Morgunblaðið - 21.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.05.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. maí 1955 MORGUNBLAÐIB Dr. Jóhannes Nordal: Verkfallið hefur olvarlegar afleið- ingar fyrir efnahagslif landsins hefur það fengið leyfi höfundar hin auknu ríkisútgjöld muni Hnitmiðað og öruggt var skot Harðar Felixsonar (KR) eina hennar til þess að birta hana í leiða til hallareksturs og nýrrar mark Reykjavíkurliðsins. Magnús reyndi að verja, en tókst ekki, þó skotið væri af 16 m færi. Knötturinn er efst í marknetinu. ^ — Ljósm. Haraldur Teitsson. - KNATTSPYRNAN DR. JÓHANNES Nordal birtir í nýjasta hefti Fjármálatíð- inda, sem Landsbankinn gefur út, mjög athyglisverða forystugrein, er hann nefnir „Að loknu verk- falli“. Þar sem Mbl. telur að hún eigi erindi til alls almennings inga, og bendir allt til þess, að KAUPMÁTTUR LAUNANNA í vinnudeilunni var því haldið fram, að kaupmáttur launa hefði Verðbólgan skaðar launþega meira en flestar aðrar stéttir Framh. af bls. 1 * NORÐANNÆÐINGURINN Það kom í ljós er leikurinn hófst að nýju að norðannæðing- inn var gott að hafa með sér. Reykjavíkurliðið sótti nú undan vindi og náði allgóðum upþ- hlaupum, sem runnu þó út í sandinn áður en endapunkturinn var á þau rekinn—eða skotið var svo illa að markið var ekki í hættu við það, því knötturinn flaug ýmist framhjá eða yfir. Þennan tímann lá heldur meira á Akurnesingum, sem þó gerðu heiðarlegar tilraunir til að snúa vörn upp í sókn og einnri slíkri tilraun lauk með hörkuskoti frá Ríkharði, en vegna góðrar stað- setningar tókst Ólafi að verja. Knötturinn hrökk út á völlinn og barst aftur til Ríkharðs, sem þá tókst að skora. Þá voru 15 mín. af síðari hálfleik. Það sást enginn bilbugur á Reykjavíkurliðinu við þetta Það lagði sig fram um að hefja sókn og þeir áttu ágætar tilraunir — en skothæfnin var ekki með þeim þennan dag. Þó með þeirri und- antekningu er Hörður Felixson (KR) leikur upp með knöttinn á 24. mín. og skaut af vítateig föstu en hnitmiðuðu skoti, sem hafnaði efst í markhornmu. Enn síðar komust sóknarleikmenn Reykjavíkur oft í færi. Óheppni ein reði því að Sigurður Bergs- son skoraði ekki einu sinni. En tvívegis komst hann einn inn fyiir en mistókst herfilega með skot. Síðustu mínútur leiksins voru Skagamenn aftur þeir er frum- kvæðið höfðu í leiknum, en deyfðar var tekið að gæta meðal Reykvíkinganna. Á 38. min. kom Þórður Þorðarson einn inn fyrir og skoraði meðan varnarleik- menn stóðu kyrrir og veifuðu, líklega til merkis um rangstöðu, i en dómari og línuvörður voru þeim ekki sammála, Á 42. mínútu var Reykjavíkur- markið enn í hættu, en Ólafur bjargaði af glæsibrag. Á LIÐIN Akranesliðið var vel að sigr- inum komið. Þeir sýndu mun meiri samleik — og mun hugs- aðri sarrileik, kunnu ýmsar smá- brellur, sem oft gáfu góðan ár- angur og upp við markið voru þeir alltaf stórhættuiegjr. Einna mest á óvart kom hve Kristinn Gunnlaugsson stóð sig vel í stöðu miöframvarðar. Hann er snar og eldíljótur og meginmáttarstoð varnarinnar, sem ótalmörg tæki- færi eyðilagði fyrir mótherjun- um. Magnús átti ágætan leik í markinu — einkum falleg út- hlaup og inngrip í leikinn. Bak- verðirnir Sveinn og Ólafur bár- ust lítið á, en héldu þó niðri út- herjum Reykjavíkur, Sigurði Bergs og Sigurði Sigurðssyni. Framverðirnir Guðjón og Sveinn voru enn þeir menn, sem alltaf voru til taks, ýmist til að „mata“ sóknarlínuna eða aðstoða vörnina. Þeir áttu ágætan leik — einkum þó Sveinn. Hraðinn og öryggið var það, sem framlínan frá Akranesi sýndi mesta yfirburði í. Ekki svo að skilja að hraðinn geti ekki orðið meiri, eða öryggið. Langt frá því — en þetta er þó sannar- lega það bezta hvað það snertir sem sézt til íslenzkra liða. Rík- harður á þar meginþáttinn í — driffjöður bæði til sóknar og varnar og skipuleggjandi frá leikbyx'jun til loka. Halldór sýn- ir þegar sömu leikni og í fyrra- sumar en á það skortir enn nokk- uð hjá Þórði, þó snöggur sé og þó einkum hjá Pétri Georgssyni heild. Fer greinin hér á eftir: Hinn 18. marz hófst eitt mesta verkfall, sem háð hefur verið hér á landi, og lauk því ekki fyrr en 29. apríl. Samningar tókust um 10% kauphækkun auk ýmissa fríðinda, svo sem atvinnuleysistrygginga. Hér er rætt um nokkur atriði varð- andi áhrif kauphækkunar verðlag og kjör launþega. þUNGU fargi var létt af öllum verðbólgu, nema dregið sé veru- lega úr fjárfestingu og fram- kvæmdum. íslendingar hafa síð- ustu árin búið við meira jafn- vægi í efnahagsmálum en um langt skeið undanfarið. Enda þótt mikið hafi á vantað, að verð- þenslan væri stöðvuð og að telja mætti ástandið viðunandi, hefur , ! þáð þó borið ávöxt í vaxandi framleiðslu, meira vöruúrvali og aukinni sparifjársöfnun. Fvrir- sjáanlegt er, að allt þetta mun fara forgörðum, ef ekki er gripið hart í taumana nú þegar. Ef forð- ast á að hleypa taumlausri verð- bólgu af stað, verður að gera rót- tækan niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs til framkvæmda og að draga úr útlánum bankanna. landslýð, þegar samningar tókust loks eftir sex vikna verk- fall, sem stöðvað hafði alla fram- leiðslu í Reykjavík og nágrenni og kostað þjóðfélagið gífurleg verðmæti. Þegar hjól framleiðsl- unnar eru komin af stað á ný og atvinnulíf þjóðarinnar færist í fyrri skorður, er þörf að hefja æsingalausar umræður um hin miklu vandamál, sem bíða úr- lausnar. Harðvítugar vinnudeil- ur og verkföll skapa ástand, sem líkist engu fremur en innanlands ára, er hætt við, að ófriði. Allar skynsamlegar um- kjarabæturnar verði VAFASAMUR ÁVINNINGUR Mjög vafasamt er, hvern á- vinning launþegar munu hafa af hinum almennu kauphækkunum. Ef dæma á eftir reynslu fyrri mestallar að engu ræður um vandamálin verða að vegna hækkaðs verðs á vörum og engu, réttur valdsins ríkir einn hvers kyns þjónustu. Samkvæmt í þjóðfélaginu og getur af sér því kerfi, sem íslendingar eiga hatur og illdeilur, sem grafa ^ við að búa, er mestallt kaupgjald undan heilbrigði þjóðskipulags- 1 og mikill hluti vöruverðs bein- ins og réttlætistilfinningu þjóð- j línis bundið vísitölu. Af því leið- arinnar. Flestir hljóta að vera j ir, að kauphækkanir hafa óum- sammála um, að mikla nauðsyn j flýjanlega í för með sér almenna landinu. Einn þáttur hinna nýju samninga er, að aftur hefur verið horfið ber til, að íslendingar læri af ^ hækkun alls verðlags í þessari sorglegu og dýrkeyptu reynslu að skapa sér lög og regl- ur um meðferð vinnudeilna, sem forðað geti slíkri sóun andlegra og efnahagslegra verðmæta í að greiðslu fullra vísitölubóta á laun í stað grunnkaupshækkana. Með því er stefnt i öfuga átt, „Knattspyrna er leikur fyrir karlmenn" — og þarna hefur ein- hver fengið skell. Sigurður Bergsson reynir að skalla, en Magnús er fyrri til og slær knött- inn frá (Ljósm. Haraldur Teits) og Þórði Jónssyni. En í heild féll liðið saman og það var því megin- styrkur. Það verður hins vegar ekki sagt um Reykjavíkurliðið. Ólafur varði vel og hans sterkasta hlið eru staðsetningarnar. Hreiðar og Árni Njálsson sýndu meiri styrk- leika en áður og á þeim brotnaði margt — en þeir fengu ekki gert við öllu. Haukur hefur ekki sína fyrri leikni og snerpu. Fram- verðirnir, Hörður (KR) og Reyn- ir (Fram), voru sínu liði ekki það sem „kollegar" þeirra voru Akranesliðinu. Hörður hefur sennilega fengið skipun um að gæta Rikharðar ávallt. Það gerði hann vel, en hitt er annað mál, hvort hann samtimis er fær um að vera liðsmönnum sínum það sem framvörður á að vera og liðið má ekki við þvi að missa úr „spilinu" jafn góðan mann og Hörður er. Framlínan var sund- urlaus og mjög óákveðin er að markinu kom. En þó var leikur Reykjavíkurliðsins góður — til- raunir margar góðar þótt kveðn ar væru niður. Liðið barðist vel og gerði leikinn eftirminnilegan. — AST. ^y^jinn incja rspjö s.Ms. framtíðinni. Hætt er þó við, að ekki aðeins fyrir þjóðfélagið í jafnvel sú réttarbót yrði ekki heild, heldur einnig fyrir laun- einhlít. Harðvítugar vinnudeilur j þega sjálfa. Vísitölubindingin er eiga sér ekki eingöngu rætur í þeim í rauninni lítil trygging, og stjórnmálalegu ofstæki og ófull- komíiu réttarfari; þær eru sjúk- dómseinkenni þjóðfélags, sem hefur mistekizt að halda heil- brigðri stefnu í efnahagsmálum, forðazt að horfast í augu við alvarleg vandamál og skort sam- hug til að leysa þau. ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR Sú spurning hlýtur að vera efst í hugum manna að loknu verk- falli, hver áhrif hinar nýju kaup- hækkanir muni hafa á þjóðarbú- skapinn. Það er vafalítið, að í kjölfar þeirra samninga, sem gerðir hafa verið í Reykjavík við verkamenn og iðnaðarmenn, munu sigla samsvarandi kaup- hækkanir allra stétta alls staðar á landinu. Og hjá því getur ekki farið, að verðhækkanir og hækk- un framleiðslukostnaðar, sem af þeim hlýtur að leiða, muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hagslíf landsins. íslendingar mega sízt við því að hrinda af stað nýrri verðhækkunaröldu. Útflutningsframleiðslan berst í bökkum og er haldið gangandi með alls konar styrkjum og upp- bótum, sem kosta almenning þeg- ar stórútgjöld í sköttum og hækkuðu vöi'uverði, en sú byrði hlýtur enn að þyngjast, ef verð- lag hækkar að ráði. Er það óleyst gáta, hve lengi verður hægt að halda mikilvægustu atvinnuveg- um þjóðarinnar uppi á þennan hátt. Kauphækkanirnar munu éinnig verða til þess að stórhækka rekstr argjöld rikissjóðs og kostnað af hún hefur ekki einu sinni orðið til þess að forða þjóðinni frá vinnudeilum. Hins vegar hefur hún gert verðbólguskrúfuna margfalt hættulegri en ella og átt drjúgan þátt í því að eyðileggja tilraunir, sem gerðar hafa verið til að koma á jafnvægi í þjóðar- búskapnum út á við. Sá háttur virðist vera orðinn hefðbundinn hér á landi, að öll launakjör breytist hverju sinni í sömu hlutföllum með þeim af- leiðingum, að flestallar vinnu- deilur snúast um það, hvert hið almenna verðlag skuli vera í landinu, en. ekki hverra launa viðkomandi stétt skuli njóta Af þessum orsökum hefur ríkis- valdið óbeint orðið aðili að öll- um helztu vinnudeilum síðustu ára. Jafnframt hefur það tekið á sig að tryggja afkomu útvegsins og að viðhalda nægri atvinnu í landinu. Ef þessi þróun heldur áfram, er hætt við, að brátt líði að því, að launamálum verði skipað með lagaboði. Reynsla annarra þjóða sýnir, að eftir því sem ríkisvaldið eykur afskipti sín af efnahagslífinu, neyðist það til þess að setja samningsrétti verkalýðsfélaga þrengri skorður, og í fullkomnu áætlunarhagkerfi er verkfalls- og sámningsréttur- inn afnuminn með öllu. Ef það tækist að koma á heilbrigðu jafn- vægi í efnahagsmálum íslend- inga, afnema framleiðslustyrki, niðurgreiðslur, visitölubindingu á laun og verðfestingu landbún- aðarafurða, mundi ein afleiðingin verða sú, að samningsréttur verkalýðsfélaga yrði meiri og rýrnað á undanförnum árum. Tvær hagfræðilegar álitsgerðir, sem birtar voru um þetta efni, voru samdóma um, að kaupmátt- urinn hefði verið nær óbreyttur síðustu þrjú ár. í þeim báðum var þó lögð áherzla á, að niður- staða þessi væri ekki óyggjanöi vegna þess, hve upplýsingar væru takmarkaðar og vísitala fram- færslukostnaðar ófullnægjandi. Óneitanlega bendir margt til þess, að kaupmáttur launa hafi fremur rýrnað en aukizt á þessu tímabili, þrátt fyrir allmikla framleiðsluaukningu í þjóðfélag- inu. Tekjuskiptingin virðist með öðrum orðum hafa snúizt þeim launþegum í óhag, sem ekki hafa notið eftirvinnu. Orsakir þessar þróunar er vafa laust að finna í ofþenslu þeirri, sem verið hefur í efnahagskerf- inu á þessu tímabili. Hún hefur skapað mikinn óeðlilegan gróða í nokkrum atvinnugreinum, bæði i formi yfirvinnu og hárrar á- lagningar. Kaupliækkun launþegum til handa er ólíkleg til þess að leið- rétta þetta ranglæti Eins og nú er ástatt, er hætt við, að hún leiði til svo mikillar hækkunar verðlags, að ekkert verði á unnið. Önnur leið, sem nefnd hefur ver- ið, er niðurfærsla vöruverðs fyr- ir atbeina ríkisvaldsins, en hún mundi verða dýr í sköttum og öðrum álögum og mjög erfið í framkvæmd. Sé verð nokkurra nauðsynja lækkað, mundi sá kaupmáttur, sem við það losnaði, koma fram í verðhækkunum á öðrum vörum eða þjónustu, svo að lítið væri á unnið. Ein leiðin til að koma á rétt- látri skiptingu þjóðarframleiðsl- unnar er að draga úr þenslunni og hinni gífurlegu eftirspurn. Sé kaupgetan meiri en þær vörur og þjónusta, sem í framboði eru, hlýtur það að leiða til óhóflegs gróða, sem oft lendir í höndum þeirra, sem sízt skyldi. Fram- leiðsla þjóðarinnar ákveður, hverjar raunverulegar tekjur hennar eru, og sé kaupgetan meiri en hún segir til um, hefur það í för með sér óréttlátari skiptingu þjóðarteknanna, rýrn- un verðgildis peninganna, gjald- eyrisskort og önnur þjóðfélags- mein. í fjölmörgum löndum hef- ur reynslan sannað, að verðbólga hefur skaðað launþega meira en flestar aðrar stéttir. Hvort takast á að koma á jafnvægi í efnahags- málum íslendinga og skapa grundvöll heilbrigðrar fjárfest- ingar og framleiðsluaukningar, veltur mjög á þvi, að launþegar skilji þessa staðreynd. Það er kaldhæðni, ef þeir reynast fús- ari en atvinnurekendur að hrinda af stað nýrri verðbólguöldu, því að reynslan sýnir, að hún muni verða launþegum miklu dýr- keyptari. framkvæmdum ríkis og einstakl- raunverulegri en hann nú er. „Páfinn er dáinn“ DETROIT — Sú fregn barst út hér í borg, að páfinn væri lát- inn og tilkvnntu nokkrar kirkjur lát hans. Síðar sagði biskupinn þar, að „veiklaður maður“ hefði hringt að næturlagi með fréttirn- ar og sagst vera talsmaður kirkjú hreyfingar einnar. — Frá Vati- koninu kom svo skeyti: „Heilsa páfans er í bezta lagi“. Einn bill kallaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.