Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐI9 Sunnudagur 22. maí 1955 -i DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY IRÖNRITE strauvélat FramKaldssagan 42 „Ég er frú Waverton, og þetta er maðurinn minn“, sagði Marga- ret. „Þér eruð Sir Roderick Femm?“ „Já .... Sir Roderick...“ Röddin var eins veik og áður; það þefði alveg eins getað verið and- rúmsloítið sjálft, sem sagði þessi <jrð. Margaret kinkaði kolli og reyndi að brosa til þessa drauga- lega andlits. „Við urðum að biðja um húsa- skjól hérna í nótt. Það er mjög mikill stormur og rigning úti Við komum hingað vegna þess að okkur heyrðist þér vera að kalla. Getum við gert nokkuð fyrir yð- ur?“ Höndin, sem lá á rúmábreið- unni virtist hreyfast ósjálfrátt og með klaufalegum tilburðum færðist hún í áttina að litlu borði, sem stóð hægra megin við rúmið. Philip fannst þetta vera hræði- legt, þar sem hann starði á þessa sýn, þetta var eins og að horfa á draug, en það var enn verra en I það, þetta var eins og andi, sem j reynir að koma aftur í rotinn, gamlan líkama og reynir að koma lífi í hann. Hinn raunverulegi I Sir Roderick hafði dregið sig út I úr lífinu. En samt hafði hann það ekki; hann þurfti á einhverju að halda; já, hann þurfti enn á ein- hverju að halda, og það gerði þetta allt en óhugnanlegra. Hvað var hann að segja? „Vatn“, heyrðist hann hvísla. „Glasið tómt .. Vatnið er þarna“. Margaret hafði heyrt það og skilið. „Já, ég skal ná í það fyrir yður“, sagði hún og tók glasið af litla borðinu og fór í þá átt, sem hendin benti og fyllti glasið af vatni úr vatnskönnu, sem stóð uppi á hárri kommóðu. Hún titr- aði enn dálítið, en við þetta starf fann hún aftur örlítinn yl færast um sig og hún fann einnig til trausts. Þegar hún kom með glas- ið, setti hún það í beinaberu hönd ina, sem beið eftir því. „Getið þér tekið það sjálfur, eða á ég að gefa yður það?“ spurði hún blíð- lega. YNDIR Fjölbreytt úrval af myndum nýkomið — Gjörið svo vel og skoðið í glugga Skóverzlunar Pcturs Andréssonar, Laugavegi 17 í dag. TEMFO, Laugavegi 17B • •■•iiaaaaaf aiiiafaaaifaiaififtiftfaaaaiaaiiffi ■■■aiifii* KEFLAVIK VÖRUBÚÐIN TILKYNNIR Af sérstökum ástæðum þarf verzlunin að hætta og verður fólki gefinn kostur á að kaupa vörur verzlunarinnar með 20% afslætti næstu daga. -— Allt góðar vörur. VÖRUBÚÐIN, Hafnargötu 34 F ramfíðaratvinna Vefari óskast til vinnu við vélvefstól. — Tilboð sendist í pósthólf 491, Reykjavík, fyrir 31. maí, merkt: „Vefari“. STÚLKA E e I s í t óskast nú þegar til afgreiðslustarfa við eina af stærstu bókaverzlunum bæjarins. Umsóknir með mynd (sem verður endursend), uppl. um menntun og meðmæli, ef til eru, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 27. þ. mán. merkt: Bókaverzlun —645. Stúlkur óskast í frágang og saumaskap. — Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Sjóklæðagerð Islands h.f. Skúlagöíu 51 „Ég get gert það sjálfur — þakka yður fyrir“. — Höndin luktist um glasið, og hann lyfti því hægt. Eitt andartak var hægt að greina vatnið í ljósinu og það varð eins og gullið. Höfuð gamla mannsins kom í ljós og þau sáu hátt bogið nef, stórar hvítar augnabrúnir og þunna vanga. Einhvern veginn virðist það ekki vera erfitt að trúa því, að einu sinni hefði hann verið hæstur, sterkastur og fallegastur allra í fjölskyldunni, stórkostlegur mað- ur. Þau höfðu líka sagt, að hann hefði verið mikill maður. Það var enginn vafi, að það var satt; og nú gat hann varla borið glasið að vörunum og þegar honum að lokum tókst að drekka dálítið af vatninu, virtist hann hafa sigrast á miklum erfiðleikum. Það virtist koma líf í hann við að fá vatnið, því að hann gat sett glasið aftur á náttborðið og þótt höfuð hans félli aftur á kodd- ana bak við hengin, virtist vera örlítill lífsþróttur við þessar hreyfingar hans. En röddin var hin sama, draugalegt hvísl, varla meira en andardráttur út í her- bergið. Samt var það hann, sem talaði fyrst, áður en Margaret gat spurt hann, hvort hún gæti gert eitthvað meira fyrir hann. I „Hvaða hávaði var þarna?“ spurði hann. I Margaret skýrði frá því í mjög stuttu máli og í eins léttum tón og hún gat, hvað fyrir hafði kom- ið. Hún hafði nú gengið aftur á bak og stóð nú við hJiðina á Philip. j „Morgan er villimaður“, heyrðu ' þau. „Þetta hefur þó komið fyrir vegna áfengisins. Við verðum að hafa hann hérna —“ og siðan kom löng þögn — „vegna bróður míns. Eg verð að biðjast afsökunar.“ Þetta var húsbóndinn, þótt hann virtist tala við þau yfir opna gröf, var þetta samt tónn, sem þau höfðu ekki heyrt fyrr, síðan þau komu hingað. Það var eins og þessi ræða lyíti af þeim þungu fargi. i „Sögðuð þér — að þið væruð hjón?“ heyrðist aftur hvíslað eft- ir stutta þögn. j „Já, við erum það“, svaraði Margaret mjög blátt áfram, eins og barn; og Philip fann hönd I hennar á handlegg sér. Hún gat ekki gert að þessu; þetta var eins og önnur vígsluhátíð, að svara þessu hérna, enn alvarlegri en í , htlu kirkjunni í Otterwell. Hún hugsaði um það, og síðan komu óteljandi myndir fram í huga , . hennar: þau tvö að borða saman á Gare de Lyon á brúðkaupskvöld j inu; því næst ferðalagið um sveit ina, litla íbúðin í Doghty Street og Philip að mála arininn; Hamp- stead húsið þeirra og Betty úti í garðinum. Hann talaði aftur úr skuggan- um. „Þið eruð heppin — mjög heppin. Ég kvæntist aldrei. Það var — svo mikið að gera — en að lokum — varð ég mjög — ein- mana.“ Þrátt fyrir hinar tíðu þagnir voru engin andköf eða augsýnileg áreynsla í röddinni. Philip fannst eins og hann væri ekki að halda uppi samræðum; hann var of gamall til þess. Phihp langaði ekki til að hreyfa sig né tala, hann langaði aðeins til að standa þarna og stara yfir kertaljósið, hlusta og hugsa. Nú varð hreyfing á rúminu og hönd var rétt að litla borðinu. Margaret var vakin úr þessum endurminningum og gekk til hans og rétti honum glasið aftur. í þetta sinn hallaði hann sér enn meira fram en áður og er hann Litið i gluggann Ironrite strauvélarnar komnar. Verð kr. 6950.00 og 7950.00, JUL AUSTURSTP.ÆTI 14 StraMélar og þottovélor fyrirliggjandi. JJ.lL Lf. Austurstræti 14. {ivoUavélar sem sjóða. * Verff kr. 2950.00 og kr. 5350.00. KÆLISKAPAR Verð kr. 6975.00. ] Hagkvæmir ] greiðsluskilmálar. ] JUL Lf: Austurstræti 14. Sími 1687. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.