Morgunblaðið - 18.05.1955, Page 14

Morgunblaðið - 18.05.1955, Page 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. maí 1955 ilí ■a DULARFULLA HUSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY Framh-aldssagan, 39 glös af kampavína er hann helm- ingi aumari, heldur en þú ert, þegar þú ert að tala eins og þú sért nærri dauður. Þannig er J>að nú, herra Roger.“ „Já, en —“ og hann hristi höf- uðið — „það er öðruvisi í kvöld. Það er einmitt það sem ég er að rcyna að segja þér.“ „Ég er viss um að öll kvöld eru öðruvísi hjá þér. Ég hef hlustað á söguna þína og ég skildi hana, það get ég sagt þér. En þú ert ■ ekki þannig, að þú sitjir alltaf og liugsir eingöngu um sögu þína og ‘ látir þér leiðast. Þú ert fullur af : baráttuþreki og gamansemi. Því er þannig farið einnig með mig, en þó ekki eins mikið og þú ert ,*og það er þess vegna sem mér geðjast að þér eða sumpart vegna ? þess. tfg er aðeins ekki eins vel Egefinn og þú ert og þess vegna ; verður þetta allt auðveldara fyr- ir mig.“ „Ég er ekki eins gáfaður og tíu ára gamafl sporhundur“, mót- mælti hann. „Það er ekki nein liæverska. Mig langar ekki til að ; vera gáfaður. Ég hef hitt nokkra af þessum gáfuðu mönnum og mér verður illt af að horfa á þá.“ Hún hreyfði sig og færði sig dálítið nær honum. „Hvers vegna gerir þú ekki eitthvað?“ „Hvað heyri ég?“ sagði hann . lágt. „Gott ráð?“ „Það mætti halda það, er það ekki? Ég býst við að þér finnist það koma úr hörðustu átt frá mér.“ „Nei, það finnst mér ekki. Það gæti ekki komið frá betri persónu. Ííg mundi ekki hlusta á það hjá nokkrum öðrum, held ég. En hvað - áttu nákvæmlega við?“ „Það, sem ég á við er þetta“, • byrjaði hún. „Byrjaðu á ein- liverju nýju. Reyndu tækifærið aftur. En reyndu eitthvað, sem . þú hefur ekki reynt áður. Þú ,.«getur kallað þetta góða ráðlegg- higu, ef þú vilt, en ég segi þetta af því að ég held, að það sé þér “ fyrir beztu, en ég á ekki við það * að þú eigir að fara að setjast L skólabekkinn eða reyna til við bænsnarækt eða leggja fimm skildinga fyrir í sparisjóðinn á » liverri viku. Þú getur gert, hvað ; sem þú vilt, aðalatriðið er að gera eitthvað. Ef þér finnst allt l órnögulegt — þetta um stríðið og 6 allt það — þá getur þú að minnsta ~*kosti fengið þér sápukassa og "“lkett hann á eitthvert götuhornið og predikað eins og bolshevík- b arnir eða kommúnistarnir eða K livað þeir heita. Þú ættir að gera ; eitthvað og þá mundir þú ekki | þekkja þig fyrir sama mann“ ! Ef til vill hafði hún rétt fyrir [ sér, ef til vill var hún gáfaðri en r liann. Þetta var mjög töfrandi. ' Ilérna rétt hjá honum var annar r lieimur; og það var eitthvað mjúkt, heitt og lifandi, mannleg vera, einhver sem hægt var að ’ tala við og hlægja með og gráta ; hjá, einhver sem ekki var alveg ókunnugur. Hann hætti sk.vndi- lega að hugsa. 1; „Og ef þú ert reiður við mjg núna, þá ertu einskis virði“, | sagði hún, „og þá geðjast mér ekki að þér.“ „Ég hef aldrei verið minna reiður“, hrópaði hann. „Sann- leikurinn er sá, að ég er mjög spenntur. Annaðhvort er það að eitthvað ofsafengið er við þennan bíl, eða að wiskýið, sem ég hellti út í vatnið hefur gert mig drukk- , inn.“ Hann var allt í einu raun- verulega æstur. „Ég held, að ' fórnin hafi haft áhrif, nú er lífið O »‘" 1 'HllUU! f J I £ « t j ! allt í einu breytt frá því að vera ein eyðimörk og til einhvers ó- þekkts. Gladys, mig langar til að faðma þig að mér.“ Hún teygði hendurnar til hans og hallaöi ser að honum. „Jæja“, sagði hún rólega. „Ef þig langar til þess, gerðu það þá.“ Hún var i faðmi hans og and- litið aðeins nokkra þumlunga frá honum. Þau kysstust. Þá strauk hún vanga hans og hann tók fast- ar utan um hana og þau kysstust aftur. Þetta hafði allt gerst svo hávaðalaust og án nokkurrar nýrrar ástríðu. Þetta var eins og sólskin, sem hafði komið inn í þeirra líf. Nú ýtti hún honum blíðlega frá sér. Penderel dró andann djúpt. Hann var ekki ruglaður, hann var ekki frá sér numinn af fögnuði; hann var skyndilega og varanlega hamingjusamur. Hon- um fannst hann vera svo óend- anlega auðugur. „Eg átti ekki við þetta, skil- urðu“, sagði hún, „þegar ég sagði að þú ættir að gera eitthvað." „Því miður. Nei, það var ekki það.“ Þetta var einkennilegt. Hann var svo sem rólegur, en rödd hans var það ekki. Hún var hás og óstöðug. „En, ég ætla að gera eitthvað núna. Ég ætla að byrja í vikunni.“ „Hlustaðu á mig, Roger“, hún lagði höndina á handlegg hans. „Hvers vegna kemurðu ekki til London?“ „Ég ætla að gera það. Satt að segja er ég á leiðinni þangað núna. Það hljómar dálítið ein- kennilega, þegar maður fer að hugsa um það.“ „Þú heldur víst, að ég sé að biðja þig um það.“ Nú var hún mjög alvarleg, „en ég get ekki gert að því. Mér finnst að ég verði að gera það, meðan við er- um hérna og allt er svo hljótt og — ó — ég veit ekki. En hlustaðu á mig. Ætlarðu — heldurðu að þú munir hitta mig aftur?“ Hann rétti fram hendurnar og hún tók þær og hélt þeim föst- um. „Nei, hugsaðu ekki um þetta núna. Segðu mér hreinskilnislega og í sannleika, heldurðu það?“ „Auðvitað geri ég það“, hróp- aði hann. „Hvílík spurning! Þú ert einmitt sú manneskja, sem ég ætlaði mér að hitta, þótt ég vissi það ekki, þegar ég lagði upp í þessa ferð. En þá vissi ég ekki neitt. Hvenær komumst við þang- að? En hvað sem því líður, við skulum byrja með því að borða saman kvöldverð fyrsta kvöldið, það er að segja, ef sir William heíur ekKert a móti þvi. Hvað um hann?“ „Vertu ekki svona mikill kjáni. Hann kemur ekkert málinu við. Hann dregur sig í hlé. Hann heíur þegar gert það.“ „Það hemr hann gert“, játaði hann. „En hvað áttu við — að koma tii borgarinnar?“ „Mig langar emnig til að hitta þig. lViig langar til að hjálpa þér til að byrja lífið á nýjan leik. Ég vil gera hvað sem er, — allt.“ ,Áttu við—“ byrjaði hann. „Skilurðu ekki, hvað ég á við?“ greip hún fram í íyrir honum og hvislaði nú ákaft. „Ég vil gera allt. Þetta hljómar heimskulega, ég veit það. — Þú mátt ekki halda, að ég sé alltaf svona. Ég hef aldrei verið svona áður. En stúlka úr dansílokk, sem þú hef- ur hitt um miðja nótt, er að segja þér, að hún vilji liía með þér, ef þú vilt hana og þá hefurðu þetta. Hún er orðin vitlaus og kastar sér fyrir fætur þína.“ „Og hann er að reyna að kasta sér fyrir fætur hennar“, hróp- aði hann og greip um handleggi hennar. Hugmyndin var að mót- ast í huga hans. Hvers vegna ættu þau ekki að reyna það saman? Það var allt að vinna en engu að tapa, að minnsta kosti hafði hann ' engu að tapa en allt að vinna. Þetta var skemmtilega brjálað, en hann hafði ekki reynt enn, hve ákveðin hún var. „Þú ert * alveg konungleg, Gladys; þú ger- ir mig alveg orðlausan. En hlust- ! aðu nú á mig —“ j „Ætlar þú að fara að segja mér, að þú viljir mig ekki?“ spurði hún ákveðin, „vegna þess að þú þarft þá aðeins að kinnka kolli og það sparar þér mikið ómak“. VSLLIIVfAÐURIfclN 7 10. „Ég vil líka fá að fara í stríðið,11 sagði garðyrkjudreng- urinn. „Eg er orðinn nógu stór og sterkur til þess. Látið þið mig hafa hest.“ i Hermennirnir hlóu að honum og sögðu: „Við skulum skilja hest éftir handa þér. — Þegar við erum farnir, skaltu fara út í hesthús og taka hann.“ j Þegar hermennirnir voru farnir, fór drengurinn út í hest- hús að svipast um eftir klárnum. Og þar var að vísu hestur, en það var draghaltur húðarjálkur. Drengurinn fór þó á bak og reið út í skóginn. Þar kallaði hann á villimanninn, það hátt, að undir tók í skóginum. Og hann þurfti ekki að bíða lengi. Villimaðurinn kom að stundu liðinni og spurði hvað hann vildi sér. I „Mig vanhagar um traustan hest, því að ég er að fara í hernað,“ svaraði pilturinn. i „Hestinn skaltu fá og meira en það“, mælti þá villimaður- inn. — Að vörmu spori kom hestasveinn með ljómandi falleg- an hest, másandi og frýsandi, og það ólman, að varla varð við hann ráðið. Á eftir honum kom stór flokkur vopnaðra hermanna, og glampaði sólin á spjót þeirra. ' 1 Kóngssonurinn fór nú á bak reiðskjótanum og reið í broddi herfylkingar sinnar til vígvallarins. ' Mikill hluti liðsmanna kóngsins var þá þegar að velli lagður og herleifarnar, sem eftir voru, gátu litla vörn veitt.; Gólfteppi í sumarbústaði Hin vinsælu Cocosgólfteppi falleg — sterk og ódýr, eru komin aftur í mörgum stærðum. 77 GEYSIR“ H.F. Eftirlœfi allrar fjölskyldunnar m =: . -- --\ — Fæst í nastu verzlun — H. BEHISSON & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 Viljum ráða loftskeytamann til Aðalvíkur. — Enskukunnátta nauðsynleg. Sameinaðir verktakar Sumaratvinna Ungur háskólastúdent, með góða reynslu í almennum skrifstofustörfum, sérstaklega enskum bréfaskriftum og þýðingum, óskar eftir sumaratvinnu. Tilboð merkt: — „Sumaratvinna 643“ — sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag. ■ ■■■■■■aaavoMHaaia ■■■■■■■■■^■■••"■"•■■■■••*«"»*******aaaa**aaa fenðraritvélin er komin. Mímir h.f. Klapparstíg 26 — Sími 1372. »AUl •Ul ð j ...................................... áíS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.