Morgunblaðið - 24.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. maí 1955 uttMftMfe Otg.: H.f. Arvakur, Heykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigW. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Á íslandi uni ég mér sem í heimalandi mínu' íí i______________ Slœm samviska rumskar ENDA þótt allir íslendingar telji það í dag eitt glæsileg- asta framfaramál íslendinga, að hagnýta aflið í fossum og fljót- um landsins til orkuframleiðslu hefur þetta ekki alltaf verið þannig. Það er margsögð saga, að árið 1929, þegar Jón Þorláksson og Jón á Reynistað fluttu fyrsta frumvarp sitt um raforkuveitur til almenningsþarfa, þá tóku Framsóknarmenn því af fullum fjandskap. Formaður Framsókn- arflokksins lýsti því þá yfir, að ef slíkar tillögur kæmust í fram- kvæmd myndi það setja „landið á hausinn". Þegar þetta gerðist, sat hrein flokksstjórn Framsóknarflokks- ins að völdum með hlutleysi Al- þýðuflokksins að bakhjarli. Tím- inn reynir s.l. sunnudag að klóra yfir þessa lánlausu afstöðu Fram- sóknarmanna til hinna viturlegu og framsýnu tillagna Sjálfstæðis- manna í raforkumálunum. Heldur blaðið því fram að Ólafur Thors hafi sýnt áhugaleysi fyrir þess- um tillögum með því að gefa ekki út minnihluta nefndarálit um það frá þingnefnd þeirri, sem frum- varpi Jóns Þorlákssonar og Jóns á Reynistað var vísað til. Af þessu er auðsætt að hin slæma samvizka Tímamanna er að byrja að rumska. Þeir hafa gert sér ljóst, að flokkur þeirra framdi óheyrileg afglöp er hann snérist gegn hinum fyrstu raf- orkutillögum Sjálfstæðismanna. Þessvegna grípa þeir nú í það hálmstrá, að minnihluti Sjálf- stæðismanna í ákveðinni þing- nefnd hefði ekki skilað áliti um það. 1 Sannleikurinn í því máli er auðvitað sá, að Sjálfstæðis- menn lögðu til, að frumvarpið yrði samþykkt. Meirihluti nefndarinnar Framsóknar- menn og stuðningsmenn þeirra snerust gegn því. Skipti það þá auðvitað engu máli, hvort minnihluti nefndarinnar gaf út nefndarálit eða ekki. Sleitulaus barátta í 25 ár Aðalatriði málsins er svo það, að bæði Ólafur Thors og aðrir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa allt frá árinu 1929 er hinar fyrstu tillögur flokksins voru fluttar um hagnýtingu vatnsafls- ins, haldið uppi sleitulausri bar- áttu fyrir raforkuframkvæmdum í landinu. Árið 1931 fluttu þing- menn Sjálfstæðisflokksins með stuðningi Alþý^uRokksins frum- varp um ríkisá’"'rgð fyrir fyrstu virkjun Sogsfossa. Framsóknar- menn snérust, hatramlega gegn því og kölluðu frumvarpið um fyrstu stórvirkjun vatnsafls hér á landi „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins". Til þess að forða þessu „samsæri" rufu Framsóknarmenn þing. Minna mátti ekki gagn gera!! Það stendur þannig óafmá- anlega skráð á spjöld sögunn- ar að í tvö fyrstu skiptin sem Sjálfstæðismenn báru fram raunhæfar tillögur í raforku- málunum snérust Framsókn- armenn gegn þeim af ein- skærri þröngsýni og iilvilja. En Sjálfstæðismenn héldu baráttunni áfram, og hinn góði málstaður sigraði. Sjálfstæðis- menn fengu komið fram löggjöf um virkjv.n Sogsfossa. i Raforkusjóður — Raforkulög ! En þegar Sjálfstæðismenn höfðu komið fram löggjöf um virkjun Sogsins héldu þeir áfram baráttu sinni á þingi fyrir áfram- haldandi framkvæmdum í raf- orkumálum þjóðarinnar í heild. Thor Thors og Pétur Ottesen fluttu árið 1937 nýtt frumvarp er i fól í sér svipaða stefnu og Jón á Reynistað og Jón Þorláksson höfðu upphaflega markað. Fram- sóknarmenn voru enn í stjórnar- aðstöðu og kæfðu málið. Árið 1942 fluttU svo Sjálfstæðismenn, þeir Ingólfur Jónsson, Sigurður Bjarnason, Jón Pálmason og Gunnar Thoroddsen frumvarp um stofnun raforkusjóðs. Fram- sóknarmenn höfðu þá hrökklast úr ríkisstjórn. Þar með var ísinn brotinn. Frumvarp Sjálfstæðis- manna var samþykkt og raforku- sjóður stofnaður. 1946 voru svo raforkulögin sett. Framsóknarmenn voru þá enn utan ríkisstjórnar, en Sjálf- jstæðismenn höfðu stjárnarfor- ystu. Raforkulögin hafa síðan verið grundvöllur allra framkvæmda í raforkumálum þjóðarinnar. Þegar þessi saga hefur verið rifjuð upp sætir það nokkurri furðu að Tíminn skuli áræða að hefja umræðu um þessi mál. Það er að vísu góðra gjalda vert að auðsætt er, að hin slæma samvizka hans, hefur rumskað lítillega. En blaðið bætir ekki úr skák fyrir flokki sínum með því að freista þess að snúa við stað- reyndum er alþjóð eru kunnar. Framsóknarflokkurinn drap til- lögur Jóns Þorlákssonar um hag- nýtingu vatnsaflsins til raforku- framleiðslu í almenningsþágu. Framsóknarflokkurinn rauf Al- þingi árið 1931 til þess að hindra fyrstu virkjun Sogsins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði hinsvegar forgöngu um stofnun raforkusjóðs og setningu raforku laganna. Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfðu forystu um hverja virkjun Sogsins á fætur annarri. Á því framtaki þeirra byggist nú rekstur hinnar nýju áburðarverksmiðju og upphaf stóriðnaðar á íslandi. I ' - Gleðiefni Sjálfstæðismönnum er það hið mesta gleðiefni, að það skyldi takast eftir kosningarnar 1953 að fá Framsóknarflokkurinn til samstarfs um ný stórátök í raf- 1 orkumálunum. En meginástæða þess var hinn mikli kosningasigur Sjálfstæðisflokksins. Fram- j sóknarmenn þorðu nú ekki lengur að taka sömu afstöðu til raforkumálanna og 1929 og 1931. Það er einlæg von Sjálfstæðis- manna, að um rafvæðingu lands- ins geti haldist góð samvinna. ! Þeir munu ekki láta það hafa nein áhrif á sig þótt Tíminn troði I að fyrrabragði stöðugar illsakir við Sjálfstæðisflokkinn um þessi þýðingarmiklu mál. „JÁ, reyndar hefi ég átt nýlega ' tvö frekar en eitt afmæli, hið fyrra 29. apríl, er 17 ár voru liðin síðan ég kom fyrst til ís- lands og svo sextugsafmælið fyrri sunnudag“. Þetta eru orð franska sendiherrans hér í Reykjavík, Monsieur Henri Voillery, en Mbl. átti við hann stutt samtals nú á dögunum niðri á sendiherraskrifstofu hans í Vonarstræti, í tilefni þessa merk- isafmælis hans. Það er annars ekki venja, að dagblöðin geti yfirleitt um slíkt, þegar sendiherrar erlendra ríkja eiga í hlut, enda var M. Voillery nokkuð tregur til í fyrstu. En með hann gegnir alveg sérstöku máli. Hin óvenjulega langa vera hans hér, sem sendiherra, hefur tengt hann nánari böndum við ísland og íslendinga, en almennt geríst um aðra starfsbræður hans, sem dvelja hér einungis 2—3 ár, enda lét hann sjálfur svo um mælt, að sér fyndist ísland vera orðið sit tannað föðurland. Hann les og skilur íslenzku dável og hefur hann eignazt hér margt góðra vina, sem jafn- an eiga að mæta einlægri hlýju og gestrisni á hinu vistlega heimili hans og fjölskyldu hans hér í bænum. Samfal við franska sendiherrann M. Henri Voiiiery í filefni af sexfugsah Monsieur Henri Voíllery við skrifborð sitt í franska sendiráðinu. — (Ljósm. Ól. K. M.) — Ég man greinilega eftir deg- inum, sem ég kom til íslands uu andi áhripar: Um „Lykil að leyndar- máli“ VELVAKANDI góður! Ég minnist þess ekki, að hafa átt öllu skemmtilegri stund í leikhúsi heldur en hér eitt kvöldið, er við hjónin brugðum okkur í Austurbæjarbíó til að sjá leikritið „Lykill að leyndarmáli", sem nokkrir ungir leikarar und- ir stjórn hins góðkunna leikstjóra, Gunnars R. Hansens sýnir þar um þessar mundir. Aðsókn mun hafa verið gríðarmikil að sýn- ingum þeim, sem af eru og undr- ar mig það síður en svo. Þarna er um að ræða nokkuð alveg nýtt á íslenzku leiksviði. Vel byggt upp. EG skal ekki segja að þetta leik- rit sé í sjálfu sér fremra öðru sem við höfum átt hér völ á, að því er snertir bókmenntalegt og listrænt gildi — og þó vildi ég telja höfundi þess það til hróss og ágætis, hve snilldarlega hann hefir byggt upp þetta leikrit sitt, hve vel hann hefir hugsað og komið fyrir hinum einstöku atrið- um í viðburðarás leiksins, hve vel honum tekst að láta óvissu hans og tvísýnu orka þannig á áhorfandann, að áhugi hans er frá því fyrsta til hins síðasta spennt- ur til hins ítrasta. — Og meistara- er í senn óvenjulega sterkt og þó laust við að vera yfirdrifið. Ágæt frammistaða leikenda. SUMUM finnst ef til vill ástæða til að líta þetta leikrit hálf- gerðu hornauga. Það heyrir til hinna svokölluðu ,,thriller“-bók- mennta, sem við viljum réttilega gjalda varhug við. En hvað um allar glæpamyndirnar, sem kvik- myndahúsin sýna og glæparitin sem unglingar og hver sem er eiga greiðan aðgang að. Ég ætla ekki að líkja saman, hvað ég tel leikrit, eins og „Lykill að leynd- armáli“ margfalt meinlausara. Það er fyrst og fremst spennandi og leyndardómsfullt — svipaðast snjallri leynilögreglusögu en ekki til þess ætlað að vekja hrylling og viðbjóð. — Þar að auki gera leikendur flestir hlutverkum sín- um prýðileg s,kil. — Ég þakka þeim kærlega fyrir skemmtun- ina. — Páll.“ legur er endirinn, er öll flækjan gerðist svo að segja í einu vet- fangi í síðasta leikatriðinu, sem K Um Islenzkar getraunir. SKRIFAR: Kæri Velvakandi! Þegar íslenzkar getraunir byrj uðu starfsemi sína voru þeir áreið anlega maigir, sem glöddust yfir því, að þarna væri öruggur tekju stofn íþróttunum til handa. En viðskiptin hafa verið held- ur lítil. Bæði ég og konan mín höfum spilað frá byrjun, en nú erum við alveg að gefast upp. Við höfum spilað töluvert í dönsku getraununum og þar get- ur maður verið alveg viss um, að úrslitin verða lesin upp í há- degisútvarpinu á sunnudögum, sömuleiðis að þau koma í dag- blöðunum næsta dag. Hér er þetta allt í óvissu, hvenær úrslitin eru birt og því kann fólk mjög illa. Það er heldur ekki nóg að birta númerin á þeim seðlum, sem unn- ið hafa, heldur vill maður sjá úrslitin í heild. Ef þetta yrði fært í betra horf, er ég viss um, að viðskiptin myndu aukast. Með þökk fyrir birtinguna. — K.“ C— MerKlð klæUr UndiS. fyrir 17 árum — segir sendiherr- ann. — Það var kl. 10 á laugar- dagsmorgni í apríl í fögru veðri, sem mér þótti boða gott um dvölina htr. — Ég kom frá Kaupmannahöfn með gamla Gullfossi. Þar kynntist ég fyrsta íslendingnum á lífsleiðinni, sem ég átti eftir að tengja við var- anlega vináttu. Það var séra Sig- urgeir Sigurðsson, síðar biskup, en hann var prestur á ísafirði, er þetta var. Hann var einn hinna beztu vina minna hér á íslandi. — Er ég kom, lá hér á höfninni franska fiskieftirlitsskipið „L’ Ailette“, sem þá var hér reglu- legur gestur á hveru ári. Gamla Ailette, er nú liðin undir lok, en búið er að yngja hana upp, eitthvað .íkt og gamia Gullfoss, og nafna hennar var hér á ferð síðast í fyrra. Þetta var skemmti- leg tilviljun fyrir mig að hitta þarna fyrir svo marga landa, skipshöfnina á ,,L’Ailette“, sem tók mér með kostum og kynj- um og gerði fyrstu dagana á íslandi sérstaklega ánægjulega og eftirminnilega og þá ekki síð- ur hitt að þarna gafst mér strax tækifæri til að kynnast mörgum íslendingum — í ýmsum opin- berum mótiökum. Ætlunin var að ég dveldi hér tvö ár — 1 mesta lagi þrjú! En hvernig stendur á því, að dvölin hefur orðið svo löng, sem raun ber vitni? — — Já, það er nú pað — það eru í rauninni ýmsir, sem bera ábyrgðina Fyrst var það nú heimsstyrjöldin, sem skall á, áður en tími mion hér væri fullnaður, svo að þegar lengdist í dvölinni af þeim sökum. Svo er það ís- lenza ríkisstjórnin, ég sjálfur — og íslendingar í heild. íslenzka ríkisstjórnin hefur tvívegis óskað eftir því, ; ð ég yrð hér kyrr, er t^ stóð, að ég skipti um: í fyrra skiptið árið 1944, er íslenzka rík- isstjórnin hefði viðurkennt bráða birgða stjórn franska lýðveldis- ins og í síðara skiptið, árið 1946, er ákveðið var, að íslendingar og Frakkar skildu skiptast á sendi- herrum í Reykjavík og París. — Mér persónulega var Ijúft að verða við þessari ósk íslenzku ríkisstjórnárinnar, er hún hafði hlotið samþykki hinna frönsku yfirvalda. Ég var þegar orðinn hér rótgróinn og undi mér vel á meðal íslendinga, sem hafa frá því fyrsta verið mér sérstaklega góðir og vinsamlegir — svo að sökin er að vissu leyti hjá þeim líka. — Úr þessu býst ég ekki við, að það taki því, að ég fari að skipta Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.