Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 8
0 MORGTJNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórí: Valtýr Stefánsson (ábyrgSana.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason tri ViffMl Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 6 mánuði innanlanda, í lausasölu 1 krónu eintakið. scr'V^Xi^'-í ÚR DAGLEGA LÍFINU HÉR á eftir fara nokkrar gesta- þrautir o. f 1., sem fólk hefur ef til vill gaman af að spreyta sig á og vita. fl IsIerJingor sendo Norðmönnnm vinnrkveðjur I GÆR lét ''orseti íslands úr höfn höfuðborgarinnar og sigldi áleiðis til Noregs. Þangað kemur hann í opinbera heimsókn hinn 28. þ. m. og mun ferðast töluvert um landið í boði norsku stjórn- arinnar. Engri þjóð eru íslendingar tengdir jafn nánum tengslum og Norðmönnum. í Noregi stóð vagga hins íslenzka kynstofns. í fjörðum og dölum Noregs bjó fólkið, sem tók sig upp fyrir tæpum 1100 árum og sigldi á litlum skipum yfir sollið úthaf til fjarlægrar og lítt þekktrar eyju norður undir heimskauta- baug. Það þurfti mikinn kjark, þrótt og áræði til þess að hefja þessa för. En hinir norsku út- flytjendur, sem gerðusf land- námsmenn íslands lögðu ekki á hafið af æfintýraþrá einni sam- an. Stórviðburðir voru að ger- ast í Noregi. Haraldur hárfagri hafði sett sér það mark og mið, að leggja undir sig allan Noreg, og honum varð vel ágengt. En hinir norsku höldar og héraðs- höfðingjar vildu ekki sætta sig við hinn nýja tíma. Þeir töldu frelsi sínu ógnað með alræði Haraldar konungs yfir Noregi. Þess vegna tóku þeir upp bú sín og skyldulið, og stefnu til ís- lands. Þannig byggðist ísland við það að hluti norsku þjóðarinn- ar tók sig upp og flúði land sitt. Ástin á frelsinu, þráin til þess að lifa óháður í frjálsu þjóðfélagi varð þannig hyrn- ingarsteinn íslandsbyggðar. Löngu eftir að landnámi ís- lands lauk og langt fram um aldir, héldust náin tengsl milli íslendinga og Norðmanna. Það var fyrst eftir að fátækt og kúgun hafði lamað fram- tak íslendinga að ferðum þeirra fer fyrir alvöru að fækka til Noregs. Síðan ísland varð frjálst og fullvalda ríki hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju í sam- skiptum þessara tveggja ná- skyldu þjóða. Enda þótt nær 1100 ár séu liðin frá því að norskir menn sigldu frá Noregi og gerðust íslendingar lifir þó rík tilfinning i báðum löndun- um fyrir því að í raun og veru séu Norðmenn og íslendingar sama fólkið. Á íslandi hefur norræn tunga varðveitzt, sú tunga, sem er lík- ust allra lifandi mála þeirri tungu, sem töluð var í Noregi á dögum Haraldar hárfagra. En þrátt fyrir þá stórfelldu breyt- ingu, sem orðið hefur á norsku máli finnast þó ennþá í norskum byggðum fiölmörg alíslenzk orð, ef svo mætti að orði komast. Milli norskunnar og íslenzkunn- ar liggja ekki aðeins leyniþræð- ir, heldur kemur víðsvegar fram hinn .nánasti skyldleiki milli málanna. íslendingar hafa orðið varir margvíslegrar vináttu og ræktar- semi af hálfu Norðmanna á síð- ustu áratugum. Menningarlegt samstarf þjóðanna hefur stór- aukizt. íslendingar vilja eiga mikil og góð skipti við hina norsku frændþjóð. Þeir líta með hlýju og þakklæti til Noregs, lands feðra sinna. Þegar hinn ís- lenzki þjóðhöfðingi heimsækir norsku þjóðina og ráðamenn 1 hennar flytur hann kveðju frá íslandi. íslendingar senda ' Norðmönnum vinarkveðjur. Við vilium rækja við þá frændskap og vináttu um all- an aldur. Aumkunarverð viðbrogð FORYSTUGREIN Alþýðublaðs- ins í gær ber vott einkar aumkv- unarverðum viðbrögðum blaðsins vegna hins glæsilega fundar Heimdallar um áróður kommúnismans í íslenzku menn- ingarlífi. Blaðið byrjar á því að lýsa yfir bví, að „slík barátta sé þarfleg og þess vegna vinsæl hjá lýðræðissinnuðum mönnurn". Nokkru síðar lýsir Alþýðu- blaðið nokkuð baráttuaðferðum formanns félagsins, Þorvaldar Garðar Kristjánssonar, gagnvart kommúnistum með þessum orð- um: „Hann loitar uppi snjalla og vinsæla rithöfunda, hann ræður til sín erlenda hljómlistarmenn og sýnir fagrar kvikmyndir“. En þrátt fyrir þetta allt, er Alþýðublaðið fokreitt við hinn unga og ötula formann Heim- dallar. Undir Jok forystugreinar sinnar tekur það að skamma hann ákaflega. „Gróðafýsnin sigr ar kommúnismann aldrei. Hún eflir hann. Og það á ekki held- ur að nota þær aðferðir, sem hann notar. Það styrkir hann“, segir aumingja Alþýðublaðið. Hvað er nú þetta? Er Alþýðu- blaðið orðið galið, eða er þetta bara venjulegur sauðsháttur þess? Það hælir formanni Heim- dallar fyrir að hafa haft for- göngu um þróttmikinn fund, þar sem „snjallir og vinsælir rit- höfundar" flytja ágætar ræður um moldvörpustarf kommúnista í íslenzku menningarlífi. En allt í einu slær út í fyrir blaðinu, og það fer að fjasa um að „gróða- fýsnin" sigri ekki kommúnista, og að ekki megi nota þær að- ferðir í baráttunni gegn þeim, sem kommúnistar nota sjálfir. Því miður sýnir þetta enn einu sinni, að Alþýðublaðið er ekki heilt í neinu máli. Það þykist kunna að meta hið merkilega frumkvæði Heimdallar að funda höldum og menningarstarfsemi, sem miðar að því að eyða áhrif- um kommúnismans í landinu. En í sömu andránni byrjar blaðið að skamma þann mann, sem haft hefir þróttmikla og ágæta for- göngu um þessa starfsemi. Það er óhætt að fullyrða, að þetta asnaspark Alþyðublaðs- ins skaðar hvorki Ileimdall né formann hans, Þorvald Garð- ar Kristjánsson. Hinsvegar er það raunalegt ólán, að Al- þýðublaðið skuli, vegna lítil- mótlegrar afbrýðissemi í garð Heimdallar, ekki hika við að hef ja skæting og skammir um þá viðleitni, sem allir lýðræðis sinnaðir menn ættu að meta mikils úg standa einhuga sam- an um. Takið þrjár eldspýtur og leggið í þríhyrning eins og myndin sýnir. Með því að taka til þriggja eldspýtna í viðbót er mögulegt að búa til þri^ þríhvrninp'a þannig að þeir verði samtals fjórir. Þetta er auðvelt og krefst engrar stærð fræðiþekkingar! As t æ ð a n til þess, að við tökumst í hend- ur nú á dögum, ér sú að áður fyrr var þetta gert til þess að sýna að ekki væri vopn í hendi manns. Cjeótafj raatir Ikommóðuskúffu eru sex pör af svörtum sokkum og sex af brúnum, öilum i einni bendu. Nú þarf eigandinn að ná sér í eitt par af sokkum, en það er myrk- ur í herberginu, og vill hann ekki kveikja ljós til þes^ að vekja ekki konuna s.na. hvað þarf hann að taka mörg pör af sokkum með sér inn í annað herbergið, þar sem ljós er tendrað, til þess að vera viss um að höndla eitt par af sokkum sömu tegundar? □—★—□ hermanna, er sváfu. Þegar þeir vöknuðu hlógu þeir hvor að öðr- um. Sá skynsamasti þeirra hætti samt fljótlega að hlægja því hann gerði sér Ijóst að andlit hans var einnig málað. Hvernig vissi hann það? □—★—□ ^stæðan fyrir ,.. .,.j lamansamur náungi málaði V svarta bletti á andlit þriggja ILLh andi óhrifc því að karl- maðurinn geng- ur götumegin á gangstéttinni, þegar hann er með konu, er sú að á átjándu öld átti sá, er þar gekk á hættu að óhreinkast af sorpi. Húsmæðr- um og þjónustufólki þótti nefni- lega sjálfsagt að losa úr sorp- ílátum út um gluggana í efri hæðum húsanna. □—■★—□ Flatarmálsfræði hefur ætíð verið torráðin í augum ungs skólafólks, en hér fer á eftir ein- föld þraut, þar sem engin nauð- Q ar: Ósmekklegt litaval. VELVAKANDI góður! Vegfarandur á Lækjartorgi hafa veitt því eftirtekt, að fyrir skömmu tók söluturninn á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu miklum stakkaskiptum. Hann var málaður og dubbaður upp svo að hann varð sem nyr og betri turn á eftir. Rauði liturinn er fallegur og skemmtilegur og fer vel við umhverfið. Öðru máli gegnir um blágræna litinn, sem valinn hefir verið toppinum, hann fer vægast sagt herfilega illa við grænt Arn- arhólstúnið að baki — og bláa Esjuna. Hver maður með meðal- næman smekk og tilfinningu fyr- ir litum og því sem fara má bet- ur eða ver á þessu sviði, finnur og sér hve æpandi ósamræmi er í þessu litavali og sízt er það fallið til þess að glæða og þroska litsmekk þeirra, sem á horfa og ganga ef til vill út frá því sem vísu, að svona hljóti þetta að eiga að vera. Litunum verði breytt. ÞAÐ eru því vinsamlega tilmæli mín, að þeir, sem hér eiga hlut að máli, taki sig nú til og breyti hreinlega litnum á efsta hluta turnsins — úr þessari blágrænu samsetningu í einhvern annan lit — hví ekki hvítan, eða gulan? — sem ekki misbyði okkar kæra Arnarhól eins freklega — og um leið okkur, sem höfum hann fyr- ir augum daglega. Rödd úr bænum." Talað við blómin. ÞAÐ er gömul trú manna, að blóm þrífist betur, ef talað er við þau öðru hvoru. Það er ekki nóg að vökva þau og næra svo sem vera ber, það verður að víkja að þeim hlýlegum orðum jafnframt, hreint og beint tala við þau, eins og maður við mann. — Það er nú svo, segjum við og brosum í kampinn og hugsum það sem okkur sýnist. — Hvað sem þessu líður þá eru til mörg dæmi þess, að fólk getur fundið sér félagsskap og fullnægingu í návist mállausra dýra og plantna, til hvíldar og tilbreytingar frá mannlegu samfélagi. Bismarck og furutrén. ÞANNIG var það með stór- mennið Bismarek, sem við erum að jafnaði ekki vön við að bendla við neina rómantík og til- finningasemi. — Þennan annál-, aða harðhnakka veraldarsögunn- ar. En svona var það með hann samt. Þegar hann var leiður og þreyttur á samvistunum við fé- laga sína og samverkamenn, eða þjakaður af embættisáhyggjum, þá leitaði hann jafnan á fund nokkra eftirlætis furutrjáa sinna, í grennd við bústað sinn til að fá þar hvíld og fróun. Hann og trén skildu hvert annað, sagði hann, og hann gat setið þarna aleinn hjá þeim svo klukkustund- um skipti. Enginn dirfðist að trufla hann á þessum stundum, frekar en við hina hátíðlegustu messugerð. — Hinsvegar virtist kanslarinn lítið yndi hafa af blómum. í engum vafa. BLAÐ eitt í Frakklandi efndi fyrir nokkru til einskonar skoðanakönnunar, þar sem ýms- ir nafnfrægir menn voru spurðir eftirfar andi spúrning- ar: — Ef þér væruð nú ekki þér sjálfur í raun og veru, hvaða maður annar í heimin- um vilduð þér þá helzt vera? Spurningin var m.a. lögð fyrir hinn harðvíraða snilling, Orson Welles: — Ef þér nú af tilviljun væruð ekki Orson Welles, hvaða annar maður í heiminum vilduð þér þá helzt vera? Svarið kom auðvitað um hæl og hljóðaði svo: — Ef ég af tilviljun væri ekki Orson Welles, þá myndi ég auð- vitað skilyrðislaust óska mér að ég væri Orson Welles. ® ------ Merkll, klæítr UndiV. ,,, :C£ - v ---W ^ 0 syn er á kunnáttu í hinni æðri stærðfræði: Leggið þrjár eldspýt- ur á borð, eins og sýnt er á mynd- inni. Síðan skulið þér með því að hreyfa aðeins eina eldspýtu búa til ferhyrning! ★—□ Astæðan fyrir því að við klingjum glösum þegar við skál- um, er sú að upphaflega þeg- ar tveir skáluðu helltu þeir ofur- litlu af miðinum í glös hvors annars til sönnunara því að drykkurinn væri ekki eitraður. Síðar var þetta, að klingja glös- um, táknrænt um gagnkvæmt traust og vináttu. □—■★—□ SvÖr við gestaþrautum: | Ferhyrningur: Til þess að búa til ferhyrning þá dragið til eina eldspýtuna eins og myndin sýnir. Ferhyrningurinn myndast af end- um eldspýtnanna. — Þríhyrning- ur: Eina mögulega leiðin til þess að búa til þrjá þríhyrninga til viðbótar er að tylla þeim upp eins og myndin sýnir. — Sokkar: Ef hann tekur þrjú pör er hann viss um að fá eitt par samstætt. — Andlitsblettir: Við skulum nefna hermennina A, B og C. A (sá skynsami) ályktaði: — B hlær ; af því hann heldur að andlit hans sé blettlaust. Og þar eð hann heldur þetta og ef andlit mitt I væri hreint, þá myndi hann verða undrandi yfir hlátri C, því þá myndi C ekki hafa neitt til að I hlæja að. Þar eð B er ekkert undrandi hlýtur hann að álíta að j C sé að hlæja að mér. Þessvegna • hlýtur andlit mitt einnig að vera málað svart. t' ......-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.