Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1955 * i — r Osanngjörn ráSsföfun um Stutt samtal við Jóhannes Jósefsson og Lúðvík Hjálmtýsson T|*TSÐAL veitingahúsaeigenda ríkir mikil óánægja með það, að (ItI undanfarið hefur ekki verið leyft, að hefja dans í þeim veit- ingahúsum, sem vínveitingaleyfi hafa fyrr en kl. 10 á kvöldin. Telja þeir, sem veitingahúsin reka, þetta vera mjög ósanngjarna ráðstöfun, sem enga þýðingu hafi aðra en þá, að skapa gestum þeirra óhagræði og veitingahúsunum tjón. Morgunblaðið átti í gær stutt eina siðmenntaða landið, þar sem samtal við þá Jóhannes Jósefs- stjórnarvöld meina reglusömu son, eiganda Hótel Borgar og j fólki að stíga dans sér til ánægju Xúðvík Hjálmtýsson, framkv.stj. a hæfilegasta tíma kvöldsins á Sjálfstæðisússins. Komust þeir opinberum veitingastöðum þá að orði á þessa leið: Alitu það brAðabirgða RÁÐSTÖFUN Þeir, sem fengu vínveitinga- leyfi urðu að skrifa undir loforð um að láta ekki byrja að dansa hjá sér á kvöldin fyr en kl. 10, en venjulegur danstími var alltaf í þessum húsum frá kl. 9 til 11,30. ~Við skrifuðum undir þetta í þeirri góðu trú, að þetta væri aðeins einhver bráðabirgða ráð- elöfun, án þess þó að við vita hversu hörmulegar afleiðingar þetta hefði fyrir húsin. Það kom svo í ljós, þegar þetta var komið til framkvæmda, að á þessu var slæmur ljóður, nefnilega sá, að iborðfólkið fékk ekki að stiga dans áður en það færi og aðrir 'hættu að sækja þessi hús, þar eð því fannst of stutt að dansa að- eins í IV2 tíma. Þetta gekk svona mánuðum saman. Þá var tekið tipp á því, tiP þess að reyna að Ifeta fjárhaginn, að fá leyfi lög- leglustjóra fyrir dansleikjum til kl. 1. Þá kom fólkið strax aftur, enda mátti þá með slíku leyfi hefja dansinn kl. 9 eða fyrr. Þetta gekk svo vel með aðsókn um tírna, þar til lögreglustjóri tók fýrir slíkar leyfisveitingar. Eftir það var ekki um annað að ræða fyrir þessi hús en láta aftur fara að dansa frá kl. 10 og fór' þá allt i sama horfið aftur. Við það sit- ur, enda þótt flestir virðist vera sammála um það, að þessu þurfi að breyta í það horf, sem áður var. Almenningur og gestir hús- anna fá ekki með nokkru móti skilið, hversvegna þessu er ekki kippt í lag. Orðrómur þrálátur gengur um það, að þetta ákvæði hafi átt að vera sett vdgna varnarliðsmanna. En það getur varla staðizt. T. d. hefði þá einnig átt að banna dans tíl kl. 10 í öllum öðrum dans- húsum, þeim sem ekki hafa vín- veitingaleyfi. BORÐFÓLKI MEINAÐ A5> DANSA Þar sem minnst var á borð- fólk, vil ég til skýringar taka fram, segir Jóhannes Jósefsson, að til dæmis á Hótel Borg, þar sem borða á hverju kvöldi frá 60 til 200 manns og meginið af því fólki kemur til þess að gera 'sér dagamun, borða góðan mat, fá sér vínglas o. s. frv., þá vill það auðvitað fá að stíga spor, strax og það er búið að borða, en fara síðan heim fyrir kl. 10. Það er áreiðanlegt, að ísland er Brunaverðir á mót í Svíþjéð í GÆRDAG fóru héðan áleiðis til Svíþjóðar, tveir brunaverðir úr Slökkviliði Reykjavíkur, þeir Ottó Jónasson og Sigurgeir Bene- diktsson, sem verið hafa bruna- verðir um allmörg ár. í Stokkhólmi verður haldinn ársfundur félags norrænna bruna varða, sem Danir, Finnar, Norð- menn og Svíar eru aðilar að, og fara þeir Ottó og Sigurgeir sem áheyrnaríulltrúar á ársfundinn. Þar gefst brunavörðunum tæki- færi til þess að kynnast starfs- háttum, aðbúnaði og kjörum hvers annars, en einnig verða fluttir fræðandi fyrirlestrar. — Stendur ársfundurinn yfir í viku- tíma. Islenzkir brunaverðir hafa áð- ur sótt slíkan fund og haft af því mikið gagn og fróðleik. Kynmngarfundur litsýnar í dag FERÐAFÉLAGIÐ Útsýn boðar til fræðslu og kynningarfundar í dag. Verða þar flutt erindi og sýndar kvikmyndix frá London og Paris, en sem kunnugt er efnir Útsýn til skemmtiferða til þess- ara borga. Fundur þessi hefst að loknu síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsinu eða kl. 5. Þarna verða flutt tvö stutt erinöi. Talar Jóhannes Norðdal hagfræðingur um London og Sigurlaug Bjai-nadótt- ir um Paris Einnig verða sýnd- ar kvikmyndir frá þessum borg- um. Þeir, sem hafa skráð sig til þátttöku x ferðum félagsins í sumar, er sérstaklega boðið til þessa fundar, en öllum ex heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Útsýn hefur nú til athugunar að fjölga enn þessum fexð'im sínum til Lundúna og Parísbc. BELGRAD, 18. maí — Júgóslavía og Albanía hafa tekið upp verzl- unarviðskipti á nýjan leik, en þessi lönd slitu með sér viðskipta sambandi árið 1948. í gær var undirritaður viðskiptasamningur milli þessara tveggja landa Koma allir hinir fjórir stóru til San Francisco? NEW YORK, 21. maí. — Einkaskeyti frá Reuter. ÞAÐ VAR tilkynnt í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag, að Molotov utanríkisráðherra Rússa, hefði þekkzt boð um að vera viðsíaddir fund S. Þ. í San Francisco í næsta mánuði í til- efni 10 ára afmælis stofnunarinnar. AUs hafa 26 utanríkisráðherrar tekið boðinu, þar á meðal DuIIcs iitanríkisráðherra Bandaríkjanna og Pinay utanríkisráðherra Frakka. Svo að nú er aðeins eftir að vita, hvort brezki utanríkisráðherr- ann kemur á fundinn. Ef hann tæki boðinu líka, yr3u utanríkis- láðherrar allra stórveldanna fjögurra saman komnir í San Francisco «g gæti það greitt götuna fyrir fjórveídafundi. Gróðurhús Framh. af bls. 1 son garðyrkjustjóri starfar hjá Ólafi Sveinssyni. Þessir fimm menn, sem þarna hófu garðyrkjubúskap, eru að- fluttir víðsvegar að af landinu. Ekki eru þeir allir lærðir garð- yrkjumenn. Til dæmis má taka Ólaf Sveinsson, sem árum saman var kyndari við síldarverksmiðju á Siglu'irði. Einn góðan veður- dag seldi hann hús sitt á Siglu- firði og annað það er hann mátti missa og hélt suður á land. Hann starfaði einn vetur hjá Þorsteini Loftssvni, en um vorið kevpti hann þrjú gróðurhús, um 200 m2 af Þorsteini og hóf gróðurhúsa- rækt. Nú á hann nær 1600 m2 undir gleri. Sumir garðyrkju- bændanna eru vitanlega lærðir garðyrkjumenn og má þar til nefna Ingvar Ingvarsson, en hann er yngstur garðyrkjubændanna við Reykholtshver og á nú um 700 m2 og hvggst stækka stöð sína hið bráðasta. Aðeins einn garðyrkjubænd- anna fimm var áður bóndi, en það er Kristinn Sigurjónsson. Hann var í nokkur ár bóndi í Holtunum. Hinir eru annars all- ir af „mölinni“, en hafa horfið þaðan til arðbærra ræktunar- starfa. Þetta er athyglisvert og bendir til þess að þangað, sem skilyrði eru fyrir hendi til at- hafna í sveitum landsins, muni liggja straumurinn, jafnt úr sveitunum, sem bæjunum. Frá gróðurhúsastöðvunum á Reykholtstorfunni koma árlega á markaðinn um 60 lest- ir af tómötum og um 30 þús. stk. af gúrkum. Eru það að heita má einu afurðirnar, sem frá þeim koma. Eitthvað lítils- háttar munu þeir þó hafa rækt að af grænmeti utanhúss. Tveir garðyrkjubændanna reka nokkurn annan búskap þarna. Eru það þeir Eiríkur Sæland og Iíristinn Sigurjóns- son. Eiríkur hefur um 20 fjár, cn Kristinn 12 kýr og 100 f jár. Selur hann mjólk öðrum þeim, sem hverfið byggja. Hann hef- ur um 300 ferm. gróðurhúsa. Engin blóm eru ræktuð í gróðurhúsunum þarna. Kemur það aðallega til af því að erfitt væri að flytja þau jafn langa leið og er til Reykjavíkur. Vegna hins langa sólargangs koma afurðir frá gróðurhúsun- um við Reykholtshver á mark- aðinn á undan afurðum ann- arra stöðva. Tvisvar í viku ek- ur Eiríkur Guðiaugsson frá Fellskoti afurðunum til Reyltjavíkur. Hann hefur ann- ast flutninga fyrir garðyrkju- bændurna fimm, árum saman. Sölufélag garðyrkjumanna annast dreifingu grænmetisins. Sölufélagið var stofnað fyrir 15 árum. . Eitt var það, sem garðyrkju- bændurnir ræddu nokkuð um í sambandi við sölu grænmetis hér á landi. — Matvörukaupmenn kunna ekki, sögðu þeir, að fara með grænmetið. Það er t. d. hryggi- legt að sjá hvei'nig þeir fara með jafn viðkvæma ávexti og tómat- arnir eru. Þeir láta þá iðulega í flutningskössunum í sólskins- baðaða sýningarglugga verzlan- anna. Tómatar þola ákaflega illa mikla birtu, að ekki sé talað um sólskin. Þeir roðna þá fljótt og skemmast margfalt fyrr. Og flutningskassarnir eru alls ekki ætlaðir til þess að hafa til sýnis í sýningargluggunum. — Það þyrfti helzt að halda stutt nám- skeið fyrir verzlunarmenn í með- ferð og um notkunarmöguleika grænmetis. Þeir gætu þannig einnig verið ráðgefandi fyrir hús mæður og aðra kaupendur. _ Já, og það var sitthvað_ fleira, sem garðyrkjubændurnir fimm Garðyrkjubændurnir við Reykholtshver. Gróðurhús Ragnars Jóns- sonar í baksýn. Mennirnir eru talið frá vinstri: Kristinn Sigur- jónsson, Guðjón Björnsson garðyrkjustjóri, F.iríkur Sæland, Ingv- ar Ingvarsson, Ólafur Svcinsson og Ragnar Jónsson. í tómatahúsi Ragnars Jónssonar. Hjalti Jakobsson garðyrkjustjóri og Grétar Egiisson aðstoðarmaður hans hagræða plöntum. , vöktu athygli mína á, sitthvað sem þeir ætla að gera til bætts búskaparlags. Þeir binda t.d. ■ miklar vonir við jarðvegsrann- ' sóknir Axels Magnxissonar kenn- ara við Garðyrkjuskólann í Hvera gei'ði. Þær rannsóknir eru að vísu : nýlega hafnar og skammt á veg J komnar exinþá. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að finna I út hæíiiega áburðargjöf fyrir grænmetið á hverjum stað. Garð- i yrkjubændurnir segjast þó nú þegar hafa notið góðs af jarðvegs- rannsóknunum og þær beint þeim örugglega í rétta átt í þeim málum, en það er geysi þýðing- : armikið vegna uppskerunnar að ’ rétt áburðarmagn sé gefið. Gróðurhúsaræktun á íslandi er tiltolulega ung atvinnugrein. En það er óhætt að fullyxða að íslendingar hafa fyllilega náð hin um Evrópulöndunum, sem hafa meira en 100 áia reynslu og erfða venjur að baki í gróðurhúsarækt- un. Erum við þannig í flestu orðnir samkeppnisíærir um rækt- un grænmetis. Garðyrkjumenn I.......................... Yngsti garðy rk.ju bóndinn við Reykholtshver, Ingvar Ingvars- son cg kona hans Helga Páls- dóttir, bæði frá Reykjavík. Helga var starfandi í Skólagörðum Reykjajvíkur fyrsta starfsmisseri þeirra. okkar hafa náð góðum tökum á ræktun jurtanna, sem þeir lögðu til atlögu_ við_ með_ _trú _og dirfsu , brauti-yðjandans. f ,að var sói yfir Biskupstungun- ,-..1, en norð-angarri, þegar ég var þar. Nóttina áður hafði verið 6 stiga frost og brum trjánna var tekið að dökkna í jaðrana. En í gróðurhúsur.um var allt í grósku mikilli, tómatplöntur þéttsetnar grænum tórhötum og girnilegar gúrkur héngu á plöntunum, sem tevgðu sig upp í rjáfur húsanna og breiddu úr sér. í vinnuskálun- um voru hlaðar af kössum fyllt um þessum ávöxtum — og biðu flutnir.gs á markaðinn í Reykja- vík og víðar um landið. Fyrir 30 árum var þetta allt fjarstæður draumur. I dag er ræktun tómata og gúrkna aðeins hluti af gróðurhúsarækt okkar íslendinga. Blómaræktin er orð- in ákaflega fjölbreytt og full- komin. Og áfram heldur hin öra þróun gróðurhúsaræktunarinnar. Og verður ekki útflutningur blóma og grænmeíis næsta viðfangsefni garðyrkjubændanna? — Það virð ist alls ekki svo fjarstætt og ekkj að vita nema það sé alveg á næsta leiti. — hteits. formaðiir Siéiiaup- maimðfélaosins AÐALFUNDUR Félags íslenzkrá stórkaupmanna var haldmn hinrt 12. þ. m. Fráfarandi formaður, Karl Þorsteins konsúll, ga| skýrslu um starfsemi félagsins erj; að henni lokinni var gengið til kosningar í stjórn. Fráfarandi formaður barst undan endurkosn ingu og var Páll Þorgeirsson' stkm. kosinn formaður. Með-< stjórnendur voru kosnir þeifl Björgvin Schram, Guðm. Árna-i son, Sveinn Helgason og TómaS Pétursson. ( Af hálfu félagsins voru til- nefndir í stjórn Verzlunarráða íslands þeir Páll Þorgeirsson, Egg^rt 5ústj áosspn.og. Egill Gnti ormsson. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.