Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðanc.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason trá Vigoz. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Sigur ádenauers Dræora Þjóðarvandamál, sem krefst skjótra aðgerða BONN, 16. mai. — Adenauer £ J kanslari og utanríkismálastefna hans unnu glæsilegan sigur í kosningum til þingsins í Rínar- löndum á sunnudaginn. Flokkur Adenauers hlaut hreinan meiri- hluta í þinginu, 51 þingsæti af 100 og vann 8 þingsæti af öðrum flokkum, 6 af frjálsa demokrata- flokknum og 2 af sósíaldemó- krötum. | Sósíaldemókratar hlutu 36 þing ' sæti. i Frjálsir demókratar eru í í kvöld, en síðan er almenningi heimill aðgangur. Þriðja söng- stjórnarsamvinnu við Adenauer, kvöldið verður á morgun og var farið að selja aðgöngumiða að í sambandslýðveldinu, en hafa! þeirri söngskemmtun í gær. Aðgöngumiðarnir fást í Bókabúð í Austurb; Kórinn syngyr íyrir sfyrkfarfélage í kvöld FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við stjórn karlakórsins Fóst- bræður, og hinn nýráðna söngstjóra hans, Ragnar Björnsson, en kórinn heldur þessa daga samsöng í Austurbæjarbíói. Kórinn söng í gærkvöldi fyrir styrktarmeðlimi og mun einnig gera það Á ALÞINGI því, sem nýlega lauk störfum voru fluttar þingsálykt- unartillögur og frumvörp um ráðstafanir til atvinnuaukningar í þeim landshlutum, sem átt hafa við stórfellda örfíugleika að etja vegna vaxanai rányrkju fiski- miða sinna aflabrests á síldveið- um eða skorts á atvinnutækjum. Sjálfstæðismenn á Norðurlandi og Vestfjörðum fluttu siíkar til- lögur. En jafnframt voru frum- vörp og þingsályktunartillögur fluttar um svipað efni af þing- mönnum úr öðrum flokkum þingsins. i Ástæður þess, að þingmenn úr öllum flokkum hafa flutt slíkar tillögur er einfaldlega þær, að mjög brýna nauðsyn ber til þess að raunhæfar ráð- stafanir verði gerðar til þess að mæta þeim vandkvæðum, sem skapazt hafa í einstökum landshlutum með lokun stórra veiðisvæða togaranna hér við Suður oy Suð-Vesturland ann- arsvegar og aflabrestinum á síldarvertíðinni fyrir Norður- landi hinsvegar. Hin gífurlega aukna ásókn togaranna á fiski- mið Vestfirðinga hefir bein- ’ línis skapað fullkomna hættu á landauðn í þessum lands- hluta, sem að langsamlega mestu leyti hefir lifað á vél- . bátaútgerð. Á svipaðan hátt hefir hinn al- geri aflabrestur á síldarvertíðinni fyrir Norður og Norð-Austur- landi skapað mörgum byggðar- lögum þar stórkostleg vandræði. Aðalbjargræðistími fólksins á þessum slóðum hefir ekkert gef- ið í aðra hönd. Síldin hefir ekki komið og verksmiðjurnar og síld- arsöltunarstöðvarnar hafa stað- ið auðar og yfirgefnar. Fjárveitingar til atvinnubóta Þing og stjórn hafa á undan- förnum árum reynt að veita þeim byggðarlögum, sem verst hafa orðið úti nokkra hjálp. Fimm milljónum króna hefir verið var- ið til atvinnubóta og því fé skipt upp á milli fjölda kauptúna og kaupstaða á Vestfjörðum á Norð- urlandi og Austfjörðum. En það hefir hrokkið örskammt til raun- verulegra úrbóta á ástandinu. Öllum er Ijóst að til þess þarf stærri átök og meira fjármagn. i Niðurstaðan varð sú, að síð- asta Alþingi samþykkti þings- ályktunartillögu um ráðstafanir til atvinnuaukningar. Er hún á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn á því fyrir næsta þing, hverjar ráðstafan- ir séu íiltækilegar til þess að bæta úr atvinnuerfíðleikum þeirra landshluta, sem harðast hafa orðið úti vegna vaxandi j rányrkju fiskimiðanna eða skorts á atvinnutækjum". Það sem fyrst og fremst felst í þessari tillögu, er það,! að ríkisstjórninni er falið að láta fara fram rannsókn á því fyrir næsta þing, hvernig við fyrrgreindum erfiðleikum skuli snúizt. Síðan verði á næsta þingi gerðar ráðstafan- ir, sem byggist á þeirri athug- un, sem fram hefir farið. í þessu sambandi virðist eðli- legt, að ríkisstjórnin hafi sam- ráð við nefnd þá, sem unnið hef- ir undanfarið að tillögum um ráðstafanir til sköpunar og við- halds jafnvægi í byggð landsins. Hér er í raun og veru um aðeins það eitt að ræða, hvort verja eigi fjármagni til þess að eíla fram- leiðslustarfsemi út um land og viðhalda byggð þar, eða hvort stefna eigi eð því opnum augum, að fólk haldi áfram að hrúgast hingað til Reykjavíkur. Vitanlega kostar það allmikið fé að tryggja mörgum byggðarlögum víðsveg- ar um land næg framleiðslutæki til þess að þar séu góð lífsskilyrði og sæmilega varanleg atvinna fyr ir það fólk, sem þar býr. En hitt myndi áreiðanlega ekki kosta hið opinbera minna fé að taka við þúsundum fjölskyldna víðsvegar frá af landinu hingað til Reykja- víkur, þar sem það skortir hús- næði, skóla sjúkrahús og margt annað, sem aukinn fólksfjöldi kallar jafnan á á hverjum stað. Ekkert er eðlilegra en að fólkið flytji til þeirra staða, sem tryggja því bezta afkomu. Það er þess vegna þýðingar- laust að fárast yfir því þótt fólk flytiist til Reykjavíkur ef það hefir ekki afkomumögu- leika eða svipuð lífsþægindi í heimahögum sinum og því bjóðast hér. Til þess að við- halda jafnvægi i byggð lands- ins, þarf þess vegna fyrst og fremst að jafna aðstöðu fólks- ins í líísbaráttunni. verið tregir í stuðningi sínum við Parísarsamningana, einkum að því er varðar Saar. — Ósigur frjálsra demokrata í Rínarbyggð- um spáir ekki góðu fyrir dr. Dehler, formanni frjálsra demó- krata, sem hefur verið einna harðvítugastur í andstöðunni gegn utanríkismálastefnu Aden- auers. Á sínum tíma heyrðust raddir meðal kristilegra demókrata í Vestur-Þýzkalandi um það að þeir óttuðust ekki frjálsa demó- krata, þeir myndu geta þurrkað út flokk þeirra í næstu kosning- um. Lárusar Blöndals og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. FYRSTA TILRAUNIN IIÉR Á LANDI Sex einsöngvarar syngja með kórnum og eru það: Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Þuriður Pálsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson. Við hljóð- færið er Guðrún Kristinsdóttir. Er hér nýjung á ferðinni, þar sem hér er um að ræða óperu- uppfærslu, sem ekki hefu’ verið reynd fyrr hér á landi með karla- kór. \Lívakan(li áhripar: I Á efnisskránni eru lög eftir Sigursvein D. Kristinsson, Árna Thorsteinsson, Karl Ó. Runólfs- son, Sibelius, Bortniasky, Brahms og Beethoven. Auk þess íslenzkt þjóðlag og rússneskt. ÆFT SÍÐAN Á ÁRAMÓTUM Eins og kunnugt er, hefur Jón Þórarinsson verið söngstjóri Fóst bræðra í fjögur undanfarin ár. Lét hann af því starfi síðastliðið haust, en hann dvelur nú erlend- is við nám. — Var hann söng- stjóri kórsins er hann fór Þýzka- landsförina síðastliðið haust. — Venja kórsins hefur verið sú, að halda haustkonserta, þar til nú, Betur má ef duga skal Framtíð okkar íslendinga bygg ist mjög á því, að okkur takist að haida almennri þátttóku þjóð- arinnar í framleiðslustörfum til sjávar og sveita. Á það verður þess vegna að leggja hið mesta kapp að efla framleiðslustarfsem- ina út um allt land, þar sem góð skilyrði eru fyrir hendi og fólkið vill starfa og una glatt við sitt, ef það aðeins hefir tæki og aðstöðu til þess að bjarga sér. Á þessu hafa Sjálfstæðismenn glöggan skilning. Fyrir þeirra frumkvæði hefir hinum nýju togurum þess vegna verið dreift á milli hinna ýmsu verstöðva á landinu. Hefir orðið að því meiri atvinnubót en flestu öðru er gert hefir verið. En betur má ef duga skal. Það þarf meiri atvinnutæki til ýmissa kaupstaða og kauptúna úti um land, bæði vélbáta, togara og fiskiðjuver. Víst kosta slík tæki mikið fé og þing og stjórn hafa í mörg horn að líta. AHir vilja helzt fá allt í einu. En hjá því verð- ur ekki komizt að snúast nú þegar við því vandamáli, sem hér blasir við. Ef það verður ekki gert, rísa önnur vand- ræði miklu verri og óviðráðan- legri, sem krefjast sízt minni fjárframlaga og átaka af hálfu hins opinbera. Það verða menn að gera sér Ijóst áður en of langt um líður. Hér er um þjóðarvandamál að ræða, sem ekki verður sniðgengið. Það krefst skjótra aðgerða og lausnar. Um hegðun og einkunnir. HRÓKUR Riddarason hefir skrifað mér á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að spyrja þig álits um nokkuð, sem mér liggur á hjarta. Ég er 16 ára og geng í gagnfræðaskóla hér í Reykjavík. Þar er talið mjög nauðsynlegt, að nemendur kunni að hegða sér sæmilega og mæta stundvíslega í kennslustundir. Og svo kemur að prófum og okkur eru gefnar einkunnir fyrir allar námsgrein- ar sem við höfum lagt stund á yfir veturinn, ensku, dönsku, leikfimi — og hegðun, svo að nokkuð sé nefnt. — En svo þegar að aðaleinkunninni kemur, þá er hegðunin ekki reiknuð með, en öll hin fögin með tölu. Hvers- vegna er hún ein skilin eftir? Er sá, sem getur klifrað upp kaðla meiri maður en hinn, sem kann almenna kurteisi? — Hrókur Riddarason." hún hefir verið hingað til í skól- um landsins. — Ég veit ekki, nema frá þessu kunni að vera einhverjar undantekningar og teldi ég þá skóla til fyrirmyndar, sem tækju þessa einkunnagjöf fastari tökum en almennt gerist. Slæm flöskumjólk. HÚSMÓÐIR skrifar: Velvakandi góður! Ég get ekki lengur orða bund- izt út af flöskumólkinni, sem seld j er hér í mjólkurbúðum bæjarins. j Hún hefir farið svo mjög versn- andi undanfarna mánuði að telj- j ast má lítt kaupandi. Mjólk, sem keypt er á flösku að morgni er ódrekkandi að kvöldi, enda þótt geymd sé á svölum og hreinum stað. Að henni er komið hvim- Ragnar Björnsson söngstjóri. Til að afla sér menntunar MÉR finnst þessi spurning gagnfræðaskólanemandans fyllilega eðlileg. Það lægi í raun- inni beint við, að einkunnin í hegðun væri reiknuð með í aðal- einkun eins og allar aðrar ein- kunnir. Unglingarnir koma í skóla til að aíla sér menntunar, það hljótum við öll að vera á einu máli um, og menntun er ekki síður fólgin í háttprýði og fallegri framgöngu heldur en kunnáttu í erlendum tungumál- um, landafræði og öðrum hinum venjulegu skólanámsgreinum, segjum t. d. leikfimi og handa- vinnu. Blekking ein EN til þess að rétt væri og sann- gjarnt að hegðun væri reikn- juð með í aðaleinkun þyrfti sjálf j einkunnargjöfin að fara fram af meira raunsæi og nákvæmni en nú virðist almennt tíðkast í skól- um landsins. Það á að gefa þessa einkun eftir verðleikum rétt eins og allar aðrar, en eftir því, sem ég hefi komizt næst mun það vera almenn venja að gefa 10 í hegð- un nema þeim, sem komið hafa fram með hinum allra mestu endemum, sjálfum sér og skóla sínum til skaða og skammar. Þeir fá 9,8, glæsilega ágætiseinkun!, eða jafnvel ekki nema 9! en ættu auðvitað að uppskera eins og þau hafa sáð til á þessu sviði ekkert síður en öðrum í skóla- náminu. Þá fyrst væri einkunnin í hegðun annað og meira en blekking sú og skrípaleikur sem leitt stöðnunar- og þráabragð, svo að hún er hreint ekki drykkj- arhæf. Með mjólk, sem keypt er í lausu máli er þetta allt annað, bragðið er frá því fyrsta fersk- ara og betra og hún geymist í tvo til þrjá daga óskemmd. Hún er sem allt önnur vara. En hvernig stendur á þessu með flöskumjólkina? — Er flösku- þvottinum eða átöppun mjólkur- innar í mjólkurstöðinni að ein- hverju leyti ábótavant — eða vélunum, sem til þess eru notað- ar. — Eeitthvað hlýtur það að vera, því að þetta hefir ekki alltaf verið svona. Mér fannst bregða við um jólaleytið í vetur til hins verra. — Vill ekki heil- brigðiseftirlitið — eða neytenda- samtökin taka þetta til athugun- ar? — Húsmóðir.“ 5— Merkll, UæUr landlt. og er þess vegna verið styttri tími til æfinga. Hinn nýi söng- j stjóri, Ragnar Björnsson, tók við stjórn kórsins eftir áramót í vet- ur, og hefur kórinn æft fyrir þennan samsöng síðan. HINN NÝI SÖNGSTJÓRI Ragnar Björnsson hefur hlotið góða menntun á sviði tónlistar og þar á meðal lagt mikla stund á að læra hljómsveitarstjórn og tók próf í þeirri grein í Austurríki síðastliðið ár. Tónlistarferill hans hefst er hann 15 ára gamall fer í Tónlistarskólann hér í Reykja- vík. Þar nam hann orgel- og píanóleik og útskrifaðist úr skól- anum. Árið 1950 fór hann til Kaupmannahafnar og stundaði nám við konunglega tónlistaskól- ann þar í tvö ár. Lagði hann þar stund á hljómsveitarstjórn. Það- an fór Ragnar til Vín og nam hljómsveitarstjórn þar einnig í tvö ár og tók próf í faginu síðast- liðið ár. Ragnar kom heim síðast- liðið haust. Jafnframt hljómsveit- arstjórnarnáminu stundaði Ragn- ar píanóleik allan tíman er hann dvaldi erlendis. Vænta Fóstbræður sér góðs af hinum unga og áhugasama söng- stjóra þeirra, sem nú gerir djarfa og merkilega tilraun með þessari óperuuppfærslu með kórnum og mun marga söngunnendur áreið- anlega fýsa að sjá og heyra hvernig til hafi tekizt. BLÆS BYRLEGA FYRIR ÍHALDSMENN LONDON, 15. maí — Veðmálin eru nú 5:1 með sigri íhaldsmanna í kcsningunum, sem eiga að fara fram í Bretlandi eftir rétta tíu daga, 26. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.