Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 12
M MORGUNBLABIB Miðvikudagur 25. maí 1955 • Mjög góðsir a!!i fyrir Norðurlandi Framh. af bla. 1 brögð hafa verið góð, en bátarn- ir frá fyrmefndum verstöðvum Og raunar fleiri, róa nokkuð á svipuð mið. Ströndungar urðu íyrir nokkuð miklu veiðarfæra- tjóni í þvögunni við GjÖgra. Á Árskógsströnd er ekkert frysti- hús, en aflinn er að langmestu leyti saltaður og lítilsháttar hertur. ÓLAFSFJÖRÐUR Frá Ólalsfirði byrjuðu róðrar i febrúar, en þaðan róa nú um 12 trillur. Þilfarsbátar hafa verið á línuveiðum fyrir sunnan, en eru nú nýkomnir heim og eru að búast á togveiðar. Aflinn hef- ur verið hertur, frystur og salt- aður nokkuð jöfnum höndum. •— Atvinnulíf hefur verið með betra móti í vor í Ólafsfirði. Segja má, að langt sé síðan svo gott vor hefur komið hér við Eyjafjörð, hvað öll afiabrögð snertir og at- vinnulíf hefir ekki venð jafn gott á sama tíma. •—Vignir. Landmællngar hafnar Framh, af bls. 9 þurfa þykir. Slíkar mælingar, sagði Ágúst, eru mjög mikið verk. Mælingamennirnir eru mjög færir og vel búnir að hvers- konar mæiitækjum. HLJÓÐ OG LJÓS í sambandi við mælingarnar Verða t. d. notaðar flugvélar, sem senda frá sér hljóðbylgjur til tveggja mælingastaða samtímis. Notuð eru og tæki, sem senda frá sér ljósgeisla langar leiðir, sem svo kemur til baka og mæl- ir þá fjarlægðina milli þeirra staða, sem mæla á. VORKULDARNIR TEFJA Vorkuldarnir hafa nokkuð taf- ið mælingamennina, því vegna snjóalaga á hálendinu hafa þeir ekki getað framkvæmt neinar mælingar þar. Þeir eru nú all- fjölmennir við Stóra Kropp í Borgarfirði við mælingar. — Hver staður, sem mælt verður frá, er merktur með þar til gerðu koparloki, sem fest verður í klöpp eða vörðu á mælingar- staðnum. Chantelou kvaðst vona að mælingamennirnir gætu kom- izt inn á hálendið til mælinga þegar kemur fram í júnímánuð. Lögð verður áherzla á að ljúka ínælingunum í sumar. Aðspurð- ur kvaðst hann ekki gera ráð fyrir, að ísland myndi færast mikið úr stað við mælingar þessar, en það gæti munað nokkr- um tugum metra. ★ I. F. Chantelou hefur starfað lengi við dönsku landmælinga- Stofnunina og hefur t. d. starfað mikið að mælingum í Grænlandi, þar sem hann hefur starfað níu sumur. - Úr daglega lífinu Framh. af bls. 8 tíð. — Brá höfundurinn þar upp Ijóslifandi mynd af hinu mikla athafnalífi í Eyjum, sem allir verkfærir menn taka virkan þátt í þegar mest er um að vera. — Þá var og mjög fróðlegt erindi Baldurs Johnsens, héraðslæknis um heilbrigðismál í Vestmanna- eyjum, einkum frásögn hans um baráttuna gegn ginklofanum, sem lauk með fullum sigri vísind- anna og hafði þýðingu langt út fyrir landsteinana. Hinsvegar nutu sín ekki sem bezt hin snjöllu kvæði Halldórs heitins Gunnlaugssonar læknis, vegna þess hversu hratt og ó- greinilega var með þau farið. BEZT AÐ AVGL'ÍSA 1 MORGVNBLAÐINV Brezkur skipstjóri dæmdur í Hæstarétti í GÆR gekk dómur 1 máli skip- stjórans á brezka togaranum Lincoln City. Strandgæzlumenn í flugvél, komu að togaranum þar sem hann var að veiðum innan við fiskveiðitakmörkin við Önd- verðanes. í undirrétti var skip- stjórinn dæmdur í 74000 kr. sekt. og staðfesti Hæstiréttur dóminn. Þegar flugvélin, sem flutti strandgæzlumennina flaug yfir togarann, var hann að veiðum 2 sjóm. fyrir innan fiskveiðitak- mörkin. Voru lögð fram óyggjandi gögn um það, svo sem ljósmyndir, sem teknar voru úr lofti, er sýndu togarann að veiðum. Úr flugvélinn var björgunar- og gæzluskipið Sæbjörg kvatt á vettvang og stöðvaði Sæbjörg togarann klukkustund síðar fyrir utan fiskveiðitakmörkin og fór með hann til Reykjavíkur. Við rannsókn í máli skipstjór- ans fyrir undirrétti þótti sannað að hann hefði verið að veiðum fyrir innan fiskveiðitakmörkin. Var hann sem fyrr segir dæmdur í 74000 kr. sekt og afli skipsins og veiðarfæri gerð upptæk og þessi dómsúrslit staðfesti Hæstiréttur með dómi sínum í gær. Athyglisvert er það, að með dómi þessum fæst á því viður- kenning frá Hæstarétti, að hægt er að taka skip í landhelgi „úr flugvél“, þó að varðskip komi síðar að skipinu og þá fyrir utan bannsvæðið. En í slíku samstarfi í strandgæzlunni í lofti og á sjó hlýtur mjög að byggjast gæzlan meðfram ströndum landsins. Skrifstofuherbergí á bezta stað í miðbænum er til leigu. — Tilboð merkt: „Austurstræti — 766“, sendist afgr. blaðsins fyrir n. k. laugardag. KEFLVÍKINGAR Verkamenn vantar við hafnargerðina í Keflavík. — Löng vinna. — Vinsamlegast talið strax við hafnar- stjórann. Mercury ’52 Tilboð óskast í bifreiðina. — Verður til sýnis í dag. BÍLASALINN Vitastíg 10 — Sími 80059 ÞÝZKI SAMKÓRINN SINGGEMEINSCHAFT DES STÁDTIDSCHEN GYMNASIUMS BERGISCH GLADBACH Kirkjuhljómleikar í Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. maí kl. 8,30 e.h. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT RÍKISÚTVARPSINS aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. — Siðustu hljómleikar kórsins í Reykjavík. 8 ára drenqur féll niður um þakglugga í GÆRKVÖLDI voru nokkrir drengir að leik uppi á þakinu á húsinu Barónsstíg 11, sem er lág- reist hús, gömul smiðja. Þá vildi það slys til að einn drengurinn, Jón K. Jónsson, 8 ára, datt niður um þakglugga og féll allhátt fall niður á gólfið í smiðjunni. Mun hann hafa komið niður á höfuðið óg meiðst illa. Var litli drengur- inn fluttur á Hvítabandið. KHÖFN 22. maí. •— Stærsta flotaæfing Svía, sem fram hefur farið á Eystrasalti, hefur verið ákveðin 6. ágúst í sumar, úti fyrir Gotlandi. Yfir 30 sænsk skip taka þátt í flotiæfingunni. Þdrscafé DANSLEIKUR að Þórscafé í kvöld klukkan i. Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðar frá kl. 7—8. Maí 1955 í dag • Aage Lorange leikur í síðdegiskaffinu kl. 3,30 —4,30 og við kvöld- verðinn. • Matur kl. 12—2 • Síðdegiskaffi kl. 3—5 • Kvöldverður kl. 7—9 Lokað frá kl. 9 Tónlistarskdlinn Nemendutónleikur verða haldnir í kvöld (miðvikudag) klukkan 7 síðd. í Austurbæjarbíói. Fjórir fullnaðarprófsnemendur auk yngri nemenda koma fram á tónleikunum. Aðgöngumiðar seldir í Bókav. Sigf. Eymundssonar, Lárusi Blöndal og við innganginn. Röskur og áhugasamur unglingur óskast til innheimtustarfa frá næstu mánaðamótum. P. STEFÁNSSON H. F. Hverfisgötu 103 Atvinna Nokkrar laghentar sútlkur geta fengið atvinnu nú þegar. — Uppl. í verksmiðjunni í dag kl. 11—12 og 4—5, ekki í síma. Mataefna- og prjónlesvcrksmiiljan Bræðraborgarstíg 7 MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Þegar skriðan fellur yfirlskjól undir hamraveggnum ogj 2) Freydísi, reynir hún að fara íjþrýstir sér inn að honum. I Markús sjáðu. i 3) — Nú er Freydís í mikilli lífshættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.