Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 16
Veöurúilit í dag: A og NA gola. Skúraveður. 112. tbl. — Fimmtudagur 19. maí 1865 Önassis Grein á bls. 9. Óperun „La Boheme" frumsýnd hér 2. júní ^ Frægur ítolskur hljómsveitor- stjóri stjornur en sönglólkið ollt er íslenzkt TÓNLISTARFÉLAGIÐ og Félag ísl. einsöngvara minnast veglega 25 ára afmælis Tónlistarfélagsins. Taka þau til sýningar söng- leikinn La Boheme eftir Puccini. Var ákvörðun um að taka þessa óperu til sýningar tekin eftir að þjóðleikhússtjórnin hafði ákveðið sð taka ekki óperu til sýningar á þessu leikári. Er nú undirbún- ingur í fullum gangi. Fyrir tilstuðlan P. Montanari og konu hans tókst að fá hingað víðkunnan ítalskan hljómsveitarstjóra Rino Castagnio. Er hann kominn til landsins og æfir nú söngkraftana &t miklu kappi. + LOFAR MJÖG ÍSLENZKT SÖNGFÓLK Söngfólkið er annars allt ís- lenzkt. Aðalsöngvarar verða Guðrún Á Símonar, Nína Páls- dóttir, Magnús Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son og Jón Sigurbjörnsson og auk þess fjöldi söngvara úr Félagi ísl. einsöngvara, Þjóðleikhúskórn um og fleiri kórum. Hefur söng- íólkið lagt mjög hart að sér til að vel megi takast — æfingar oft 6 stundir á dag. Lætur hinn ítalski hljómsveitarstjóri mjög vel af samvinnunni við ísl. söng- fólkið. — Leikstjóri verður Lárus Pálsson. — Söngstjóri er Primo Montanari. Hefur Fritz Weis- happeJ æft einsöngvarana og kór- inn hefur Ragnar Björnsson æft. Búninga fá félögin alla leigða í Kaupmannahöfn, en leiktjöld verða gerð eftir teikningum Lothars Grunth. Verðhækknn SumarYer,íð ,ri!lubá,anna ha,in á áf en?íi ~k DYRAR SYNINGAR Sinfóniuhljómsveit Ríkisút- varpsins leikur og félögin hafa fengið Þjóðleikhúsið leigt til sýn- inganna. Félögin íiafa ákveðið að skifta á sig áhættunni, þannig að Tón- listarfélagið leggur til hljóm- sveit og hljómsveitarstjóra en enginn söngvari fær greitt nema nægilegt fé komi inn, en kvöld- kostnaður er afarmikill ef allir eiga að fá sitt, eða 40—45 þús. krónur. Hafa mörg fyrirtæki í bænum þegar með auglýsingum í prógrammi og ábyrgð tekið á sig nokkurn hluta áhættunnar en þó munu félögin verða að selja miðana á fyrstu sýníngu á 50— 100 krónur og hafa forsölu, það er að segja hærra verð á fyrstu sýningarnar fyrir þá miða sem pantaðir eru fyrirfram. Trey'sta félögin að almenningur sem veit að félögin njóta einskis opinbers styrks til þessa fyrirtækis, taki þessari nauðsyn vel og kaupi á sem flestar sýningar fyrirfram, því vitanlega er félögunum það niikið metnaðar og nauðsynja- mál að geta greitt öllum fyrir sína vinnu, og væri það mikil uppörfun fyrir hið unga söng- fólk, sem lagt hefir fram geysi- lega vinnu. * REYNPUR HLJÓMSVEIT- ARSTJÓRI Félögia eru rcyndar ekki mjög kvíðandi, því þegar er kom- ið í ljós að hinn ítalski hljóm- sveitarstjóri er ekki aðeins af- bragðs stjórnandi, heldur er fjör hans og temparament slíkt að mörgum rr.un finnast þeir vera komnir til suðrænna landa, er þeir sjá hann stjórna. Hann hef- ur stjórnað mjög víða við framúr skarandi góða dóma. Frumsýning verður 2. júní og lýkur um mánaðamótin júni og júlí er Þjóðleikhúsinu er lokað. Verða því cýningarnar ekki nema 8—10 talsins. Rino Castagnio í GÆRMORGUN er árrisulir bæjarbúar komu í útsölur Áfengisverzlunar ríkisins til áfengiskaupa, brá þeim heldur en ekki i brún: allar tegundir áfengis sem þar eru á boðstólum höfðu hækkað um 10—15%. Ástæðan til hækkunarinnar er, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu, að verð á áfengi hefur verið óbreytt siðan 1950 og að nauðsyn bar til að afla tekna upp i útgjaldaaukn- ingu vegna afnáms vísitölu- skerðingar á laun opinberra starfsmanna o. fl. Verð á nokkrum helztu vín- tegundunum verður því eftir- leiðis sem hér segir, eldra verðið innan sviga: Wisky 180 kr. (150), Koníak 150—160 (130—140), Gin 115—135 (110—130), Ákavíti 105 (90), Brennivín 100 (85), Port- vín 55 (50), Vermuth 75 (65). Júlíana ræðsr yið forystaenn s!j6rn- málai!okkanna AMSTERDAM, 18. maí — Júlí- ana Hollandsdrottning hefir í dag rætt við forystumenn helztu stjórnmálaflokkanna í Hollandi um möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Eins og kunnugt er, sagði samsteypustjórn W Drees úr flokki jafnaðarmanna, af sér í gærkvöldi. Stjórnin hafði beðið ósigur í atkvæðagreiðslu í þing- I inu um hækkun húsaleigu og lækkun skatta. Opinber heimsókæ forsefa fí! Noregs 25.-28. ma? FORSETI íslands Ásgeir Ásgeirsson og frú hans munu fara í opinbera heimsókn til Noregs 25. maí n.k. Þau munu fara út með Gullfossi 21. maí. Hin opinbera heimsókn stendur yfir dagana 25.—28. maí. Verða forsetahjónin þá gestir Hákonar konungs. f fylgd með forsetahjónunum í Oslo verða dr. Kristinn Guðmunds- son utanríkisráðherra, Henrik Sv. Björnsson forsetaritari og kona hans, Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og kona hans og Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi. Síðan fara forsetahjónin í ferðalag um Noreg í boði norsku stjórnarinnar. Trillubátaeigendur í Reykjavík eru nú sem óðast að búa sig undir sumarvertíðina. Margir þeirra — eða ef til vill meirihlutinn — hafa þegar byrjað róðra. Afli mun hafa verið fremur lélegur und- anfarið svo að cigandi bátsins á myndinni hér að ofan, Björgvin Hermannsson, hefur væntanlega ekki tapað miklu, enda þótt hann hafi ekki orðið fyrstur til að setja bát sinn niður. En eins og myndin ber með sér var nýlega verið að setja bátinn á flot hér í höfninni. Báturinn heitir Gígja og er Ijómandi lagleg fleyta, sem vafalaust mun sigla oft með vaska fiskimenn á miðin í leit að þeim gula. (Ljósm. H. T.) í hinni opinberu heimsókn verður fyrst snæddur hádegis- verður í konungshöllinni í Ósló, forseti leggur blómsveig á minnis merki fallinna Norðmanna, heim- sækir Óslóarháskóla, skoðar sjó- minjasafnið á Bygdöy, verður við staddur hátíðasýningu í norska þjóðleikhúsinu og síðasta daginn hafa forsetahjónin boð í veitinga* sölum „Dronningen" á Bygdö) og verða Noregskonungur og ríkiserfingi meðal gesta. Laugardaginn 28. maí halda forsetahjónin ásamt fylgdarliði á brott frá Ósló, fyrst til Eiðsvalla og síðan til Niðaróss. Þar verða þau viðstödd hámessu í Niðaróss- dómkirkju á hvítasunnumorgni og daginn eftir verkur ekið til Stiklastaða. Þvínæst halda þau áfram ferðinni suður um' Vest- firði Noregs og koma m.a. við í Álasundi og Björgvin, þar sem þau verða viðstödd tónlistarhá- tíðina. Að lokum verður haldið með skipi um Haugasund til Stafangurs, skoðaðir ýmsir sögu- staðir og flogið frá Sólaflugvelli heimleiðis hinn 11. júní. Sjómai&nadeilunni vísað til sáttasemjara SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur hefir sagt upp samningum fyrir háseta og kyndara á farm- skipunum frá 1. júni. Síðastlið- inn laugardag héldu aðilar fund með sér, og urðu sammála um að vísa deilunni til sáttasemjara rík- isins, Torfa Hjartarsonar. Sáttasemjari hélt svo fyrsta fund sinn með deiluaðilum í fyrra dag. Hófst hann kl. 5 e. h. og stóð tilkl. 2 um nóttina. Á fundinum mun hafa komið fram tilboð frá skipaútgerðarfé- lögunum um svipaðar breyting- ar á samningum og verkamenn fengu við lausn nýafstaðins verk- falls. Ekki er enn vitað um svar Sjómannafélagsins, en verkfall verður að boða með viku fyrir- vara. Yrði hörmulegt, ef til slíks kæmi, þar sem kaupskipaflotinn hefir þegar stöðvazt í tíu vikur á.þessu ári vegna verkfalla. Clæsileg kvöldvaka Félags íslenzkra leikara í næstu viku Færustu iistamenn höiuSborgarinnar koma þar fram rLAG íslenzkra leikara efnir til hinnar árlegu kvöldvöku sinn-. ar í Þjóðleikhúsinu n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 9* Verður það hin glæsilegasta skemmtun eins og jafnan áður og rennur allur hagnaður af henni í Menningarsjóð íslenzkra leikara og til styrktar öldruðum og sjúkum leikurum. Kvöldvökur þessaP hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár, enda koma þar frarn: allir beztu skemmtikraftar höfuðborgarinnar. FJOLBREYTT SKEMMTIATRIÐI Skemmtiatriði á kvöldvökunni verða hin fjölbreyttustu. Verða þar sýndir fjórir leikþættir, inn- lendir og erlendir, lesið upp, gam anvísur fluttar og einsöngvar sungnir. Þá verður hermt eftir og og kvartett syngur. Um 30 listamenn koma fram í þessum skemmtiatriðum. NOKKRAR „STJÖRNUR" Meðal „stjarnanna", sem koma fram í skemmtiskránni má nefna Harald Björnsson, Arndísi Björns dóttur, Brynjólf Jóhannesson, Harald Á. Sigurðsson, Lárus Ingólfsson, Guðmund Jónsson, Val Gíslason, Jón Sigurbjörnsson, Karl Guðmundsson og marga fleiri. Sennilega verður ekki hægt að hafa kvöldvökuna nema á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Hér er vissulega kostur á góðri skemmtun, sem bæjarbúar not- færa sér áður en vórannir og sumarfríin hefjast fyrir alvöru. D- -? Vísitalan KAUPLAGSNEFND efur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. maí s.l. og reyndist hún vera 162 stig, eða hafa hækkað um eitt stig. Ennfremur hefur kauplags- nefnd reiknað út kaupgjaldsvísi- tölu fyrir maí þ. á. með tilliti til ákvæða 2. gr. laga nr. 111/1954, og reyndist hún vera 151 stig eða óbreytt. I ?- -P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.