um 10 stiga hiti í gærmorgun. Veðurstofan sér ekki neinar veðurlagsbreytingar á næstu grös um, heldur hið gagnstæða. Hér um suðvesturhluta landsins var; spáð 3—6 stiga næturfrosti í nótt er leið. Síðastl. nótt komst frost- ið niður í 4 stig, hér í Reykjavík. Á Norður- og NA-landi og um Austfirðina er spáð áframhald- andi snjókomu. í gærmorgun var 3—5 stiga frost í þessum lands- hlutum, t. d. 5 stig á Akureyri. Svo mikil snjókoma var á annesj- um á Norðurlandi, að skyggnið var aðeins um 200 metrar. VERKFALL í SANDGERÐI? SANDGERDI 14. maí: — Verka- lýðsfélagið hér hefur boðað til verkfalls, sem koma á til fram- kvæmda frá og með miðnætti í nótt, hafi samningar ekki tekizt. Hér munu verkamenn gera sömu kröfur og verkamenn í Reykjavík sömdu upp ó. Það var s.l. laugardag, sem forráða- menn verkalýðsfélagsins báru fram kröfur sínar og tilkynntu þá jafnframt um verkfallið. Fóru atvinnurekendur fram á að fram- kvæmd þess yrði frestað um viku tíma, en þv: var synjað af verka- lýðsfélaginu. Einn fund hafa deiluaðilar haldið með sér. — í dag kl. 5 síðd. munu atvinnurek- endur hér og í Keflavík halda sameiginlegan fund með samn- inganefndum verkalýðsfélaganna hér og í Keflavík. Hefur það tíðkazt að Keflavíkur hefur riðið á vaðið um kaup og kjarasamn- inga, en Sandgerðingar fylgt eftir. Strandi samningar í dag og til verkfalls komi, mun vertíð að öllum líkindum hætta nú þegar, því frystihúsin bæði stöðvast um leið. Afli bátanna liefur verið mjög sæmilegur undanfari,, 5— 9 lestir í róðri, en vertíðin hefur verið með eindæmum góð, sem kunnugt er af fréttum. —Axel. «, Fóstbræður halda samsöng Á MÁNUDAGENN ætlar Karla- kórinn Fóstbræður að efna til samsöngs í Austurbæjarbíói, und- ir stjórn Ragnars Björnssonar, sem stjór: V>nf11n iiuu 11UÍ.U1 kórnum þar eð Jón Þórarinsson er nú er- lendis. Við hljóðfærið verður Guðrún Kristinsdóttir. i Með kórnum verða sex ein- söngvarar þar af þrjár konur: Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested og Þuríður Pálsdóttir. Ennfremur syngja einsöng þeir Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson. i Kórinn sem telur alls tæplega 50 söngmenn mun syngja innlend og erlend lög. Orðsending íi» Bilhappdrætti Sjálfstæðisflokksins SÖKUM mikillar eftirspurnar eftir miðum, eru þeir, sem vilja tryggja sér sérstök númer, beðn- ir að panta þau sem fyrst og ekki síðar en á miðvikudag. Miðarnir eru seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofan er opin í dag frá kk 2—4. .A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.