Morgunblaðið - 26.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1955, Blaðsíða 16
VeðurúHii í dag: A-SA kaldi eða stinningskaldi, skýjað og sumst. dálítil rigning. Fiskurinn, sem seldur var til Noregs og Fær- eyja. Sjá grein á bls. 9. SMdarrannsóknir ú hefpsi og Faxaflóaleiðangur I dag IDAG fara héðan frá Reykjavik tvö skip strandgæzlunnar til haf- og fiskirannsókna hér við land. Á öðru verður farið í hina árlegu síldarrannsóknir, en hitt fer út í Faxaflóa til að athuga fiskmagnið. Gorðyrkjuiélag íslands 70 dro GARÐYRKJUFÉLAG íslands á 70 ára afmæli í dag. Félagið minnist afmælis sins með sérstakrí dagskrá í útvarp- inu i kvöld. Grein um það verður birt síð- ar i blaðinu. Einn ai sljórnendnm alþjóða- gjaldeyríssjóðsins stoddnr hér Kynnisi hér efnahagslífi okkar AÐ UNDANFÖRNU hefur dvalizt hér sænskur banlcastjóri, Gunn- ar Ákermalm að nafni. Hefur hann á síðustu árum skipað sæti í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sá sjóður er í nánu sam- bandi við Alþjóðabankann. FAXAFLÓARANNSÓKNIR Jón Jónsson fiskifræðingur, forstjóri Fiskideildarinnar, skýrði blaðinu frá þessu í stuttu sam- tali í gær. ■— Fiskirannsóknirnar hér í Faxaflóa eru nú komnar í fastar skorður, sagði Jón. Fjórum sinn- um á ári er farið í rannsóknar- leiðangur út í Flóann og fiski- magnið rannsakað og merkingar á ýsu, þorski og kola fram- kvæmdar. Það er varðskipið Ægir, sem fer í síldarrannsóknarleiðangur- m. Verður dr. Hermann Einars- son fiskifræðingur, með skipinu og annast síldarrannsóknirnar. Mun leiðangurinn standa yfir þar til í júlíbyrjun. TVÆR YFIRFERÐIR FYRIR VERTÍÐ Þegar Ægir fer í kvöld, mun hann sigla vestur um land, síðan um síldarslóðir úti fyrir Norður- landi, djúpt og grunnt, allt norð- ur til Jan Mayen, en síðan að landinu aftur og til Seyðisfjarð- ar. Þangað munu koma samtím- is danska hafrannsóknarskipið Dana og norska skipið G. O. Sars. Sem kunnugt er, er náin samvinna við Dani og Norðmenn við síldarrannsóknir og á Seyðis- firði kanna fiskifræðingarnir niðurstöður rannsókna skipanna. Frá Seyðisfirði fer Ægir svo aftur á síldarmiðin fyrir Norð- urlandi og á skipið að hafa farið tvær yfirferðir um allt síldveiði- svæðið, áður en síldarvertíðin hefst. haft sjálfur með höndum, en í dag er Faxaflóaleiðangurinn hefst, sem er annar leiðangur- inn á þessu ári, annast Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur þær, a. m. k. fyrst í stað, en Jón kvaðst vonast til að geta tekið þátt í rannsóknunum áður en leiðangrinum verður lokið. SÉRFRÆÐINGUR í KARFARANNSÓKNUM Um miðjan júní kemur til landsins nýbakaður fiskifræðing- ur, Jakob Magnússon, sem er fyrsti íslenzki fiskifræðingurinn, sem er sérfræðingur í karfarann- sóknum. Hann kemur hingað með þýzka hafrannsóknarskipinu nýja, Anton Dohrn, sem kemur hingað í rannsóknarför og verður á karfamiðum hér við land og eins við Grænland. Ekki mun Jakob verða með Þjóðverjunum, er hann tekur til starfa, heldur mun hann fara á karfamiðin með togurunum. Síðusiu hljómeikar þýzka kérsins í kvöld ÞÝZKI kórinn heldur kirkju- tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, og er það í síðasta sinn, sem þessi frábæri kór lætur nú til sín heyra. Hljómleikarnir hefjast kl. 9. Syngur kórinn þá m.a. motettur eftir Bach og kantötuna „Vertu hjá oss“. Einnig ariu fyrir alt- rödd og fiðlu. Þá eru á efnis- skránni tónverk eftir Schútz, Pepping og Hessenberg. Kantatan er flutt með aðstoð Sinfóníuhljómsveitarinnar, en dr. Urbancic leikur á orgel. Koma þessa kórs er einstæður viðburður í listalífi bæjarins og ættu menn því að fjölmenni í Dómkirkjuna í kvöld. VEIGAMIKLAR Þessar reglulegu Faxaflóa- rannsóknir eru svo mikilvæg- ar, að þar má ekki verða neitt lát á. Á þeim byggist að veru- legu leyti vörn okkar íslend- inga í fiskfriðunarmálunum, sannanirnar fyrir því, að frið- unarráðstafanirnar hafi í för með sér að fiskmagnið eykst stöðugt, í stað eyðingar fiski- stofnsins, sem yfir vofði, sagði Jón Jónsson. Þessar rannsóknir hefur Jón Frá sandnáminu í Álfsnesi. Aiiðugar námur bv2ffin»- ö J ö arefnis í Alfsneslandi Rafvirkjar höfnuðu sömu kjarabófum AÐ gefnu tilefni vill Vinnuveit- endasamband íslands taka fram eftirfarandi: Rafvirkjasveinar hafa sagt upp samningum við rafvirkja- meistara. Viðræðufundur meistara og sveina var s.l. þriðjudag. Meist- arar buðu sveinum sömu kjara- bætur og þær stéttir fengu, sem áttu í hinu nýliðna 6 vikna verk- íalli. Sveinar höfnuðu þessu tilboði ineistara og var því sáttasemjari beðinn að leita sátta í deilunni. Hvífasunnuferð Heimdallar NOKKRIR miðar eru óseldir í hvítasunnuferð Heimdallar til Vestmannaeyja. Verða þeir seld- ír milli kl. 5 og 7 í dag í skrifstofu félagsins í Vonarstræti 4. * Það er ódýrara þar efra en fáanlegf efni HUSBYGGINGAR eru hjartamál Reykvíkinga í dag. Og til húsa þarf byggingarefni, sem fram til þessa hefur verið auðfengið við Elliðaárnar. Nú hefur verið komið upp öðrum námum bygg- ingarefnis, en þær eru utan við bæinn, í landi Álfsness á Kjalar- nesi. Mun svo horfa nú sem stendur, að þar séu helztu byggingar- efnisnámur þeirra, er byggja vilja sér hús í Reykjavík á næstu árum, svo fremi þeir vilji ekki kaupa dýrara efni í sandnámun- um við Elliðaárvog eða kaupa steypu hjá Steypustöðinni. * ALLAR VELAR í GANG Blaðamenn sáu vinnsluaðferð- ir í Álfsnesslandi í gær, en þar voru þá allar vélar í gangi og stórir bingir byggingarefnis af öllu tagi fyrirliggjandi. Hefst sala þess þegar og verður afgreiðslan í verzluninni Skúlaskeið á Skúla- götu 54. nesi eru Tómas Tómasson bygg- ingameistari og Sveinn Sveinsson bílstjóri, sem er verkstjóri efra. Malar- og sandnámið nær yfir marga hektara lands og Atvinnu- deild Háskólans hefur að sögn þeirra félaga kveðið upp þann dóm, að þarna sé um að ræða mjög gott byggingarefni. ★ GOÐ TÆKI OG FULLKOMIN Hörpunartækin þar efra hefur vélaverkstæði Sigurðar Svein- bjarnarsonar smíðað og hafa þau í þessum sandnámum sem öðrum er hann hefur smíðað tæki í, reynzt hin beztu, enda er verk- stæði hans meðal þeirra fremstu hér í bæ hvað allan útbúnað og afgreiðslu snertir. Eigendur sandnámsins í Álfs- ★ LÆGRA VERÐ Sandnámið heitir „Álfsnesmöl“ h.f. og bíður lægra verð en verið hefur fáanlegt hingað til. Sand- 1 ur kostar 3 kr. tunnan, pússinga- sandur 5 kr., veggjamöl 7 kr. og ; loftamöl 9 kr. tunnan. Allt verð er miðað við afgreiðslu efra, en síðar mun fyrirtækið leggja á- j herzlu á að geta flutt efnið niður I að Elliðaám, þar sem það hefur fengið athafnasvæði. * HLUTVERK SJÓÐSINS Tíðindamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við Gunnar Ák- ermalm og sagðist honum með- al annars svo frá. — Innan sjóðsins starfa nú 56 þjóðríki — og mynda þau með sér hópa, t. d. standa Norður- Iöndin saman og vinna saman að sínum áhugamáluna. Eiga þau tvo fulltrúa i stjórninni. — Hvernig vhsna hinar tvær stofnanir sarœm, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og alþjóðabank- inn? -— Hlutverk hins alþjóðlega gjaldeyrissjóðs er fyrst og fremst að auðvelda verzlun milli þjóða og fjalla um mílliríkjaverzlun. Sjóðurinn hefur einnig lán- veitingaheimild til þeirra ríkja er að honum standa. ★ AÐ KYNNAST MÁLUNUM — Hver er tilgangurinn með komu yðar hingað til lands? — Það er beinlínis að komast í persónulegt samband við ís- lenzka ráðamenn. Þar er ekki um opinberar viðræður að ræða, heldur er koma mín frekar í sambandi við það að kynnast efnahagslífi á íslandi. — Ég hef alls staðar fundið viljann til framfara og það skipt- ir mestu. Þess vegna fer ég héð- an í þeirri trú, að ísland eigi mikla möguleika ónotaða fram- undan. — Hver eru aðal viðfangsefni alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú? —■ Stærsta vandamálið munu teljast gengismál landanna. En í sambandi við það mál sinnir alþj óðagj aldeyrissj óðurinn mikil- vægu hlutverki. ★ Gunnar Ákermalm bankastjóri frá Svíþjóð kvaðst hafa haft á- nægjuleg kynni af íslandi. Það lítið, sem hann hefði ferðast á hinum stutta tíma hér, hefði veitt sér mikla ánægju. r Gunnar Akermalm. Og héðan kvaðst hann fara með trú á bætta efnahagsafkomu íslendinga. — ast. Járnið fundið - ekki slolið RANNSÓKNARLÖGREGLAN skýrði blaðinu svo frá í gær, að upplýst væri nú hvar steypu- járnið, sem hvarf við höfnina og skýrt var frá í blaðinu í gær, væri niður komið. Ekki var um þjófnað að ræða frá hendi þeirra sem tóku járnið, heldur misskiln- ingur. { Guðrún Jönasson lætur af formennsku í Hvot Maria Maack kosin formaour félagsins SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ HVÖT hélt aðalfund sinn s.l. mánudagskvöld. Formaður félagsins, frú Guðrún Jónasson, baðst eindregið undan endurkosningu, en formaður í hennar stað var kjörin frk. María Maack, sem verið hefir gjaldkeri félagsina frá byrjun. FYRSTI HEIÐURSFÉLAGINN Á fundinum var samþykkt að kjósa frú Guðrúnu Jónasson fyrsta heiðursfélaga Hvatar. — Hafði frk. María Maack þar orð fyrir fundarkonum og þakkaði henni frábært starf fyrir félagið, sem ætíð hefði mótazt af mann- úð, mildi og kærleika til náung- ans, samfara skörungsskap og þrótti. Óskaði hún henni góðra ævidaga. Frú Guðrún þakkaði heiðurinn, vináttuna og samstarfið. Bað hún þess, að félagið mætti ávallt vinna góðum málum sem mest gagn og ávallt halda hátt á lofti merki kærleika og bræðralags. Bað hún svo Hvöt lifa lengi þjóð- inni til gagns. Frú Guðrún Jón- asson var ákaft hyllt af fundar- konum. STJÓRN FÉLAGSINS Auk Maríu Maack eiga þess- ar konur sæti í stjórn Hvatar: Guðrún Pétursdóttir, Soffía Jacobsen, Kristín L. Sigurðar- dóttir, Auður Auðuns, Soffía Ólafsdóttir, Helga Marteinsdótt- ir, Valgerður Jónsdóttir, Ólöf Benedíktsdóttir, Jónína Guð- mundsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Gróa Pétursdóttir, Lára Sigur- björnsdóttir, Guðrún Ólafsdótt- ir og Ásta Guðjónsdóttir. — End- urskoðendur eru Jórunn ísleifs- dóttir og Sesselja Konráðsdóttir. Orðsending frá Bílahappdrætti Sjálfstæðisflokksms MIÐAR i bílhappdrætti Sjálf- stæðisflokksins eru seldir í skrif- stofu flokksins, sem er opin í dag kl. 10—12 og 1—6. — Aðeins fimm þúsund miðar verða seldir. Kaupið miða strax í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.