Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. maí 1955 MORGUNBLAÐIB § Þjóðleikhúsið: ,Er á meðan er' Gamanleikur eftir Moss Hart ! og George S. Kaufmann. Leikstjóri: Lárus Pálsson. f^JOÐLEIKHOSIÐ frumsýndi j l* s. i. föstudagskvöld amer- * íska gamanleikinn „Er á meðan er“, eða „You Can’t Take It with You“, eins og hann leitir á frummálinu, eftir Moss Hart og George S. Kaufmann. Hafa þess- ir snjöllu rithöfundar unnið sam- an við leiKritagerð um langt skeið, en einnig skrifað hvor í sínu lagi, eða í sam- vinnu við aðra höfunda. — En leikrit þau, sem þeir hafa átt samvinnu að þykja þó taka Öðrum leikritum þeirra frám um I flest og hafa hlotið geisimiklar I vinsældir í Ameríku og víðar, | enda bæta höfundarnir hvor ann- an upp svo sem bezt verður á kosið. Kaufmann, sem er mun : eldri en félagi hans og fastari í rásinni, er honum fremri um vandvirkni og tækni, enda í fremri röð amerískra leikritahöf- unda í því efni, en þykir ekki að sama skapi hugkvæmur og Mynd þessi er tekiu við komu Gullfaxa til Stokkholms s.l. föstudag. frunilG^ur Hart þykir hinsvegar Á henni eru, talið frá vinstri: Helgi P. Briem, sendiherra, Örn hugmyndaríkari og frjósamari Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Þorsteinn Jónsson, flug- höfundur og er það margra mál stjóri, Bergur Gíslason og Jakob Frímannsson, fulltrúar í stjórn að hans gæti meira en Kauf- Flugfélagsins. Fyrsta dætlunarflug- ferðin til Stokkhdlms Gullfaxa fagnað við komuna til Bromma GULLFAXI, nýr gestur á Bromma. Þannig hljóðaði fyrirsögn eins sænska blaðsins föstudaginn 13. maí, þegar fyrsta áætlunarflugvél Flugfélags ís- lands lenti þar — og enn nýjum áfanga haíði verið náð í flugmál- um okkar. GULLFAXI BOÐINN VELKOMINN Tekið var á móti íslendingun- um með blómum á flugvellinum, og Adilz, skrifstofustjóri sænsku flugmálastjórnarinnar, bauð þá velkomna til Stokkhólms. Hann kvaðst fagna því, að Flugfélagið hefði nú hafið beinar flugsam- göngur milli Reykjavíkur og Stokkhólms. Hér væri stefnt í rétta átt, stigið spor, sem gæti orðið þýðingarmikið í aukinni samvinnu og nánari tengslum þessara tveggja norrænu þjóða. Meðal þeirra, sem tóku á móti flugvélinni, voru sendiherrahjón- in, — en Helgi P. Briem hafði einmitt frestað væntanlegri för til Þýzkalands vegna komu Gull- faxa í fyrsta áætlunarflugið — Florman, forstjóri Bromma-flug- vallarins og Throue-Holst, for- stjóri SAS. Sendiherrann þakk- aði með nokkrum orðum góðar óskir og annan hlýhug, er Svíar hefðu sýnt í sambandi við þetta áætlunarflug. Móttökuathöfnin var stutt og látlaus, en mótuð innileik. — Það rigndi án afláts, en það var eins og enginn tæki eftir því. BROTIÐ BLAÐ í SIGLINGASÖGUNNI Sendiherrahjónin höfðu boð inni eftir komu vélarinnar og voru þar auk fslendinganna nokkrir forystumenn í flugmál- um Svía. Flugfélagið bauð síðan til kvöldverðar. Bergur Gíslason, fulltrui stjórnar Flugfélagsins, bauð gesti velkomna þangað. — Kvað hann þessar ferðir nýjan tengilið milli höfuðborga íslands og Svíþjóðar og vonaðist til þess, að við það gæti skapazt enn meiri kynni þjóðanna. Guðmund- ur Hlíðdal, póst- og símamála- stjóri, tók í sama streng og kvað brotið blað í siglingasögu íslands. Að vísu hefði áður verið flug- samband milli íslands og Stokk- hólms, en ekki fyrr beint íslenzkt flugsamband. DRAUMUR AÐ RÆTAST — Dagurinn í dag er mikils- verður fyrir okkur, sagði Örn Johnson, framkvæmdastj. Flug- félagsins. — Nú er að rætast hluti af draumi. Það hefir verið löngun okkar i mörg ár að stofna til reglubundins flugsambands við höfuðborgir Norðurlandanna. Því hefir áður verið komið á við Kaupmannahöfn og Ósló og nú í dag við Stokkhólm. Það er von okkar, að Helsingfors geti síðar bætzt í hópinn. FÖSTUDAGURINN 13. TIL IIEILLA — Upphaflega var ráð fyrir því gert, sagði Örn Johnson, að ferð þessi yrði farin 6. maí, en af því gat ekki orðið. Næsta áætlunar- ferð bar aftur á móti upp á 13. maí, sem þar að auki var föstudagur. Höfðu ýmsir ótrú á því, en Örn kvaðst minnast þess, að ein mesta happaflugvél Flug- félagsins, Sæfaxi, hefði komið hingað heim 13. dag mánaðar og auk þess verið 13. skrásetta flug- vél íslenzka flugflotans, svo for- ráðaménn Flugfélagsins teldu þessa tilviljun heillamerki. — Til gamans má geta þess, að síðar kom í ljós, að 13 var happatala fleiri, og fluffstjórinn í þessari ferð hafði loftferðarskírteini nr. 13. Örn Johnson lauk máli sínu með þvi að þakka sendiherra- hjónunum ágætar móttökur. Helgi P. Briem, sendiherra, tók einnig til máls og þakkaði Flugfélagi íslands fyrir að hefja þessa áætlun, sem gæti haft marg víslega þýðingu. Flutti sendi- herrann síðan skemmtilega ræðu og kom víða við. REYKJAVÍK — ÓSLÓ — STOKKIIÓLMUR Áætlunarflugið til Stokkhólms verður í sumar á föstudögum héð an frá Reykjavík, en flogið er til | baka á laugardögum. Á báðum 1 leiðum er komið við í Ósió. íslendingar fagna þessari nýju I samgöngubót. — Þbj. manns i leikriti því, sem hér er um að ræða. — Af öðrum leikritum, sem Kaufman og Ilart hafa haft samvinnu að, mætti nefna hinn afburða snjalla gam- . anleik, „The Man Who Came to Dinner“, en þessir tveir leikir þykja beztu sameiginleg verk þeirra og eru meðal hinna vinsæl- ustu amerísku gamanleikja. Þeir félagar sömdu leikinn „Er á með- an er“ árið 1936. Hlaut hann Pul- itzer-verðlaunin sama ár og var frumsýndur í New York þá um haustið við geisifögnuð áhorf- enda. i Leikurinn gerist í New York og fjallar um gamlan kaupsýslu mann, Martin Vanderhof og fjöl- skyldu hans, ágætt fólk, en þó þannig farið, að flestir góðborg- arar mundu tæpast telja það með fullu ráði. Vanderhof gamli komst sé að þeirri niðurstöðu fyrir þrjátíu og fimm árum, þá um fertugt, að það svaraði ekki kostnaði að vera önnum kafinn við auðsöfnun og hverskonar veraldarvafstur, enda ekki ham- ingjunnar að leita í Wallstreet. Hann sneri því við, er hann var kominn að skrifstofudyrum sín- I um og fór heim til sín — lagði árar í bát, eins og hann segir sjálfur. Síðan hefur hann átt hverja stund lífs síns fyrir sig og notið hamingjunnar í ríkum mæli. Og fjölskylda gamla mannsins hefur numið lífsspeki hans og samið sig að háttum hans og lifir eins og fuglar himinsins, í leik og gleði líðandi stundar. — Þó er Alice, dótturdóttir Vand- erhofs þarna undantekning. Hún elskar að vísu innilega þessa furðulegu fjölskyldu sína, en hún lifir ekki hennar lífi, því hún vinnur á skrifsttofu Kirkby’s & Co. í Wallstreet og er heitbund- in hinum unga forstjóra fyrir- tækisins, Tony Klrkby. — Og er þá komið að vandamálinu mikla, hversu takast megi að samlaga hinar gjörólíku fjölskyldur elsk- Vanderhof (Indriði Waage). endanna. En einurð Tony’s og festa og veraldarvizka Vander- hofs gamla leysa þá þraut að fullu áður en lýkur. „Er á meðan er“, er fyrst og fremst bráðsnjall og skemmti- legur gamanleikur, en á bak við gáskann býr þó nokkur alvara. Lífsspeki Vanderhofs er að vísu ekki hættulaus kenning, ef hún er tekin of bókstaflega, en hún hefur þó í sér fólgin þau veiga- miklu sannindi, sem hverjum Og sumar persónurnar ei;u héld- ur ekki fyllilega þær sömu og við höfum kynnzt í leikritinu og höf- undarnir hafa lýst svo nákvæm- lega. Þetta á þó ekki við um Vand erhof gamla, sem Indriði Waage leikur af mikilli snilld. Hann er vissulega ósvikinn karl sinnar tegundar, kíminn og gamansam- ur sérvitringur og lífsspekingur á sínu vísu, nokkuð í ætt við Ekdal gamla í Villiöndinni eftir Ibsen, en þó miklu raunsærri en hann. Og gerfið er afbragðsgott. — Hefur Indriði skapað þarna heilsteypta persónu, sem verða mun mönnum minnisstæð. — En Paul Sycamore, sem Jón Aðils leikur og Penelope kona hans, sem Þóra Borg leikur og Essie dóttir þeirra, sem leikin er af Bryndísi Pétursdóttur eru með nokkru öðru svipmóti en í leik- ritinu sjálfu. Þó fara þessir leik- endur vel með hlutverk sín á sinn hátt, sérstaklega Þóra Borg, sem geislar af lífshamingju, er létt og góðleg og hreyfir sig vel og eðlilega á sviðinu eins og hún á vanda til. — Þá gætir og nokk- urs ósamræmis í afstöðu per- sónanna innbyrðis. Þannig þér- ast þeir alltaf De Pinna (vel leik- inn af Haraldi Björnssyni) og- Paul Sycamore, en hafa þó ver- ið saman á heimili og nánir sam- verkamenn í átta ár. — Hins- vegar þúa allir, jafnvel hið blakka þjónustufólk, Vanderhof gamla, sem þó er höfuð ættar- innar og hinn virðulegasti. Að Við matborðið í leikslok. manni er gott að hugleiða, ^ð auðsöfnun, sem endanlegt mark- mið, getur aldrei orðið leiðin til sannrar lífshamingju. Lárus Pálsson hefur sett leik- inn á svið og haft leikstjórnina á hendi. Margt heíur hann þarna vel gert. Staðsetningar eru allar hinar prýðilegustu og hraði leiks- ins jafn og eðlilegur. En Lárusi hefur ekki tekizt að skapa þann háameríska heim, sem við manni blasir við lestur leikritsins. Hið snotra og borgaralega heimili Vanderhofs, sem við sjáum á leiksviðinu, er ekki heimili þess fólks, sem veit aldrei hvað klukk- an er, fleygir óopnuðum sendi- bréfum fyrir kettina eða inn í ísskápinn og veit ekki nafnið á þeim mönnum, sem hafa verið með því á heimili árum saman. Frú Sycamore (Þóra Borg) og De Pinna (Haraldur Björnsson) sjálfsögðu ber þýðandinn ábyrgð á þessu ósamræmi, en gjarnan hefði leikstjórinn mátt leiðrétta þtó. Hlutverk elskendanna, Alice Sycamore og Tony’s Kii'kby’s eru ekki rismikil frá hendi höf- undanna, og leikendurnir, Herdís Þorvaldsdóttir og Benedikt Árna- son hafa í engu bætt þar um. Þó tókst Benedikt mun betur nú en í hlutverki sínu í Fædd í gær. Kirkbyhjónin, sem þau Regína Þórðardóttir og Gestur Pálsson leika, eru sannir fulltrúar sinn- ar stéttar og ágætlega með hlut- verkin farið. — Þá er og Ed, eig- inmaður Essie Sycamore heil- steypt persóna í höndum Róberts Arníinnssonar, stórt barn, sem nýtur lífsins til fulls á þessum skemmtilega leikvelli. Rúrik Har- aldsson er hressilegur sem hinn rússneski danskennari og Ævar Kvaran ágætur í hlutverki skatt- heimtumannsins. Inga Þórðar- dóttir leikur hina rússnesku stór- furstynju með reisn og virðuleik, sem hæfir hinni tignu matreiðslu- konu og blökkuhjúunum, Rhebu og Donald er vel borgið í hönd- ufn þeirra Emilíu Jónasdóttir og Valdimars Helgasonar. Hins- vegar nær Steinunn Bjarnadóttir ekki verulegum tökum á hinni drykkfeldu leikkonu. Leiktjöld og búninga hefur Lárus Ingólfsson teiknað. Sverrir Thoroddsen hefur þýtt leikritið á sæmilegt mál, en hin snjalla fyndni frumtextans nýt- ur sín ekki til fulls í þýðingunni, enda erfitt við að fást. Áhorfendur tók leiknum af- bragðs vel. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.