Morgunblaðið - 18.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. mai 1955 nripiiM&Mib Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. rramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VifJtr Lesbók: Árni Óla, sími’ 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Reykjavíkurbœr við hlið einstaklinganna AÞEIM árum, sem Fjárhags- ráð starfaði og opinberar hömlur voru á húsabyggingum, bjó Reykjavík við svo fráleita að- stöðu að þegar litið er um öxl verður lítt skiljanlegt hvernig mönnum gat dottið í hug, að unnt væri að búa þannig um þessi mál til lengdar. Að öðru leytinu hélt áfram aðstreymi fólks til bæjarins og viðkoman í bænum var sem næst hin sama og fólks- fjölgunin á öllu landinu. Hins- vegar var fjárfestingarhömlun- um harðlega beitt til að kreppa að byggingaframkvæmdum ein- mitt í Reykjavík. Höfuðborgin hélt jafnt og þétt áfram að vaxa að mannfjölda en jafnframt var íbúunum meinað að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Sjálfstæðismenn höfðu for- göngu um að létta af þessum fjárfestingarhömlum, sem höfðu stöðvað eðlilega þróun og stóðu mörgum fjölskyldum fyrir þrifum. Einstaklingarnir taka til óspilltra málanna Með afnámi Fjárhagsráðs hófst nýtt tímabil. Einstaklingar tóku nú til óspiltra málanna og hófu byggingu húsa og íbúða í stórum stíl. Sumir nutu lánsfjár úr Lánadeild smáíbúða en aðrir öfluðu sér fjár með öðru móti. Fljótlega mátti sjá víðsvegar í landi Reykjavíkur menjar um byggingaframkvæmdir, sem voru hafnar eða i þann veginn að hefj- ast. Iðnaðarmenn fengu nú yfrið nóg að starfa. En það voru ekki þeir einir, sem unnu að bygging- unum. Fjölskyldurnar sjálfar, eldri sem yngri, konur sem karl- ar, lögðu líka hönd að verki og hafði slíkt ekki gerst áður í bygg- ingarsögu Reykjavíkur. Hér var um að ræða sterka hreyfingu, sem náði til allra stétta og mátti af þessu marka hve þörfin var orðín brýn og oft og tíðum sár. Tölur tala líka skýru máli í þessu sambandi. f árslok 1954 voru í smíðum á öllu landinu 2342 íbúðir, en þar af var mestur fjöldinn í Reykja- vík. í marzlok í ár voru 1345 íbúðir í smíðum í Reykjavík einni. íbúðir, sem lokið var við á árinu jukust um 43% miðað við árið áður og nærri 60% miðað við árið 1951, eins og Jóhann Hafstein alþm. skýrði frá ' hinni ýtarlegu þingræðu '•>~'ni þann 10. maí sl. En hann hefur verið einn hinn ötulasM talsmaður um- bóta í byggingarmálum lands- Framkvæmdir Reykj a víkurbæ j a r Reykjavíkurbær hefur á und- anförnum tíma haft miklar bygg- ingarframkvæmdir með höndum. Háreistar sambyggingar víða um bæinn og jafnvel heil hverfi eins og Bústaðavegshverfið, bera vott um það. En fjárfestingarhöml- urnar ýmist stöðvuðu þær fram- kvæmdir eða töfðu. Þegar höml- unum var létt af og möguleikar opnuðust til að fá aukið lánsfé hófst Reykjavíkurbær enn handa. Nú hefur verið skipulagt rað- húsahverfi með allt að 200 íbúð- um, mest 4. herbergja. Af þessu verða fyrstu 45 íbúðirnar bráð- lega fokheldar og verið að bjóða út 58 íbúðir til viðbótar. Að auki eru undirbúnar íbúðabyggingar í fjölbýlishúsum og verður tekin fyrir svo mikil tala íbúða, sem aðstæður leyfa á hverjum tíma. Nú þegar hefur verið ákveðið að byggja 48 tveggja og þriggja her- bergja íbúðir en sú tala verður aukin og nýjir flokkar íbúða teknar til undirbúnings og bygg- ingar þegar tími er kominn til. Reykjavíkurbær hefur því nú þegar hafizt handa um byggingu eða undirbúning 150 íbúða. Fram- kvæmdir bæjarfélagsins tak- markast af fjárhagsgetu þess og einnig af hinu að ekki er hægt að fá ótakmarkaðan mannafla til bygginga. Eins og áður er sagt hafa einStaklingar nú í byggingu íbúðir, stærri og smærri, sem nema á annað þúsund. Margir eiga í örðugleikum vegna skorts á vinnuafli. Bæjarfélagið má ekki tefja fyrir slíkum framkvæmd- um með því að draga óhæfilega mikið af vinnukraftinum til sín. En Reykjuvíkurbær hlýtur þó óhjákvæmilega að láta mjög til sin taka um bygging- ar. En þaö', sem hér hefur verið lýst, er aðeins upphafið að þeim framkvæmdum. Bæj- arfélagið vill standa við hlið einstaklinganna án þess að keppa við þá eða trufla fram- kvæmdir þeirra. Útrýming herskálanna Hin nýja löggjöf varðandi byggingarmálin er stórt spor í þá átt að bæta úr þeim vandræð- um, sem hömlurnar á valdatíma- bili Fjárhagsráðs hlutu að skapa. Þessi löggjöf verður til ómetan- legs stuðnings við bæjarfélagið í því að útrýma herskálunum og heilsuspillandi íbúðum. Bæjar- stjórn Reykjavíkur, undir for- ystu Sjálfstæðismanna hefur haft uppi fyrirætlanir um, að unt verði að leggja skálana að velli á næstu 5 árum. Samkvæmt þeim fyrirætlunum og löggjöf um byggingamálin ættu að vera til ráðstöfunar i Reykjavík á næstu 5 árum allt að 25 milljónir kr. framlag ríkis og bæjar til útrým- ingar heilsuspillandi íbúða og kostur lánsfjár allt að 50 millj. kr. á sama tíma, eða alls 75 milljónir króna. Er hér um mikið fé að ræða og þegar að því er gætt að byggingaframkvæmdir | einstaklinganna leiða að sama marki, ýmist beint eða óbeint, er öll ástæða til að vera bjartsýnn ! um að miklu verði afrekað í nán- i ustu framtíð. Nú ganga einstaklingar, bæj | arfélög og ríki saman til þess l að auka svo byggingar, að sem flestir megi vel búa og allir mannsæmandi. Er þá mikil breyting á orðin síðan höft Fjárhagsráðs ríktu og mætti það vera mönnum lærdómur að styrkja ekki þá menn eða flokka til valda, sem boða höft og athafnafjötra. ALMAR skriíar: Þulurinn HINN nýi útvarpsþulur, er tók til starfa fyrir skömmu, hefur þegar orðið fyrir talsverðri gagn- rýni í ýmsum blöðum bæjarins. ■— Hefur hinum vandfýsnu gagn- rýendum bersýnilega þótt brýn nauðsyn þess að koma aðfinnsl- um sínum á framfæri hið allra fyrsta, því að þulurinn var varla fyrr kominn að hljóðnemanum, að þessir ágætu menn gripu pennann og fundu honum flest til foráttu. Ég held, hins vegar, að vel hefði mátt bíða með ádeil- urnar á þennan nýja þul um stund og lofa honum óáreittum að átta sig í hinu nýja starfi, sem er að mörgu leyti vandasamt, en fyrst og fremst þannig háttað, að það krefst nokkurrar þjálfunar til þess að það verði vel af hendi leyst. — Enn sem komið er hefur þulurinn ekki náð fullum tökum 'U’íf'á lítuarpi í óíÁuótu uiL inut u á starfinu, en hefur þó farið mik- ið fram frá því er hann lét fyrst til sín heyra og bendir allt til þess að hann verði fljótlega vel hlutgengur . þulur. Hann hefur góða rödd, og því viðfeldnari sem maður heyrir hana oftar og hann er skýr í máli. Enn hefur hann þó ekki náð hinum rétta hraða í lestri, að mér finnst, en það stend ur vitanlega til bóta. „Ævintýrið“ SUNNUDAGINN 8. þ. m. var fluttur í útvarpið gamanleikur- inn „Ævintýrið", eftir frönsku rithöfundana Caillavet de Flers og Etienne Rey. Hefur Lárus Páls son þýtt leikritið á gott og lipurt VJLí andi óLrifar: Skemmtileg heimsókn. ÞAÐ var dálítið óvenjulegt, sem ég sá s.l. sunnudag“ — sagði maður einn við mig núna eftir helgina. „Stór lóuhópur — hélt hann áfram — kom fljúgandi yfir húsið hjá okkur, hér rétt við miðbæinn, og settist síðan í garð- inn og þarna voru svo lóurnar viðloðandi mikið af deginum, vappandi um í garðinum hinar rólegustu. Öðru hvoru virtust þær tína sér eitthvað af jörðinni, þó skil ég varla, að þær hafi fundið þar mikið æti. Um svipað leyti og lóurnar voru þarna á ferð, sá ég bregða fyrir tveimur spóum, en þeir höfðu þó heldur skemmri við- stöðu. — Tarna voru þó enn sjaldséðari gestir hér í höfuð- borginni en lóurnar. Ég hefi aldrei fengið slíka heimsókn í garðinn minn fyrr, óneitanlega þótti mér hún skemmtileg. — Ég hugsaði sem svo, að líklega hefðu hóurnar verið á leið upp til heiða en hefði hreint og beint hrosið hugur við að halda lengra í nístingskuldanum, sem úti var og því orðið skjólinu fegnar um stund — og hvort þeim var það ekki velkomið, blessuðum!" Þrándur á þjóðvegi. RÁINN skrifar á þessa leið: „Fyrir helgina brá ég mér ásamt nokkrum mönnum öðrum austur í sveitir í ákveðnum er- indagerðum. Brottförinni úr Reykjavík seinkaði nokkuð af sérstökum ástæðum og lögðum við af stað kl. 11 um morguninn en í Hveragerði þurftum við að vera á hádegi í síðasta lagi. Tím- inn var því nokkuð naumur. Þó hefði þetta allt mátt takast hæg- lega, ef ekki hefði óvænt og ó- þægileg hindrun orðið á vegi okkar, en hún var með því móti, að er við komum hér upp fyrir Sandskeiðið varð á vegi okkar stór og fyrirferðarmikil yfirbyggð flutningabifreið, L-27, og er ekki að orðlengja það, að hún hélt okkur fyrir aftan sig alla leiðina upp að Skíðaskála og vöktu að- farir viðkomandi bifreiðarstjóra vægast sagt mikla undrun og gremju meðal okkar, sem þær bitnuðu á. Hafði leikið okkur grátt. U' TILOKOÐ töldum við, að bíl- stjórinn fyrir framan heyrði ekki hljóðmerki okkar, sem við gáfum honum stöðugt og eins kraftmikil og okkur var unnt. Hann hafði og spegil eins og vera bar út úr hlið stýrishússins og sáum við andlit hans í honum all- an tímann. — En það kom fyrir ekki, fjallinu fyrir framan varð ekki þokað. Svo algerlega snið- gekk vörubílstjóri þessi almenn- ar ökureglur, að hann hélt sig oft greinilega hægra megin á veginum, svo að okkur hefði ver- ið í lófa lagið að fara fram úr honum vinstra megin, þó að við teldum slíkt ekki vogandi. Þann- ig fór þessu fram alla leiðina í gegnum Svinahraunið og það var ekki fyrr en vegurinn breikkaði að mun í nánd við Skíðaskálann, að okkur tókst loks að smjúga fram hjá bákninu. — En þessi töf varð til þess, að við fórum erindisleysu í Hveragerði, vegna þess, hve okkur hafði seinkað, og þótti okkur ókurteisi og ósvífni umrædds bílstjóra hafa leikið okk ur grátt. Munurinn var sá. TIL samanburðar langar mig til að geta þess, að í brekk- unni fyrir ofan Skíðaskálann varð á vegi okkar önnur flutn- ingabifreið, X-370, engu minni fyrirferðar en sú fyrri, sem ég hefi lýst hér á undan. Hún vék kurteislega til hliðar við fyrsta hljóðmerki okkar, og fór hún þó í lág-gír, þar sem á brekku var að sækja, en undir slíkum kring- umstæðum skapast all mikill hávaði af vélinni eins og kunnugt er. — Munurinn virtist okkur að- eins sá, að þarna var annars vegar maður sem gætti sjálf- sagðrar kurteisi og velsæmi í ökusiðum, sem hinn hafði virt að vettugi. — Ástæða er til að minna á, að af slíkri framhomu ökumanna á vegum úti geta hlotizt vandræði og ógæfa, sem enginn maður vildi verða valdur að. Það hefði umræddur bif- reiðastjóri mátt hafa í huga. — Þráinn." MerKlS, UæSir landiS. mál og hann hafði einnig leik- stjórnina á hendi og fór með eitt af minniháttar hlutverkum leiks- ins. — Gamanleikur þessi var bráðskemmtilegur, prýðisvel sam inn og ágætlega leikinn, enda val- inn maður í hverju hlutverki. Einkum var skemmtilegur leikur þeirra Róberts Arnfinnssonar í hlutverki hins vonsvikna brúð- guma, Herdísar Þorvaldsdóttur er lék hina ungu brúði, Rúriks Haraldssonar er fór með hlut- verk elskhuga hennar er sigraði í átökunum um hana og siðast en ekki sízt Arndísar Björnsdóttur í hlutverki hinnar lífsreyndu og aðsópsmiklu ömmu brúðurinnar. — Léttir gamanleikir eru alltaf vel þegnir af útvarpshlustendum, og því vel til fallið að þeir séu fluttir annað veifið, en mikils- vert er einnig að heyra alvarlega leiki, sem hafa athyglisverðan boðskap að flytja, enda hefur þeim jafnan verið vel tekið af hlustendum. ■im.1 Eldhúsumræðurnar ELDHÚSUMRÆÐUNUM á Al- þingi var útvarpað mánudags- og þriðjudagskvöld 9. og 10. þ. m. — Eru þessi árlegu reikningsskil stjórnmálaflokkanna á Alþingi j'ófnan kærkomin skemmtun, sem fjöldi útvarpshlustenda vill sízt af öllu fara á mis við. Hér verður ekki farið nánar út í þess- ar umræður, en þess skal aðeins getið, sem reyndar öllum var ljóst, sem á umræðurnar hlýddu, að sjaldan hefur stjórnarandstað- an á Alþingi verið aumlegri en að þessu sinni, — innantóm froðu mælgi án minnstu tilraunar til jákvæðrar gagnrýni. En í öllum þessum loddaraleik var þó aum- astur og skoplegastur hlutur for- manns Framsóknarflokksins, Her ' manns Jónassonar, sem með bænakvaki sínu til „vinstriafl- anna“ um að lyfta sér upp í for- sætisráðherrastólinn, lá svo flat- ur fyrir kommúnistum og þjóð- varnarmönnum, að flokksmönn- um hans ofbauð. Þáttur Slysavarnafélagsins DAGSKRÁ slysavarnadeildarinn ar „Ingólfs" hér í bæ, sem flutt var miðvikudagskvöldið 11. þ. m., þótti mér lélegri en efni stóðu til. Ekki vissi ég hvað varð af erindi Ólafs B. Björnssonar: í þjónustu lífsins, — sem boðað hafði verið og þátturinn frá björgunarsýningunni hefur vissu- lega verið fremur fyrir augað en eyrað, þó að hávaðinn væri að vísu nógur. Landssamband hestamannafélaga DAGSKRÁ Landssambands hestamannafélaga, sem flutt var fimmtudaginn 12. þ. m. var all- fjölbreytt og sum atriði hennar dágóð. Erindi Gunnars Bjarna- j sonar, ráðunauts, þar sem hann rakti sögu hrossaræktunarinnar hér á landi og hinar mismunandi stefnur í því máli, var einkar | fróðlegt. Skörulegt var einnig og ágætlega samið erindi Baldurs bónda Baldvinssonar frá Ófeigs- . stöðum í Kinn. Þá var og, sem vænta mátti, stórglæsilegur ein- ' söngur Kristins Hallssonar. Úr Rangárþingi SAMFELLDA dagskráin „Ú Rangárþingi", sem Björn Þoi steinsson sá um og flutt var í Ú1 varpið s.l. laugardagskvöld, va hin vandaðasta. — Söngflokku , Rangæinga, sem þarna lét til sí heyra, er að vísu ekki í betri rö héraðskóra landsins, en önnu atriði dagskrárinnar voru mjö athyglisverð, svo sem ágætt ei indi dr. Sigurðar Þórarinssona um eldgos og aðrar náttúruham Framh. á bla. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.