Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 onjimMaMti út* H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr StefánsSon (ábyrgðana.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fri VlfW, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 & mánuði innsnisnda. 1 iausasölu 1 krónu eintakið. Alvarlegar afleiðingar verkfallsins Úk DAGLEGA LÍFINU FYRIR skömmu ritaði dr. Jó- hannes Nordal mjög at- hyglisverða grein í Fjármála- tíðindi um verkfallið og afleið- ingar þess. Komst hann þar að þeirri niðurstöðu, að þær verð- hækkanir og sú hækkun fram- leiðslukostnaðar, sem af verk- fallinu leiddi hljóti að hafa al- varlegar afleiðingar. íslendingar megi nú sízt við því, að hrinda af stað nýrri verðhækkunaröldu. Síðan kemst greinarhöfundur að orði á þessa leið: „Kauphækkanirnar munu einn- ig verða til þess, að stórhækka rekstrargjöld ríkissjóðs og kostn- að af framkvæmdum ríkis og einstaklinga, og bendir allt til þess, að hin auknu ríkisútgjöld munu leiða til hallareksturs og nýrrar verðbólgu, nema dregið sé verulega úr fjárfestingu og framkvæmdum. íslendingar hafa síðustu árin búið við meira jafn- vægi í efnahagsmálum en um langt skeið undanfarið.“ Um hagnað launþeganna af niðurstöðu verkfallsins kemst dr. Jóhannes Nordal að orði á þessa leið: „Mjög vafasamt er, hvern ávinning launþegar munu hafa af hinum almennu kaup- hækkunum. Ef dæma á eftir reynslu fyrri ára, er hætt viS, að mest allar kjarabæturnar verði að engu vegna hækkaðs verðs á vörum og hvers kyns þjónustu." Því miður hafa þessi ummæli hins glögga hagfræðings við fyllstu rök að styðjast. Kommúnistar vildu pólitískt verkfall Vitanlega gerði mikill fjöldi launþega sér þetta ljóst. En kommúnistarnir, sem forystu hafa í flestum stærstu verka- lýðsfélögunum hér í Reykjavík, höfðu ákveðið að hefja pólitískt verkfall. Þessvegna hafði það enga þýðingu, þótt sýnt væri fram á það með rökum að laun- þegar gætu ekki haft neinn hag af því. Þvert á móti hlyti langt verkfall og hækkað kaupgjald, að hafa í för með sér stórkost- lega hættu á kjararýrnun fyrir launþega og vernandi afkomu. Kommúnistarnir og aftaníoss- ar þeirra réðu ferðinni. Því fór sem fór. VerRfallið stóð í sex vikur og skapaði þúsundum fjöl- skyldna í Reykjavík og Hafnar- firði stórkostlegt tjón og vand- ræði, og afleiðingar þess hafa heldur ekki látið standa á sér. Verð á ýmiskonar þjónustu hef- ur hækkað, mjólkurverð hefur hækkað vegna aukins kostnaðar við dreifingu mjólkurinnar, án þess að bændur hafi þó fengið meira í sinn hlut. Á komandi hausti hækka svo landbúnaðar- afurðir lögam samkvæmt, þar sem kaupgjald bóndans miðast við tekjur verkamannsins. Það sem í raun og veru hef- ur gerzt, er það, að verðbólgu- skrúfan hefur verið sett í gang að nýju. Gengi pening- anna hefur rýrnað og aðstaða atvinnuveganna versnað. Stjórnarandstæðingar bera ábyrgðina Skráð gengi íslenzkrar krónu befur að vísu ekki verið lækkað með lögum síðan kaupgjaldið hækkaði. En allir viti bornir menn sjá, að hið raunverulega verðgildi peninganna hefur rýrn- að. Valdhafarnir reyna að sjálf- sögðu í lengstu lög, að komast hjá því, að breyta hinu skráða gengi krónunnar. Það er rétt sem dr. Jóhannes Nordal segir í grein sinni, að ís- lendingar hafa síðustu árin búið við meira jafnvægi í efnahags- málum en um langt skeið undan- farið. S. 1. þrjú ár hefur tekizt kæmi með féð síðar um daginn. KIMNISÓGUR eru hvar- vetna í heiminum í háveg- um hafðar. Þó er sagt af fróð- um mönnum, að upprunaleg- ur fjöldi þeirra sé ekki yfir 10 þúsund samtals, en sið'an sé þeim breytt og þær stað- færðar og endursagðar á ýms- an hátt eftir því sem við á. Á sannleiksgildi þeirrar skýr- ingar verður ekki lagður dóm- ur hér — en hér er sýnishorn af ástralskri kímni, sem okk- ur hefur borizt í blöðum frá Ástralíu. ★ Maður einn var fátækur í þenn an heim borinn, sem ekki er í frásögur færandi. En þessi mað- ur vann sig með elju og vilja- krafti áfram í lífinu og safnaðist fljótt Dag einn kom hann í banka og ræddi við deildarstjórann um að opna þar reikning. Eftir að hann hafði lokið þar tilheyrandi skiptum var svo ákveðið að hann að halda verðlagi nokkurnveg- inn stöðugu. Hinir sósíalisku fiokkar, kommúnistar og verkfæri þeirra í Alþýðuflokknum bera ábyrgð á því, að verðbólgu- hjólið hefur verið sett í gang að nýju. Þessir ábyrgðarlausu angurgapar hafa notað yfir- ráð sín yfir nokkrum verka- lýðsfélögum til þess að hefja pólitískt verkfall og vinna hrein skemmdarverk gagnvart verkalýðnum og öllum al- menningi í landinu. Ábyrgð þessara skemmdar- verkamanna er þung. Fyrir hana munu þeir verða sóttir til saka af kjósendum lands- ins þegar þjóðin fær tækifæri til þess, að segja álit sitt um hið ábyrgðarlausa atferli þeirra. Hann kom röltandi með poka á bakinu, skellti honum á borðið og kvaðst ætla að leggja þetta inn í reikninginn. Deildarstjór- inn varð undrandi þegar maður- inn sagði að í pokanum væru 89 þúsund sterlingspund í eins punda seðlum. Deildarstjórinn ^MótmlóL L ILWlfU sagði að ekki væri hægt að telja þetta á stundinni og „vinur okk- ar“ sagðist þá mundu treysta þeim og koma bara aítur á morg- un. Daginn eftir kom hann með konu sinni. Deildarstjórinn sagði þeim hálf kvíðafullur, að eftir þrjár talningar og vinnu alla nóttina hefði þeim ekki tekizt að íá meira úr seðlabunkanum en 85 þúsund pund. Sneri þá viðskiptavinurinn sér að konu sinni og sagði: „Ég vissi þetta og var svo sem búinn að segja þér það. Við tókum vit- lausan poka.“ ★ I óhrjálegu gistihúsi úti á landsþyggðinni var oft kalt og ónotalegt. Var því komið þar fyrir rafmagnsofni til þæginda fyrir gestina — en einnig ofninn var dálítið gamaldags og slitinn. Því var komið fyrir skilti fyrir ofan hann, sem á var letrað: — Gestir eru vinsamlega beðn- ir að snerta ekki ofninn með Velvak andi áhnfar: K söfnuður Um nafnið ísarr OLBRÚN hefur skrifað mér á þessa leið: „Kæri Velvakandi! - Ég hef nýlega lokið við að lesa „Þokuna rauðu“, þá góðu bók, eftir Kristmann Guðmundsson. Ein aðalsöguhetjan heitir ísarr Dagsson. Nú langar mig til að spyrja þig nokkurs og vona ég, að þú getir leyst úr spurningu minni: Er þetta nafn til hér á landi, eða var það ef til vill til í fornu máli — og hvað þýðir það? I Mér þykir þetta nafn, ísarr, mjög fallegt, eða ef til vill öllu heldur frumlegt. Til þess eru sér- stakar ástæður, að mig langar til að fá vitneskju um það. Vona ég því, að þú gleymir mér ekki. i Kolbrún". Þ FRAMSOKNARFLOKKURINN segist vera milliflokkur, flokkur, sem beri klæði á vopnin milli öfganna til hægri og vinstri. Blessaður friðarengillinn, sem ævinlega kemur fram af dreng- skap og prúðmennsku. Hjá hon- um er víst ekki illmælgi og stór- yrðum fyrir að fara, eða hvað? Jú, svo einkennilega vill til, að blað milliflokksins, Tíminn, er þessa dagana ljótorðasta blað landsins. Kommúnistablaðið er algerlega „slegið út‘.. Aðalmál- gagn Framsóknarflokksins er bókstaflega svo barmafullt af svívirðingum, að út yfir alla barma flóir. Að hverjum beinist svo þessi hamslausa reiði og illyrðaruna Tímans? | Að elskulegum samstarfsflokki Framsóknar, Sjálfstæðisflokkn- um. Honum eru valin flest Ijót- ustu orð tungunnar. Nokkur orð upp úr forystugrein Tímans s.l. miðvikudag eru ágæt sýnishorn: „Lygar íhaldsins“ er fyrirsögnin. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur tek ið skipulagða lygi og blekkingar beygingu — í Gísla sögu Súrs- í þjónustu sína“, „lygakenning sonar, þ.e.a.s. í öðru fprmi henn- Sjálfstæðisflokksins“, Iygastarf- ar en því, sem við þekkjum í semi Sjálfstæðisflokksins", „taum hinni venjulegu útgáfu, en þessi laus lygaiðja Sjálfstæðisflokks- fyrri gerð sögunnar er talin á ins“, „einræðissinnuð braskara- klíka“, „lygavefur Sjálfstæðis- flokksins“ o. s. frv. | Þennan munnsöfnuð um Sjálfstæðisflokkinn gat að líta í aðeins einni forystugrein, einu beði milliflokksblóma- garðsins!! En þetta er daglegt brauð. Ekki til í fornum eða nýjum heimildum. AÐ hefur orðið nokkur drátt- á, að ég svaraði þessu bréfi Kolbrúnar og bið ég hana velvirðingar á því. Ég hef aldrei heyrt þetta nafn, ísarr, fyrr og sneri ég mér því til eins færasta íslenzku fræðings okkar til að fá | upplýsingar í málinu. Eftir þeim upplýsingum, sem hann gaf mér lítur helzt út fyrir, að höfundur „Þokunnar rauðu“ eigi heiðurinn af því að hafa búið það til. ís- lenzku fræðingurinn fletti upp í ýmsum nafnaskrám, fornum og nýjum og fann það ekki þar, og ekki heldur kvaðst hanrí muna eftir því úr íslendingasögunum. Hins vegar kvað hann koma fyrir mannsnafnið ísi — með veikri ísarr hef ég svo ekki til að láta bréfritara mínum, Kolbrúnu í té- en vona að þær leysi að nokkru úr spurningu hennar. r allan hátt óvandaðri og óáreiðan- legri en hin. Dregið af ís ÖGULEGT væri, að þetta nafn, ísi, væri komið af nafninu ísarr alveg eins og fyrir koma veiku myndirnar Gunni og M Hvað er eiginlega að Tíman- ívi af Gunnar og ívar. — Merk- um? Hefur hann étið folald, ingin er að sjálfsögðu í ætt við eins og sagt er í sveitinni, eða orðið ís. hvað? Fleiri upplýsingar um nafnið Frá íslenzkum getraunum SLENZKAR getraunir hafa beð ið mig birtingar á eftirfar- andi: „Kæri Velvakandi! í pistlum þínum á dögunum er greinarstúfur, undirritaður af „K“, þar sem kvartað er yfir ó- fullkominni þjónustu, varðandi úrslit í Getraunum. Viðvíkjandi þessu vinsamlega greinarkorni viljum við taka fram eftirfarandi: Úrslit eru birt í hádegisútvarpi á sunnudögum frá því í þriðju viku í ágúst þar til í maíbyrjun, eða meðan enska knattspyrnukeppnin fer fram, alveg eins og „K“ segir, að gert sé í Danmörku. Auk þess er öll- um dagblöðunum í Reykjavík af- hent úrslit og aðrar upplýsingar hvern mánudag milli kl. 4 og 5 síðdegis og ennfremur eru á laug- ardögum gefnar upplýsingar um úrslit í síma íslenzkra getrauna (5618) frá kl. 5—7 áðurnefnt tímabil. Ekkl á okkar valdi HINS vegar er það ekki á valdi okkar, hvenær blöðin birta þetta og hefur sá dráttur, sem orðið hefur á birtingá úrslitanna oft valdið okkur sárum vonbrigð- um. Höfum við oft talað um þetta við blaðamennina, að þessi .synd‘ þeirra yrði af almenningi dæmd á okkur starfsmennina. Hins veg- ar er þess að geta um síðustu get- raunaseðlana á vorin, að þar eru leikir frá Norðurlöndum, sem yfirleitt fara ekki fram, fyrr en síðari hluta sunnudags, en þá birtast úrslit 1 hádegisútvarpinu á mánudögum en dagblöðin fá upplýsingar sínar um sama leyti þann dag sem fyrr er greint. Með þökk fyrir birtinguna. íslenzkar getraunir". C___ ® G\J> MerHU klæílr Undll blautum höndum — nema þeir áður hafi greitt reikning sinn. ★ Og svo er það önnur úr heimi bankamannanna: Bankastjóri stórbanka eins kom í óvænta heimsókn í eitt af útibúunum í smáþorpi einu. Hann læddist inn og varð undrandi er hann sá peninga liggja víðsveg- ar á borðum en engan mann í af- greiðslusalnum. Kliður radda heyrðist frá bakherbergi — og þangað læddist bankastjórinn. Brá honum illa í brún er hann sá útibússtjórann vera að spila við samstarfsmenn sína. Hugðist hann nú gera þeim illilega bylt við. Læddist hann enn af stað og nú að þjófabjöllunni, en hún var þannig gerð, að hljómur hennar heyrðist um allt þorpið. Og hann hringdi...... Það skeði ekkert strax .... Þeir héldu áfram að spila í bakher- berginu — og svo opnuðust úti- dyrnar og inn kom þjónn frá barnum hinu megin götunnar með þrjár hálfpottskrukkur af freyðandi bjór. —®— Tveir ljónaveiðarar, Black og Brown, voru saman í tjaldi í skóginum og sögðu gortsögur hvor um sig. Brown veðjaði einu sterlingspundi við Black um það, að hann gæti gengið út í skóginn og banað ljóni. Black tók veð- málinu og beið í tjaldinu, meðan Brown gekk út. Klukkustund leið. Þá stakk Ijón eitt höfði sínu inn í tjaldið og sagði: „Þekkir þú mann Brown að nafni?“ „Já, það geri ég“, svaraði Black. „A-ha“, sagði ljónið, „hann skuldar þér eitt sterlingspund.“ „O, legðu ekki trúnað á þetta góða min. Hann er voða sætur og góður þegar maður fer að þekkja hann“. Mikil! eldur suð- ausfur af Voaum KEFLAVÍK, 26. maí. — í hraun- inu suðaustur af Vogum er nú kominn upp eldur og logar mosi og annar gróður á stóru svæði. Leggur þykkan reykjarmökk yfir þjóðveginn frá eldsvæðinu, og er hann það mikill, að í 7—8 kna fjarlægð svíður menn í augu und- an reyknum. Leitar eldurinn mjög hratt undan vindi og eyði- leggur ailan gróður, sem á vegi hans verður. Er mikil hætta á að hann nái brátt til trjáræktar- svæðis Suðurnesjafélagsins, en það á þaina stórt afgirt svæði, sem það hefur gróðursett þús- undnir plantna í. — Eru mjög miklar líkur til að kvíknað hafi út frá sprengjum, en æfingasvæði hersins er þarna skammt frá. — Heyrst hefir. að senda ætti nokk- ur hundruð manna að eldsvæð- inu til að reyna að hefta út- breiöslu eidsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.