Morgunblaðið - 18.05.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. maí 1955 MORGUWBLAÐIB Elinborg Sveinsdótfir ÞANN 11. þ. m. andaðist í Land- spítalanum frú Elinborg Katrín Sveinsdóttir, símstjóri á Þingeyri. Útför hennar fer fram í dag frá Fossvogskirkju. Elinborg var fædd að Rýp í Skagafirði 12. okt. 1897 og voru foreldrar hennar þau hjón séra Sveinn síðast prestur í Árnesi Guðmundsson dbrm. Jónssonar í Ólafsvík og Ingibjörg Jónasdóttir kennara við Latínuskólann og SÍðar prests að Staðarhrauni Guð- mundssonar. Hún ólst upp með foreldrum sínum að Ríp og í Goð- dölum til 10 ára aldurs. Þá fór hún til fósturforeldra föður síns Jóns hreppstjóra og umboðs- manns Jónssonar í Ólafsvík og Ingveldar Hjálmarsdóttur. Hjá þeim var hún fram yfir fermingu eða þar til Ingveldur andaðist. Til marks um það hve Elinborg var snemma tápmikil og vann sér traust, má geta þess, að þegar Ingveldur fóstra hennar lá bana- leguna vildi hún engan til að vaka yfir sér nema Elinborgu, sem þá var tæpra 14 ára.. Eftir þetta var hún heima hjá foreldr- um sínum og fluttist með þeim til Árness og var þar fram yfir tvítugt. Árið 1919 réðist hún símastúlka til Borðeyrar og hefur verið í þjónustu Landsímans upp frá því. Á Borðeyri giftist hún 25 ára eða 12. okt. 1922 eftirlifandi eiginmanni sínum Ólafi Jónssyni trésmið. Þar bjuggu þau til árs- ins 1936. Á þessum 14 árum eign- uðust þau 10 börn, en misstu eitt þeirra. Auk þessa gekk Elinborg syni Ólafs frá fyrra hjónabandi, algjörlega í móður stað. Hann var 4 ára er þau giftust. Alla stund hélt hún stöðu sinni við símann. Og hvernig hún rækti hana með sínu barnmarga heim- ili og erfiðu aðstæðum má ljóst vera af því, að þegar símstjóra- staðan á Þingeyri varð laus, hlaut Elinborg hana. Því starfi gegndi hún síðan til dauðadags með miklum sóma og af dæmafáum vinsældum. Á Þingeyri bættust þrjú börn við í hópinn. Öll eru börn þeirra hjóna hvert öðru mannvænlegra, enda hefur svo reynzt um þau, sem þegar eru komin út í lífsbar- áttuna, að ekki hafa þau valdið neinum vonbrigðum. Allt bendir einnig til, að þau yngstu muni ekki heldur láta sitt eftir liggja. Börnin eru þessi eftir aldursröð: Yngvi, fulltrúi í Viðskiptamála- ráðuneytinu, kvæntur Ásu Jóns- dóttur, uppeldisfræðingi; Björg- vin, stýrimaður, kvæntur Sigur- laugu Guðmundsdóttur frá Þing- eyri; Sveinn, vélstjóri við Áburð- arverksmiðjuna í Gufunesi, kvæntur Elínu Davíðsdóttur frá Þórshöfn; Þórey Hrefna, gift Magnúsi Proppé, vélstjóra á m.s. Goðafossi; Höskuldur, lögfræð- ingur, kvæntur Þorgerði Þor- varðardóttur frá Hafnarfirði; Jónas, járnsm. á Þingeyri, kvænt- ur Kristínu Nönnu Magnúsdóttur Amlín; Sylvía, gift Bjarna Ein- arssyni á Þingeyri; Ingibjörg, stúdent, gift Jóhannesi Einars- syni, verkfræðingi í Reykjavík; Sigríður, símastúlka í Reykjavík; heima eru enn yngstu dæturnar þrjár, Ólöf. María, nú í 4. bekk í Menntaskólanum, og Guðrún, 11 ára. Mikið dagsverk er hér af hönd- um leyst og erfitt að lýsa þeirri konu, sem það vann, svo sem Vert væri. Elinborg átti svo ótal- margt gott og mikið í fari sínu. Dugnaður hennar, glaðlyndi, sanngirni og hjálpfýsi, hjartalag- ið, vitsmunirnir og viljinn, allt er þetta ógleymanlegt þeim, sem inmng flr* »**;,-«-.* -i o * ¦ ¦ ¦ m a « * REIÐMJÓl I Höfum fengið hin þekktu ensku Elswick reiðhjól. I I Allar stærðir fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Reiðhjólaverkstae-.'íið ÓÐINN, Bankastræti 2, sími 3708. Elinborg Sveinsdóttir kynntust henni, en erfitt að segja hvað einkenndi hana mest. Eins og gefur að skilja var hún oftast nær störfum hlaðin. Aldrei virtist hún samt þurfa að flýta sér. Alltaf hafði hún tíma til að anza og tala létt og glaðlega um landsins gagn og nauðsynjar við hvern og einn, sem að garði bar og langaði á þetta að minnast. Hún var mjög ákveðin í skoðun- um og föst fyrir. Ekki notaði hún stóryrði um menn né málefni. Engan vildi hún særa. Alla lét hún njóta sannmælis og horfði fyrst og fremst á það, sem gott var í fari manna og hvað þeir ferðu vel. Ekki var hún blind á hitt, en ógeðfellt um það að tala. Lét því kyrrt liggja. Hún var mild í dómum og vildi hvers manns vandræði leysa og var Ijúft að gera það, hvernig sem á stóð hjá henni sjálfri. Hún var frábitin öllu fjasi um hlutina, og svo höfðingleg og hrein í lund, að ég hygg, að hún hefði aldrei getað deilt svo um neitt að úr yrði skammir eða rifrildi frá hennar hlið. Og átti hún þó áreið- anlega nóg geð til. Það var stórt en tamið af hennar stálvilja, sem og alls staðar var að baki verk- um hennar. — Sem móðir hafði hún mjúk tök á börnum sínum — lét þau hafa skynsamlegt frelsi og sjálfræði — treysti á innræti þeirra og eðliskosti. Og þetta gafst vel. Gestrisin var hún með afbrigðum, enda tíðast margt um manninn á heimili þeirra hjóna. í því voru hjónin sem einn mað- ur, eins og í öllu, er nokkru máli skipti. Elskulegt var að koma á . heimili þeirra og þaðan á líka margur góðra og glaðra stunda að minnast. Á gleðistundum var ; húsfreyjan hrókur alls fagnaðar I og átti sér því einnig þar fáa sína 1 líka. Nú er Elinborg hnigin fyrir aldur fram. Harla sárt er það vinum hennar öllum, en þó eink- I um vitaskuld astvmunum mörgu, sem áttu hana að sem hið milda I ljós og hina styrku stoð — áttu hvern dropa í hennar stóra og hlýja eiginkonu- og móðurhjarta. En sú er huggun harmi gegn, að dagsverkið var þegar ógleyman- legt fyrir þá, sem þekktu það, og sú guðsblessun, sem yfir lífi hennar var hér á jörðu mun og yfir sál hennar vaka um eilífð. Þeirrar blessunar vil ég biðja ást- vinum hennar öllum um leið og ég votta þeim samúð mína og minna og þakka þann góða hlut okkar að hafa fengið að kynnast og njóta vináttu jafn göfugrar konu. Þ. Bj. Ma^nús Thorlatms J»«Mtaréttærf ?>k™»oW MálflutnínstiwkrifMní'' feoaístrKti 9 — Sími 1875. Tún til leigu Tún til leigu, á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 9868. — Chevrolet 1949 til sölu. Til sýnis á Borgar- bílastöðinni kl. 1—7. Stöðv arpláss kemur til greina. ÁreiSanleg, fullorðin STÚLKA óskast sem fyrst á veitinga- stofu. Vaktaskipti. Kaup mjög gott. Uppl. á Framnes vegi 62 kl. 5—8 í dag. STULKA vön saumaskap, óskast strax. — Guðmundur IsfjörS klæðskeri, Kirkjuhvoli. Sími 6002. TIL SOLU sem nýtt Rixie hjálpar-mó- torhjól, að Leifsgötu 28, II. hæð frá kl. 12—1 og 4—7. AfgreÍGslusfúlka óskast strax. Hátt kaup. - Uppl. í síma 9941. Ráðskona óskast á fámennt sveita- heimili í Rangárvallasýslu. Má hafa með sér barn. — Uppl. í síma 82567. ÍBÚÐ 2—3 herb. og eldhús, óskast til leigu fyrir 15. júlí. Fernt fullorðið í heimili. Fyllstu reglusemi og góðri um- gengni heitið. Upplýsingar í síma 82216. Óska eftir PINNJÓN í 4ra manna Renault, model '46—'47. Tilboð merkt: — „Pinnjón — 648", er til- greini verð, óskast send afgr. Mbl. fyrir laugardags- kvöld. — Trakt&r í IHáEaraneini óskast. — Upplýsingar í sima 6828. — SótEugur hjá Laugav. 6. Sími 4550. frijólbarðar Garða-traktor, til sölu, með plóg og fleiri verkfærum. j Verð 3.500,00 krónur. Heið- argerði 82. i Seljum Pússningasand frá Hvaleyri. Ragnar Gíslasön " Sími 9239. bórður Gíslason Sími 9368. Sundbolir sundskýlur, sportsokkar, ungbarnafatnaður. Verzl. Anglía Klapparstíg 40. Nykoniin iivennáttföt blússur, peysur, nælon-und- irkjólar. — Margar gerðir, stór númer. — Verzl. Angh'a Klapparstíg 40. súsnæoi Fyrirliggjandi í eftirtöld- um stærðum: 550x16 600x16 600x16 fyrir jeppa 710x15 760x15 2—3 herb. íbúð óskast til leigu 1. sept. n. k. Mánaðar greiðsla eftir samkomulagi. Tilb. merkt: „1. sept. — 654", sendist afgr. blaðsins fyrir 1. júní n.k. ORKAl F Lí|Ii Ébú5 Laugavegi 166. ¦i ¦¦ * ¦« ¦ Eignarland í Selási, Vi ha. að stærð, til sölu. Góð bygg ingarlóð, á fögrum stað. Til boð sendist blaðinu fyrir sunnud., 21. þ.m., merkt: „Selás — 655". Akranes — Akranes'. 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu, nú þegar. Uppl. í síma 74, Akranesi. Meðeigandi óskast í arðvænlegt.fyrirtæki. Skil , yrði: 30 þús. kr. framlag. j Æskileg væru afnot af síma. Tilb. sendist afgr. I Mbl., fyrir 24. maí, merkt: i „Þrið.ji maðurirm — 656". i Blússur Verð frá kr. 55,00. Sokkar Verð frá kr. 29,85. Undirkjólar Verð frá kr. 85,00. Millipils Verð frá kr. 35,00. Meylaskemman Laugavegi 12. Fámenn, reglusöm fjöl- skylda óskar eftir 3ja herb. í BÚÐ til leigu, um næstu mánaða- mót. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 7917. §BUÐ Til leigu 3ja herb. íbúð. — Leigist til 1. okt. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugar dag, merkt: „Vogahverfi — 653". — 2—3 herbergja ÍBÚÐ eða lítið einbýlishús, óskast til kaups fyrir fámenna og rólega fjölskyldu. Mætti vera í gömlu húsi. Uppl. gef ur Hafþór Gnðmundsson, sími 7268. EBUÐ 2 herb. og eldhús óskast til leigu um mánaðarmót eða síðar. 3 í heimili. Tilb. send ist Mbl., fyrir 24. þ.m. merkt „Rólegt — 652". Einbýlishús 2 herb. og eldhús, til sölu, á góðum stað í Fossvogi. — Erfðafestuland. Tilboð send ist strax, merkt: „Ódýrt — 651". — Rté&skona Fullorðinn, einhleypan mann, sem á einbýlishús í Reykjavik, vantar ráðs- konu. Má hafa með sér barn Tilboð merkt: „Húsleer — 650", sendist Mbl. fyrir }au;í ardag. — Sólríkt Kjallaraherhergi skammt frá Miðbænum, » til leigu gegn barnagæzlu á kvöhlin. Tilboð merkt: — „649", sendist afgr. Mbl., fyrir hád. á föstudag. STULI4A óskast til afgreiðslustarfa. BifreiSastöð Steindórs. Sími 1588. fyrirliggjandi: Svartar iniSstiiðvarpípur: !/>", %", 1", 1%" •IV, 2", 2</2" og 3". Galvaniseraoar vatrisleiðslupspur: %" 0;í 1" Helgi ^lagnússon & Co. Haínarstr. 19. Sími 3184. »»3í1«i>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.