Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐiÐ Föstudagur 27. maí 1955 Hvað er það, sem gerðist í Melaskólamim? VEGNA birtingar á niðurstöðum athugana, sem gerðar voru í Melaskólanum í Reykjavík, og orðið hafa tilefni yfirlýsingar frá skólastjórum barnaskóla Reykjavíkur, og miður heppi- legs; fréttaflutnings sumra dag- blaða bæjarins, vill Kennara- fclag Melaskólans laka fram ef,tirfarandi: í hverju þjóðfélagi er að finna atlmikinn fjölda greindarsljórra eð>a'treggáfaðra barna, sem ekki geta fylgst með venjulegri íennslu í almennum barnaskóla. Þetta gildir engu síður um ís- lendinga, heldur en t. d. Sviss- lendinga eða Dani. Mismunurinn er hinsvegar sá, að þessar þjóðir hafa komið sér upp sérbekkjum eða skólum við hæfi þessara barna, en íslendingar ekki. í 2. kafla laga um fræðslu barna (nr. 34, 29. apríl 1946) segir svo í 5 gr. c) hð: „Undan- þegin frá að sækja almenna barnaskóla eru börn, sem að dómi hlutaðeigandi kennara, skólastjóra og skólalæknis, skort- ir hæfileika til að stunda nám í almennum barnaskóla“. Og í 6. gr. sömu laga: „Þeim börnum, sem um getur í c), d) og e) lið- um 5. gr, skal séð fyrir vist í skóla eða stofnun, sem veitir þeim uppeldi og fræðslu við þeirra hæfi“. Enda þótt liðin séu níu ár frá gildistöku þessara laga, eru þessi ákv’æði ennþá ekki komin til íramkvæmda, og afleið- iugin er svo margháttaðir og sí- vaXandi örðugleikar í hinum of- skipuðu barnaskólum. Þótt kennarar í Melaskóla telji þetta ástand óviðunandi, og haf’i gert tillögur til úrbóta, er engin ástæða til að ætla, að Melaskólinn hafi í þessum ofn- um neina sérstöðu meðal barna- skólanna í bænum, og það hefur enginn sagt. að fjöldi greindar- sljórra barna sé meiri í Mela- skólahverfi en hinum skólahverf- um bæjarms, og gera má ráð fyrir, að aðbúð barna við nám, sé sú sama í öllum barnaskól- unum. í yfirlýsingum skolastjóranna er talið, að athugun sú, sem stjórn Kerinarafélags Melaskólans gekkst fyr;r, og framkvæmd var af öllum bekkjabennurum skól- ans, hafi verið handahófskennd, og niðurstöðunum sé þar af leið- andi ekki treystandi. Jafnframt er gefið í skyn að kennarar hafi ekki skilv"ði til að framkvæma slíka athugun. Hér mun þó að- eins átt við einn þáttinn af þrem- ur í umræddri athugun, þ. e. a. s. þann, sem lýtur að ákvörðun á fjölda af greindarsljóum eða tréggáfuðum börnum (svokölluð- um afbrigðilegum börnum). í þessu sambandí er rétt að gera sér tvennt ijóst- 1) Höfuðforsenda þess, að athugunin fái staðizt er sú, að þeir sem framkvæmdina önnuðust, b e. a. s. kennararnir, hafi haft skilyrði til þess. 2) Til þess að izetu dæmt um raungildi niðurstöðunnar þarf að bera hana saman við niðurstöður við- urkenndra vísindamanna, sem hafa unnið að greindarmæling- um skólabarna. Um fyrra atriðið er þetta að segja: í sarfi sínu er kennaran- um brýn nauðsyn, að leggja dóm á vitræna hæfileika þeirra barna, sem hann hefur undir höndum, til þess að geta lagt fyrir þau verkefni, sem hæfa greind þeirra og námsgetu. Kennari, sem hef- ur haft 1—6 vetra kynm af barni, getur því fyrirvaralítið og með nokkru öryggi sagt til um greind þess og námghæfileika. Gæti hann það ekki, væri hann alls ekki starfi sínu vaxinn. Enda gera Jræðslulögin ráð fyrir því,- að þau börn fái sérskólavist, „sem að dómi hlutaðeigandi kennara .... skortir hæfileika til að stunda nám- -í almennum barnaskóla“. . Um síðara atriðið er þetta að segja: Þar sem niðurstöður greindarmælinga á íslenzkum börnum eru ekki fyrirliggjandi, verður að fá vísbendingu um áreiðanleik niðurstöðunnar með samanburði við erlendar rann- sókijir á þessu sviði. Skilgreining viðurkenndra sál- fræðinga á hugtakinu treggáfað- ur eða greindarsljór er þessi: , Greindarsljó eða treggáfuð börn (hafa) greindarvísitölu 0,70-—0,85. Þau geta ekki fylgst með venjulegri kennsiu í skólum. Þau þarf að setja í sérbekki og haga kennslunni við þeirra hæfi‘.‘ (Mannþekking bls. 100 eftir Símon Jóh. Ágústsson, prófessor við Háskóla íslands). En spurn- ingin, sem lögð var fyrir kennara var á þessa leið: „Hve mörg börn, að þínu áliti, skortir hæfileika til að stunda nám í almennum barnaskóla?" Hve mikill hluti skólabarna er þá á þessu greindarstigi, sam- kvæmt niðurstöðum greindar- mælinga viðurkenndra vísinda- manna? í kennslubók í sálfræði, sem kennd er í AB deild Há- skóla íslands „Börnepsykologi“ eftir S. A. Tordrup, þar sem get- ið er um niðurstöður á greind- armælingum almennra skóla- barna (bls 155 og áfr.) er talið að fjöldi barna með greindar- vísitöluna 0,70—0,85, þ. e. a. s. greindarsljó eða treggáfuð börn, séu 9%. Samkvæmt áliti kenn- ara í Melaskólanum var fjöldi þessara barna þar 7,2%. Lesend- um skal eftirlátið, að draga álykt- un af þessum forsendum. Af því sem að framan er sagt, má ljóst vera að hér er ekki um flausturlega skyndiathugun að ræða, þar sem að henni standa kennarar, sem starfað hafa með börnunum minnst einn vetur og allt upp í sex ár. Þessar athug- anir voru gerðar í þeim tilgangi, að byggja á þeim tillögur um bætta skipan í skólastarfinu, og verða kennurum til leiðbeining- ar að því marki, að hverjum nemanda sé ætlað verkefni við hans hæfi Niðurstöður þessar og þær tillögur, sem á þeim voru byggðar, voru svo ræddar á þrem fundum í Kennarafélagi Mela- skólans, og myndaðist þar full- komin samstaða milli skólastjóra og Rennara um tillögurnar, og lét hann í Ijós þakklæti sitt til kennara fyrir sýndan áhuga í starfi. í frétaaflutningi sumra blaða kemur það fram, að fimmta hvert barn í MeTaskóla sé af kennur- um skólans talið afbrigðilegt. Þetta hefur þegar verið íullkom- lega hrakið. Hitt er svo önnur saga, að þegar talað er um börn, sem dregizt hafa aftur úr í námi, þá er þar á engan hátt gefið í skyn, að þau séu afbrigðileg, heldur litið á það sem viðfangs- efni skólans að komast að því hverjar orsakir að því liggja og finna þar ráð til úrbóta. Enda var tilgangur kennarafélagsins sá einn að ná betri árangri og gera börnunum skólavistina auð- veldari og gagnsamari. Það er ekkert nýtt í skólasögunni, að námshæfni barna sé athuguð. Öllum er bað vitanlegt, að menn eru misjafnlega fallnir til náms frá náttúrunrtar hendi, og mun þar erfitt nokkurn um að saka, en þess eru mýmörg dæmi að litlir hæfileikar vel nýttir hafa orðið þjóðfélaginu notadrýgri en mikiar gáfur illa með farnar. Það er því ljóst að öllum sem börnum unna, ætti að vera það áhuga- mál, að þeim sé skipað í röð, þar sem starfshæfni þeirra fær notið sín. Við þykjumst þess full- viss, að þeir foreldrar, sem börn eiga í skóla, meti viðleitni til að búa börnum þeirra góða og mann bætandi skólavist. en ti! bess að Sigílisdóttir. Sigurður G. Sigurðsson, múrari: 70 ara I 0pnQ Jjgjj J,árusai Bjamfreðssonai', má!ara SKÁLDKONAN Kristín Sigfús- dóttir, frá Syðri-völlum, varð sjötug sunnudaginn 15. maí s.l. Þá konu þarf ekki að kynna, það hefur hún sjálf gert með skrifum sínum og skilningi um lífið yfirleitt. Og meira en það. Hún er sterk í störfum góðra málefna, glögg á allt sem er og trygglynd vinum sínum, þó eink- um þeim er eiga bágt og standa í skugganum. Enda munu margir óska þess, að ísland ætti nógu margar konur eins og Kristínu. Ég óska þessari íslenzku vinkonu minni allra heilla. Að hún starfi áfram í víngarði Drottins og haldi sínu unga eðli til æviloka. Alltaf berð þú ljúfa lund lífs á götu þinni. Allir ganga á þinn fund, upp að lyfta sinni. Eins og drottning áttu höll. Engu þarft að kvíða. Hefur gengið harðan völl. Hvergi munt þó líða. Sjötíu ára ertu í dag, ung og glöð í sinni. Þér eg óska alls í hag, eftir getu minni. „Bróðir og vinur“. . .Nýtt skip af stokkunum. KHÖFN 22. maí. — Burmeister & Wain, hleypti af stokkunum nýju frystiskipi á dögunum, sem byggt var fyrir Rússa. Skipið rúmar 900 lestir. það megi takast, þarf fyrst og fremst að gera sér fai um að kynnast barninu sjálfu og skapa aðstöðu við þess hæfi. Það er á miklum misskilningi byggt, að kennarar hafi með athugunum sínum ætlað að vinna eða unnið eitthvert óþurftarverk á þeim börnum, sem þeir hafa undir höndum. Hitt er sönnu nær, að verið er að leitast við að ná betri árangri í starfi. Auk þess að vera kennarar og leiðbeinendur barnanna, eru margir af kennur- um Melaskólans foreldrar sjálf- ir og eiga börn í skóla, svo þeim er það fyllilega Ijóst, hversu áríðandi er að sem bezt takist um alla framkvæmd starfsins. Um birtingu á þessum niður- stöðum er það að segja, að um það var aldrei rætt í kennara- félaginu, og telur félagið að á því stigi málsins hafi það ekki verið rétt, án þess þó að félagið vilji á neinn hátt hvika frá rétt- mæti þeirra athugana, sem fram hafa farið. Við höfum hér leitast við að skýra i aðalatriðum frá gangi þessa máls, og geta þá þeir aðil- ar, sem þetta mál snertir, dregið af því sínar ályktanir. En þess væntum við að rangsnúnar blaða fregnir og órökstuddar dylgjur séu ekki gerðar að aðaluppistöðu í urnræðum um þetta mál. Kennarafélag Melaskólans Reykjavík. I. Kæri vinur! SVO virðist sem grein sú, er ég ritaði í Morgunblaðið 1. maí hafi gefið þér tilefni til sérstæðra verkfallshugleiðina, — og þar sem þú sýnir mér þann heiður að stíla þær í opnu bréfi til mín, með þriggja dálka yfirskrift í Þjóðviljanum 10. þ. m., verð ég að verða við tilmælum þínum og senda þér nokkrar línur, enda þótt hið „opna bréf“, þitt geti vart talist svar við grein minni. Þú nefnir þó eitt atriði í grein- inni, er þú segist þó ekki hafa skilið og virðast einhverjir „full- • trúar atvinnurekenda* hafa rugl- að skilningi þinum og er að , vonum, að þér líði illa undir ! slíkum áhrifum, eins og bréf sitt sýnir. II. í nefndri blaðagrein gat ég þess hvort ekki væri ástæða til að endurskoða lögin frá 11. júní 1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur, vegna breyttra aðstæðna, sem orðið hafa frá gildistöku þeirra. Því þótt lögin hafi greitt úr mörgum vinnudeilum og af- stýrt verkföllum, hafa þau ekki alltaf komið að því gagni er til var ætlast, eins og nærtæk reynsla hefur sannað. Við erum víst sammála um það, að löng verkföll séu í flest- um tilfellum skaðleg fyrir laun- þega, ekki síður en atvinnurek- endur og sé því beggja hagur að forðast þau. Hinsvegar getum 1 við deilt um það, hvaða leiðir eigi að fara til þess að afstýra ' verkföllum og þar hefur þú að sjálfsögðu þina „línu“, sem ég get víst ekki felt mig við. Alþingi hefur sett ákvæði vinnulöggjafarinnar til þess að reyna að afstýra vinnudeilum. I Sú löggjöf hefur nú sýnt kosti | sína og galla með nærri 17 ára reynslu. Það er löggjafans að vega og meta og bæta úr, ef honum finnst ástæða til, en við, sem berum traust til vinnulög- gjafarinnar eigum rétt á því, að láta álit okkar í ljós um það, hvað betur mætti fara og þau álit —1 þó ósammála séu — gætu gefið löggjafanum vísbendingu um það bezta. Ég minnist á skoðun vinnulög- gjafarinnar vegna þess, að ég tel athugandi að breyta nokkrum ákvæðum hennar og byggi þá skoðun mína á þeirri reynzlu, er við fengum í síðasta verkfalli. En til þess að þú missiljir mig ekki aftur, skal ég geta þeirra nánar en gert var í Morgunblaðs- greininni. Gæti það líka orðið til þess, að þú fengir efni í aðra Þjóðviljagrein, þó óvíst sé að ég endurgjaldi II. Enda þótt Vinnulöggjöfin sé ekki nema meðal stór lagabálk- ur, þarf nokkurn tíma fyrir leik- menn, að kynna séf hana og ef til vill hefur mér ekki gefist til þess það tóm, sem skyldi, efast ég þó ekki um, að sum ákvæði hennar mættu betri vera og því réttmætt að minnast á cndur- skoðun. í öðrum kafla laganna eru ákvæði um vinnustöðvun og á hvern hátt hún sé heimil. Getur þar m. a. um heimild búnaðar- mannaráða til vinnustöðvunar, ef lög viðkomandi félags gefa því slíkt vald. Nú eru þess dæmi, að tala trún aðarmannaráðs manna séu ekki nema 6—7% af meðlima tölu fé- laga og jafnvel færri, en þar sem % greiddra atkvæða lögmætra trúnaðarmannaráðs fundar nægja til þess að ákveða vinnustöðv- un, geta t. d. 7 menn, eða 3,5% félagsmanna í allt að 200 manna VtrtnU- stcðvun, að vísu með áður gefinni heimild félagsfundar, en þeií eru því miður oft fámennir hjá mörgum félögum, þótt alvarleg mál séu til umræðu. Sama er að segja um uppsögn samninga. Um samnings upp- sagnir og verkfallsboðun, er sjaldan farið eftir a. lið 15. gr. um „almenna leynilega atkvæða- greiðslu". Að síðustu vinnudeilu stóðu 14 verkalýðsfélög, með um 7500 meðlimi. Mér er ekki kunnugt um, að nema eitt félaganna hafi viðhaft allsherjar atkvæða- greiðslu og þó aðeins um samn- ings uppsögn. Nefnd ákvæði laganna snerta ekki aðeins launþega, heldur og atvinnurekendur, því á sama hátt geta þeir boðað vinnustöðvun og verkbönn. Samkvæmt 25. grein cr aðilum skylt að senda sáttasemjara afrit af uppsögn vinnusamninga, ásamt greinargerð um uppsögnina, en kröfur þær, sem aðilar ætla að gera, virðast þó ekki þurfa að senda með samnings uppsögn, enda var svo í síðustu vinnu- deilu, að kröfur sumra félaganna voru ekki komnar fram fyrr en nokkru áður en varkfall átti að hefjast og m. a. af þeim sökum var því frestað um 18 daga. Eðlilegast væri, að kröfurnar væru lagðar fram með samnings- uppsögn og gæti það greitt fyrir því, að samningsviðræður hæf- ust strax. Sáttasemjara ber að hefja sátta umleitanir að nýju, hafi þær hætt án árangurs, en milli sáttaum- leitana geta þó liðið allt að tvær vikur. Fer það því eftir vilja og dugnaði sáttasemjara hverju sinni, hve sáttatilraunum er hraðað, en um það ættu að vera þrengri ákvæði í lögunum. í sambandi við vinnustöðvanir skapast oft misjafnar aðgerðir gagnvart þeim, sem ekki eru beinir aðilar að viðkomandi vinnudeilu og valda þeim stund- um miklu tjóni. Um það eru eng- in ákvæði í lögunum og væri réttlátt, að í því efni kæmu á- kveðnar reglur, er gætu líka tryggt réttmætar aðgerðir verka- lýðsfélaga. IV. Hér hafa verið rædd nokkur atriði í sambandi við endurskoð- un vinnulöggjafarinnar, þar sem þú með bréfi þínu gafst mér til- efni til þess. Að öðru leyti get ég verið fá- orður um verkfallshugleiðingar þ:nar. — Ef til vill áttu líka eftir að bæta við þær nýjum þætti, þar sem rakinn verður hinn óvenjulegi undirbúningur og framkvæmd verkfallsins, for- usta Alþýðusambandsins og hin- ar raunhæfu kjarabætur verka- lýðsins eftir 6 vikna verkfall. Gæti það orðið merkilegur kafli í íslenzkri verkalýðssögu og lærdómsríkur fyrir framtíð- ina. Með kveðju, Sigurður Guðmann Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.