Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 6
 22 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 Niðursuia siMurulurlu getur étt sér miklu fruiutið IMORGUNBLAÐINU h. 19. þ. m. birtist allöng grein um niðursuðu fiskafurða og um þings ályktunartillögu fjárveitinga- nefndar, sem samþykkt var á Alþingi 11. þ. m. Þingsályktun þessi er þess efnis að ríkisstjórn- inni er falið að kveðja til þess sérfróða menn að athuga gaum- gæfilega með hverjum hætti verði komið upp hér á landi full- kominni niðursuðu á sjávarafurð- um til útflutnings o. s. frv. Því ber sannarlega að fagna, að þingsályktun þessi hefur verið samþykkt, og að því er virðist með einróma stuðningi Alþingis og fjárveitinganefndar. Hefur oft á undanförnum árum verið á það bent af undirrituðum að einmitt á þessu sviði geti verið um mikla ónotaða möguleika að ræða. — Annað, sem gefur til kynna, að áhugi hins cpinbera á þessum málum fari nú vaxandi er það, að í janúar s.l. sendi nefnd Alþingis um Heildaráætlun um jafnvægi í byggð landsins þau til- mæli til Iðnaðarmálastofnunar ís lands, að hún veitti ýmsar upp- lýsingar um niðursuðuiðnað. Fór Iðnaðarmálastofnunin þess nokkru síðar á leit við mig, að ég gæfi upplýsingar og skýrði frá ýmsum sjónarmiðum, sem mér þætti máli skipta varðandi mögu- leika á framleiðslu niðursoðinna fiskafurða til útflutnings. Vegna þess að mál þetta hefur nú und- anfarið verið rætt nokkuð opin- berlega og vegna ýmissa athuga- semda, sem fram hafa komið, þykir mér rétt að birta hér nokk- urn hluta úr greinargerð þeirri er ég sendi Iðnaðarmálastofnun- inni h. 30. marz s.l. og sem vænt- anlega mun síðar koma fram í svari hennar til hinnar þingskip- uðu nefndar. Eru þar fyrst og fremst nefnd nokkur grundvall- aratriði varðandi framleiðslu á fullsoðnum vörum, aðallega síld. HRAEFNI Aðalhráefnið, sem til greina kemur hér á landi og, að því er virðist hið eina, sem bvggja mæíti á meiri háttar iðnað án mikillar tilraunastarfsemi til undirbúnings, er að sjálfsögðu síldin. Miðað við reynslu undan- farinna ára af veiðibresti fyrir Norðurlandi, virðist tæplega mögulegt að gera ráð fyrir ör- uggum verksmiðjurekstri norð- anlands, og verður það þá fyrst og fremst sunnanlandssíldin, sem til greina kemur. Hér er um að ræða hráefni, sem er tiltölulega öruggt, pg veiðist að jafnaði svo langan tíma ár hvert, að mjög kæmi til mála að byggja nokkuð dýrar verksmiðjur því til nýting- ar. — íslendingar vitna gjarnar til niðursuðuiðnaðar Norðmanna og draga af honum ályktanir um möguleika hér. Þetta er rétt, að því er snertir síldina, og and- virði árlegrar framleiðslu Norð- manna af niðursuðuvörum úr svipaðri síld nemur að jafnaði um 35—40 milljónum íslenzkra króna. Hins vegar er einnig rétt að minnast þess, að smásildin (og „brisling") er raunveruleea það, sem skapar aðalgrundvöll- inn undir framleiðslu Norðmanna og nemur andvirði útfluttrar sardínu úr þessum tegundum hrá- efnis um 200—250 milljónum ísl. króna á ári hverju. „Brisling" veiðist ekki hér við land og smá- síldin lítið, og sérstaklega virð- ast göngur smásíldarinnar svo ó- trvggar, að lítið sé hægt á þeim að byggja. Þó væri það miög til athugunar hvort ekki mætti með betri veiðitækni afla til muna meira af smásíld en gert hefur verið til þessa. Niðursuða síldar í Vestur- Evrónu, utan Noregs, var fvrir siðustu heimsstyrjöld tiltölulega lítil, að undanskilinni framleiðslu Þýzkalands, sem fór fram með I-'roaaslelSsSea anEOua 1 sSérasskisi £Hir dr. Jakob SiguiGSSon mjög sérstökum hætti og miðað- ist því nær eingöngu við innan- landsmarkað. Eítir styrjöldina hefur þetta breytzt mjög. Vestur- Þyzkaiand, Holland og Frakk- land hafa nú stóraukið fram- leiðslu sína. Byggist hún nú að miKlu leyti á svipuðum aðferðum og notaðar voru til niðursuðu á „Pilchards" á vesturströnd Banda ríkjanna fyrir stríðið. Mest hefur aukningin orðið í Hollandi, en þar helur framieiðsla nidursoð- inna fiskafurða aukizt úr mjög litlu fyrst eftir styrjöldina í 12. 694 tonn árið 1952 og um 16.000 tonn árið 1953. Er hér því þegar orðið um mjög þýðingarmikinn iðnað að ræða. Hér um bil öli íramleiðslan er flutt út, og lang- mikilvægasta vörutegundin er síld í tómatsósu. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu í þessari fram- leiðslu næstu árin. Árið 1952 nam niðursuða fisk- afurða í Vestur-ÞýzKalandi 29. 415 tonnum, og hefur aukizt síð- an. Mestur hluti þessa er niður- soðin síld, og er þá ekki með- talin hin mikla framleiðsla Þjóð- verja af niðurlögðum vörum (halbkonser ven). Framleiðsla Breta af fiskniður- suðu nam árið 1953 10.900 tonn- um og var meiri hluti þess sild. Af þessu verður að álykta, að sem hráerni gæti suðurlandssíld- in einnig orðið grundvöllur að mikilvægum niðursuðuiðnaði. — Þess skal þó getið, að ofangreind- ar þjóðir íá að jafnaði talsvert af smærri síld, en venjulega veið- ist hér, og þarf því að nokkru leyti að nota aðrar vinnsluað- ferðir, t.d. flökun í stað skurðar á annan hátt. En ef góðar flök- unarvélar eru notaðar þarf þetta ekki að valda miklum örðug- leikum. Ýmis önnur hráefni en síldin koma til greina fyrir vinnslu í smærri stil og víðar um landið. IVÍá þá aux rækjunnar, sem þeg- ar er unnin með góðum árangri, þar sem hún veiðist, nefna kú- iisk, sem enn heíur ekki verið soðinn niður til útflutnings, en virðist fáanlegur allvíða. Er nú í athugun að hefja nokkra til- raunaniðursuðu á kúfiski fyrir erlendan markað hjá einni nið- ursuðuverksmiðju. , Ennfremur kcma aðrar fisktegundir til greina sem hráefni fyrir sér- stakar niðursuðuvörur svo sem ýsa fyrir fiskbollur, hrogn, þunn- ildi o. s. frv. Þá má einnig nefna framleiðslu á ósoðnum (niður- lögðum) vörum úr fyrirfram verkuðu hráefnj, svo sem gaffal- bita og flök ilr kryddsíld, vörur úr reyktri síld, sjólax úr söltuðum ufsa o. s. frv. Markaðshæfni þess- ara vara er þó nokkuð annars eðlis, en hinna eiginlegu niður- suðuvara, vegna hins takmark- aða geymsluþols þeirra. Aðrar þjóðir hafa þó þegar byggt upp mikla framleiðslu og sölu á þess- um vörum og væru þær sérstak- lega hentugar til vinnslu í verk- smiðjum hérlendis, þegar ferskt hráefni væri ekki fyrir hendi. aar&ra FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR Framleiðsla á niðursuðuvörum í stærri stíl hefur auðvitað í för með sér mikinn kostnað vegna fjárfestingar, vaxta o. s. frv. Auk þessa eru aðal-kostnaðarliðirnir hráefni, timbúðir, vinna og flutn- ingskostnaður. Hráefni. Að því er snertir verð- lag virðist sunnaniandssíldin vera samkeppnishæf við síld flestra þeirra þjóða, sem að ofan eru nefndar. Verð hennar hefur Dr. Jakob Sigurðsson. undanfarin ár verið kr. 1.00 per kg til batanna. I Frakkiandi mun meðalverð undanfarin ár hafa vexio urn 30 xr. per kg, eða um Kr. i.ö9. Haustið 1954 var-meðal- verð um oti fr. per kg, en annars breytiiegt og aut fra 15 fr. (kr. 0.70) upp í 42 fr. (kr. 1.95). Mér heiur pu veno ijaö aó hun þætti illkaupameg til niðursuðu á mik- íð hærra verði en 20—25 franka (kr. 0.93—1.16) per kg. í Þýzka- lanui Var veró a goori suu s.l. haust um kr. 1.35 per kg, að frá- ctregnum lonUunarkostnaði, eða jafnvei nokkru hærra, og í Hol- iandi mun verðið hafa verið svip- að. í Noregi, þar sem veiðar eru stundaðar með snurpunót, hefur síldarverð hins vegar verið miklu íægra. Umbúðir. Umbúðakostnaður heireuuis yrðr onjakværniiega uoiurru hærri en annars scaðar. rir aó Dyrja með, meðan exki væri ner iuilkomin uosaverk- smiöja muiiui petca fyrst og rreii.sc staia ai iiucnmgskostnaöi a nau-cuDunum eoa tuoanum cios urn, en janiver pott ariar uosir væru geióur her, i verksmiðju þar sem framleiðni væri svipuð cii icnulo, ivdbAixl Cll ^itlilcl IlUtn mgskosuiaður og meóierð á efni umfram það, sem annars staðar gerist. Þexca væU po að því er viröist ekki mjog aivarlegur lið- ur, og er þá auóvitað gengið ut ira, aö ekki þyríti að greiða tolla svo máii skipti aí uosurn eða efni í þær. Pappakassa og miða má fá hér fyrir svipað verð og annars stað- ar. — Vinnulaun. Þessi liður er auð- vitaö nærri her en i nokkru öðru iandi í Evropu, en álirif hans má hins vegar minnka rnjög mikið með véirænum vinnubrögðum og mun nánar vikið að þvi scðar. Fluiningskostna'ður. Kostnað- ur við að koma vörunum á mark- að yrði her um bii i öilum til- í'ellum verulega hærri en hjá öðr- um framleiðendum. I fyrsta lagi þyrfíi að flytja vöruna frá íslandi lí. B'v±opu eoa Amermu, en i oðru iagi þyríti oftast uniskipun í fyrstu höin og flutning tii fjar- lægari landa. Þannig mundi t.d. íiutningskostnaður héðan til Afnku oftast verða h.umb. helm- ingi hærri en frá öðrum löndum Vestur-Evrópu. Er því hér um mjög aivariegan aðstöðumun að ræða, sem hins vegar myndi minnka tii rnuna ef íramleiðsian væri svo mikil, að hægt væri að senda skip beint til markaðsland- anna. Að ofanrituðu verður séð að ýmis kostnaður hér verður nokkru hærri en annars staðar. Þegar eigi að síður er gert ráð fyrir að framleiðslan gæti borið, sig, er því er miðað við að hún yrði aðnjótandi sömu gjaldeyris- fríðinda og aðrar vörur, sem unn- ar eru úr afurðum bátaflotans. VORUGÆÐI OG GEYMSLUÞOL Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar hérlendis til að afla mark- aða íyrir niðursuðuvörur, og þó einkanlega fyrir niðurlagðar vör- ur, þ.e. vörur, sem ekki hafa ver- ið soðnar og þola því takmarkaða geymsiu. Árangur hefur, sem kunnugt er orðið lítill, og veldur þar aðallega tvennt — vafasöm vörugæði og skortur á geymslu- þoli annars vegar, en of hár fram- ceiöslukostnaður liins vegar — Hvoru tveggja er hægt að breyta mjög mikið til batnaðar, en það hefur í för með sér ýmsar nauð- synlegar aðgerðir. Framleiðsla á niðursuðuvörum er að því leyti frábrugðin annari útflutningsframleiðslu íslendinga, að oftast er varan matreidd að fullu í stað þess að t.d. söltun og frysting miðast fyrst og fremst við það að verja hráefnið til mat- reiðslunnar gegn skemmdum. — Þetta þýðir að framleiðandinn verður auk þess að tryggja hæfi- legt geymsluþol, að viðhafa hina mestu nákvæmni og einnig að þekkja smekk neytendanna. — Þessi smekkur er mjög mismun- andi á hinum ýmsu mörkuðum, og þarf því helzt eitthvað að liggja fyrir um það, þegar varan er framleidd, hvar hún á að selj- ast. Auðvitað er þetta þó hvergi nærri alltaf nauðsynlegt og ýms- ar „standard" vörur eru viður- kenndar mjög víða. Sem dæmi má þó t.d. geta þess, að sum hugs- anieg markaðslönd okkar, svo sem Austur-Þýzkaland, Tékkó- slóvakía og Austurríki, sem fyrir strið vöndust framleiðslu Vestur- Þýzkalands, virðast nú mundu vilja kaupa niðursoðna síld frá íslandi, en leggja áherzlu á, að hún sé sem líkust vestur-þýzkri vöru, sem er tiltölulega frá- brugðin framleiðslu flestra ann- ara landa, og hefur ekki orðið sérstaklega vinsæl utan Evrópu. Hins vegar eru líkur til að tak- ast megi að selja mikið af niður- suðuvörum t.d. í Afríku, Ástralíu og víðar, þar sem allt aðrar vöru- tegundir eru heppilegri. Geymsluþol niðursoðinnar vöru er tiltölulega auðvelt að tryggja, enda þótt mikillar nákvæmni þurfi með. Um þetta ráða ýmis grundvallaratriði, sem ekki er erfitt að fá framfylgt, og sé það gert, er óhætt að fullyrða að niðursuðan tryggir lengri geymslu en nokkrar aðrar verk- unaraðferðir, sem hér eru not- aðar. Geymsla á ósoðnum (niður- lögðum) vörum verður alltaf vafasamari, og virðist þó ekki að framleiðendur annarra landa hafi þar nein veruleg leyndarmál, þannig að erfitt sé að standa jafnfætis á því sviði. Um geymslu þol á íslenzkri vöru þarf því ekki að hafa áhyggjur. Framleiðslutækni. Með vexti niðursuðuiðnaðarins hefur þró- unin yfirleitt orðið frá smáverk- smiðjum til stórra fyrirtækja. Má glöggt sjá, að með vaxandi hlut hinna stóru verksmiðja hefur iðn- aðinum fleygt fram, og má vel rekja þá þróun t. d. bæði í Banda ríkjunum og Þýzkalandi. Hin stærri fyrirtæki eru rekin á hag- kvæmari hátt, sérstaklega vegna afkastamikilla vélrænna vinnu- bragða, og hefur sú vélvæðing náð hámarki í Bandaríkjunum. Eftir síðustu heimsstyrjöld hafa þó Evrópumenn tekið upp svip- aðar aðferðir, og hefur tækni þeirra mjög fleygt fram síðustu árin. Niðursuðuiðnaðurinn er nú tvímælalaust orðinn lang-vélræn astur af öllum verkunaraðferð- um á fiski til manneldis. Af þessu leiðir auðvitað að smáfyr- irtaeki, sem ekki hafa efni á að festa mikið fé í hinum dýra véla- kosti, eiga erfitt með að keppa I við hinn þaulskipulagða og af- kastamikla stóriðnað. Það yrði of langt mál hér að lýsa nákvæmlega hinum stór- virku vélum, sem notaðar eru við niðursuðuiðnað nágrannaþjóð- anna, enda tæplega ástæða til þess á þessum vettvangi. Þó má aðeins benda á það lauslega, að þar sem tæknin heíur náð há- marki, er svo komið, að ekki þarf að snerta hráefnið með höndum, eftir að síldinni er fyrst stungið inn í skurðarvélarnar. Dósirnar þarf aldrei að snerta, og slíkar samstæður geta skilað allt að 100.000 dósum á dag. — Fjöldi vinnustunda starfsfólks á hverja einingu framleiðslunnar nær þannig algjöru lágmarki og veg- ur langt upp á móti háu tíma- kaupi. Svipuð vinnubrögð er hægt að viðhafa á íslandi og a.m.k. þyrfti verksmiðja, til að verða samkeppnisfær, að vera búin fullt eins fullkomnum véla- kosti og hinar beztu í Vestur- Evrópu. Er þá reiknað með að hver vélasamstæða geti skilað a. m. k. 50—60 dósum á mínútu. TILLAGA UM SKIPULAG HÉR Síldin er hið eina hráefni, sem eins og sakir standa, virðist að orðið gæti grundvöllur að niður- suðuiðnaði hér, sem samkeppnis- fær væri við stóriðnað nágranna- ríkjanna. Til þess að kostnaður við framleiðsluna verði sem lægst ur verður vinnslan að vera vél- I ræn, svo sem frekast er unnt. Þetta þýðir að nota þarf dýrar vélar, og ef þær eiga að nýtast verður framleiðsla að verða nokk uð mikil. Þessi upprunalega fjár- festing í vélum og framleiðslu I þýðir talsverða áhættu. Þess I vegna er alls ekki eðlilegt að j nema einn aðili takist hana á hendur til að byrja með. Ef með I þessu tækist hins vegar að ryðja | braut nýjum útflutningi væri t mikið unnið. Ég tel því að eitt j fyrirtæki, væntanlega kostað af | ríkinu, svo sem til þyrfti, ætti að , framkvæma þetta brautryðjanda- starf. Fiskiðjuver ríkisins hefur þegar ýmsar af dýrustu vélun- um, sem til þarf. Hins vegar vantar ýmsar fleiri, og eina eða tvær tiltölulega einfaldar vélar þarf að smíða sérstaklega, vegna sérstöðu hráefnis okkar . Enn ! fremur skortir nokkuð húsnæði og fé til rekstrar. Ekkert annað fyrirtæki hcrlendis hefur þó næ'rri því eins mikið af því, sem til þarf. Einstaklingar eru að vonum tregir til að taka þá áhættu sem í þessu felst. Vegna ofanritaðs legg ég til að Fiskiðjuverið verði eflt með nægilegum fjárframlögum frá hinu opinbera til að þrautreyna | hvort takast megi að vinna ís- lenzkum niðursoðnum vörum markað í stórum stíl. — Án einn- ar sæmilegrar fullkominnar verksmiðju, sem ætti þess kost að framkvæma kostnaðarsamar tilraunir tel ég litla von um að niðursoðnar fiskafurðir verði stórfelldur liður í útflutningi ís- lendinga fyrst um sinn. — Jafn- framt ættu starfsmenn slíks fyr- irtækis, ásamt hinni vaxandi rannsókna- og tilraunastofnun í þágu fiskiðnaðarins, að veita hin- um smærri verksmiðjum, sem reyna vildu útflutning á eigin ábyrgð allar þær upplýsingar og fyrirgreiðslur, sem kostur væri á. Ætti rannsóknarstofnunin sér- staklega að hafa eftirlit með allri niðursuðuvöru, sem flutt væri frá íslandi á erlendan markað. Þess má geta, að þrátt fyrir mikinn fjárskort og ýmsa aðra örðugleika, hefur Fiskiðjuver ríkisins til þessa flutt út niður- suðuvörur að andvirði um kr. 3.000.000.00. Þetta er ekki mikið, en ýmis verðmæt reynsla hefur Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.