Morgunblaðið - 26.05.1955, Side 1

Morgunblaðið - 26.05.1955, Side 1
lé síður Si irsangw 117. tbl.—Fimmtudagur 26. maí 1955 Prentsmlfí* Morgunblaðsina Mikill mannfjöldi fagnar forsetahjónunum í Oslo Hókon konnngnr og Úlofnr krón- prins tókn n móti þeira Myndastytta sr. Friðriks við Lækjargötu. Horgunhelimókn !i! sr. Frlðriks Frlðrskssoner ALLTAF hef ég vitað, að sr. Friðrik Friðriksson hefur allra manna óreglulegastan svefntíma. En af því að ég vissi, sem var, að myndastytta hans við Lækjargötu var reist síðla kvölds á þriðjudaginn var, bjóst ég hálft í hvoru við að hann mundi vera óvenjulega snemma á fótum á afmælisdaginn sinn í gær. En ég fór ekki í heimsókn til hans fyrr en um níuleytið í gærmorgun. Kvaddi þá dyra við herbergi hans að Amtmannsstíg, þar sem sam- komusalir KFUM eru. Ég beið þar drykklanda stund, nægilega langa til að ég var farinn að halda, að sr. Friðrik hefði verið óvenju- lega snemma á ferli „til að sjá strákinn“, eins og hann kallaði það. En sem betur fór var hann heima við, ekki risinn úr rekkju, svo ég varð að gera honum rúmrusk og afsakaði það að sjálfsögðu við hann. „En úr því þú ert kominn, þá ættum við að skreppa til að sjá „strákinn", segir hann, þegar hann var kominn á ról. OSLO, 25. maí. — Einkaskeyti til Mbl. frá Árna Óla. FALLBYSSURNAR á Akershus þrumuðu þegar Gullfoss sigldi inn á Oslóar-höfn í dumbungs veðri með haglslitringi. Fyrir framan ráðhúsið, sem er fagurlega skreytt, var komið fyrir tíu blossandi kyndlum. Manngrúi hafði safnazt saman á hafnarbakk- anum, en fremst stóð lífvarðarfylking fyrir ofan bryggjuna, þar sem forseti skyldi stíga á land. Á bryggjunni lágu rauðir dúkar upp að Baldakinhúsi, sem var blómum og fánum skreytt, en þar beið konungur og fylgdarlið. SR. FRIÐRIK SKOÐAR STYTTUNA Við fórum eins og leið liggur niður eftir Amtmannsstígnum og virtum fyrir okkur myndastytt- una, með öllum ummerkjum sem þar eru. Garðyrkjumenn bæjar- ins höfðu með túnþökum lagað grassvörðinn ut.an um hana, eftir að ég skildi við staðinn kvöldið áður og sett haganlega upp blóma beð með hvítum blómum til hpiðurs fyrir gamla manninn. En Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri bæjarins taldi hið hvíta sakleysi við hæfi hins 87 ára öldungs, og þess vegna valdi hann þennan blómalit. ÆSKAN OSKAR IIONUM TIL HAMINGJU Strax og sr. Friðrik kom í Ijós við myndastyttuna, drifu þar að allmargir ungir piltar, sem ósk- uðu honum hæversklega til ham- ingju með afmælið og mynda- styttuna. En sr. Friðrik hefur sagt mér að fjölmargir ungir vinir hans í K.F.U.M. hafi með nokkurri óþolinmæði spurt sig, hvenær myndastyttan mvndi verða reist. Það hefði sýnt sig að sumir þessarra smávöxnu vina háns höfðu hinar undarlegustu húgmyndir um hvernig tilhög- uftin ætti að vera við þessa mynda gérð. Einn þeirra hafði beinlínis orð á þvi við sr. Friðrik hvort hann gæti verið innan í styttunni sjálfur. Barnið vildi sýnilega ekki tapa af hinu hlýlega og alúð lega viðmóti þessa æskulýðsleið- tóga og vantreysti því hvort hann framvegis gæti notið um- gengninnar við styttuna eins og þar væri sr. Friðrik sjálfur. Þegar við komum aftur í húsa- kynni hans við Amtmannsstíg, sagði hann við mig á þessa leið: „Ég get glatt þig með því að þegar til kom var ég alls ekkert feim- inn við „strákinn“. Því satt að segja hafði ég lengi kviðið fyrir Framh. á bls. 2 Fjónreldafundur 18—21. júlíl ÞÓTT RÚSSAR hafi engu svar- að enn formlega um þátttöku í fjórveldafundi í sumar, halda vesturveldin áfram undirbúningi sínum undir hinn væntaniega fund. — Pinay, utannkisráðherra Frakka, skýrði frá því i gær, að Eisenhower hefði nú fyrir sitt leyti fallist á að l'undunnn verði haldinn dagana 18. tii 21. júli í Lausanne í Sviss. Engin ákvörðun hetur þó ver- ið um þetta tekin, að því er fregn frá Washi.igton hermdi í gær- kvöldi. Nokkru áður en himr æðstu menn hittast, er gert ráð fyrir að utanríkisráðherrar fjórveld- anna komi saman einnig j Lau- sanne til þess að undirbúa fund „hinna stóiu“. Utanrík'sráðherrarnir hittast einnig nokkrum vikum áður, í lok júní, í Sar. Francisco á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna. Þar verður haldið hátíðlega upp á 10 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, en stofnfundur SÞ var haldinn í San Francisco 25. júní 1945. FORSETINN HYLLTUR 4 Nú kom hinn glæsilegi rikis- erfingi Noregs, steig á bát og sigldi út að Gullfossi, og aftur þrumuðu fallbyssurnar. Rétt fyr- ir hádegi kom Hákon konungur, tigulegur á velli, þrátt fyrir ald- ur sinn. Enn dunuðu fallbyssurn- ar, herhljómsveit lék íslenzka þjóðsönginn og forsetinn og fylgd arlið hans steig á land, en mann- fjöldinn hyllti hann hjartanlega. EKIÐ TIL KONUNGSHALLAR Konungur tók móti forseta á bryggjusporðinum, gengu þeir svo saman og könnuðu lífvarðar- liðið. Eftir það var stigið í opna bíla og ekið til konungshallar. Konungur og forseti voru í fyrsta bíl, en ríkiserfingi og forsetafrú- in næst. Síðan kom fylgdarliðið. Borgin er skreytt norskum og íslenzkum fánum. Mikil þröng var á næstu götum við höfnina j og á Karl-Johan. Nú stendur yfir veizla í kon- ungshöll, en á eftir leggur for- setinn blómsveig á minnismerki norrænna frelsisvina í Akershus- vígi. Síðan verður heimsókn í ráðhúsið. í kvöld verður kvöld- verðarboð fyrir forsetahjónin í konungshöllinni. ÁVARP FORSETA Hér fer á eftir ávarp forseta íslands í konungsveizlunni í Osló: Herra konungur! Með hræðrum hug þakka ég yðar hlýja ávarp og góðar óskir í garð okkar og íslenzku þjóð- arinnar. Ég þakka hinar glæsi- legu móttökur frá því við í morg- un stigum á norska grund. Vér íslendingar stöndum hér einnig Kosningoúrslit í Bretlondi strox í kvöld BREZKA þjóðin gengur til kosn- inga í dag . hlýju veðri, þótt sums staðar sé spáð rigningu. Almennt er álitið að munurinn a tveimur stærstu flokkunum, íhaidsflokkn um og veikamannaflokknum, sé svo lítill, að brugðið geti til beggja vona um úrslitin, þótt spár manna hafi í gær heldur hneigzt í þá átt, að íhaidsflokk- urinn myodi hafa betur. • í síðustu kosningunum til brezka parlamentsins, árið 1951, hlutu ÍHVLDSMENN og aðrir flokkar, sem voru í bandalagi Heil svei! knatt- spyrnunianna skoftn !il bana Rangoon (Reuter) UPPREISNARMENN af Karena kynflokki hafa myrt heila sveit kommúnistiskra knatt- spyrnumanna, sem þeir höfðu boðið til landsleiks í þorpi einu um 90 km. í norður frá Rangoon. Skömmu áður en leikur átti að byrja tældu Karenarnir knatt- spyrnumennina inn í frumskóg og bundu þá á höndum og fótum og skutu þá síðar í hefndarskyni í sambandi við einhverjar inn- byrðisdeilur milli þessara óald- arflokka. Litið er á bæði Karen- ana og kommúnistana sem upp- reisnarmenn af hálfu stjórnar- valdanna í Burma. Sumstaðar hafa þessir uppreisnarmanna- hópar samstarf með sér, en ann- arsstaðar berjast þeir innbyrðis. i»refaSda morðið á Danmörku Hefnd lœknisins vegna fjármála KAUPMANNAHÖFN, 25. maí: við þa 13.718,069 atkv., og 321 : DANgKI læknirinn Kelstrup, L v •% .v«%% L % mi n n l I Q * % II • I *P 1% Q /I 1 II á feðranna fold, og nöínin, eins og Hákon og Ólafur, eru gamal- kunn. Engin þjóð er oss skyldari en Norðmenn. Vér erum tvær þjóðir af sömu ætt. Ver höfum ; vermt oss við hinn sama eld sög- unnar. ^ Yðar hátign er einn þeirra fáu konunga, sem eru þjóðkjörnir, og eigið innan tíðar fimmtíu ára ríkisstjórnarafmæli. Eftir sex alda stjórn erlendra konunga, hefir yður aðunast að staðfesta konungdæmið í Noregi. Það hljómar eins og konungasaga úr Heimskringlu, þegar Noregskon- ungur var í síðustu styrjöld knú- inn til að fara úr landi til að bjarga þjóð sinni, frelsi hennar, lögum og rétti. Vér íslendingar fylgdumst með þessum tíðindum með brennandi áhuga, og Guði sé lof fyrir góð sögulok. Yðar hátign kiafðizt þjóðaratkvæðis áður en þér tókuð við völdum, þér hafið hætt lífinu til að varð- veita grundvallarlög þjóðarinn- ar; þér hafið sameinað lýðræði Framh. á bls. 2 þingm. kjörinn. (1950: 12.595.410 atkv. og 298 þingmenn). • FRJÁLSLY NDI FLOKKURINN hlaut árið 1951 730.552 atkv. og 6 menn kjörna. (1950: 2.621.489 atkv. og 9 þingmenn). • VERKAMNNA FLOKKURINN hlaut árið 1951 13.949.105 atkv. og 295 þingmenn (1950: 13.295.736 atkv. og 315 þingmenn). • AÐRIR flokkar hlutu árið 1951 198.969 atkv. og 3 menn kjörna, en árið 1950 165.033 atkv. og tvo menn kjörna. 30 MILLJÓN KJÓSENDA Kosning hefst i dag ki. 7 að morgni og henni a að vera lokið kl. 9 að kvöldi (brezkur tími). Að þessu sinni verða kjörnir 630 þingmenn og i framboði eru um 1500 menn og konui. Frambjóðendur verða að leggja fram 150 sterlingspund, er þeir tilkynna framboð sitt og hljóti þeir ekki tilskilið lágmarksmagn atkv. tapast þeim þetta fé. Frambjóðendur fluttu í gærkv. síðustu ræðurnar í kjördæmum sínum og hvöttu kjósendur til þess að neyta atkvæðisréttar síns. Sir Anthony Eden, forsæt- isráðherra flutti sjö kosnmgaræð- ur í gær. Allir helztu forustu- menn í brezkum stjórnmálum eru í framboði í öruggum kjör- dæmum. Fyrstu kosningatölur munu byrja að herast í kvöld og fyrir miðnætti mun verða Ijóst, hvert stefn.r í kosningunuin. Fram- bjóðendur eru venjulega við- staddir talningu, þótt henni ljúki sumsstaðar ekki fyrr en að morgni næsta dags. sem framdi sjálfsmprð á götu í Hróarskeldu í gær, eftir að hafa skömmu áður framið þrjú morð, lét eftir sig bréf til lög- reglunnar. í bréfinu segir læknirinn, sem er 44 ára gamall: Ég gerði mér fulla grein fyrir verknaði mín- um. Allar eignir mínar höfðu verið píndar út úr mér og næst- um allar tekjúr mínar síðastliðið ár, samtals meir en fjórðungs milljón króna. í bréfir.u ?ru birt nöfn manna, en lögreglan heldur þeim leynd- um. Heldur lögreglan áfram rann sókn málsins. í bréfinu er getið um hvernig séð skuli fyrir fjór- um börnum læknisins og eftirlif- andi konu hans. — Læknirinn greiddi iðgjald af iíftryggingu sinni skömmu áður en hann framdi morðin Kelstrup var mjög eftirsóttur læknir og vinsæll maður. Nýlega hlaut hann áminningu frá heil- brigðisstjórninni og var lagt fyrir hann að draga úr útgáfu lyfseðla með deyfilyfjum. HAGEH í RUHR í SÓTTKVÍ HAGEN, 24. maí: — Ferðamönn- um hefir verið bannað að fara um héraðið umhverfis iðnaðar- borgina Hagen í Ruhr-héraðinu, þar sem taugaveiki hefir komið upp. Heilbrigðiseftirlitið í Ruhr hefir hvatt íbúana til að ferðast ekki til annarra héraða í Þýzka- landi. Tæplega fimm hundruð manns hafa sýkzt á þessu svæði og einn maður hefir látið lífið af völdum veikinngr,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.