Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 2
« MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 25. maí 1955 Valur—Víkingur 5:0 LEIKUR þessi bauð áhorfend- um ekki upp á mikla skemmtun. t>verspil, þóf og ónákvæmni í sendingum voru heildareinkenni leiksins. Þó skal það sagt Vals- mönnum til nokkurs hróss, að stöku sinnum byggðu þeir upp áferðarfallegan samleik, en er komið var í námunda eða inn iyrir vítateig Víkinga tók heldur aií^kárna gamanið, þvi er þar vfc komið var allt í handaskol- u* ónákvæmar sendingar, og órpptvæm skot þrátt fyrir fjölda tagkifsera. Leikurinn var orðinn 15 mínútna gamall, er Gunnar GTIhnarsson, sem lék hægri út- Þerja í þessum leik, tókst að ekora fyrsta mark Vals eftir góða sendingu frá Sidon. Fimm mín- útum síðar skorar Gunnar svo annað mark Vals í leiknum. Lriðja markið skorar svo Hörður Feiixson á 38 mínútu með góðu skoti. Þannig lauk hálfleiknum, að Valur hafði skorað 3 mörk gegn engu og fannst manni Vík- ingar bara hafa sloppið vel. í síðari hálfleik voru Víkingar mun virkari en í þeim fyrri og tvívegis voru þeir beinlínis ó- heppnir að skora ekki. Bæði þessi tækifæri fékk Gissur á 5. mín- útu og 25. mínútu, en í bæði skiptin var spyrnt framhjá. Á 30. mfhútu fékk Magnús Snæbjörns- son eitt ‘af þessum gullvægu tæki íærum við markteig. Hann fékk á^áeta sendingu innfyrir og virt- ist ekki annað þurfa að leggja til tnálanna, en stýra knettinum laust í markið, en Magnús valdi þann kostinn að sparka fast eins og svo margir aðrir af framherj- um okkar gera jafnan í slíkum færum og auðvitað tókst knött- urinn hátt á loft af um 7—8 metra færi og fór langt yfir þverslá. Þá heyrðist einhver tauta í stúkunni: („Svona færi eiga engir skilið nema Skaga- xnenn"). Á 38. mínútu skorar svo Itorður Felixson fjórða mark Vals eftir góðan forleik hjá Gunn arf Gunnarssyni. Á síðustu mín- útu leiksins fá Víkingar á sig vítaspyrnu og skoraði Hörður Eelixson úr henni fimmta og síð- asta mark leiksins. I Valsliðinu bar mest á Gunn- ari Gunnarssvni, Herði Felixsyni og framvörðunum, sem báru hita og þunga leiksins af Vals hálfu. í Víkingsliðinu voru það þeir Jens, Björn og Garðar, sem reyndu að bind'a saman hina ólíku krafa. Þeim tókst að vísu aldrei að skora, en þeir börðust til leiksloka. 484 greiddu aðgangseyri að "þessum leik. Hans. Fram—Þróttur 2:0 VART er hægt að hugsa sér betra keppnisveður en var síðastliðinn sunnudag er þessi lið mættust. I>ó var leikurinn í heild fremur bragðdaufur og tilþrifalítill. — Bæði liðin sýndu þó á köflum virðingarverða viðleitni til þess að fá í gang stuttan samleik, en ónákvæmnin í sendingum og hugsunarleysið komu beinlínis í veg fyrir, að liðunum tækist að sýna áferðarfallega knattspyrnu. Framararnir voru greinilega sterkara liðið og það sem já- kvætt sást sýndu þeir og réðu þeir lögum og lofum í fyrri hálf- leik. Fyrsta markið skoraði Skúli Nielsen með góðu skoti af um 15 metra færi, er um 20 mínút- ur voru af leik. Annað markið skoraði svo Karl Bergmann er um 3 mín. voru af leik. í síðari hálfleik voru Þróttar- ar ágengari en áður við Fram- markið og var þar aðallega að viírki Hörður Guðmundsson, er að gefa sér tíma til að hugleiða hafði stöðuskipti á vellinum og lék miðframherja í síðari hálf- leik. Er skammt var liðið á síð- ari hláfleikinn var Þrótti dæmd vítaspyrna á Fram. William framkvæmdi og spyrnti miðlungi föstum knetti að öðru horni Frammarksins, en hinn ungi og snöggi markvörður Framara, Karl Hirzt, varði skotið glæsilega. Að vísu hélt hann ekki knett- inum, missti hann örlítið frá sér, en náði til hans á ný og tókst að bægja hættunni frá. Mjög glæsilega gert af ungum nýliða. Um miðjan hálfleikinn fékk Hörður glæst tækifæri til að skora, er hann var kominn frír inn að markteig og virtist ekk- er þurfa að hafa fyrir því að skora annað, en ýta knettinum í rétta stefnu að markinu. En svo mikill kraftur var lagður í skotið að vafasamt er að netið hefði fengið að sitja kyrrt á markstöngunum, ef knötturinn hefði farið rétta boðleið. Hann smaug sem sagt rétt yfir þver- slá af 7 metra færi. Það er hryggðarmynd, að sjá svona far- ið með gullin tækifæri, en þetta skeður svo að segja í hverjum leik. Það er ekki kraftur skots- ins, sem hefir úrslitaáhrifin í svona og álíka marktækifærum, heldur nákvæmnin við smiðs- höggið og þetta ættu leikmenn og fara eftir því, þá er þeir fá slík opin tækifæri í leik. LIÐIN Vörnin ásamt framvörðunum er sterkasti hluti Framliðsins, en framlínan er nokkuð laus í rás- inni ennþá. Beztu menn Fram- liðsins voru framverðirnir, Reyn- ir, Haukur, Hilmar og Karl í markinu stóð sig af mestu prýði og er ánægjuiegt að sjá, hve út- spörk hans frá marki eru orðin góð. Lið Þróttar var fremur sund- urlaust, en baráttuviljan vantaði i Frá fyrstu garðyrkjusýningunni hér á landi 1919. Fyrsta garðyrkjukonaza ©@ iyrsta FYRSTA sérmenntaða íslenzka garðyrkjukonan mun vera frú Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðra móti (kona Sveinbjarnar Jóns- sonar byggingameistara, fædd 14. janúar 1887). Guðrún lærði garð- yrkju í Osló og Reistad við Drammen 1913—1914 og tók garð yrkjupróf þaðan. Var síðan á námskeiði í landbúnaðarháskól- anum í Ási fyrstu 3 mánuði árs- ins 1915. — Guðrún hóf störf í Gróðrarstöðinni á Akureyri árið 1915 og stýrði þar garðyrkjunni til hausins 1923, og hélt einnig árlega garðyrkjunámskeið. Birt- ust skýrslur hennar um garð- yrkjustörf og garðyrkjutilraunir í Gróðrarstöðinni í Ársriti Rækt- ekki. Þeir voru stöðugt ágengir j og gáfust aldrei upp. Hörður, William og Tryggvi voru þeir, sem mest reyndu að byggja upp og ekki hefði mér þótt ósann- gjarnt, þó úrslit leiksins hefðu orðið 2—1. 150 manns greiddu aðgangseyri að vellinum þennan góðviðrisdag, en um 300 manns munu hafa séð leikinn. | Eftir sjö leiki Reykjavíkur- mótsins er staðan þannig: Valur KR Fram Víkingur Þróttur L U J T Mörk st. 3 2 10 10:2 5 2 2:6 0 3 0:7 0 Hans. 'Duilcarga i PRÓFESSOR Eéamus O’Duile- arga flytur tvo fyrirlestra við Háskóla íslands um írskar þjóð- sögur, sagnamenn og þjóðsagna- söfnun. Fyrirlestrarnir verða haldnir í I. kennslustofu háskól- ans miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí kl. 8,30 e.h. Þeir verða fluttir á ensku. Öllum er heimill aðgangur. í forneskju og allt fram á 17. öld var sérstakur flokkur manna á írlandi, sem fór með sögur og kvæði og var í hávegum hafður. Sagnalist var þá í miklum blóma. Á ófrelsistímum íra fór öllu þessu aftur, en á 20.. öldinni var þó enn mikið af mönnum, sem fóru með þjóðsögur og ævintýri af mikilli list. í fyrra fyrirlestrinum talar prófessor Duilearga um frásagn- arlistina og áhrif áheyranda á hana og um vettvang (stað og stund) sagnanna. Guörún Þ. Björnsdóttir fyrsta garðyrkjukonan. unarfélags Norðurlands þessi ár. Fjalla skýrslur Guðrúnar um trjárækt, matjurtarækt og blóma- rækt og eru hinar fróðlegustu. Guðrún á vafalaust mikinn þátt í því, hve garðyrkja og trjárækt við hús og bæi dafnaði ört nyrðra, enda var hún á þessum tíma nefnd „Blóma-Gunna“. Árið 1919 fór hún utan til framhaldsnáms í matreiðslu grænmetis og garðyrkjufræði; dvaldist þá við danska Landbún- aðarhéskólann o. fl. stofnanir og naut stvrks frá Búnaðarfélagi ís- lands. Guðrún stóð íyrir blóma- og grænmetissýningu á Akureyri árið 1919 og mun það vera fyrsía garðyrkjusýning á íslandi, að því ég bezt veit. Birtist þá í Akur- eyrarblöðunum áskorun til fólks ( um að senda blóm á sýninguna. : Skrifa 10 konur og 3 karlmenn j undir ávarpið. (Alma Thoraren- sen, Elísabet Friðriksdóttir, Guð- rún Ragúeis, Guðrún Þ. Björns- : dóttir, Halldóra Bjarnr.dóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Kristín | Matthiasson, María Frímanns- dóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir, Vilhelmina Sigurðardóttir, Einar J. Reynis, Haraldur Björnsson og ; Sigtryggur Sæmundsson). Sýningin var haldin í tveimur kennsluctcn um Gagnfræðaskólans (Menntaskólans) á Akureyri 31. ágúst 1919, kl. 2—8 síðdegis. — Kostaði aðgangur 25 aura og rann ágóðinn í sjóð Lystigarðs- ins. Mest var sýnt af blómum og voru settir skráutritaðir nafn- miðar hjá sérhverri tegund. — Gróðrarstöðin íagði til mest á sýninguna, en allmörg blóm voru samt frá konum bæjarins, eink- garByrkiissýnIiigÍEa ur (konu Stefáns skólameistara), en hún hafði jafnan margt fag- urra blóma í stofum sínum í Gagnfræðaskólanum. — Sýningin var einkum haldin til að vekja áhuga á blómarækt úti og inni og var vel sótt. Sumarið 1922 var haldin úti- sýning á blómum í Lystigarðin- um á Akureyri. Voru þar sýnd blóm úr Lystigarðinum og garði frú Schiöth, en mest munu stúlk- hafa ur Gróðrarstöðvarinnar komið með á sýninguna. (Fyrsta garðyrkjusýning sunn- anlands mun hafa verið sýningin að Görðum á Álftanesi haustið 1921, að ég hygg). Frú Guðrún Björnsdóttir á 40 ára starfsafmæli á þessu vori. Hún á miklar þakkir skilið fyrig prýðileg störf í þágu íslenzkrar garðyrkju. Ingólfur Davíðsson. Skólavist íNoregi á veguen félagsins Ísland-Noregur FÉLAGINU hefir verið falið, í samráði við félagið Norsk-Island Samband í Ósló að velja 2—3 unga menn til ókeypis skólavistar í Noregi. Einn piltur getur fengið skóla- vist í Búnaðarskólanum á Voss næsta haust. Námstíminn er 2 vetur. Umsóknir með afritum af vott- orðum um nám og undirbúning og meðinæli sendist formanni fé- lagsins, Árna G. Eylands, Reykja- vík. Einn eða tveir piltar geta feng- ið skólavist í Statens Fiskarfag- skole Aukre við Molde. Skóli þessi starfar í þremur deildum: a. „Fiskeskipperlinje“, 10 mán- aða nám. b. „Motorlinje", 5 mánaða nám. c. „Kokkelinje", 5 mánaða nám. Því miður m^in nám í a- og b- deild skóians ekki veita nein sér- stök réttindi til starfa hér á landi hliðstætt því sem er í Noregi, en matieiðslunámið mun veita starfs aostööu eins og hliðstætt nám hér á landi. Þeir, sem vilja sinna þessu geta sent umsóknir sínar beint til skólans, en æskilegt er að þeir, geri formanni félagsins ísland- Noregur, Árna G. Eylands, við- vart um leið og þeir sækja um skólavist þessa, helzt með því að senda honum afrit af umsókn og upplýsingum, sem þeir kunna að senda skólanum. . Utanáskrift skólans er: Statens Fiskarfagskole, Aukre pr. Molde, Noregi. RT ífarhrir.gurinn í hinzta sinn Leikritið Krítarhringurinn eftir Kleblund verður sýnt í síðasta skipti í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Á mynd þessari sjást þrír aðal« Ieikararnir í hlutverkum sínum, Arndís Björnsdóttir, Ævar Kvar« um- frú Steinunni Frímannsdótt-an og Margrét Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.