Morgunblaðið - 21.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1953 út* H.Í. Árvakur, Reykjavik. rramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá VlffUT. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Mendes-France sezt aftur við stýris- völlinn — en hvert steínir hann? Sigur hans á flokksþingi róttækra kann að haía aídriía- rikar afleiðingar í frönskum stjórnmálum Tvö tímabil í íslenzkri stjórnmálasögu UNDANFARIÐ hefur allmikið verið rætt um hugsanlegt sam- starf hinna svokölluðu vinstri flokka um ríkisstjórr,. Er og vit- að samkvæmt yfirlýsingu for- manns Alþýðuflokksins í eldhús- dagsumræðum fyrir skömmu, að fulltrúar frá Framsóknarflokkn- um, Þjóðvörn og Alþýðuflokkn- um sitja nú og ræða leiðir til þess að koma slíkri stjórn á. Af þessu tilefni er það ómaks- ins vert, að athuga lauslega, hvernig þær ríkisstjórnir hafa áður gefist, sem þessir flokkar stóðu að. Ber þá fyrst og fremst að líta á starfsferil þeirrar stjórn- ar, sem Framsókn og Alþýðu- flokkurinn mynduðu árið 1934 og var við völd í um það bil fjögur ár. Hvernig reyndist svo hin fyrsta raunverulega „vinstri stjórn“ þjóðinni? Hörmuleg reynsla Reynsla íslendinga af sam- stjórn Framsóknar og Alþýðu- flokksins árið 1934—1938 var í senn dýr og hörmuleg. Allt valda tímabil hennar hallaði stöðugt undan fæd fyrir þjóðinni. At- vinnutæki landsmanna grotnuðu niður, atvinnuleysi skapaðist við sjávarsíðuna og stöðugur fólks- straumur lá úír sveitunum til kaupstaðanna. Lífskjör alls al- mennings þrengdust og svo virt- ist sem hreint hallæri og alls- herjarhrun væri fyrir dyrum. Á þessum árum jókst fylgi kommún ista að miklum mun. Fram til ársins 1937 höfðu þeir aldrei fengið fulltrúa kjörna á Alþingi. En þá brá svo við, eftir þriggja ára setu Alþýðuflokksins í stjórn með Framsókn, að þrír kommún- istar settust á þingbekki. Þannig hafði samneyti Alþýðuflokksins við hina gömlu maddömu leikið hann. Kjarni málsins er þá þessi: Hin fyrsta „vinstri stjórn“ í þessu landi hafði í för með sér hallæri, atvinnuleysi og fjárhagslegar þrengingar. í kjölfar hennar myndaðist til- tölulega sterkur kommúnista- flokkur en flokkur lýðræðis- jafnaðarmanna klofnaði og hefur síðan ekki borið sitt barr. Mesta framfaratímabil íslenzkrar sögu Þegar ,.umbótaöflin“ höfðu þannig komið öllu í strand báðu þau Sjálfstæðisflokkinn ásjár um aðstoð við að stjórna landinu. Þjóðstjórnin var mynduð vorið 1939. Síðan heíur Sjálfstæðis- flokkurinn verið óslitið í ríkis- stjórn þegar undan er skilið tíma- bilið 1942 —1944, er utanþings- stjórnin fór með völdin. Um það verður ekki deilt, að þetta tímabil er mesta framfara tímabil íslenzkrar sögu. Bjarg- ræðisvegirnir hafa verið byggðir upp til lands og sjávar. Efna- hagur alls almennings hefur batnað stórkostlega og öll lífs- kjör fólksins og aðbúð orðið allt önnur .og betri en áður var Menningarlíf hefur blómgvast og þróun og gróandi sett svip sinn á allt líf o% starf þjóðannnar. Vitanlega hafa hin auknu fjár- ráð landsmanna átt ríkan þátt í framförunum. En þau hefðu samt ekki nægt til þess að lyfta þeim Grettistökum, sem lyft hefur verið, ef ekki hefði notið við giftudrjúgrar forystu stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, Sj álf stæðisf lokksins. Sannleikurinn og megin- staðreyndin um stjórnartíma- bil Sjálfstæðismanna er þá sú, að svipur þess mótast fyrst og fremst af öruggri þróun, stór- felldum framförum og bætt- um lífskjörum fólksins í land- inu. Þennan samanburð á fyrr- greindum tveimur tímabilum í íslenzkri stjórnmálasögu ættu ís- lendingar að hafa í huga. Enn ver Tíminn brask og verðlagsbrot Tíminn heldur áfram að verja gjaldeyris- og verðlagsbrot Helga Benediktssonar og svívirða Bjarna Benediktsson dómsmála- ráðherra fyrir að hafa gert skyldu sína Kemst blaðið svo að orði s. 1. fimmtudag, að „einn í stað tuga“ hafi verið sakfelldur.: „Tugir af samherjum handhafa ákæruvaldsins, sem líkt er ástatt um hafa sloppið við alla rann- sókn og dóma“, segir blaðið. Tímanum dettur ekki í hug að rökstyðja bessa staðhæfingu sína og ásökun á hendur dómsmála- stjórn landsins einu orði. Hann lætur sér nægja að kasta henni fram. Svo gersamlega blygðun- arlaust er þetta aðalmálgagn Framsóknarflokksins. Sannleikurinn í málinu er auðvitað sá, að öllum kærum, sem dómsmálaráðuneytinu hafa borizt í slíkum málum hefur undantekningarlaust verið haldið til dómsmeðferð- ar. Þá fjölyrðir Tíminn um það, að ekki hafi öll ákæruatriðin ver>- ið tekin til greina í dómsniður- stöðunni í máli Helga Benedikts- sonar. j Um það atriði er það að segja,■ að það er oin höfuðskylda ákæru valdsins, að í ákæru sé dómstól-, unum ekki sniðinn óþarflega þröngur stakkur um kæruatriðin, * þannig að dómendur geti tekið öll þau atriði til meðferðar, sem til greina koma. Er það og öllum kunnugt, r.ð á þau atriði, sem ekki eru tilgreínd í ákæru verð- ur ekki lagður dómur. Mundi það að sjólfsögðu sæta aðfinnsl- um réttarins, ef ákæra væri þannig takmörkuð. Á það má svo benda Tímanum að dómsmálaráðuneytið var ekki hinn upprunalegi kærandi í máli Helga Benediktssonar, eða öðrum slíkum málum. Það voru gjald- eyris- og verðlagsyfirvöldin. Það var því augljóslega ekki á valdi Bjarna Benediktssonar að hefja persónulegar ofsóknir gegn þess- um leiðtoga Framsóknarflokks- ins. Vörn Tímans fyrir Helga Benediktsson hefur sannað, að þetta blað hikar ekki við að verja hverskonar afbrot, okur, verðlagsbrot og gjaldeyris- svindl, ef þess eigin flokks- maður á hlut að máli. Það er framlag þess til baráttunnar gegn „milliliðunum“!! ALLT bendir til þess, að Mendes Franee sé nú að ná sér á strik á njan leik. Eins og kunnugt er, vann hann nýlega mikinn sig- ur innan flokks síns — og sigur hans mun vafalaust hafa mikil áhrif á gang málanna bæði innan róttæka flokksins og franskra stjórnmála------og jafnvel mun þessara áhrifa gæta í stjórnmál- um allrar Evrópu. ★ ★ ★ Þó að róttæki flokkurinn hafi tapað fylgi við síðustu kosningar — um 2 milljónum atkvæða — er hann engu að síður „kjarni lýðræðisins“, sjálfur grundvöll- ur lýðveldisins og þeir 72 flokks- menn, er sæti eiga á þjóðþinginu, mega sín hvað mest í þeim hóp. Frá árinu 1947 hefir ekkert ráðu- neyti setið að völdum í Frakk- landi án þess að róttækir ættu aðild að því. Mendes-France er runninn upp úr þessum flokki — og hann var raunverulega felldur af þessum flokki. Margir flokksmenn hans sviku hann, þegar mest reið á — og snerust gegn honum í þeim mörgu mikilvægu ákvörðunum, er hann reyndi að knýja fram sem forsætisráðherra. Hann sjálfur og margir helztu forystumenn flokksins brugðust illir við og lýstu yfir því, að þeir myndu ekki framar taka þátt í myndun ráðuneyta — en nýi for- sætisráðherrann varð samt sem áður úr róttæka flokknum: Edgar j Faure. Þátttaka róttækra í mynd- , un ráðuneytis virtist enn einu sinni ómissandi. ★ ★ ★ • Mikil átök áttu sér stað á flokksþingi róttækra, er halclinn var skömmu fyrir miðjan maí. Mendes — að ná sér á strik Var þannig stofnað til fundar- ins, að aðalforystumaður hans á síðari árum og erkióvinur Mendes-France, Martinaud- Deplat, ætlaði sér að koma í veg fyrir, að fylgismenn Mendes næðu forystu flokksins í sínar hendur — m. a. var fundarsalur- inn aðeins leigður til nokkurra klukkutíma. Ueíuakandi, óLnfar: Var kviknað í? ÞAÐ var í áætlunarbílnum austur að Selfossi fyrir nokkrum dögum. Hellisheiðin var með óyndislegasta móti. Það hafði snjóað um nóttina og enn var hvítt í rót. Harla lítill vor- svipur á náttúrunni. Svo var komið á Kambabrún og fyrir neðan breiddi sig Ölfusið baðað í árdegissól hins svala maímorg- uns. Og Hveragerði var þarna á sínum stað, eins og vellandi grautarpottur, hvort heldur er að vetri, sumri, vori eða hausti. — Þarna var þó nóg um hituna, þótt frysi allt í kring. — Lítill strák- hnokki, á að gizka 4 ára gamall var meðal farþega í bílnum. Hon- um varð að orði, þega rhann sá alla reykina, sem lögðu þarna upp: „Hvað er þetta? Er þara alls staðar þarna kviknað í hús- unum?“ — Og hann benti í átt- ina að hinum rjúkandi hverum. Eðlileg spurning AUÐVITAÐ kom þessi sþurning barnalega fyrir, en í raun- inni var hún fullkomlega eðlileg. Heimsýnin að Hveragerði er furðulegt fyrirbæri, sem senni- lega á ekki sinn líka í öllum heiminum. Margur útlendingur- inn, sem komið hefir í Hvera- gerði í fyrsta skipti á ævinni, hef- ir staðið þar sem steinilostinn yfir því, sem fyrir augun bar og fleiri en einn hefir látið svipuð orð falla og litli drenghnokkinn, er komið var á Kambabrún og litið yfir landið fyrir neðan. Þar blasir við sýn hreinasta ævin- týraland, fyrir þá, sem ekki hafa séð það áður og ekki sízt fyrir hinn frjóva og forvitna barns- hug, sem getur búið til undur- samleg ævintýri um alla hluti. Um prentun póstkorta FYRIR nokkru birtist hér í dálk unum smágrein frá Reykvík- ingi, þar sem hann kvartaði yfir hinu fáskrúðuga úrvali íslenzkra póstkorta, sem hér væri völ á. Munu margir hafa tekið undir þessa kvörtun hans. M.a. minntist hann á, að enn hefðum við ís- lendingar ekki fullkomin tæki til að prenta kostkort hér heima og yrðum því að leita til útlanda og eyða þannig útlendum gjaldeyri til prentunarinnar. Ágæt íslenzk litprentun ÞVÍ rifja ég þetta upp hér, að mér hafa nýlega borizt upp í hendurnar falleg íslenzk póst- kort, litprentuð hér á íslandi, nánar tiltekið í Litmyndir h.f. í Hafnarfirði. Þetta fyrirtæki mun vera mjög ungt að aldri, tók til starfa s.l. haust. Kortin eru víðsvegar að af landinu, frá Reykjavík, Akur- eyri, Siglufirði, Mývatni, Þórs- mörk, Hólum í Hjaltadal og víð- ar. Eru þau yfirleitt mjög vel tekin og fallega lituð, svo að þau gefa sízt eftir erlendri litprent- un á póstkortum, sem við höfum notazt við hingað til. Tel ég hvaða íslending sem er full- sæmdan af því að senda þessi kort til vina sinna erlendis og ekki er ólíklegt að í framtíðinni muni aukin reynsla í þessum iðn- aði okkar tryggja enn betri ár- angur. C—® G\_? MerolB. klæBlr iaittUf. En er fundurinn hófsf, urðu brátt slikar æsingar, að flokks- forystan fékk engu tauti komið við fundarmenn. Daladier, sem var varnarmálaráðherra „þjóð- fylkingarinnar“ á árinu 1936, ætl- aði að koma á framfæri tillögum um endurskoðun flokkslaganna, en stöðugt var gripið fram í fyr- ir honum. Sæmilegt hljóð var, meðan Herriot, þessi gamli vík- ingur flokksins og fyrirrennari Mendes-France, talaði. Fylgis- menn Martinaud-Deplat reyndu að hrópa Mendes-France niður. Að síðustu stóð Martinaud- Deplat á fætur, lyfti höndum til himins og reif í hár sér í ör- væntingu, fleygði skjölum sín- um á gólfið og stikaði út úr saln- um í mótmælaskyni við hegðun fundarmanna. ★ ★ ★ Var síðan skipuð nefnd, sem á að sjá um framkvæmdir á breyt- ingum á flokkslögunum í sam- ræmi við óskir Mendes-France. Enn hefir Mendes-France ekki unnið endanlegan sigur, því að Martinaud-Deplat er mjög áhrifa mikill í flokksdeildunum út um land — en Mendes-France hefir unnið í fyrstu lotu. Þessi átök voru reikningsskil milli fylgismanna Mendes sem krefjast þess, að skýrar línur séu dregnar í stefnuskrá flokksins, og ,,raunsæismannanna“ svokölluðu með Martinaud-Deplat og Faure forsætisráðherra í broddi fylk- ingar — þeir vilja fyrst og fremst, að seglum sé hagað eftir vindi. ★ ★ ★ Spurningin er því: Hverjar eru fyrirætlanir Mendes-France? Hinir fjölmennu og voldugu and- stæðingar hans segja: Mynda nýja „þjóðfylkingu“. Hann sjálf- ur segir: Skapa heilbrigðara and- rúmsloft innan flokksins. ívar Guðmundsson í stuttri heimsókn ÍVAR Guðmundsson, ritstjóri, kom hingað til lands á miðviku- daginn, í snögga ferð, vestan frá New York. Sem kunnugt er hefur ívar Guðmundsson undanfarin fjögur ár starfað í upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú á leið til Kaupmannahafnar, en þar tekur hann við nýju starfi, í upplýsingaþjónustu SÞ, þar í borg. í Kaupmannahöfn er mið- stöð upplýsingaþjónustu SÞ fyrir öll Norðurlöndin og munu þeir ívar Guðmundsson og Viggo Christensen veita þessari Norð- urlandadeild forstöðu, a. m. k. fyrst um sinn. ívar heldur áfram til Kaup- mannahafnar í júníbyrjun, en mun búa á Hótel Borg þangað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.