Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 6
22 MORGHNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. maí 1955 Ræin sr. Sipriir Framh. af bls. 21. j Það liggur í augum uppi að í j svo fjölmennri kennarastétt hlyt- 1 ur að vera fjöldi manna, sem rit- j að gætu góðar og öðruvísi eða j umbættar kennslubækur. En j ekki er ætlast til slíks andlegs j fjörs af kennurum. Allir skulu j þeir nota sömu bók og eins bók! og ríkisúígáfna bók. Kennslu- bókahöfundar, sem annars hafa réynst hinir gagnlegustu menn, eru með hessu sósíaiiska fyrir komulagi svo að segja útreknirj af sviði íslenzkrar bókmenning- ar. Þessu hafa kommúnistar kom- ið til leiðar með áróðri sínum án þess að þurfa að hafa hin eig- : inlegu völd í hendi sér. Ég tek þetta dæmi af því að það er al- þekkt og sýnir glöggt hve hættu- legt er að vera ekki á verði gegn hinum áleitna áróðri þeirra. Enn má geta þess að svo virð- ist sem kommúnistar hafi a. m. k. komið inn allmiklu hiki ef ekki lömun í menntastétt þjóðarinnar. Eða hvernig mun á því standa, að þeir tveir menn, sem haft hafa fulla einurð á því að gagnrýna Halldór K. Laxness eru ekki skólagengnir menn heldur bænd- ur. EKKI FRJÁLSLYNDI AÐ ANDMÆLA EKKI FIRRUM Margt fleira mætti til tína í þjóðmenningu vorri, sem líkt er ástatt um. Allt á það rót sína í menningarlegu andvaraleysi voru og afvegaleiddri frjálshyggju. Það er ekki frjálshyggja að láta allt einu gilda og andmæla aldr- ei firrunum. Slíkt er dómgreind- arleysi og leiðir til upplausnar. Það á upptök sín í því að menn hafa hafnað Guði eða ætla að með hann geti þeir gert eins og þeim sýnist. Frjálsræði manna byggist á því, að þeir hafi vit fyrir sér og fari hvorki sjálfum sér né öðrum að voða. Frjáls- lyndi manna byggist á twí að þeir séu leystir úr fjötrum liins illa vilja fyrir vitundina um Guð. Þá geta þeir aldrei orðið öndverðir velferð samfélagsins. Vilji Guðs er ekki neikvætt lagaboð eins og lög ríkisins, heldur kærleik-svilji og uppspretta óendanlegrar skap- andi margbreytni. Guðsvitundin skapar dómgreindina. Hún sætt- ist ekki við ranglætið heldur læknar það, ef auðið er, hún sam- sinnir ekki lýginni heldur leið- réttir hana. Kommúnisminn er eyðandi afl og æðir um þau svæði, sem hafn- að hafa Guði. JAFNVEL í RÚSSLANDI ER ÖFLUG ANDSPYRNA GEGN VALDAÓI RIiSKJUNNI Að lokum vil ég vekja athygli á einu atriði, sem hafa ber í huga. Mönnum hættir til að líta á hina rússnesku þjóð sem ægilegan og illan fjandmann af því að þar — Ræða Guðm. Hagalín Framh. af bls. 20. kommúnistísku skoðunum, að þókmenntir og listir slitni sem mest úr samhengi við íslenzka þjóðlega menningu og við hið líð- andi og stríðandi líf fólksins í þessu landi. MANNGILDIS OG MANNHELGIS HUGSJÓNIR ÍSLENDIN G A íslenzk alþýða hefur um aldir sýnt ótrúlegan viðnámsþrótt og frábæra og furðulega hneigð til andlegra starfa, sem víðast voru aðeins viðfangsefni þeirra stétta, sem nutu fæðslu og margvíslegra sérréttinda. Manngildishugsjón fornbókmenntanna og mann- helgiboðskapur kristindómsins runnu hér saman í órofa heild, þegar aldir liðu, og veittu ís- lenzkum alþýðumönnum menn- ingarlega reisn og höfðingshátt í skapgerð. Þetta hefur gert menn- ingu okkar hvort tveggja í senn, höfðinglega og mótaða víðsýnni mildi. í Hávamálum, kvæði heið- ins höfundar, stendur: Illu feginn vert þú aldregi, en lát þín að góðu getið. Og: Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn heilyndi sitt, ef maðr hafa náir án við löst að lifa. Bóndinn Guðmundur Friðjóns- son, uppalinn við óð og sögu og víð kristinn dóm, kvað svo: „Guðsríki byggðu þeir blásnauðu menn og brjóstgóðu, er sagnirnar lifa um enn og tómhentir gengu frá landi til lands og lífinu fórnuðu af kærleik til manns. Og það er sú einasta grundvallar- gjörð, sem grunnmúruð stendur á syndugri jörð og megnar að bera uppi musteri það, sem mannvonzkan fær ekki þok- að úr stað.“ I þessum tvennum Ijóðabrot- um forns skálds og bóndans, sem hfði rúma fjóra áratugi þessarar aldar, kemur fram sú siðfræði, sem gert heíur íslenzka menn- ingu göfuga og sterka í senn. ANDI KOMMÚNISMANS AUÐÞEKKXUF. Sá andi, sem stefna og starfs- hættir kommúnista leiða til, kem- ur átakanlega og um leið viður- styggilega í ljós í áskorun, sem fundur verkamanna í Moskvu samþykkti og sendi hinum mikla Stalín, þegar yfir stóðu hin al- ræmdu málaferli árið 1936 gegn mörgum helztu forvígismönnum rússnesku byltingarinnar, áður dáðum, já, tilbeðnum. Áskorun þessi hljóðar svo: „Drepið hin andstyggilegu svín eins fljótt og við verður komið, en gætið þess þó að skjóta þau ekki. Það er of vægur dauð- dagi. Hengið þau á stærsta torgi Moskvu og látið hræ hinna djöful legu svina hanga í þrjá daga á Rauða torginu." ÁRÓÐRINUM SKAL MÆTT OG ÍSLENZK MENNING VARIN Hvort eigum vér að horfa á það aðgerðalausir og svo sem hálfsofandi, að þessi andi verði framvegis eins og nú um langt skeið innrættur hinni uppvaxandi kynslóð í þessu landi — að hamri Þórs verði stolið og hár Samsonar skorið? Eða eigum vér að sjá að oss og mæta jötnunum og Filisteunum með Mjölni ís- lenzkrá manndóms- og mann- gildishugsjóna og með guði vígð- um mætti þess anda, sem felst í mannhelgisboðskap kristinnar trúar? Ef vér kjósum þann kost- inn, erum vér kallaðir til stríðs og starfa. Vér verðum að mæta hinum kommúnistísku áróðurs- mönnum, þar sem þeir hafa eink- um haslað oss völl — á sviði al- mennra félagsmála, á sviði bók- mennta og lista — og síðast en ekki sízt á sviði uppeldis- og skólamála. Á þeim vettvangi verðum við að láta koma í stað hirðulevsis, stefnulevsis og ítroðn ings umhyggju og aðhald, leggja stund á mótun skapgerðarinn- ar í leikjum, fræðslu og félags- lífi, með menningarerfðir þjóð- arinnar, kristinn dóm og heilbrigð og jákvæð raunvísindi nútímans að bakhjarli. 'ræður kommúnisminn ríkjum. i Slík hugsun er röng og skaðar bæði oss og þá. Að vísu verður að taka allar fréttir þaðan rneð fyllstu varúð af því að landið er lokað. En í ' því efni standa kommúnistar . engu framar öðrum. Svo mikið er þó víst að kirkjan hefir aftur fengið tilverurétt og einhver starfsskilyrði. Sama mun vera | um hina rússnesku babtistahreyf- j ingu, en hins vegar eru mótmæl- . endur og sértrúarflokkar bann- i aðir. | Stærsti flokkur andstæðinga ' kommúnista í Rússlandi er tal- inn vera félagsskapur trúaðra æskumanna. Það er hrevfing, sem hefur ekkert samband við hin eldri trúfélög landsins og engin tengsl við erlendar kirkjur. Þeir nota Biblíuna eina bóka og halda sína eigin siði. Biblíuna afrita þeir og dreifa henni þannig út. Hreyfing þessi hafnar öllu sam- starfi við allar gagnbyltinga- stefnur, því hún hyggst að beita aldrei ofbeldi. Þegar leynilög- reglan nær í þetta fólk er það sent í fangabúðir og er refsingar- tími þess 10—25 ár. Þeir senda predikara til afskekktustu hér- aða landsins. Reynslan er sú að þessir predikarar fá ekki starfað lengur en eitt ár án þess að lög- reglan nái þeim. Ekki er þess- um ungu mö-nnum hið borgara- lega frelsi kommúnista meira virði en svo, að þeir hika ekki við að verja allt að einu ári æsku sinnar í útbreiðslu fagnaðarer- indisins þó þeir viti að laun rík- isins eru ekki önnur en allt að 25 ára fangelsi. Slíkar hetjur hjóta að eiga fyllstu samúð vora. Auk þessarar hreyfivgar er mikill fjöldi andspyrnuflokka í landinu. Stærstur þeirra er sá talinn, sem nefnist Leninistar. Þeir telja að núverandi valdhaf- ar hafi svikið stefnu Lenins. Þá koma mótmælendur og sértrúar- flokkarnir. Og síðan andspyrnu- hreyfing Ukrainu og baltisku landanna. Allir eru þessir and- kommúnistar nema Leninistar og i því engir andstæðingar hins frjálsa hluta heims. Rússar eru ógæfusöm þjóð, sem orðið hefur valdaófreskju komm- únismans að bráð. Eins og vér óskum að losna undan þeim ör- lögum, hljótum vér að óska þeim lausnar. I.AND OG MENNING FEÐRANNA KR HEILÖG JÖRD Þér ungu menn, sem stofnað hafið til þessa fundar. Ég vil að síðustu benda yður á atriði, sem þér þekkið úr Biblíu yðar. Þar segir frá manni, sem stóð úti á víðavangi. Har\n sá runna, sem Iogaði en brann ekki. Úr logan- um bárust honum þessi orð: „Drag skó þína af fótum þér, því áð sá staður, sem þú stendur á er heilög jörð. Þér eigið að erfa þetta land. Minnizt þess þegar þér takið við ráðsmennskunni að land og menning feðra yðar er „heilög jörð“ og meðhöndlið hvorttveggja samkvæmt því. es!g>svewipr í Á FULLTRÚAFUNDl, sem hald- inn var 19. maí s. 1. hjá Á éngis- varnanefnd kvenna í l.teykjavík og Hafnarfirði, var svohijóðandi tillaga samþvkkt: „Fundur Áfengisvarnarnefndar kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði, haldinn 10. maí 1955, lýsir vanþóknun sinni á hinum r'auknu vínveitingum cg te-ur hina svo- nefndu v'nbare raeð öllu óhæfa. Skorar 'undurinn hví á :kirráða- menn v'nveiúnra’e r'a að taka ákveðið í * umana, cg banna vín- barana tafarlaust. FnnUemur. te'.ur "'indu-inn bað þjóðarskömm að áfengi r,é veiít í Þjóðleikhúsinu cg skorar á sömu aðila, að afnema það tafar- laust“. Ðönsku ferðalangarnir fyrir utan veitingastað Loftlciða á Reykja- víkurflugvelíi. ÍÓPFERÐIR á hestum um ís- land væru vafahiust sterkt aðdráttarafl fyrir erlenda ferða- menn“, sagði hópur danskra ferðaskrifstofumanna, sem hér var í fjóra daga á vegum Loft- leiða, við fréttamann Morgun- blaðsins nýlega. „Þið ættuð að skipuleggja hóp- ferðir á litlu íslenzku hestunum viðsvegar um landið og byggja litil veitingahús í óbyggðum." Fyrir nokkru efndu Loftleiðir til skemmtilegrar samkeppni milli nokkurra ferðaskrifstofa í Danmörku. Keppnin lá í því, að taka sem fyrst á móti farmiða- pÖntun með Loftleiðaflugvél yfir Atlantshafið, eftir að bréfið, sem skýrði frá keppninni, kom til viðkomandi ferðaskrifstofu. — Keppnin hófst á mánudegi og fyrsti miðinn var keyptur kl. 9,17 um morguninn. Verðlaun í keppni þessari voru ókeypis ferð og dvöl í fjóra daga á íslandi. Sex verðlaun voru veitt. Þeir sem þau hlutu voru þessir: G. Hallbrúch, Oversöisk Passagerbureau, B. Kvenröd, Ameriea Express, D. Pauls- erg, Oversöisk Passagerbureau, Vinkel, C. K. Hansen, E. Ebbee, Dantourist og Bagger Bennett, Aarhus. Frk. Sörensen, en hún starfar á skrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn, var einnig með í förinni. ☆ ★ ★ 1 ANSKA ferðaskrifstofufélkið ferðaðist nokkuð um hér á landi, skoðaði Reykjavík og fór til Þingvalla og fleiri staða í ná- grenni bæjarins. Luku þau miklu lofsorði á fegurð landsins, þ. e. a. s. þá staði, sem þau sáu. Þau álitu að fsland hefði mikla möguleika sem ferðamannaland vegna hins sérstæða landslags hér. En gistihúsafæðin er enn ó- leyst vandamál, sögðu Danirnir. f Danmörku virðist vera talsverð- ur áhugi fyrir íslandsferðum. Að vísu eru þær nokkuð dýrar mioað við ferðir til annara Evrópulanda, en landið hefur mikið aðdráttar- afl vegna ýmissa sérkenna, sem ekki finnast í öðrum löndum. — Annars liggur ferðamannastraum urinn í suður til landanna við Miðjarðarhafið og eru óteljandi stóra » hópferðir farnar þangað á hverju sumri. Aðspurt sagði fólkið, að ferða- menn kysu yfirleitt heldur að fara með flugvélum Loftl-eiða en' vélum annara félaga, sökum hins lága fargjalds með Lofleiðaflug- vé.’um. Munurinn á fargjaldinu til New York er um 700 danskar kr. Innflytjendur til Kanada íerð ast -t.d. nær eingöngu með Loft- leiðaflugvilum. ★ ★ ★ Á-NSKA ferðaskrifstofufólkið lét vel yfir dvöl sinni hér. Það var heppið með veður, glampandi sólskin alla dagana, og enginn vafi á því að íslend- ingar hafa þarna eignazt góða liðsmenn í kapphlaupinu um ferðafólk. Hagsýnir imststgendur n&ta Snowcem er auðvelt í notkun. — Það fegrar og verndar hús yðar í skini og skúr. 1. ierie£IMsson & Co. U. Haínarhvoll — Sími 1228

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.