Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIB Miðvikudagur 25. mií 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY Pramhaldssagan 44 en það er enginn tími. Og það ýreytir — mig — að tala“. t „Ég er viss um að það gerir það“, sagði Margaret. „Gefið yð- dr ekki ómak okkar vegna. Við ót um að trufla yður“. Hann rétti hendina svolítið Upp, eins og hann skipaði henni þlíðlega að þegja. „Hræðileg ó- fcefa", hvíslaði hann, „kom yfir þetta hús. Fyrst dauðsföll — fnjög snemma — tvö dauðsföll — Ungur drengur — því næst stúlka, Saehel. Því næst — mörgum ár- Úm síðar — var eins og eitthvað íélli saman í húsinu — lífið Slokknaði hérna — og í þess stað ícom brjálæði“. Hann þagnaði og aftur varð þögn. Philip fannst það vera ein- kennilegt að standa þarna í þessu skuggalega herbergi og hlusta á þessa einkennilegu rödd, jafnvel enn einkennilegra heldur en berj- ast við Morgan fyrir utan, eða hlusta á öskrin í ungfrú Femm eða virða herra Femm fyrir sér; hann gat ekki gert að því, hann hafði það á tilfinningunni, að það Væri eins og nú mundi kveikna Ijós í húsinu og það mundi vera svipað eins og hann kæmi úr jarðgöngum út í dagsljósið. „Þetta brjálæði — snerti mig ekki“, byrjaði hann aftur. „Að minnsta kosti — held ég — að það hafi ekki — gert það — þótt ég gerði ýmislegt brjálað—fyrir mörgum, mörgum árum — áður en þið fæddust, — ég veit það ekki. Það snerti alla hina — á mismunandi hátt —- og mismun- andi stigum — en það var eins og það útilokaði þau — þau hættu að lifa — það var eins og þau dæju hálfpartinn, — en lifnuðu síðan við aftur — en þá hafði eitthvað dáið í þeim. Þið hafið kcS Horaee — bróður minn — hann er enn gáfaður, jafnvel slægur — en galtómur — eins og skel — eitthvað er horfið — fyrir fullt og allt. Og þá er Rebecca — aumingja konan — það getur verið að hún hafi angrað ykkur — svona heyrnardauf — og úti- lokuð — saknar alls — og nú hefur hún guð — guð er bak við liana — guð, sem er heyrnarsljór ■— hefnigjarn — hálfvitlaus eins og hún. Látið hana ekki hafa áhrif á ykkur — en vorkennið henni — þið eruð ung — reitið hana ekki til reiði — á þessari einu nóttu. En þið hafið ef til vill ekki meira af henni að segja >— er hún sofandi? Er orðið — mjög áliðið? Ég hef það á til- finningunni — að við ættum öll að vera sofandi“. „Já, það er mjög áliðið“, sagði Margaret. „Viljið þér ekki reyna að sofna núna?“ „Ekki enn“, heyrðist röddin segja aftur, sem svar við spum- ingunni. „Það verður — bráðum nægur tími — til að sofna. Ég á enn eftir að segja ykkur — það getur verið hætta". „Hætta!“ hrópaði hún og leit snöggt á Philip. Var hann að hugsa um Morgan? Hugsaði hann nokkuð? Ef til vill var hann vit- skertur, miklu verri en nokkurt hinna. Philip ræskti sig, nú fann hann, að hann gat spurt og fengið svar. „Hættaí Eigið þér við frá Morg- an?“ „Nei, ekki beint. Við höfum liann hérna —• vegna bróður míns — Saul“. „Saul?“ Eitthvað var að brjót- ast um í huga hans, þegar hann Jirópaði nafnið upp yfir sig. Dyrn- %rr: —-■■■■■■ ' ■ „Nú, — þau hafa ekki sagt neitt — um Saul?“ Það hljómaði eins og óttablandin varfærni. „Nei, nei, hvað um hann?“ sagði Margaret óttaslegin. Hvers vegna flýtti hann sér ekki, flýtti sér! „Það var á hann — sem þyngsta höggið féll. Brjálæðislegt vitfirring. Stundum — er hann hættulegur vitfirringur. Þá vill hann — eyðileggja — þurrka allt út — til þess að lífið geti byrjað að nýju. Það var — einhver göfug mennska í Saul — en nú er sál * hans — í myrkri. Ekki alltaf — 1 en brjálæðið kemur yfir hann og ! eyðileggur hann — skemmdar- varginn". „Hvar er hann?“ spurði Mar- garet óttaslegin. Spurningunni I var beint að rúminu, en hún horfði á Philip, sem kinnkaði nú kolli og gretti sig eins og hann gerði alltaf þegar hann hélt að hann vissi eitthvað mikilvægt. | „Ég veit, hvar hann er“, sagði Philip. „Ég hef heyrt til hans og séð herbergið hans, að minnsta kosti dyrnar að því. Hann er uppi, er það ekki, bak við læstu hurð- irnar?“ „Jú, — hann er þar“, svaraði Sir Roderick. „Hann hefur verið lokaður inni — í nokkra daga — hann hefur verið mjög ofsafeng- inn, — er mér sagt. Aðeins Morg- an — getur ráðið við hann —- þegar hann fær þessi köst. Hann reynir ekki — að særa Morgan — jafnvel í verstu köstunum. Og Morgan — er hálfgerður villi- maður — mjög hjátrúarfullur — er mjög hændur að honum. Ann- ars hefðum við ekki getað haft Saul hérna“. Það var augljóst að þessi ræða reyndi mikið á hann og þagnirnar urðu enn lengri milli þess sem hgnn hvíslaði. Það virtist vera fremur máttleysi en þrautir, sem þjökuðu hann mest. „Ef hann slyppi út, gætum við þá læst okkur einhvers staðar inni?“ hvíslaði Margaret. Henni var kalt og það var eins og hún væri öll sljó. „Þið gætuð það“, var svarað blíðlega. „En ef hann — rataði niður — þar sem eldur er á arni — eða ljós væri einhvers staðar eða jafnvel eldspýtur — held ég, að hann gæti kveikt í húsinu. Hann hefur reynt áður — að fórna — og hreinsa með eldi — kallaði hann. Uppi í herberginu hans — er ekkert — enginn eld- ur — né eldspýtur — þess vegna fengum við rafmagnsljós". Margaret beit á vörina. Hana langaði til að grípa í Philip og hlaupa burtu eitthvað út í rign- inguna og myrkrið, og í gegnum flóðin, ef nauðsyn krefði. „En járnslárnar eru sterkar? Þær munu ekki láta undan!“ hrópaði Philip. „Þær eru það — en þetta var það, sem ég vildi segja við ykk- ur. Ef Morgan — er svona slæm- ur — ef hann er ekki sofandi — eða er búinn að fá meðvitund — held ég, að hann gæti — opnað dyrnar. Þið verðið að hafa auga með honum“. „Philip!“ hrópaði Margaret upp yfir sig og hann fann, að hönd hennar fálamði við jakk- ann hans. Hvers vegna hafði hann ekki hugsað um þetta áður? Hann varð að vita, hvort Morgan væri enn frammi, þótt ekki virt- ist vera langur tími fyrir hann til að jafna sig — og því næst varð hann að finna hitt fólkið og ákveða hvað gera skyldi. — „Bíddu hérna“, sagði hann við Margareti. „Ég ætla að fara og líta á hann“. Hann þaut fram á ganginn, en hún stóð í dyrunum á meðan. Hann hafði ekki gengið nema nokkur skerf, þegar hann sá í blaktandi kertaljósinu, að Morg- an var þar ekki. „Morgan!“ hróp- aði hann án þess að hugsa. Áður en hann komst þangað, sem Morg an hafði legið og lampinn hafði brotnað, opnaðist hurð á vinstri hönd og út gægðist náfölt andlit. Það var herra Femm. „Hann er rétt farinn“, hvíslaði herra Femm óðamála. „Farinn upp. Ég heyrði hann fara. Hann er farinn til að hleypa Saul út, ég veit það. Og Saul er brjálað- ur, brjálaður. Farið í burtu. Bíðið VILLIIiflAÐURIMM 12. Kóngurinn kom nú að máli við dóttur sína og sagði: „Eg ætla að boða til stórhátíðar, sem standa skal í þrjá daga. Skalt þú þá kasta gulleplum til gestanna, því að hugsast gæti að ókunna riddarann bæri hér að garði.“ Þegar þetta fréttist, fór kóngssonurinn út í skóg og kallaði á villimanninn, sem kom á sömu stundu og spurði hvað hann vildi. „Getur þú hjálpað mér að grípa epli kóngsdótturinnar?“ „Já, svo sannarlega geturðu verið viss um það,“ svaraði villimaðurinn um æhl. „Og nú ætla ég að gefa þér rauða brynju og viljugan fola.“ Þegar hátíðin hófst, kom kóngssonurinn á harða spretti og nam staðar hjá hinum riddurunum. Enginn þekkti hann. Kóngsdóttirin gekk nú fram á hallarsvalirnar og henti gull- epli út yfir riddarafylkinguna. Kóngssonur greip eplið og reið á burtu í miklum spretti. Næsta dag kom hann aftur og þá ríðandi í hvítum herklæð- um, sem villimaðurinn hafði gefið honum. Og aftur greip hann eplið og reið í burtu. Kóngurinn varð mjög reiður yfir þessari framkomu ridd- arans, því að hann taldi, að ri Jdarinn ætti að gefa sig fram og hafa tal af honum og segja sér hver hann væri. Skipaði hann nú svo fyrir, að ef riddarinn kæmi enn næsta dag og riði á burtu án þess að kveðja sig, skyldi veita hon- um eftirför, og ef hann vildi þá ekki koma af frjálsum vilja, skvMi taka hann með vá1d'. Ný sending Crayson dragtir GULLFOSS AÐALSTRÆTI ! 28 rúmlesta vélbútur til sölu. — Báturinn er eikarbyggður árið 1939 og er með 165 ha. G.M.C. vél frá 1952. í bátnum er Bendix dýptarmælir. Hagkvæmir greiðsluskilmálar, ef samið er strax. —- Allar nánari upplýsingar gefur Landssamband ísl. útvegsmanna. Dugleg stúlka óskast nú þegar í þvottáhúsið. — Uppl. á staðnum. Þvottahúsið Laug h.f. Laugavegi 48 B ! omooora i ■ « ■ B m a ■ ■ ■ ■ ■ a a ■ SKRIFSTOFUSTULKA Stúlka óskast sem fyrst til algengra skrifstofustarfa við litla heildverzlun. Eiginhandar umsóknir með uppl. sendist afgr. blaðsins fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Heildsölustarf — 765“. Höfum til sölu nokkrar Dodge VVeapon bifreiðar. — Verð frá kr. 6—15 þús. kr. — Ennfremur ca. 900 lítra alum. vainstanka Verð kr. 600,00. Sala setuliðseigna ríkisins. ÞUBRKAÐIR ÁVEXTIR m jpewvl SVESKJUR — BLANDAÐIR — EPLI Fyrirliggjandi (L*cjCfert _J'\riótjánóóon do. k.j. tfanóson ■JOH»UU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.